Leita í fréttum mbl.is

"Múrinn" að hrynja?

Múrinn

Gott dæmi um hvernig ein setning getur valdið miklu fjaðrafoki. Á www.murinn.is var nú um áramótin settur upp lísti með því markverðasta á árinu 2006 svona í gamantón.

Þar sagði m.a.

  Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.

Þessi setning hefur valdið réttlátri reiði víða um bloggheima og annarsstaðar. Réttilega því að þarna eru borin upp á Margréti gerðir/hugsun sem eru algjörlega út í hött.

Fólkið á múrnum er nú að reyna að skýra þetta út og vilja meina að þetta sé í raun skot á Jón Baldvinn sem í ritdómi um bók Margrétar lýsti þeirri skoðun sinni að lýsing Margrétar á veru sinni í Alþýðubandalaginu undir það síðasta væri eins og lýsing á að hún byggi við heimilisofbeldi. En eins og tilvitnunin sýnir er þetta nokkuð langsótt skýring. Og nú ætla ég að benda á nokkrar góðar greinar um þetta mál.

  1. Áramótaanáll Múrsins
  2. Björn Ingi skifaði einna fyrst um þetta mál
  3. Össur Skarphéðinsson um þetta mál og umræður um pistil hans
  4. Blogg Péturs Gunnarssonar um þetta sama

Þetta er brandari sem ekki gengur upp hjá þessu fólki og nú eru þau að reyna að draga út þessu með yfirlýsingu sem má finna hér

Viðbót [Mér hefur reyndar nú verið bent á að Bók ársins er horfin af listannum)

Viðbót 2[Færslan "Bók árisns er þarna enn. Ég var bara með tengil á ranga frærslu og er búinn að laga það]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

ég sé ekki betur en að Bók ársins sé ekki lengur á þessum lista!

Bragi Einarsson, 6.1.2007 kl. 17:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei það er rétt nú er búið að kippa þessu út! En það er full seint þar sem að svo margir kunna á þetta copy og paste.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.1.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Bragi Einarsson

ég var líka fullfljótur á mér ;)

Bragi Einarsson, 6.1.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Nei bókin er þarna ennþá, þú vísar bara á rangt uppgjör.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.1.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk Þórir það hlaut að vera. Ég hafði lesið þetta þarna rétt áður en ég fékk fyrri ábendingu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband