Leita í fréttum mbl.is

Ekki beint hægt að segja að Þór Saari sé bjartsýnn maður

Hann sem hagfræðingur hlýtur náttúrulega að gera sér grein fyrir að vaxtagreiðslur hljóta að ráðast af upphæð höfuðstóls.

  • Það er heimilt allan tíman að greiða inn á höfuðstólinn. Og við það lækka vextir
  • Gengi krónunnar verður vonandi orðið allt annað þegar að þessu greiðslum kemur
  • Verðbólga verður væntanlega í ESB eins og hún hefur verið um 2 til 3% og það étur af upphæð lánanna líka þar sem þau eru ekki verðtryggð
  • Er að Ísland verður búið að ná sér upp úr kreppunni eftir 6 ár þá getum við tekið hagstæðari lán og greitt upp það sem stendur út af þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar.
  • Ef að efnahagslíf Breta og Hollendinga fer batnandi eins og spáð er þá eykst verðmæti eigna Landsbankans. Þær voru jú áætlaðar um eða yfir 4.000 milljaðar um eða eftir hrunið
  • Allar spár ganga út á að efnahagsþróun hér verði jákvæð á eftir nokkur ár og byrjar í raun á næsta ári. Og samningarnir ganga út á að við borgum aldrei meira en 6% af hagvexti þegar við byrjum að borga vextina og Seðlabanki reiknar með að greiðslurnar verði langt undir mörkunum og við verðum búin að greiða lánið upp 2024.

En Þór eins og fleiri halda fast í að álíta að allir starfsmenn í stjórnkerfinu séu asnar og ríkisstjórnin sé í persónulegu stríði við fólkið í landinu. Held að það verði að fara að gefa þessu fólki þunglyndislyf! Og kannski eitthvað sem eykur hjá þeim raunveruleikastigið.


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur ekkert hugleitt það að kannski sé raunveruleikastigið á smá lágu plani hjá ykkur hjarðverum Samfylkingarinnar? Að flestir nema þið sjáið að það séu asnar í stjórnarráðinu og að ríkisstjórnin SÉ raunverulega í stríði við fólkið. Ríkisstjórnin hefur allavega gert ESB umsókn að forgangsmáli, fremur að að aðstoða landslýð. Samt sýna kannanir að við viljum ekki í ESB!

Ófeigur (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:15

2 identicon

Já sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þór er ekki svartsýnismaður heldur raunsær. Það hefur nákvæmlega ekki eitt einasta atriði sem ríkisstjórnin hefur haldið fram staðist. Gengið hefur ekki styrkst og kemur ekki til með að styrkjast á næstunni. Það stendur ekki steinn yfir steini í útreikningum Seðlabankans og til þess að þeir útreikningar haldi vatni verður að draga saman seglin í ríkisútgjöldum, auka útflutning, draga saman innflutning og herða á gjaldeyrishöftum. Það má ekki fara í stóriðju, ekki virkja, ekki leggja raflínur, ekki hleypa að erlendum fjárfestinum.

Umsóknin í ESB er uppnámi og ég tek fram að ég er fylgjandi henni, en með því að láta svínbeygja okkur í þessu Icesavemáli þá getum við gleymt því að þjóðin styðji inngöngu. Klúður og meira klúður í boði Samfylkingarinnar og VG.

Fúll fyrrum samfylkingarmaður

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samfylkingarmenn eins og Jón Ingi Cæsarsson og Magnús Helgi verða ásamt þeim beinlínis seku á Alþingi hikstalaust settir í úreldingu, þegar eða ef Icesave-greiðslurnar fara að bíta. Og þær bíta vitaskuld hrikalega, ef frumvarpið verður samþykkt.

Jón Valur Jensson, 25.11.2009 kl. 00:34

4 identicon

Ég er sammála thér um margt, Maggi.  Vid vitum hverjir komu thjódinni í thá stödu sem hún er í dag.  Nefninlega Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

Med einkavinavaedingu ríkisbanka og fisksins í sjónum hafa thessir gerspilltu flokkar eydilagt efnahag landsins og móral landsmanna.

Thad er merkilegt ad íslendingar séu svona rosalega heimskir ad láta thessa flokka plokka af theim eignirnar og koma theim í thá ömurlegu stödu sem their eru í dag.

Ég get sagt thér ad mér thykir thú bjartsýnn á ad thetta lagist eitthvad.  Ég er 100% viss um ad ástandid á bara eftir ad versna.  Hvers vegna?  Jú íslendingar saetta sig ennthá vid kvótaraeningjakerfid.  Allt annad í thjódfélaginu er í takt vid thad.

Ég hef enga trú á íslendingum....thad eina sem ég treysti íslendingum fyrir er ad sökkva dýpra og dýpra í spillingu og fátaekt.

Ég spái algeru verdhruni á fasteignamarkadinum.  Framtíd íslendinga er svört -- KOLSVÖRT

Gúlli (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Samkvæmt nýju mati á eignum Landsbankans (hér) þurfa Íslendingar að greiða 285.100 milljónir ef þessir vítaverðu nauðasamningar verða gleyptir.

Ef ótímabær umsókn um aðild að Evrópuríkinu hefði ekki verið knúin í gegn í sumar, væri afstaða margra Samfylkingarmanna önnur til IceSave en hún er. Það er sorglegt að hugsa til þess hvað þetta ömurlega frumhlaup gæti reynst okkur dýt.

Haraldur Hansson, 25.11.2009 kl. 00:48

6 identicon

Frumhlaupid var ad kjósa Sjálfstaedisflokkinn og Framsóknarflokkinn aftur og aftur og aftur.

Gúlli (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:57

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á vegna ummæla Jóns Vals að ég mundi hafa sömu skoðun á þessu máli þó ég væri sjálfstæðismaður eða eitthvað annað. Finnst ekki rétt gagnvart Samfylkingunni að menn meti mínar skoðanir í því ljósi. Því að ég ber þær ekki undir Samfylkingu enda starfa ég ekki innan hennar. Ég hinsvegar vildi vera heiðarlegur þegar ég gerði grein fyrir mér. Og jú ég er flokksbundinn í Samfylkingarfélagninu í Kópavogi en það er aðallega til að geta valið frambjóðendur á lista í Bæjarstjórnarkosningum. En fyrir alla muni ekki reyna að túlka mín sjónarmið sem sjónarmið Samfylkingarinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.11.2009 kl. 01:10

8 identicon

Þið samfylkingar pakkið eruð snarklikkuð!

Þið eruð til í að gambla með framtíð lands ykkar fyrir eitthvað kokteil kjaftæði sem enginn hagnast á nema auðmenn og nokkrir freeloaders.

Það ætti að draga ykkur niður á austurvöll og setja ykkur í gapastokk til að húðstrýkja ykkur!

Landráðamenn og föðurlandssvikarar!!! 

Geir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 01:15

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eru hagfræðingar ekki orðnir þreyttir á að tyggja í okkur staðhæfingar um ICESAVE sem jafn vel þeir trúa tæpleg. Ég hef aldrei haft teljandi áhyggjur að þvi máli og fer ekki að taka uppá því núna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.11.2009 kl. 03:03

10 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Að greiða 110 milljónir á dag í vexti af Icesave er nærri ógerlegt. Það er ekkert skrýtið að hagfræðingar séu áhyggjufullir varðandi þetta mál.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 25.11.2009 kl. 07:20

11 identicon

Þetta Icesave mál mun sliga þjóðina. Mér finnst Þór Saari bara raunsær eða jafnvel bjartsýnn í þessu máli miðað við fólkið í kringum mig amk.  Það dynja á okkur nýir skattar á allt mögulegt og ómögulegt, laun lækka eða standa í stað, lánin hækka langt upp fyrir verðmæti eigna, fasteignaverð er að hrynja, þjónusta er skert allstaðar í velferðarkerfinu..... og  ríkisstjórnin ætlar að láta okkur borga stórkostlegar skuldir einkahlutafélaga í útlöndum. Á meðan spilar Össur á ESB fiðluna fyrir Samfylkingarfélaga..... 

SÓ (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 12:40

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halldóra við getum líkt Icesave við dæmin sem Ingólfur í spara.is var með í fyrra. Það byggist á því að lækka vaxtagreiðslur með því að greiða inn á höfðstólinn. Og t.d. man ég að Lansbankinn átti í sumar um 50 milljarða inn í seðlabanka Bretlands sem voru greiðslur af útlánum sem ganga upp í Icesave. Þannig að ég geri ráð fyrir að þetta séu örugglega upp undir 100 milljarðar sem við eigum þar sem losna um áramótin minnir mig og þar með hefur Icesave lánið minnkað um það sem því nemur og þar af leiðandi vextirnir. Skil bara ekki af hverju þú hefur svona miklar áhyggjur af Icesave en ekki þeim skuldum sem við þurfum að borga á næsta ári og næstu árum sem eru á verri kjörum. Og ekkert hámark á greiðslum af þeim. Við höfum leyfi til að lengja ef við viljum greiðslutíma Icesave. Og ef þróunin verður óhagstæð þá verðum við hvort eð er gjaldþrota og þá þurfa þeir sem lána okkur að semja aftur.

Það eru nokkrir sem hafa startað þessari umræðu um að við þurfum ekki að borga Icesave og síðan hefur kórinn fylgt með. En Þessir menn gleyma því að við vorum í þeirri stöðu að allir bæði Evrópa innan og utan ESB, AGS og fleiri lönd skilyrtu leynt og ljóst aðstoð sína við okkur við að við gengjum að þessum kröfum. Og þeir sem segja að við hefðum getað fengið betri samninga vita í raun ekkert um það. Heldur þú að nýja samninganefndin hafi ekki reynt að koma öllu því sem rætt var á Alþingi í sumar inn í samninginn? Auðvita vildu sjórnvöld koma hér með besta samning sem þau gátu. Er það ekki augljóst? Það hefðu ekki orðið svona mikil læti ef að Bretar og Hollendingar hefðu bara gengið að öllu sem við vildum. En svoleiðis eru ekki samningar. Og við vorum beitt bæði síðast vetur og síðan ógurlegum þrýstingi frá sterkum löndum. Og það var engin sem stóð með okkur. Áður höfðum við USA sem studdi við okkur og gaf okkur vikt í svona samningum en í dag erum við eins og meðalstór borg í Bretlandi en höguðum okkur eins og stórveldi og í okkar nafni voru plataðir penginar út úr Bretum og Hollendingum sem síðan voru notaðir hér til að endurfjármagna lán bankana vegna íbúðarlána, fyrirtækja og fasteignabygginga. T.d. gæti grunnur og útveggir Tónlistarhúsins verið byggðir fyrir Icesave. Og kannski Höfðtún og fleira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.11.2009 kl. 12:59

13 identicon

Magnús það er morgunljóst að við vorum þvinguð til samninga í þessu máli en það var alger óþarfi að láta girða niðrum sig í samningaferlinu með því að senda gersamlega óhæfa samninganefnd.

Alþingi hefur samþykkt ríkisábyrgð í haust og ef að Bretum og Hollendingum líkar ekki við hvernig fyrirvarar á ríkisábyrgðinni er háttað verða þeir að eiga það við sig. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:24

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður það er nú ekki verið að fara fram á aukna ríkisábyrgð nema að hún falli ekki úr gildi fyrr en samningurinn er greiddur. Flest allir aðrir fyrirvarar eru teknir inni samninginn. Enda sagði stjórnarandstaðann í sumar að fyrirvararnir stæðurst ekki gagnvart dómstólum.

Enda mundu engir samþykkja að gera samning sem að Alþingi tekur sig svo til að breytir einhliða. Það væri svona eins og ábyrgðarmaður segðist ætla að taka ábyrgð á láni en koma síðan með alskonar skilyrði eins og hann mundi ekki bera ábyrgð á þessu atrið og eins ekki ef lánið yrði ekki greitt eftir ákveðin tíma.

Minni þig t.d. á að Gross sem er nú fróður um Evrópumál sagði að Bretum og Hollendingum hefði tekist að sýna fram á greiðsluskildu okkar vegna Jafnræðisreglu EES. Það má ekki gera upp á milli innistæðueigenda! Og þar sem að ríkistjórn Geir Haarde og Jóhönnu eru báðar búnar að lýsa því yfir að allar innistæður væru tryggðar í Íslenskum bönkum þá erum við góð með að sleppa bara með lágmarkstryggingar.

Vill svo ljúka þessu með tilvitnun í www.jonas.is frá því í dag:

      "25.11.2009
Lítilsvirðing Alþingis
Sé enga ástæðu fyrir stjórnarliðið að lítilsvirða þingið með andstöðunni. Búið er að tala IceSave í botn. Hvert einasta atriði málsins hefur verið rætt tíu sinnum, sum hundrað sinnum. Málið er útrætt, bæði á þinginu og í samfélaginu. Við neyðumst til að samþykkja IceSave vegna samskipta okkar við umheiminn. Stjórnarandstaðan vill tala tuttugu sinnum um hvert atriði málsins og tvöhundruð sinnum um sum. Stjórnarliðar eiga ekki að taka þátt í þessari lítilsvirðingu Alþingis. Brennuvargar og stuðningsmenn þeirra mega tala sig hása í einrúmi. IceSave er búið mál, takið fyrir næsta mál, takk"

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.11.2009 kl. 16:47

15 identicon

Jónas er nú bullukollur dauðans og ekki bent sá sem maður tekur mest mark á. En fyrst þú nefnir Daniel Gross þá hefur hann bent á að fyrst að Bretar og Hollendingar bera fyrir sig jafnræðisreglunni þá ætti hún einnig að gilda um samningsvexti. Það er ekki búið að klára þessa umræðu og ef að við eigum það fyrir höndum að greiða svipaða upphæð í vexti til herraþjóðanna og við notum í rekstur Landspítala þá ættum við að staldra við og endurskoða þetta mál.

Liggur eitthvað á að samþykkja þetta mál í þinginu fyrir áramót. Hvað ætla mótaðilar okkar að gera ef við samþykkjum ekki að breyta þeim lögum sem hafa þegar verið sett. Ekki gleyma því að nú þegar hefur verið veitt ríkisábyrgð en með sterkum lagalegum og efnahagslegum fyrirvörum. Ekki gleyma því Magnús að með breytingum á lögum eru vextir af lánum teknir út fyrir 6% mörkin sem sett voru og að Ragnars Hall ákvæðið hefur ekkert gildi lengur. Ekki má heldur gleyma því að það er vafasamt í meira lagi að ríkisstjórnin gefi ótímasetta ríkisábyrgð.

En auðvitað eigum við að segja þessum þjóðum að éta það sem úti frýs. Ég er búinn að vera í viðskiptum við breta og hollendinga í áratugi og það eru nískustu og hörðustu samningamenn sem ég hef komist í kynni við. Það þýðir ekkert að senda einhverja sveitamenn í lopapeysum og sauðskinnskóm í klærnar á þeim. Enda er árangurinn eftir því.

Samningurinn er ömurlegur í alla staði og það er bara ekki nein sanngirni í því að við almennir skattborgarar eigum að taka þessar byrðar á okkur.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 21:58

16 identicon

Hvað... hvað er það með ykkur samfylkingarmenn sem fær ykkur til að vera svona hliðholla forystu ykkar ???

Blind hollusta hefði með réttu átt að deyja út 30 apríl 1945 !!

Ég er ekki D maður, hef aldrei kosið þann flokk !! Í raun hallast ég frekar til vinstri.

Vandamálið er að samfylkingin er hægri/eiginhagsmunaflokkur dulbúinn í rauðu. Svo kýs fólk þetta í von um heiðarleika...

Eitt er jafnöruggt og dagur fylgi nótt.. heiðarleika finnur þú ALDREI í núverandi mannskap samfylkingarinnar !!

runar (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:27

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu má ég ekki hafa mína skoðun á Icesave. Eru allir sem eru fylgjandi að gengið sé frá Icesave endilega að sýna einhverja flokkshollustu. Má maður ekki hafa skoðun sem samrýmist skoðun stjórnvalda. Er það hér með bannað á blogginu?

En svona til að benda þér á þá tel ég að Steingrímur sé að standa sig best í þessari ríkisstjórn. Og ég tel að hann sem virkilegur andstæðingur Icesave fyrir Jól hafi áttað sig á því að við eigum ekkert val.

Og hvað áttu við öllu hinu bullinu? Hvaða eiginhagsmuni ert þú að tala um? Maður á ekki að svara svona? Það er nú einhver tíska að uppnefna Samfylkinguna og tala um spillingu. En svo þegar menn eru spurðir þá geta þeir bara bent á að Samfylkingin hafi veirð á móti fjölmiðlafrumvarpinu og hafi fengið stryrki frá Bónus. En það gleyma allir að flestir hinna fengu líka styrki frá sömu eigendum og t.d. Xd sem fékk tugi milljóna frá FLgroup sem Jón Ásgeir átti líka.

Og með heiðarleikan. Heldur þú að Jóhanna og fleiri séu vísvitandi að steypa þjóðnni í glötun eða hvað áttu við með óheiðarleika? Svona að stilla stjórnvöldum upp eins og þau séu að vinna gegn þjóðarhagsmunum er náttúrulega bara della. Það eru allir að gera sitt besta. Þau gera fullt af mistökum en það mundu allir gera í þeirra stöðu því hún er einstök í heiminum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.11.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband