Leita í fréttum mbl.is

Ásæða stríðsins í Íraka með þessum afleiðingum

Hér er raunveruleg ástæða stríðsins í Írak fyrir ykkur

Af www.ruv.is   

Írak: Olíugróði til vestrænna fyrirtækja


Olíufyrirtæki á Vesturlöndum fá obbann af olíugróða Íraks næstu ár samkvæmt lögum sem búist er við að Íraksþing setji í vikunni. Independent on Sunday hefur komist yfir lagafrumvarpið sem erindrekar Bandaríkjastjórnar tóku þátt í að semja.

Samkvæmt því fá olíurisar á borð við BP, Shell og Exxon leyfi til að nýta og selja olíu Íraka næstu 30 ár. Þessi fyrirtæki fá 75% olíugróðans í fyrstu, síðar 20%. Í Írak eru þriðju auðugustu olíulindir jarðar þannig að um ofsagróða er að ræða. Írakar þjóðnýttu olíuna 1972 í Sádíarabíu og Íran tveimur helstu olíuframleiðsluríkjum heims er olíuvinnsla og olíusala í höndum ríkisins. Independent on Sunday segir þessa fyrirhuguðu lagasetningu renna stoðum undir staðhæfingar um að markmið Bandaríkjamanna og Breta með hernámi Íraks hafi verið að sölsa undir sig olíulindir Íraka.

Áformin séu í mótsögn við málflutning Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, í aðdraganda innrásarinnar. Þá sagði hann best að ágóðinn af olíusölu Íraka yrði lagður í sérstakan sjóð í umsjá Sameinuðu þjóðanna, féð rynni síðan til uppbyggingar í Írak. Þá lýsti Colin Powell yfir því sama ár að fráleitt væri að leggja hald á olíutekjur Íraka til að greiða fyrir stríðsrekstur Bandaríkjamanna. Olíuauðurinn væri eign Íraka og engra annarra. Þá var Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna.


mbl.is Tugir uppreisnarmanna féllu í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband