Leita í fréttum mbl.is

Með afbrigðum dónalegur maður Skúli!

Þessi góði maður er skv. þessu að segja að nauðsyn brjóti lög. Og það sé öllu fórnandi fyrir SV línu! Jafn vel þó það yrði varanlegur skaði sem fylgdi þessari línu. VIð vitum að það þarf að leggja þessa línu en það væri með öllu ómurlegt ef þessi lína veldur meiri skemmdum en hún þarf. Þessi lína fer í gegnum útivistar svæði og m.a. liggur hún við eða í Heiðmörk. Og þessum framkvæmdum fylgir vegalagning með línustæðinu. Síðast þegar verið var að vinna við Heiðmörk þegar Vatnsveita Kópavog var þar þá ultu 4 vörubílar og olía rann a.m.k. af einum rétt þar fyrir utan.

Þessa línu á m.a að leggja yfir vatnverndarsvæðið Vatnsveitu Reykjavík í nágreni Gvendarbrunna. Finnst þetta sömu rök og þegar menn eru að segja að nú eigi að taka séns á að veiða meira af Þorski og ef það valdi skaða megi þá takast á við það seinna. EN við höfum nú brennt okkur á því að það er ekki auðvelt.

 

Í umsögn skipulagsstofnunar segir m.a.

Skipulagsstofnun telur að heildaráhrif fyrirhugaðra framkvæmda m.t.t. þessara umhverfisþátta verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd þar sem fyrirhugað er að reisa 500 ný möstur og leggja milli 180 og 190 km af loftlínum og um 50 km af jarðstrengjum.

Áhrifasvæði línanna mun ná frá Hellisheiði til vestasta hluta Reykjanesskaga og þær munu liggja á löngum köflum um hverfisverndarsvæði, svæði sem eru á náttúruminjaskrá og fólkvanga, stofnaða sérstaklega til útivistar og geta framkvæmdirnar rýrt gildi þessara svæða til útivistar.

Jafnframt liggja línurnar á köflum í grennd við fjölförnustu þjóðvegi landsins, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Þó að ljóst sé að það er jákvætt að tæplega 100 km af núverandi línum verða fjarlægðar þá eykst umfang raforkulína og mastra talsvert miðað við núverandi aðstæður þegar á heildina er litið.

Og svona mannvirki er komið til með að vera næstu áratugi. Er ekki rétt að reyna að leggja þessa línu þannig að hún blasi ekki allstaðar við og eins forðsast sem mest að fara yfir svæði eins og vatnsverndarsvæði?

Síðan er þetta kafli út af fyrir sig:

Hann bætir við þvi við að Svandís virðist vera veruleikafirrt eða ekki starfi sínu vaxin nema hvort tveggja sé. Hún hafi enga samúð með því atvinnulausa fólki sem „mæli göturnar þessa dagana” og virðist því miður einnig hafa takmarkaðan skilning á því umhverfismeðvitaða samspili atvinnulífs og náttúru sem efst sé á baugi þeirra aðila sem leggi áherslu á sjálfbæra þróun og umhverfisvernd, eins og hann orðar það.

Getur Skúli ábyrgst að allir atvinnulausir félagsmenn hans fái vinnu við þessa uppbyggingu. Þetta og álverin eru stórframkvæmdir sem ég held að sé skilda að bjóða út á Evrópska efnahagsvæðinu. Og hefur Skúli einhverja þekkingu á "umhverfismeðvitaða samspili atvinnulífs og náttúru"?

 


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svandís Svavarsdóttir er bæði veruleikafyrrt og vanhæf. Hún er þjóðarskömm.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 07:14

2 Smámynd: Umrenningur

Sæll Maggib.

Nú hlítur að vera frosið í víti. Þetta er í annað sinn á ekki svo löngum tíma sem ég get tekið undir það sem þú skrifar, ef þetta heldur svona áfram þá er annað tveggja sem er orsök. Ég er kominn með kratavírus (ólíklegt) eða að skynsemin er að ná tökum á þér.

Íslandi allt

Umrenningur, 26.11.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ómar! Svandís er að vinna vinnuna sína. Hún er umhverfisráðherra og hennar verk er að sjá til þess að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hafa veruleg áhrif á umhverfið án þess að það sé búið að sjá fyrir afleiðingarnar. Og þessar SV línur er ekkert smá verk. Þær liggja eftir öllum Reykjanesskaganum og um Hellisheiði og við og eða í Heiðmörk.

Ég veit að það þarf að leggja þessa línu og alla þá vegi sem fylgja henni en stæði hennar finnst mér vanhugsað.

Umrenningur! Ég held að ég sé nánas vinstramegin við Samfylkingunna í þessu máli þannig að þú ert kominn á hættulega braut jafnvel farinn að nálgast Vg veiruna.

En grínlaust þá finnst mér að við þurfum að hugsa svona mál miklu betur. T.d. er þetta á því svæði þar sem allir útlendingar sem koma til landsins með flugi fara um. Og eins allir sem fara að skoða Gullfoss og Geysi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.11.2009 kl. 09:06

4 Smámynd: Umrenningur

Sæll aftur.

Auðvitað þarf að hugsa virkjunar-orkumál upp á nýtt, það þarf að hugsa allt þjóðskipulagið upp á nýtt. Fólk þarf að fara að hætta sandkassaleikjum og skítkasti út í andstæðinga sína og taka höndum saman um nýtt þjóðskipulag hér á landi. Það er nefnilega mun fleira sem sameinar okkur sem þjóð heldur en það sem sundrar okkur sem pólitískum andstæðingum. Skynsemin verður að fara að fá meira pláss í umræðunni annars erum við búin að vera sem þjóð og hér er ég ekki að skjóta á neinn né að vísa í dægurumræðuna.

Íslandi allt

Umrenningur, 26.11.2009 kl. 09:29

5 identicon

Ég læt ekki af því að Svandís Svavarsdóttir hefur sett fótinn fyrir allar umbætur á Íslensku athafnalífi, sem hún hefur getað sett fótinn fyrir. Svandís er þóttafullur hrokagikkur og á ekki langt að sækja það.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Go Ómar.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 26.11.2009 kl. 13:32

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að skjót því inn hér að ég sé að Jónas Kristjánsson er sammála mér. Finnst þetta orðið ömurleg tíska að tala svona um fólk sem er ekki á sömuskoðun. Þetta er farið að nota mikið á Alþingi t.d. af nokkrum sjálfstæðismönnum og framsóknarkonum t.d. eru þau dugleg að uppnefna Indriða Þórláksson og kalla hann t.d. "Fjölfræðing" og fleira miður skemmtilegt.

En svo mælir www.jonas.is 

26.11.2009
Dónalegur verkalýðsrekandi
Skúli Thoroddsen verkalýðsrekandi er með afbrigðum mikill dóni, ólíklegur til árangurs í samningum. Kallar Svandísi Svavarsdóttur veruleikafirrta og vanhæfa. Enginn hefur þó hrakið þau orð hennar, að staða suðvesturlínu hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn. Ekki heldur þau orð hennar, að fara verði að lögum og reglum við undirbúning línunnar. Hann flytur engin rök, fullyrðir bara að umhverfisráðherra hafi of litla samúð með atvinnulausu fólki. Ekki vildi ég hafa Skúla að fulltrúa mínum í samningum af neinu tagi. Sýnist hann vera ólíklegur til að ná árangri í viðræðum við fólk með almenna rökvísi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.11.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband