Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til!

Nú þegar útgerðir eru að borga hásetahlut á stóru skipunum upp á 15 til 30 milljónir þá er óþarfi að við séum að niðurgreiða laun hjá þeim.

Og rök fyrir sjómannaafslætti sem eru að þetta sé skattaafláttur vegna aðstæðna þ.e. á ekki við lengur. Af hverju ættu þá menn sem eru að vinna við virkjanir ekki að fá þannig afslátt. Eða fólk sem vinnu vaktavinnu og er í burtu frá börnunum þegar þau eru heima. 

Þetta er eitthvað gamalt sem átti að vera löngu farið út og sér í lagi þegar að aðstæður eru svona eins og þær eru í dag. Þ.e. útgerð græðir á lágu gengi og hér er kreppa og þarf að skera niður.

Eins finnst mér að skoða megi þann hálfa milljarð sem fer í rekstur á bændasamtökunum. Hagmunafélag þeirra á náttúrulega að vera á þeirra kostnað. 


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það viðgangst ýmis skattafríðindi í Utaríkisráðuneytinu, sérstaklega varðandi sendiherra. En þar sem alla aldna stjórnmálamenn dreymir um að fá sendiherrabitling þá er það víst borin von að þau skattafríðindi verið afnumin.

Grímur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Fréttir um 30 milljóna króna hásetahlut voru settar í fjölmiðla til að undirbúa niðurfellingu sjómannaafsláttarins. Spuni af bestu gerð.

Uppáhaldið mitt er 18. greinin. Mesta skattahækkunin er á þrotabú og dánarbú! Smellpassar við ríkisstjórnina, sem er gjaldþrota og ætti að taka til skipta eins og hvert annað dánarbú. Hæfilegur skattur væri 32,7% fylgistap.

Haraldur Hansson, 27.11.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gímur ég er sammála um að skattafríðindi í Utanríkisþjónustu þarfa að skoða. A.m.k. þar sem þetta fólk er sannarlega að nýta sér þjónustu hins opinbera hér á landi.

Haraldur það varð hér hrun ef þú veist það ekki. Við þurfum að loka hér fjárlagagati fljótt til að safna ekki frekari skuldum. Og svo minni ég þig á að valkostir við þessa stjórn eru flokkar sem skipulögðu, settu í gang og stjórnuðu mestu gevihagbólu í veraldarsögunni. Með því að afhenda bankana í hendur á óvönduðum og óvönum mönnum sem á nokkrum árum steyptu hér öllum í skuldir. Ásamt því að halda hér uppi gervi hagvexti og telja fólki trú um að aldrei yrði snúið til baka. Þetta var allt framkvæmt í boði Framsóknar og Sjálfstæðismann sem nú láta eins og óþekkir krakkar sem allt vita betur. T.d. merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn stóð m.a. fyrir fyrstu yfirlýsingum og samningum og samningdrögum um Icesave en nú vilja þeir ekkert kannast við það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 00:39

4 identicon

haltu bara kja... hefur þú einhvern tímann farið útá sjó? það á að láta þetta algjörlega vera, vi' erum útá sjó heillengi í hættulegri og erfiðari vinnu og höfum alveg rétt á þessum launum ekki var neinn að velta þessu fyrir sér í góðærinu af hverju allt í einu núna? hvað með tekjutapið hjá okkur meðan krónan var sterk áttum við þá að fara að væla í hinu liðinu. síðan eru margir sjómenn sem fiska mjög lítið og lifa einungis á tryggingunni og þetta er mjög góð bót til að halda þeim gangandi. steingrímur j er svoleiðis að skemma þetta land hann er gjörsamlega að toga í vitlausa strengi

Bogi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 07:08

5 identicon

Þröngt er sjónarhornið hjá þér Magnús

Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 07:53

6 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

En eitt dæmið um jólasvein sem hefur ekki migið í saltann sjó.
Prófaðu að vera til sjós, burtu frá fjölskyldu og ástvinum.
ÞAÐ ERU EKKI ALLIR SJÓMENN Á FISKIKOPPUM.
Reyndu að opna á þér augun og hætta þessari þröngsýni.
Annað.....ég hef ekki heyrt af 30 milljóna króna launatékka hjá sjómanni það er einfaldlega LYGI !!!

Kristvin Guðmundsson, 27.11.2009 kl. 08:29

7 identicon

Það Á að leggja niður svona ósanngjörn kjör!!! Afhverju á ég að borga undir rassgatið á sjómönnum með hærri sköttum á mig?

Verkamenn sem eru frá fjölskyldum sínum í margar vikur eða jafnvel mánuði fá ekki skattaafslátt, heldur borgar atvinnurekandinn dagpeninga og það SAMA á að gilda um sjómenn

Fólk er að biðja um réttlæti í landinu, en það er ekki hægt að krefjast réttlætis ef allir eru að hugsa um sitt eigið rassgat!

Heimir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 08:44

8 identicon

Er ekki eðlilegt að ef sjómenn þurfa einhverja kjarabót að þá ræði þeir það við sinn vinnuveitanda... útgerðina? Mér sýnast nú þessir útgerðarmenn ekkert vera á flæðiskeri staddir! Afhverju á ríkið að greiða einhverja launauppbót til starfsmanna í einkageiranum? Svo er ekki eins og sjómenn séu dregnir út á haf með valdi...  

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 08:52

9 identicon

Hverjir greiða mestu skattana hér og halda samfélaginu uppi ??

Megum þakka fyrir það !!

Skattar Sjómannsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:02

10 Smámynd: Valmundur Valmundsson

skrifa undir afnám afsláttarins ef allar aðrar stéttir þessa lands lækka sín laun um sömu prósentu og sjómenn lækka með afnáminu

Valmundur Valmundsson, 27.11.2009 kl. 10:10

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Valmundur! Þetta er nú ekki sambærilegt. Þetta er í raun Íslenska ríkið sem er að greiða Sjómönnum sérstaklega 1100 milljónir á ári. Ef að sjómannaafslátturinn fer þá eiga útgerðir að bæta sjómönnum þetta. Útgerðir eiga ekki að fá sérstaklega greiðslur frá skattborgurum til að greiða laun sjómanna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 10:35

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kristvin ég vann og vinn vaktavinnu í 25 ár. Og stóran hluta þess tíma sá ég fjölskylduna mína lítið. Það er og hefur ekki verið þannig að sjómenn séu neyddir í þessa vinnu. Hún hefur verið fremur eftirsótt síðust ár. Og afhverju á ég að borga sjómönnum sérstaka stryk til að vinna vinnuna sína.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 10:38

13 identicon

Auðvitað á að afnema sjómanna-afsláttinn . Hann á engan rétt á sér .Þeir hafa næg hlunnindi samt , í dag .

Kristín (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:27

14 identicon

Það er nú bull og vitleysa að einhver sé að borga undir sjómenn. Sjómenn borga nú ansi mörg opinber störf með sínum sköttum og sínu framlagi en alls ekki öfugt.

Einnig frekar hæpið að jafna sjómannaafslæti við það að ríkið sé að greiða þeim þá upphæð. Afslátturinn á fullan rétt á sér. Guði sé lof að ekki hafa orðið banaslys á sjó undanfarin ár, en asskoti er fólk fljótt að gleyma. Þetta er stórhættulegt starf. Ef það kviknar í skipinu þínu mætir slökkviliðið ekki á staðinn eftir 10 mínútur.

Mér finnst leiðinlegar sumar fullyrðingar sem menn hafa verið hér með...

Þetta er sjálfsagt samt eitthvað sem má skoða varðandi frekari tekjuaukningu ríkisins á þessum erfiðu tímum, en afsláttinn má ekki afnema alveg og hann á að hækka aftur þegar betur árar og skattar eru lækkaðir. Lækkun sjómannaafsláttar er í raun viðbótarhækkun á skatt sjómanna miðað við almenna launþega.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:19

15 identicon

Mogginn skrifar í dag: 

Föstudagur, 27. nóvember 2009

Samkeppnislögmálin riðlast

Margt hefur úr lagi farið í efnahagslegum sviptingum síðasta árs. Samkeppnisstaða hefur víða skekkst og einkafyrirtæki sem reyndu að standa af sér storminn stara nú mörg veðruð framan í keppinauta í eigu ríkisbanka. Bönkunum hlýtur að líka þessi þróun illa og vissulega verður þeim ekki um kennt, að minnsta kosti ekki í fyrstu andrá. En ef þeir freistast til að hámarka andvirði þeirra eigna, sem þeir sitja uppi með, þótt það sé gert á kostnað samkeppnisrekstrar, eru þeir á hálli og hættulegri braut. Samkeppnisyfirvöld komast þá ekki hjá því að horfa til þess hver bakhjarl fyrirtækis er þegar samkeppnisstaða er vegin. Hafi banki til dæmis tekið yfir fyrirtæki sem áður hefur gengið frá gömlum banka til nýs með niðurfærðu verðmætamati og hann lítur þannig á að þar með hafi afskrift átt sér stað hjá hinu yfirtekna fyrirtæki er þrotafyrirtækið komið í yfirburðastöðu gagnvart keppinaut, sem ekki hefur fengið sambærilega „fyrirgreiðslu“. Margvísleg önnur skekkja skapast svo á degi hverjum sem bankinn heldur í fyrirtækið og dregur að koma því í gagnsæja og heiðarlega fullnustumeðferð.
Med thessi skrif í huga, er thad ekki svolítid undarlegt ad Mogginn sjái ekki meinsemdir kvótakerfisins í sama ljósi?

X (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:26

16 identicon

Æji, þú , þið.. sam-vinstri-grænu grúppíur eru farnar að hita vel upp í mér blóðið !! Værir ÞÚ, minn kæri og eflaust ágæti Magnús, til í 200-300 þús skerðingu á þínum launum ??

Þessi aðgerð stjórnvalda ekkert annað en árás gegn kjörum þessarar stéttar. Þessi partur launa sjómanna heitir einfaldlega óvinsælu nafni sem gott er að ráðast gegn með samþykki þjóðarinnar (enda sjómenn landsins ca 6000, aðeins brot af landsmönnum öllum).

Einnig er tilvalið að birta blaða-fyrirsagir rétt fyrir kynningu laganna sem segja vissa sjómenn (háseta) með 30 millur á ári. Þessi frétt er LYGI !! Sýnið mér part af skattframtali þessara háseta eða launaseðla fyrir árið! þangað til þessi frétt er sönnuð með viðunnandi gögnum, þá FULLYRÐI  ég að fréttin sé haugalygi !!

Talandi um ritstýrða fréttastefnu stjórnvalda !! Undarlegt að var einmitt  RUV, áróðursstöð stjórnvalda, sem dreyfði þessari lygi. Erum við komin á Norður Kóreu stigið með þessa "félagshyggju" ríkisstjórn í brúnni??

Ég er farinn að gæla við D flokkinn í næstu kosningum.. það hef ég ALDREI gert fyrr, aldrei !!

Það er kaldhæðnislegt að það eru aðgerðir vinstri manna sem neyða mig í átt D manna... lesser evil setningin var fundin upp fyrir svona ástand !

runar (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:23

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rúnar afhverju eiga sjómenn umfram aðra vinnandi menn að fá afslátt á sköttunum sínum? Þú gerir þér grein fyrir að þetta er mismunun?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 15:02

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjarni Ben ert þú að halda því fram að 190 þúsund króna skattaafsláttur sé ekki meðgreiðsla? Þá ert þú ekki sammála útgerðamönnum og sjómönnum því þeri segja að þetta sé hluti af kjörum þeirra. Auðvita borga þeir háa skatta þeir sem hafa há laun.

En að við þurfum að borga mönnum sem vinna hjá einkafyrirtækjum aukalega 190 þúsund að meðaltali nær ekki nokkurri átt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 15:28

19 identicon

Það er rétt hjá þer, Magnús, upp að vissu marki.

Þessi "fríðindi" eru samt sem áður partur af launum sjómanna. Ætlar stjórnin að koma á móti sjómönnum á öðrum sviðum eða er þetta hrá launaskerðing ??

T.d geta gjöld sjómanna til samfélagsins verið verðsett með fjölda daga í landi o.s.fr, auðvitað heimskuleg líking hjá mér, en þetta mál ergir mig mikið þótt minni sjómennsku hafi lokið 2005.

Ég get fullyrt að þessi stétt er ekki ofalin !! Það þekki ég af 15 ára reynslu.

Ég vil svo endurtaka að frétt ruv um launakjör sjómanna er HAUGALYGI !!

Takk fyrir mig Magnús minn

runar (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:39

20 identicon

Magnús, ég vill benda þér á það að meðal fyrstiskip í dag er að fiska fyrir 1400 miljónir. Hásetar hafa um 10 þús kall út úr miljóninni, svo að heildarhásetahluturinn er um 14 miljónir. Sjómenn á þessum skipum róa annaðhvort 2 og 1 í frí eða 1 og einn í frí. Því eru launagreiðslur sem þú nenir hér fjarri því og ber vott um að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. Ætli launin séu ekki frekar á bilinu 6 til 10 miljónir.  meðal úthald er um 310 til 315 dagar yfir árið á svona skip og er vinnuskildan að lágmarki 12 tímar á dag. Svo þú getur reiknað út tímakaupið. Ég vill svo að lokum benda þér áað árin 2004 til 2006 var með herkjum hægt að koma skipunum á sjó, vegna manneklu, þó svo að hluturinn sé ætíð gerður upp á markaðsvirði. Gott væri ef þú kynntir þér staðreyndir áður en þú ferð að slá ryki í augu fólks.

Birkir

birkir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:05

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu þetta voru tölur sem ég heyrði í fréttum. Þar stóð að hásetahlutur á ársgrundvelli færi upp í 30 milljónir og skiptist á 2 og þar af leiðandi 15 milljóniri.

Og svona ef við skoðum það þá er þetta furðuleg ábending hjá þér. ef að menn fara 2 túra og 1 frí þá hlýtur meðalúthald að vera 2/# áf árinu þ.e. 240 dagar. Annars á þá útgerðin að borga þessa upphæð  ekki ég. Alveg eins og öll önnur fyrirtæki. Það er ekki þjóðarinnar að styrkja þetta. Það er jú útgerin sem er með sjómenn í vinnu ekki þjóðin. Ég veit t.d. að þeir sem voru að vinna við Kárahnjúka unnu jafnvel 3 vikur og áttu eina frí. Þeir fengu ekki sérstakan afslátt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 16:14

22 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er alveg stórmerkilegt að sjómenn skuli ekkert tala um olíugjaldið, þeir eru látnir borga útgerðinni 25-30% af launum sínum til að fá að vera á skipunum. Eg held að það væri nær að þessir svokölluðu forustumenn sjómanna snúi sér að útgerðamönnum með hnefann á lofti. Það yrði mesta kjarabót sem sjómenn hefðu fengið í mörg ár ef þeir hættu að borga olíuna á skipin. Sjómenn geta alveg borgað sína skatta eins og aðrir.

Bjarni Kjartansson, 27.11.2009 kl. 17:44

23 identicon

Já þið trúið öllu, þetta er ekki furðuleg ábending, þú verður bara að skila forsendurnar, þar sem stóð að þær róa 2 og 1 eða 1 og 1, heildar launagreiðslur fyrir 14 miljónir og meðal úthalld á skip eru 310 til 315 dagar, það er þitt ef þú getir ekki tekið 1/3 af dögunum, en ef þú hefur móral útaf þessum launum skal ég taka þig með á sjóinn ef þú vilt, það er ekkert mál, láttu mig bara vita og þá er það klárt. Ekki minntist ég á sjómannaafsláttinn, bara að þessi laun sem þú tilgreynir eru ekki rétt, vel getur þó verið að 2 til 3 uppsjávarfrystiskip borgi svona laun, en heilt yfir er þetta langt frá því að vera sannleikurinn

Bk

Birkir

Birkir H (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 18:19

24 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko Birkir ég er ekki að tala um upphæðir! Ég er að tala um að að sjómenn ein stétta fær skattaafslátt upp að meðaltali 190 þúsund.

Af hverju á ríkið að veita einni stétt þennan afslátt? Nú er langt síðan að útgerðir börðust í bökkum og þær eru að hagnast af kvótabraski. Af hverju eiga þær ekki að taka þetta á sig. Þ.e. bæta hásetahlut sem þessu nemur? Væri ekki sanngjarnara ef að ríkð væri að veita skattaafslætti að veita þá t.d. til öryrkja. Sem eru að borga skatt af 130 þusund kr. bótum?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 18:42

25 identicon

Magnús

Þegar að ég var ríkistarfsmaður fékk ég dagpeninga þegar ég skrapp frá heimahögunum og fékk svo kostnaðinn greiddan, aksturspeningar eru líka þekkt leið í kerfinu til að komast ram hjá skatti, af hverju á ekki bara að skattleggja líka dagpeninga og  aksturpeninga. ?? Þá sitja allir við sama borð

Í leiðinni ættum við að afnema verðtryggðan lífeyri ríkisstarfsmanna, minn er ekki verðtryggður

Gaman væri samt að fá skilgreiningu hjá þér hvað er kvótabarsk

Birkir H

birkir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:23

26 identicon

Magnús Helgi. Ertu að þykjast vera svona vitlaus eða ertu bara svona vitlaus? Þú borgar ekki krónu fyrir þennan afslátt því þetta er skattafrádráttur. Og fyrst við erum að tala um sanngirni þá skulum við gera það. Margir þegnar þessa lands sem vinna útfrá heimili sínu geta fengið greidda svokallaða dagpeninga og allir sem ég þekki nýta sér það. Enda mjög eðlilegt. Kannski ættu sjómenn að fá greidda dagpeninga fyrir hvern dag í burtu. En hvað finnst þér þá um að afnema persónuafsláttinn? Er það ekki skattafrádráttur? Bara svo allt sé sanngjarnt. Svo nátturlega afnemum við dagpeningana svo allt sé sanngjarnt. Svo ættum við að setja á vegtoll víðsvegar á þjóðvegum landsins, því mér finnst ekki sanngjarnt að sjómenn séu  að borga svona mikla skatta sem fara í það að laga þjóðvegi landsins þar sem þeir eru úti á sjó stórann part af ári og eru því ekki að aka um á götum landsins. Svo borga sjómenn nefskatt hjá rúv en ná bara sjónvarpi nokkra daga á ári. Ekki finnst mér það nú sanngjarnt. Kannski ættum við bara að taka upp kerfi þar sem hver og einn borgi bara fyrir það sem notar. T.d ef ég nota ekkert heilbrigðisþjónustuna þá borga ég ekkert í ríkiskassann sem rennur til heilbrigðisþjónustu. Bara svona til að hafa þetta sanngjarnt. Málið er bara með ykkur svokölluðu jafnaðarmenn, þið eruð ekki að búa til jöfnuð þar sem allir hafa það jafn gott. þið eruð að búa til jöfnuð svo allir geti haft það jafn slæmt.

Jón Karl Ágústsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:17

27 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jæja Jón Karl. Þú er kannski svona vitlaus en ég er það ekki. Skattaafsláttur þýðir að ákveðin hópur borgar minna og því þurfa aðrir að bora meira. Atvinnurekendur borga dagpeninga ekki ríkið nema fyrir þá sem vinna hjá því. Sjómenn eru ekki þvingaðir á sjóinn, þetta er val. Það má alveg borga þeim vel og dagpeninga og allt en það eru eigendur skipana sem eiga að gera það. Sjómenn eiga og nota bíla eins og aðrir. Blindir þurfa líka að borga nefskatt af RUV. Það nota allir heilbrigðisþjónustu. Bæði þeir og fjölskylda þeirra.  Það væri t.d. gaman að vita ef einhver veikist um borð og þarf þyrlu strax eða sjúkraflug þegar skipið kemur að landi.

Svona rök kaupi ég ekki. SKv. fréttum var þessi afsláttur settur 1954 þegar sjómenn þurftu að kaupa sjálfir hlífðafatnað eða var rökstutt þannig. En að ríkið þurfi að styrkja útgerðir nú í dag er út í hött. Það er nógu slæmt  að þær þurfa ekkert að greiða ríkinu fyrir allann fiskinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 21:27

28 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót!

Það eru nú ekki allir sem eru á frystitogurum. Þarna eru hópur manna sem fer til veiða að morgni og kemur til lands á kvöldin. Eins eru margir sem eru 3 til 5 daga og koma til baka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 21:29

29 identicon

Magnús, þú svaraðir ekki spuringunni meinni svo ég set hana upp aftur

Þegar að ég var ríkistarfsmaður fékk ég dagpeninga þegar ég skrapp frá heimahögunum og fékk svo kostnaðinn greiddan, aksturspeningar eru líka þekkt leið í kerfinu til að komast ram hjá skatti, af hverju á ekki bara að skattleggja líka dagpeninga og  aksturpeninga. ?? Þá sitja allir við sama borð

Í leiðinni ættum við að afnema verðtryggðan lífeyri ríkisstarfsmanna, minn er ekki verðtryggður

Gaman væri samt að fá skilgreiningu hjá þér hvað er kvótabarsk

Birkir H

birkir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:47

30 identicon

Dagpeningum er ætlað að mæta útgjöldum vegna ferðalaga. Ekki veit ég til að sjómenn borgi fyrir gistingu um borð í skipunum eða matinn. Skal játa að ég er ekki viss um matinn, en húsaleigu (bátaleigu) borga þeir örugglega ekki.

Því er fráleitt að leggja að jöfnu dagpeninga og skattfrelsi.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:05

31 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Víst svaraði ég því. Ég sagði hér að ofan að allir atvinnurekendur eiga að borga dagpeninga ef menn fara í ferðir á vegum fyrirtækja þar sem þeir þurfa að gista. Þannig að mðað við aðra kjarasamniga þá á atvinnurekendur dagpeniga. EKki skattgreiðendur. Dagpeningar eru skattskyldir. 

 Og hádegismatur eru hlunindi. Þannig lenti ættingi minn í því að borga margra ára skatt af því fyrirtækið hafði borðið starfsmönnum upp á hádegismat.

Lífeyrir opinberra starfsmanna er ekki verðtryggður. Lífeyrisstjóðurin er bæði A og B hluti og A hlutinn sem allir nýir starfsmenn fara í er sjálfbær að mestu. Enda borga ríkisstarfsmenn af heildartekju í þá. Aksturspeningar eru skattskildir nema þú leggir fram nótur á móti kostnaði.

B hlutinn er reyndar öðruvísi þar er miðað við eftirmannsreglur. Og það fer eftir þvi hvað starfsmaður hefur unnið lengi hversu mikla prósetnu hann fær af launu þess sem tekur við en aldrei meira en 74% af dagvinnulaunm hans.

Og það væri þá allt í lagi ef lífeyrissjóðnum yrði breytt þyrfti líka að hækka laun flestra ríkisstarfsmanna um það sem því nemur. Alveg eins og ég reikna með að þurfi að gera þegar sjómannaafsláttur verður tekin af þá þurfa laun sjómanna að hækka um það sem því nemur. Og það er útgerðin sem á að gera það. Útgerði er ekki ríkið heldur fyrirtæki og launagreiðendur sem eiga að sjá um kjör sinna starfsmanna sjálf ekki á kostnað okkar skattgreiðenda nema að þeir greiði allan sinn hagnað til okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 22:24

32 identicon

Theódór. Matinn þurfa sjómenn að borga sjálfir. Þeir fá að vísu matarpeninga, en það er svo lítið að við borgum alltaf með okkur. Hvað "gistingu" varðar þá má nú deila aðeins um það. Við borgum olíuna og ekki gengur skipið án olíu.

 Magnús Helgi. Fyrirtæki borga ekki dagpeninga. Þetta er skattafrádráttur frá launum. Og svo nefniru þyrluna eða sjúkraflug. Það er bara notað þegar lif er í hættu. Sjómenn sem hafa veikst mikið um borð en eru ekki lífshættu þurfa bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa þangað til skipið er komið til lands. Þannig að sjómenn hafa ekki jafn greiðann aðgang að heilbrigðisþjónustu og aðrir. Og svo er ég á móti því að blindir borgi nefskatt af rúv og ég tók bara svona til orða svona fáránleg rök, því rök þín eru á því plani. Og svo er munur á styrki og frádrátt. Og ríkið er ekki að styrkja útgerðir með því að vera með sjómannaafslátt. Þetta hefur ekkert að gera með útgjöld ríkisins, því væntalega eru styrkir útgjaldaliður. Og svo nefndiru menn sem eru á sjó 3-5 daga. Hvað með þá? Svo vil ég líka benda þér á eitt, að alltaf þegar sjómenn fara í verkfall til að berjast fyrir betri kjörum þá hefur það alltaf verið afnumið með lögum. Svo ættiru líka að skoða laun sjómanna á tímabilinu 2000-2006 þegar krónan var sterk og stór hluti sjómanna voru lægri launaðari en margur maðurinn í landi. Ekki heyrðist mikið í ykkur jafnaðarmönnum þá. Svo vil ég líka benda þér á að tryggð laun skipstjórnarmanna eru rétt um 300 thús á mánuði fyrir skatta. Ekki er það nú mikið. Samt eru menn búnir að eyða árum í að mennta sig fyrir það. Sjómenn hafa búið við launaskerðingu ár frá ári í skerðingu á kvóta. Laun sjómanna eru háð veðri og vindum sem geta haft áhrif á afkomu þeirra og síðast en ekki síst þá getur orðið aflabrestur og eru einu laun sjómanna trygging sem er bundin kjarasamningum, og mig minnir að launatrygging háseta sé um 200 thús á mánuði fyrir skatta. En þú talar um sanngirni. Það verður gaman að sjá hvað þessi ríkisstjórn gerir þegar þessi afsláttur verður afnumin og sjómenn fara í verkfall, hvort hún ætli að beita lögum til að afnema verkfallið.

Jón Karl Ágústsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:21

33 Smámynd: a

Má ég bæta við Jón karl.

Fjöldamörg dæmi eru um það að sjómenn sem eru alvarlega slasaðir fá ekki aðstoð þyrlunar bæði vegna peningaskorts og starfsmannaskorts hjá gæslunni. einnig vegna annara vandræða og hvet ég ykkur til að lesa meðfylgjandi link

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=99257

sjómenn hafa tekið á sig launalækkanir t.d í seinustu kjarasamningum. og verð ég að segja að ég held ég geti svarað því sem fyrr var sgt magnús þú ert þetta ands.. vitlaus.

hefur þú nokkurtímann komið á sjó?

og einnig við sjómenn greiðum í dag fyrir okkar vinnufatnað sem er þér að segja mjög dýr. og ekki sérstaklega endingargóður. 

við greiðum fyrir olíuna á okkar vinnustað. 

við fáum lægri launagreiðslur EF við erum á nýju skipi, eithvað til að aðstoða útgerðina við að greiða fyrir nýtt skip.

sé þig fyrir mér að þú þyrftir að borga fyrir bensínið á bílinn og fá lægri laun því að þú ert að keyra nýjann yaris þegar þú ferð og keyra út pitsum.

a, 28.11.2009 kl. 00:54

34 identicon

Málið snýst ekki um hvort laun sjómanna eru góð eða léleg. Málið snýst um að sömu lög skuli gilda fyrir alla.

Auðvitað er slæmt fyrir alla að missa ríkisstyrki, en hvernig væru kæru sjómenn að skoða dæmið í heild? Tek alveg undir að það er út í hött að launþegar borgi eldsneytiskostnað eða greiðslur fari eftir aldri skipi. En er rétt að refsa öllum skattgreiðendum ef samningamenn sjómanna eru ekki betri en þetta?

Það er ekki hægt að einblína á fjarveru frá fjölskyldu, það þurfa flugfreyjur, Kárahnjúkaþrælar, starfsmenn Vegagerðarinnar, launþegar hjá útflutningsfyrirtækjum og margir fleiri að gera. Hvernig eru heildarlaun flugfreyja, vegavinnufólks og Kárahnjúkaþræla við í samanburði við laun sjómanna?

Það er ekki hægt að einblína á fatapeninga sem sjómenn fá ekki, en lögreglumenn fá. Hver eru heildarmeðallaun sjómanns og hver eru heildarmeðallaun lögregluþjóns?

Skoðum heildarmyndina!

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:36

35 identicon

Theódór: Ekki segja við fólk að skoða heildarmyndina þegar þú hefur ekki gert það sjálfur. Farðu og skoðaðu kjarasamninga sjómanna og kjarasmninga lögreglumanns og berðu það saman. Þú hefðir kannski gott af því. Mér svona sýnist að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um.

Ég held að flugfreyjur fái dagpeninga ef þær þurfa að dvelja í burtu frá heimilum sínum og sama má segja um menn á vegum vegagerðarinnar sem þurfa að fara útá land vegna vinnu sinnar. Um kárahnjúka þekki ég ekki. En af öllum þessum stéttum sem þú nefnir þá hef ég aldrei barist gegn því að kjör þessara starfsmanna verði skert, því ég held að þetta sé allt láglaunafólk ensog á við um stórann hluta sjómanna, sennilega stærstan hluta sjómanna. Þú verður að átta þig á því að það eru ekki allir sjómenn á fiskiskipum og hvað þá þeim aflahæstu.

Jón Karl Ágústsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 11:31

36 Smámynd: a

já skoðum nú meðallaun sjómanna.

ekki eru allir sjómenn með 15 millur á ári bara so sorry.

og sömu lög gilda fyrir alla. sjómenn taka líka á sig skattahækkanir þegar að þeim kemur. 

fjarveran frá fjölskyldunni er stór factor í þessu öllu saman. En Theodór,

horfum á þetta þá frá öðru sjónarhorni.

Ég sem sjómaður er vakinn kl 05:45 að morgni til að fá mér að borða áður en ég fer á vaktina mína. kl 06:25 er ég kominn fram til að leysa af strákana þannig að þeir komist í mat. ég stend frammi í sama hvaða veðri er og fer út í sama hvaða veðri er nánast þessa 6 tíma sem vaktin mín stendur í það skiptið (einnig eru þekkt dæmi um 16 tíma vaktir) kl 12:30 í hádeginu kem ég inn og fæ mér að borða. 

segjum sem svo að á meðan á minni vakt stóð þá kom stórt hal  sem þarf aðkoma sem fyrst í frystingu og eru þá kallaðir út 2-3 kallar á vaktinni til að hjálpa til við að keyra aflann hraðar niður. ég fer út og vinn til kl 15:00.

þarna fæ ég að fara að leggja mig áður en að ég er ræstur aftur kl 17:45. og þá byrjar slagurinn aftur.

og svona gengur þetta 7 daga vikunnar hvort sem það er rauður dagur eða ekki.

á meðan þú situr heima hjá þér og opnar páskaegg með börnunum þínum þá er ég að pakka fiski.

ok prufaðu að reikna út hver tímalaun sjómannsins í þessu tilfelli eru og taktu þar inn vinnu á helgum álag vegna ónægrar hvíldar milli vakta og svoleiðis, einnig má taka fram að sjómenn eru á bakvakt allan daginn.. þegar ég fer inn að sofa kl 15 þá eru aðrir drengir ræstir úr koju til að hjálpa til.

sjómönnum er tryggður lagalega lágmarkshvíld á viku 70klt ef ég man rétt.

ok horfum á þetta frá hinni hliðinni

reyndu að grafa upp tímalaun lögreglumanna og flugfreyja.

settu þau laun inní sömu jöfnu og þú notar fyrir sjómennina og sjáðu svo hver er með hærri laun á heildina litið.

ég skora á þig.

a, 28.11.2009 kl. 11:55

37 identicon

Þetta ætlar að ganga erfiðlega. Í örugglega tíunda skiptið: Það er enginn að halda því fram að sjómenn eigi ekki að fá umbunað í samræmi við erfiði sitt. Deilan snýst um hvort að ríkið eigi að niðurgreiða launakostnað útgerða í einkaeigu.

"a" ég hef aldrei haldið því fram að allir sjómenn væru með 15 milljónir. Þessi vinnuferill sem þú lýsir á örugglega líka við starfsmennina á Kárahnjúkum.

Þeir fengu engan sjómannaafslátt. + Sjómenn fengu hann = brot á jafnræðisreglu!

Er þetta virkilega of flókið? Á ekki að þurfa meira en barnaskólapróf til að skilja þetta.

Ég skal gjarnan kynna mér kjarasamninga sjómanna, lögreglumanna og flugfreyja. Ég veit þó að kauptrygging sjómanna er í kringum 200 þús. og er nokkuð viss um að hún er ekki hærri hjá lögreglumönnum, sem fá vel að merkja ekki greitt meira ef glæpatíðni eykst.

Ekki koma með dagpeningasmjörklípuna eina ferðina enn. Ég afgreiði hana hér ofar og Friðrik Jónsson slátrar henni í þessari færslu.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:19

38 identicon

flugfreyjur fá að ég held einu sinni á ári fría flugferð til útlanda fyrir fjölskylduna. leiðréttið mig ef þetta er rangt!!! 

Maríella Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 01:56

39 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Karl Ágústsson  Það sem þú ert að tala um dagpeninga þá verð ég að ítreka að það eru atvinnuveitendur sem eiga að borga dagpeninga. Þannig að ef að vinnan krefst þess að menn komist ekki heim eftir vinnu þá á að borga þeim dagpeninga. Það er ekki ríkið sem borgar dagpeninga fyrir fyrirtæki í einkaeign.

Og sjómaður hér að ofan. Flestir launþegar aðrir en sjómenn hafa föst laun. Þ.e. ólíkti ykkur þar sem þið hafið hlut af því sem þið veiðið. Auðvita vita allir að þetta er erfið vinna.

Ég ætla nú að benda þér á að ég er vaktavinnu maður og af þeim 20 árum sem ég hef átt börn hef ég átt frí 5 aðfangadagskvöld, 10 gamlárskvöld, 2 nýjarsmorgna. Þannig að það eru nú fleiri sem missa af þessum dögum. Auk þess er ég yfirmaður þessa sambýlis og hef ábyrgð á því allann sólarhringin, öllum þeirra peningum og að þar sé alltaf starfsmenn til staðar. Auk þess reksturinn sem er upp á tugi milljarða sem ég þarf að passa eins og ég veit ekki hvað. Þannig að formlega séð er ég alltaf í vinnunni. Og fyrir þetta fæ ég engan skattaafslátt.

Mér finnst að þið eigið að fá góðu laun. En það er þeirra sem eiga og reka skipin að borga þau. Og þeir eiga að borga ykkur fyrir að vera fjarri heimilum um lengri og skemmri tíma.

Flugfreyur fá afslætti á flugi. Og það eru flugfélögin sem borga það. Maíella! Og það er það sem við höfum verið að ræða um. Það eru útgerirnar sem eiga að borga sjómönnum laun. Og það er þeirra að borga þeim fyrir óþægindi sem fylgir að vera fjarri heimilum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband