Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarandstaðan furðulega sein að "fatta"

Þetta er nú það sem allir hafa verið að tala um síðan sl. ár.Þ.e.að allar aðrar þjóðir hafa verið að þrýsta á okkur að klára þetta mál. Þrýsta, hóta og pressa á okkur. Af hverju heldur stjórnarandstaðan að afgreiðsla AGS hafi dregist? Af hverju halda menn að lána frá Norðurlöndum hafi dregist?

Síðan leyfa þessir labbakútar að koma í ræðustól Alþingis og segja að það gerist ekki neitt þó við drögum Icesave áfram. Þeir tala þarna eins og þeir séu rífast á blogginu og nota meira að segja rök og ræður þaðan. Þeir átta sig ekki á því að þeir eru með líf og heilsu þjóðarinnar í höndunum. Þeir gera sér ekki neina grein eða er sama um það þó að lánshæfismat okkar verði fellt, samningar við önnur lönd verði óljós. Þeir hengja sig í að ef við borgum tökum ekki ábyrgð á þessum innistæðum þá þurfi Bretar og Hollendingar að sækja þetta fyrir Íslenskum dómstólum. Held að það sé ljóst Breta og Hollendingar láta ekki þvinga sig fyrir Íslenska dómstóla. Þeir fara með málið fyrir Evrópu eða EFTA dómsstólinn og með kröfur um að við gætum jafnræðis milli innistæðueigenda og þar sem allar innistæður bæði einstaklinga og fyrirtækja eins og við ábyrgðumst hér á landi. Og þar með sitjum við uppi með að EFTA og ESB dæma okkur til að greiða allar innstæður og við situm uppi með skuldir upp á mun hærri upphæð en við icesave er í dag. 3 til 4.000 milljarða.

Og fyrst síðan hafa þeir getu til að þvinga okkur til að borga. Þeir hafa sterk ítök í AGS og ESB og auk þess eru þessar þjóðir stór viðskipta aðili við flestar þær þjóðir sem við skiptum við .

Það er nú nokkuð ljóst að margir af þeim sem láta mest í sér heyra á þingi eru nú ekki miklar mannvitsbrekkur: Þar fer Höskuldur og Vigdís Hauks, Gunnar framsóknarmaður og Ásbjörn. Á maður að trúa því að þessu fólki með fleirum takist að koma okkur á kaldan klaka þaðan sem við eigum ekki lengur von að verða aftur þjóð meðal þjóða.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur er ótrúlega ómerkilegur. Punktur.  Maður sem stundaði hér áður fyrr mun meira málþóf í einskis virði málum en vælir nú eins og smástelpa undan málefnanlegri umræðu stjórnarandstöðu.

Þetta er nefnilega mikilvægt mál.  Ice save málinu ber að vísa til dómstóla. 

Baldur (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem liggur fyrir Magnús er það, að við vitum hvað við erum að borga í vexti af ríkisábyrgðinni sem ríkisstjórnin er að taka,en enginn hefur hugmynd um hvaða skulbindingar verið er að taka til framtíðar.Og það er ljóst að við munum ekki hafa gjaldeyrir til að greiða vextina.Þú og aðrir eruð í sama farinu og gjaldþrota maður sem ekki þorir að horfast í augu við hlutina í tíma og tekur sífellt meiri lán  til að bjarga sér.Á næstu árum þurfum við að taka sífellt meiri lán erlendis ti lað fá gjaldeyri til að borga af þeim lánum sem við erum að ábyrgjast í dag.Þú ert í sama stórmennskubrjálæðinu og sú ríkisstjórn sem þú styður sem segir að við séum rík þjóð sem geti borgað og tekur síðan sífellt meira af laununum þínum og af öryrkjum og öldruðum.En því miður getur ríkisstjórnin ekki greitt af lánunum með peningum sem hún tekur af þér, aðrar þjóðir taka ekki við þeim.Þessi ríkisstjórn er landráðastjórn samkvæmt skilgreiningu Sigurðar Líndal.Vonandi verður einhverntíma hægt að koma henni í tukthús fyrir þau óhæfuverk sem hún er að fremja.

Sigurgeir Jónsson, 2.12.2009 kl. 17:24

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og vonandi verður hægt að koma ríkisafætunum sem flestum í tukthús með þeim.

Sigurgeir Jónsson, 2.12.2009 kl. 17:27

4 identicon

Magnús, ef þú færð reikning frá túrtappagerð vestmannaeyja upp á 50.000.- kr. og hótun um að ef þú borgar ekki munu þeir rukka þig 500.000.- . Borgaru þá bara 50 til að þurfa ekki að borga 500 eða kannaru stöðu þína í réttarsal, þar sem það er deginum ljósara að þú hefur lítil not fyrir túrtappa og hefur ekki kvittað fyrir móttöku á neinu slíku?

 bara spyr sko, ég greiði ekkert nema mér beri að greiða það. Ég áætla að íslenskaþjóðin svona upp til hópa geri það sama.

Guðjón Jónatansson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:35

5 identicon

Þessi pistill þinn Magnús er rýr í roðinu eins og flest það sem þú ritar um til þess að dásama þessa ónýtustu ríkisstjórn sem setið hefur.

ÞJ (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:46

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu Guðjón ef að ég hefði gefið yfirlýsingar og skrifað undir samninga um að ég bæri ábyrgð á 50 þúsund  þá mundi ég borga 50 þúsund. Sér í lagi ef þeir hefðu með réttu getað rukkað mig vegna reglu um að ég bæri ábyrgð á pönntun upp á 500. þúsund krónu virði af túrtöppum sem ég og fjölskylda mín hefði tekið ábyrgð á. Eins ef ég hefði veég rið minntur á að ég yrði að gæta að því að ég hefði lofað öðrum sem áttu skuldir á mig að ég hefði lofað að borga öðrum upp í topp það sem þeir áttu hjá mér.  Þá teldi ég vel sloppið með að borga bara 50 þúsund og málið væri dautt

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.12.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ÞJ þá lestu bara eitthvað annað! Ég hef þessa skoðun og ætla ekki breyta henni til að þóknast einhverjum "ÞJ"

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.12.2009 kl. 17:56

8 identicon

Ég held að sumum sem eru að gaspra hér gegn Magnúsi ættu að kynna sér 6.kaflann í Icesave og hvað "privity" þar þýðir.

Ef að við samþykkjum æsleiv á núverandi forsendum verður endalaust hægt að rukka okkur og þá er ekki talað um það sem Nágrímur kallar "lítið framtíðarvandamál" sem er hvað gerist ef neyðarlögin verða dæmd ógild og hvað það muni kosta okkur með vöxtum....

Engir varanna sem samþykktir voru hér eru nú í frumvarpinu og ef það fer í gegn veður okkur riðið í báða enda.... og nóta bene, ekkert vaselín!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband