Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú meiri svartsýnin!

Alveg makalaust hvernig að Þór getur stundum látið. En ef þetta er rétt hjá honum þá væri kannski hægt að benda honum á að drífa Icesave af því þá skipti það engu máli lengur því erum hvort sem er að verða gjaldþrota! Og þá hvað? Er það þá lausn fyrir þjóðina að lækka öll lán einstaklinga um 40%, hætta að borga erlendar skuldir og reyna að fá frekari lán til framkvæmda og alls ekki hækka skatta. Og koma hér aftur á stað bólu sem ekkert stendur á bakvið nema meiri skuldir. Finnst þetta vera grunnurinn í málflutningi stjórnarandstöðunnar í dag. Og hverju skilar þetta okkur til framtíðar nema stærra hruni eftir 3 til 6 ár?

Það er ljóst að við höfum lifað um efni fram: Einstaklingar, fyrirtæki, ríkið og náttúrulega sér í lagi bankar. Það þarf að taka til. Við þurfum að tryggja hér kerfi eins og Heilbrigðis- og félagslega þjónustu. Annað verður að skera niður og við þurfum að borga meira í sameiginlega neyslu. Við þurfum að vanda valið á því hverjir fá orkuna okkar. Við þurfum að reikna út eins og Þor hefur gert hversu mörg störf við erum að fá fyrir hvert Mw til framtíðar.  Það er ekkert annað sem hægt er að gera.

En ég leyfi mér að efast um að AGS væri ekki harðara í að ganga að okkur ef að Þór hefði fullkomlega rétt fyrir sér.


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg dæmalaus málflutningur. Ef maður á ekki fyrir kreditkortareikningnum er þá allt í lagi að eyða soldið meira á kortið??? Eitt kortafillerý í viðbót svona áður en yfir líkur, hvort sem er allt farið í vaskinn??

Síðan varðandi AGS. Harkan frá þeim kemur seinna, fyrst þurfum við að eyða lánunum frá þeim í að halda við gengi krónunnar og borga út krónubréfaeigendur og aðra erlenda smákaupmenn.

Guðný (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú villt sem sagt meina að ef þú skuldir á kredikorti sé betra að fara í stríð við krerditkrorta fyrirtækið heldur en að semja við það!

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.12.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei þetta er meira, þú ferð á eyðslufyllerí á krediti og sendir síðan mér reikningin.

við höfum ekki efni á að borga undir þennan hégóma í þér og öðrum samfylkingar/esb sinnum. 

reyndu að átta þig á einu. þjóðinn vill ekki fara í ESB og eftir Icesave mun hún aldrei vilja inn í ESB. hugsaðu um þetta mál aðeins. hugsaðu um það hvernig Versala samningurinn lagðist í þjóðverja eftir fyrri heimstyrjöldina. þessi samningur mun leggjast á samahátt og líklega verr, heldur en Versala samningurinn. 

þegar þú ert búinn að pæla í þessu, er ekki betra að sleppa Icesave og vona að með tíð og tíma þá lagist álitið í ESB og álit almennings hér á landi heldur en að fá 89% þjóðarinnar á móti ESB? 

Fannar frá Rifi, 3.12.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona kannski til að árétta að við komumst ekki hjá því að semja við Breta og Hollendinga þá langar mig að nefna eftirfarandi. Fólk hefur verið að segja á Alþingi og fleiri stöðum að Bretum og Hollendingum muni ekkert um þessa upphæð þ.e. um 700 milljarða. Held að það sér rétt að fólk athugi að 700 milljarðar er öll útgjöld Íslenska ríkisins í 1 og hálft ár. Þ.e. það því eins og Bretar og Hollendingar hefðu tekið að sér að reka hér opinberaþjónustu í nærri 2 ár. Þetta samþykkja þeir aldrei enda mundi það lenda á þeirra skattgreiðendum. Og þeir vitna í að við samþykktum að greiða innistæðutryggingar í október 2008. Sbr.

Við höfum tryggt að við greiðum ekki nema um 6% af auknum hagvexti á ári frá 2016 sem þýðir að þetta lán ólíkt öllum öðrum er með greiðsluþaki. Ég mundi haf mun meiri áhyggjur af öðrum lánum. Og ef vextirnir verða háir þá lengist lánið en greiðslur hækka ekki.

Síðan var í dag að tilkynna um betri horfur í ESB og Bretlandi í efnahagsmálum sem eykur á líkurnar að meira innheimtist af eignum Landsbanka sem aftur lækkar höfðustólinn vonandi hraðar sem lækka vaxtagreiðslur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.12.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Dante

Magnús!

Við getum vel komist frá því að semja við ESB .

Hvernig gerum við það?

Við látum þá fara í mál við okkur .

....og leggjum bankakerfi ESB í rúst fyrir vikið .

Þeir sköpuðu þetta óbirmi og þeir skulu bara þola það að hafa það á heimili sínu þangað til þeir slátra því.

Við eigum ekki að taka það að okkur að vera böðull (eða fórnarlamb, allt eftir því hvernig á málið er litið) fyrir ESB í þeirri von að fá inngöngu í þetta bandalag.

Dante, 4.12.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú gleymir því að ESB er búið að setja nýjar reglur þar sem fer ekkert á milli mála að ríkjum ber að baktryggja innistæðutryggingarsjóði og nú upp á 50 þúsund evrur.

ESB skapaði ekki þetta skrímsli. Enda sérð þú ekki neinar aðrar deilur um innistæður. Bankar í ESB fengu fjármagn frá Seðlabönkum og Evrópu Bankanum eða voru yfirteknir og eru flestir tryggðir í dag.

Við áttum að fylgjst með þessu bönkum betur. Kristinn R Ólafsson sagði frá því fyrra að t.d. á Spáni er nokkrum sinnum á ári farið inni í bankana þar og allar stærri ákvarðanir bankana þar þurfa samþykktir og ef að bankar hlýða ekki strax þá eru þeir svipir bankaleyfi. Þannig var þeim t.d. bannað að kaupa undirmálslán í USA. Og stærð þeirra er háð takmörkunum. Enda við hrunið þá voru þeir svo öflugir að þeir keyptu upp heilu bankakeðjurnar í Bretlandi.

Og tilskipunin segir að við eigum að sjá til þess að hér séu innistæðutryggingar sem tryggi innistæður upp að 20 þúsund evrum. Og skv. skoðun ESB t.d. Franska seðlabankans þá segir að við kerfishrun verði ríkisstjórnir og seðlabankar viðkomandi lands að koma til aðstoðar því að innistæðurtrygginarsjoður dugi ekk við slíkar aðstæður.

Það hefur verið bent á að innistæðutryggingarsjóðurinn okkar hefði ekki einu sinni dugað þó bara Glitinr hefði farið á hausinn. Því að í honum var aðeins um 17 milljarðar minnir mig sem hefði ekki dugað til að tryggja einn banka hvað þá alla ef þeir hefðu allir farið í þrot.

Enda erum við fyrir ári síðan búin að skrifa undir samnig um að borga innistæðurtryggingar til Breta og Hollendinga. Það gleymist oft á Alþingi. Og eins og í sumar er aðeins deilt um hvernig við eigum að borga það. Sumir halda að það hafi verið möguleiki að fara til Breta og Hollendinga og segja þeim að við ætlum að borga til 2024 en þó ekki meira en 6% af auknum hagvexti og svo bara hætta að borga 2024. Og menn héldu að Bretar og Hollendingar mundu bara samþykkja það og segja sínum skattgreiðendum að þeir yrðu þá að taka þennan skell á sig fyrir Ísland.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.12.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband