Leita í fréttum mbl.is

Talandi um dylgjur!

Var að hlusta á Alþingi áðan. Þar talaði Sigumundur Davíð. Í ræðu hans kom fram m.a. sú furðulega skýringa að þeir sérfræðingar sem tali fyrir því að Icesave brjóti ekki gegn Stjórnarskrá og að við eigum að klára málið, séu sérstakir vinir og hreinlega á launum við frá ríkisstjórnarflokkunum.

Sem sagt að þeir sem ekki eru sammála honum séu að tjá sig að skipun ríkisstjórnaflokkana.


mbl.is Alvarlegar dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margir bulla mikið sem er þeim til mikils vansa. Hvers vegna er stjórnarandstæðan að standa í þessu? Hvað kostar bullið okkur?

Þó svo að Icesafe málið sé vont er enn verra að ekki sé unnt að koma atvinnumálum þjóðarinnar afur á skrið. Þetta er þröskuldur sem þarf að fara yfir til þess að bjarga meiri hagsmunum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi ekki held ég að þú sért á launum hjá ríkisstjórninni, en þegar ríkisstjórnin leysir vind ert þú alltaf í fremstu röð til þess að færa heiminum tíðindin.

Sigurður Þorsteinsson, 4.12.2009 kl. 13:05

3 identicon

og Sigurður... ég er ekki frá því að þú sért illa gefinn maður.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 13:10

4 identicon

Það er oft gott að öll sagan er sögð en ekki bara sá hluti sem hentar sögumönnum.  Rétt skal vera rétt.

2 af 4 lögmönnum sem fjármálanefndin kallaði til að ræða um möguleikann á að Icesave samningurinn gæti verið brot á stjórnarskrá, störfuðu við að gera samninginn fyrir stjórnvöld.  Líkurnar á að þeir myndu komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru óhæfir lögfræðingar ert ekki endilega miklar. 

Þeir skiluðu engum skriflegum rökstuðningi máli sínu til stuðning hvers vegna þeir teldu gjörninginn standast stjórnarskrárlög.  Aðeins kennarinn Guðbjartur og skipstjórinn Björn Valur, treyst sér að rökstyðja málið eins og þeir "skildu" það á lögmönnunum.  Lögfræðingurinn Höskuldur,  einn nefnadrmanna, taldi túlkun þessara tveggja leikamanna afar frjálslega þas. ef um sama fund og hann sat er að ræða? 

Sá 3 gat aðeins kíkt á málið um morguninn fyrir hádegisfundinn ca. 2 - 3 tíma, og sýndist ekki í fljótu bragði að samningurinn stangaðist á við stjórnarskrá.  Eðlilega skilaði hann ekki neinum rökstuddri greingerða frekar en hinir 2.  Sá eini sem slíkt gerði er sá lagaprófessor sem mest hefur rannsakað málið og stendur harður á sínu.  Hans greinagerð liggur fyrir, ásamt annars lagaprófessors og hæstaréttarlögmanns sem launalaust hafa rannsakað málið og skrifað lærðar greinar, sem enginn hefur gert minnstu tilraun til að hrekja með rannsóknarvinnu og skriflegum rökum.  Nema náttúrulega kennarinn og skipstjórinn sem með lýðskruminu telja sig vera að leika á almenning, en þjóðarhagur skiptir engu máli í þessu tilfelli frekar en öðrum. En "rökstuðningur" þeirra, fundarskýrsla  og umsögn er að vísu bara munnlega eins og þeir vilja upplifa málið.  En fólk er ekki fífl.

Staðan er að 3 lögfræðingar og þar af 2 prófessorar telja að miklar líkur eru á að Icesave samningurinn standist ekki stjórnarskrárlög og leggja fram greinagerðir sem enginn hefur reynt að hnekkja með einhverjum rannsóknum og skriflegum röku.  Á móti eru 2 sem bera hugsanlega alla ábyrgð á mesta lögfræðiklúðri Íslandssögunnar og skila ekki inn neinum skriflegum rökum eða rannsóknum skoðunum sínum til stuðnings.  Sá 3 fékk 2 - 3 klukkutíma til undirbúnings. 

Ef lögmennmenn skila ekki inn skriflegum greinagerðum eins og í tilfelli sem þessu , þá þýðir það einfaldlega eitt í lögfræðinni, að álitið er án faglegra ábyrgðar og niðurstaðan er óviss. 

Ennþá er mikill vafi á þessu máli, og lágmark ef einhver vafi er á um að leysa hann áður en ákvörðun er tekin og þá eftir eðlilegum vinnubrögðum atvinnumanna en ekki skipstjóra og kennara sem telja sig umkomna að velja sér niðurstöðu sem hentar vondum málstað.  Litlar líkur eru á að lögmenn eigi eftir að sætta sig við þessi vinnubrögð áhugamannanna í fjárlaganefnd Alþingis. 

Mér er til mikil efs að eitthvað einkafyrirtæki myndi sætta sig við svona vitleysa af starfsmönnum sínum í smá málum, hvað þá ef máli hefði allt með afkomu og líf fyrirtækisins að gera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 14:28

5 identicon

PS.  Það kom fram í ræðu þingmanns og nefndarmanns fjármálanefndar  (sem jafnframt er löglærður), í dag á þingi, að túlkun Guðbjarts og Björns á hver var niðurstaða fundarins með 4 lögmönnunum er af og frá og sú sem þeir segja.  Hann sagði að lögmennirnir 3 sem teldu að sennilega væri Icesave samningurinn ekki brot á stjórnarskrá, neituðu að skila greinagerð með rökstuðningi.   Það segði allt um hversu traustum fótum þeir sjálfir teldu "athuganir" og ráðleggingar sínar vera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband