Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú dálítið sniðugt!

Þarna fara leikstjóri og læknir og eiga fund með AGS og koma af fundinum og úthúða sérfræðingum AGS. Má ég spyrja hvaða þekkingu og reynslu hafa þessir menn varðandi hagfræði og skuldir ríkja. Bendi þeim á að seðlabanki og fjármálaráðuneyti eru að starfa eftir þessari áætlun og þar eru sérfræðingar líka. Halda menn að allir þessir sérfræðingar séu bara ruglaðir.

Mér finnst nú ábyrgðarhluti hjá fjölmiðli að birta svona frétt. Þau eru auðsjáanlega á því að AGS sé bara að fúska hér. Og allir útreikningar þeirra sé bara bull. Og þetta geta þeir fullyrt eftir bara nokkrar mínútur með fulltrúum AGS.

Alveg ótrúlegt hvað margir eru orðnir sérfræðingar hér þó þeir hafi enga menntun eða reynslu af þessum málum. En þarna voru t.d. leikstjóri, rithöfundur og læknir meðal annarra.


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þeir höfðu nú dr. Lilju Mósesdóttir þjóðhagfræðing og stjórnarþingmann með sér.  Auk þess var þarna annar hagfræðingur.  Allt þetta ágæta fólk hefur áreiðanlega komist niður úr því sem þeim var sagt þarna.

Viggó Jörgensson, 5.12.2009 kl. 03:10

2 identicon

Það er engin spurning lengur Magnús, þú ert vitlausasta samfylkingarbullan á byggðu bóli. Þá er miklu til jafnað.

Rekkinn (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 03:35

3 Smámynd: Dante

Rekkinn skrifaði:

"Það er engin spurning lengur Magnús, þú ert vitlausasta samfylkingarbullan á byggðu bóli. Þá er miklu til jafnað."

...og þegar meðlimir Samfylkingarinnar eru annars vegar þá er af nógu af taka .

Dante, 5.12.2009 kl. 03:45

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Þegar við spurðum Flanagan hvað hann myndi gera sjálfur ef hann væri Íslendingur þá sagðist hann myndi flytja frá Íslandi."

Þá vitum við það(sem við vissum), Maggi verður væntanlega eftir til passa upp á að það sé borgað á réttum tíma.

Bless!

Eggert Sigurbergsson, 5.12.2009 kl. 04:32

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er alveg rétt hjá Magga bjórkollu.  Íslendingar, a.m.k. sumir, eru of vitlausir til að skilja áætlun AGS.  Alveg sérstaklega ef þeir eru ekki í réttum flokki. 

Björn Heiðdal, 5.12.2009 kl. 07:51

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já greyjið Magnús, en Samfylkingarmaður, og þeir eru greinilega einhverstaðar sekir í þessu fjármálasukki, önnur eins löngun fær mann ekki til að vilja borga svona reikning nema að maður viti að maður er þátttakandi í stofnun hans, það er reikningsins. Mótmæli í dag kl. 3. Hingað og ekki lengra.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 07:54

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þakka hlý orð í minn garð. Maður vildi stundum vera svona svartsýn eins og fólk er almennt hér á blogginu. Það væri líka gaman hvað fólk er að fara með þessu gagnvart AGS? Ef það er rétt hjá fólki að AGS sé að fegra ástandið og við getum ekki borgað skuldir okkar. Hvað þá? Hvernig vill fólk að sé brugðist við því. Nú þegar er ljóst að um 8 til 9000 milljarðar hafa verið afskrifaðir af landinu. Eftir standa eins og ég skila það á 4 þúsund milljarðar. Og af þeim eru eru a.m.k. 2 þúsund milljarðar sem einkafyrirtæki skulda og eru ekki viðkomandi ríkinu. Mér skilst að skuldir ríkisins verði um 120% af landsframleiðslu með Icesave og móti því koma eignir Landsbankans og svo sá hluti lána sem við leggjum i gjaldeyrisvarasjóð þannig að þegar upp er staðið eftir nokkur ár verði skuldir okkar rúm 50% af landsframleiðslu sem er svona um meðaltal annara ríkja í OECD.

En við vitum að fólk hér veit allt miklu betur en útlendingar og þeir segja okkur reglulega að við séum á leið til helvítis eða leið ríkisstjórnarinnar sé algjörlega ómöguleg.

Leiðir sem þetta fólk leggur til eru hverjar?  Svona fyrir utan að hætta að borga. Neita að borga.  Ég sé þær ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 08:26

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Ef þetta eru forsendur þínar þá skil ég vel afhverju þú ert svona bjartsýnn.  Bara svona eitthvað smá smá eins og allar aðrar þjóðir skulda.  Hvort ríkissjóðir þurfi að borga allt sitt til baka í evrum eða krónum skiptir ekki öllu.  Við eigum svo mikið af menntuðu og duglegu fólki.  Ekki gleyma auðlindunum.

Svo eru að opnast markaðir fyrir íslenskar afurðir út um allan heim í góðærinu sem þar líka ríkir.  Dubai ætlar t.d. að kaupa íslenskt úrvals lambakjöt fyrir hátt verð.  Grikkir eru líka æstir í íslenskan fetaost.  Ekki má gleyma Eve Online sem malar gull en þarft samt að taka risalán til að fjármagna sig.  

Vonandi fer ekki fyrir Íslandi eins og Latabæ sem er orðið eitthvað latur að borga skuldir sínar.

Björn Heiðdal, 5.12.2009 kl. 08:49

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Björn ég ekkert að segja að þetta verði auðvelt. Og staða okkur næstu ár er í raun mjög erfið. En ég hef óvart ekki heyrt neinar aðrar leiðir til að komast út úr þessu sem mér finnast raunhæfar. Viðurkenni fúslega að ég hef ekki mikið vit á þessu. En leiðir eins og nefndar hafa um að Ísland neiti að borga af erlendum lánum eins og Argentína líst mér ekkert á. Við höfum ekki tengsla net eins og Argentína.

Ég tel að okkur beri að borga af Icesave. Og set dæmið þannig upp að við hefðum krafist að Bretar hefðu staðið við innistæðutrygginar fyrir útibú breskra banka hér.

Og ef þetta er rétt að skuldsetning okkar verði "aðeins" um 60% eftir nokkur ár þá erum við í svipaðri stöðu og mörg önnur lönd í Evrópu sem hafa komist af með þannig skuldsetningu.  Og það lönd sem hafa hlutfallslega minni tekjur af utanríkisverslun en við.

En þetta er bara mín skoðun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 09:18

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Viðskiptajöfnuður Íslands hefur aðeins einu sinni farið í plús á síðastliðnum 20 árum. Stöðugt neikvæður viðskiptajöfnuðu hefur aðeins þýtt eitt  fyrir lönd með stöðugt neikvæðan viðskiptajöfnuð gjaldmiðillinn fellur.Þetta eru staðreyndir sem hægt væri þess vegna að kenna í barnaskóla. Gleymdu því ekki að það verður að greiða af öllum skuldum Íslands með gjaldeyrir,Jóhanna getur ekki greitt með þeim peningum sem hún tekur af þér.Eins og staðan er þá er viðskiptajöfnuðurinn í mínus um 100 miljarða.Það þýðir aðeins eitt.Krónan kolfellur þegar hún verður sett á flot.Steingrímur J. þekkir sauðfé ágætlega, Líka kartöflurækt.Þessi afætustjórn stefnir á fullri ferð til þess sem var á árunum milli 1930-60 þegar íslendingar lifðu á sjálfsþurftarbúskap.Niður með afætustjórnina.

Sigurgeir Jónsson, 5.12.2009 kl. 10:40

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Magnús Helgi

það hefur hingað ekki flokkast undir geimvísindi að eiga fyrir skuldum en er þrátt fyrir það ekki öllum gefið. Þar skiptir hvorki greind né sérfræðiþekking nokkru einasta máli. 

Vöruskiptajöfnuður upp á 160 milljarða árum saman,

auknar tekjur ríkis um 50 milljarða árum saman,

auknar þjóðartekjur um 31% á næstu árum,

Ef Flanagan hefði geta sagt okkur hvernig við ættum að fara að þessu og það væri gerlegt hefði ég farið heim af fundinum glaður.

Hann gat ekki sagt okkur hvernig þetta er gerlegt, hann stóð á gati, sorry

Þessi atriði eru forsenda þess að áætlun AGS virki, þess vegna er áætlun AGS brostin.

Ertu núna að skila Magnús.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.12.2009 kl. 11:08

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit það vel en við gátum greitt niður erlendar skuldir hér síðasta áratug. Minni að þær hafi verið komnar í 30 til 40% af landsframleiðslu.  Og nú dregur úr innflutningi vegna bágrar stöðu heimila og fyrirtækja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 11:08

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef að áætlun AGS er brostinn Gunnar - Hvað þá? Þurfum við ekki að loka fjárlagagatinu? Þurfum við ekki gjaldeyrir til að verja krónu ómyndina? Heldu þú að AGS væri að halda áfram að lána okkur ef að dæmið gengi ekki upp, eða Norðulöndin.

Sé ekki fljótu bragði að við ættum þá aðeins þann möguleika að við lýsum okku gjaldþrota Gunnar.

Held að það sé sama hvort við værum í samstarfi við AGS þær aðgerið sem eru í boði er þær sem við erum búin að grípa til. Aðrar aðgerðir eins og hætta að borga af lánum eru okkur ekki mögulegar vegna þess að við erum ef þú veist það ekki nokkuð ein í veröldinni í dag. Það verður ekki eins hjá okkur og Argentínu sem fékk aðstoð hjá nágaranlöndum sínum þegar þeir voru útilokaðir frá lánamörkuðum. Og þeir eru líka sjálfbært land að mestu. Við erum háð viðskiptum og það vill engin skipta við land sem ekki borgar skuldir sínar.

Held að allar áætlanir næstu árin hér verði að hugsast í mánuðum eða ári. Því við verðum sífellt að vera að bregðast við stöðunni.

Og ef að Seðlabankinn, fjármálaráðuneytið og AGS ásamt fleirum getur ekki gefið upp raun sanna stöðu þá leyfi ég mér að efast um að þú eða einhverjir aðrir "sérfræðingar" viti þetta betur. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 12:00

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s Gunnar svona sem samlíking þá værir þú væntanlega ekki á því að hagfræðingur gæti starfað sem læknir þó hann hefði áhuga á heilsu og hefði orðið veikur einhvern tíman

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 12:02

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En haffræðingurinn gæti haft skoðun á hvað væri best að gera varðandi veikindi en maður hallast að því að treysta sérfræðingum frekar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 12:08

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ef þú kæmir til mín með höfuðverk og ég myndi ráðleggja þér að skjóta byssukúlu í gegnum hausinn á þér með byssu,

hvað myndir þú gera Magnús...

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.12.2009 kl. 12:19

17 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

En svona í alvöru talað þá vil ég segja eftirfarandi;

Þegar við fórum á fundinn vonuðumst við til að Flanagan myndi takast að sannfæra okkur um ágæti áætlunar AGS. Það gekk ekki eftir.

Hvað á að gera spyrð þú, ég tel að við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Ef við getum ekki staðið í skilum verðum við að bregðast við því. Þá getum við tekið frekari lán eða farið í greiðslustöðvun. Ef við bætum við okkur lánum mun Ísland borga vexti af þeim lánum um ókomna tíð. Það er leið AGS. Ástæðan fyrir því að þeir geta komið fram með áætlun sem virkar ekki er að þeir bæta bara við lánum.

Ef við ætlum lánaleiðina munu Íslendingar setja allan afrakstu sinn í greiðslur á vöxtum um ókomna tíð. Þetta er byssukúlan.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.12.2009 kl. 12:39

18 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi hagfræði og peningastjórnun sem er í gangi hjá okkur í dag er rugl, algjört rugl.  Sjáðu OR og RVK.  RVK ætlar að spara peninga með því að kaupa minna rafmagn frá OR.  Fyrirtæki sem RVK á nánast með húð og hári.  Orkan er til í kerfinu hvort sem RVK kaupir hana eða ekki.  A sama tíma gerir RVK kröfu til OR að fyrirtækið borgi í ríkissjóð einhverja milljarða sem voru síðan ekki til en og þurfti að sætta sig við eitthvað minna.

Þetta er eins og ef þú hættir að taka til heima hjá þér og sætir bara á rassinum með bjór í hendi af því að þú tímdir ekki að borga þér laun fyrir þrifin.  Eina sem þú sparar er að færa fimmþúsundkallinn úr hægri vasanum í þann vinstri og heimilið þitt verður skítugt.  

Björn Heiðdal, 5.12.2009 kl. 14:30

19 identicon

Magnús ertu að meina að ef við neitum að borga það sem við getum ekki borgað þá verði okkur útskúfað og engin vilji eiga við okkur viðskipti framar. Sorry Magnús minn en þannig gengur það ekki fyrir sig, ef þú ert með vöru sem er eftirspurn eftir þá er öllum nákvæmlega sama þótt að einhver hafi tapað peningum einhvern tíman á þér. Vandamálið við ykkur Samfylkingar og VG liðið er að þið hafið ekki hundsvit á viðskiptum. Flestir unnið hjá Ríki og bæ alla sína hundstíð. Segjum þessum liði hjá ASG að hundskast heim með næstu vél og taka Eddu landsbankadrottningu með sér.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:36

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður þú talar væntanlega af reynslu? Minni þig á að við höfum lent í svona þvingunum áður. Endaði með því að Sovétríkin redduðu okkur með vöruskiptum. Við fengum rússajeppa, Voglur og fleira góðgæti í staðin fyrir Síld því viðskipti við okkur voru takmörkuð. Bendi þér á að nær öll gjaldeyrisviðskipti hafa viðkomu í Bretlandi. Og það eru fordæmi fyrir því að þjóir leggja hald á greiðslur sem fara í gegnum viðkomandi lönd.

Annars var ég ekki að taka um Icesave sér staklega. Held að menn hafi ekki verið að tala um þau lán sérstaklega við AGS. Því að Icesave sem slíkt eru ekki mestu vandamál okkar í dag. Í dag eru það lán sem ríkið þurfti að aflétta af Seðlabanka og lán sem tekin voru fyrir og í hruninu í Október sem eru okkar verstu vandamál í dag og næstu ár. Icesave er með taki þannig að ef vextir eru háir þá lengist það lán bara áfram þar sem að við borgum ekki nema 6% af auknum hagvexti. En það er langtímavandi. Og allar líkur á að við verðum komin á skrið 2016.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 16:13

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst rétt að birta hér póst sem ég fékk út af þessu bloggi:

Sæll Magnús.
 
Mér finnst oft áhugavert að lesa hvað fólk bloggar við fréttir. Það sem mér finnst áhugaverðast er að sjá hvernig fólk túlkar sömu upplýsingarnar á mismunandi hátt. Ég verð að segja að bloggfærslan þín stakk mig aðeins. Það sem ég hef séð af þeim upplýsingum sem komu fram á fundinum bendir til þess að AGS séu ekkert sérstaklega vísindalegir hvað varðar uppbyggingu Íslands heldur séu þeir meira að sjá til þess að Íslendingar borgi hverja skuldaða krónu.
 
Af því að þú nefnir lækni og leikstjóra þá vil ég benda á að starfstitill manna þarf ekki endilega að segja til um þekkingu þeirra á öðrum málefnum. Þar að auki verð ég að benda þér á að þarna var líka þingmaðurinn og hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir. Ég held að það sé ekki umdeilt að hún þykir frambærilegur einstaklingur, hvort sem menn eru sammála flokknum hennar eða ekki.
 
Eitt að lokum. AGS hafa ekki beint söguna sér til framdráttar. Þeir hafa sýnt það marg oft að þeir vinna fyrir stærstu eigendur sína en ekki þá minni. Það bendir því fátt til að Íslendingar geti treyst þeim, því miður.
 
Langaði bara til að koma þessu að.

Ég svaraði viðkomandi í pósti þannig

bara að benda þér á eftirfarandi:
AGS er með skrifstofu hér á landi.
Þeir hafa allar upplýsingar um stöðu og horfur okkar frá fystu hendi. Allar tölur og stærðir.
Þeir eru fulltrúar stofnunar sem er að lána hingað mikla peninga.
Þar vinna um 700 hagfræðingar og aðrir fræðingar
Þeirrra hlutverk er að tryggja að lönd geti greitt til baka lán sem AGS veitir því það er eitt skilyrðum fyrir lánum
Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti starfar með AGS og leggur þeim til þau gögn sem þeir þurfa.
AGS er að endurskoða áætlun sem við lögðum fram í október í fyrra. Þeir hafa fengið sent allt til sína sem við höfum gert. Þeir fylgjast vel með því sem við erum að gera.
Og ef þú ferð inn á www.island.is þá sérð þú skýrslu sem við sendum AGS um stöðu mála  og hér http://www.imf.org/external/country/ISL/index.htm getur þú séð að mál okkar eru skoðuð ofan í kjölin og okkur er gert að standa við öll þau atriði sem við gáfum upp í samþykktri áætlun okkar
Veit alveg að hugmyndafræði AGS er mikið mótuð af USA og ráð sem þeir hafa þvingað fátæk ríki til að beita eru ferleg eins og að selja vatnsveitur og heilbrigðiskerfi til að borga skuldir sínar. En það eru lönd sem hafa lítinn útflutning og litlar þjóðartekjur. Það er engin sem heldur því fram að þetta sé góðgerðarstofnun. En það að sendinefnd þeirra skuli vera tilbúin að funda með hagsmunasamtökum og fleirum er góðs viti.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 17:18

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit ekki, mér finnst þessi hópur þarna ekkert geipilega sannfærandi.  Verða að segja það.

Megin þemað hjá umræddum hóp virðist vera að ekki eigi né megi standa við skuldbindingar varðandi innstæðutrygginar á ees svæðinu.  Sýnist það svona í fljótu bragði.

Sko, held líka að sumt fólk átti sig ekkert á stöðunni sem ísland er í.  Sjallar voru búnir að klúðra málum svo gjörsamlega hérna að þeir voru búnir að keyra landið algjörlega ofaní svaðið.  Tiltrú alþjóðasamfélagsins á ísl. efnahagsstjórnun var fyrir neðan frostmark.

Eina leiðin til var að fá IMF sem yfirumsjónaraðila yfir málum.  Sjallar voru forgöngumenn að því.

En sem komið er, hafa engar aðgerðir verið í sjálfu sér óvæntar viðvíkjandi stefnu og aðgerðum í efnahagsmálum sem allir vita sjálfsagt að er í samráði við IMF. 

Einfaldlega aðgerðir sem nauðsynlegar eru í stöðunni.

Þessir fundir og bréfaskrifti þessa hóps þarna - algjörlega tilgangslaust og ekkert gagnlegt komið útúr því.  Er eiginlega hissa á IMF að nenna þessu.

That said, þá er það náttúrulega ekkert eftirsóknarvert að hafa IMF sem Landstjóra.  Það er ekkert eftirsóknrvert eða til fyrirmyndar fyrir lönd að kjósa flokk eins og sjallaflokk til eins einræðis nánast áratugum saman og klúðra málum svoleiði big time fyrir rest að allt er í rúst.

Fólk verður að horfa aðeins innávið varðandi þetta vandamál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2009 kl. 21:19

23 identicon

Já Magnús ég hef reynslu af þessu. Ég lenti frekar harkalega í hruninu og tapaði vel á annað hundrað milljónum á mínum viðskiptavinum. Sem þýddi að ég gat ekki staðið við skuldbindingar við mína erlendu birgja. Það er að baki og ég held áfram að eiga viðskipti við mína birgja þrátt fyrir að þeir hafi tapa verulegum fjárhæðum. Live goes on Magnús og hættu þessu bölvaðri vitleysu að ef við borgum ekki allt í top þá vilji engin eiga við okkur viðskipti, tóm þvæla í þér. Þú hefur greinilega ekki hugmynd um hvernig viðskipti eiga sér stað. Ef þú getur borgað eða lagt fram sæmilega skynsamlega viðskiptahugmynd þá er alltaf líkur á því að af viðskiptum verði. Vandamálið hjá okkur er ósköp einfalt "sakbitnir samfylkingarmenn og konur ásamt VG liðum sem ekki þora að taka neina áhættu" Ekki framkvæma, ekki láta sér detta neitt sniðugt í hug. Hækka skatta og draga neysluna niður í núll og nix. Eintómir aular

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 01:17

24 identicon

Og síðan gleymdi ég auðvitað að bankakerfið er lamað sökum þess að þar ráða ríkjum sömu bófarnir og komu okkur í þetta klúður. Reka alla sem hafa verið í einhverjum stjórnunarstöðum og hækka liðið á gólfinu í tign. Klippa ca fimm efstu lögin af.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 01:21

25 identicon

já sæll

jonhb (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 02:35

26 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það þurfti enga sérfræðinga á tímum Dickens eins og hann skrifar í sögu sinni David Copperfield.

'Annual income twenty pounds, annual expenditure nineteen nineteen six, result happiness. Annual income twenty pounds, annual expenditure twenty pounds ought and six, result misery.'

Sígild sannindi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 11:36

27 identicon

Mér þykir það mikið fyndnara að þeir aðilar innan ríkisstjórnarinnar sem telja sig hafa mest vit á þessu eru fyrverandi flugfreyja með stúdentspróf og jarðfræðingur.

Hreinn (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 13:08

28 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hreinn þú gleymir að þau hafa í vinnu hjá sér nokkra tugi hagfræðinga, Bæði í ráðuneytum sem og Seðlabanka. Þá hafa þau aðgang að nokkrum hundruðum sérfræðinga AGS og fleiri.

En auðvita vita allir betur en þau. Og við þurfum ekkert að borga, það er hægt að afskrifa öll lán, það þarf ekkert að hækka skatta, og það á bara að efla atvnnulífið (með hverju?) og það það á bara að skera niður hjá hinu opinbera. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.12.2009 kl. 16:16

29 identicon

"Þarna fara leikstjóri og læknir og eiga fund með AGS og koma af fundinum og úthúða sérfræðingum AGS. Má ég spyrja hvaða þekkingu og reynslu hafa þessir menn varðandi hagfræði og skuldir ríkja."

er þá ekki jafn anskoti galið að hafa flugfreyju og jarðfræðing í að stjórna landinu og semja við ags

anton (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:21

30 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Anton þau notast við tugi eða hundruð sérfræðinga sem leggja málið niður fyrir þau. Bæði í Fjármálaráðuneyti, seðlabanka og AGS. Það er munurinn. Þau fara bara ekki á einn fund og úthúða svo AGS fólki sem einhverjum Exel mönnum. Það var það sem ég var að meina. Og stefna ríkisstjórnar er framkvæmd að mestu af sérfærðingum sem vinna fyrir þau.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.12.2009 kl. 21:29

31 identicon

Sorglegur menntahroki þetta - þessi menn eru margbúnir að sýna og sanna að þeir eru með vit í kollinum.

eva (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:44

32 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Biddu hvað áttu við Eva! Ég er nú menntaður þroskaþjálfi og hef ekkert sett út á þeirra menntun. Ég er ekki sammála þeim þegar þeir koma af einhverjum fundi með AGS og tala um ómerkilegar "Exel æfingar" Ég er bara ekki sammál þeim og því var ég bara að benda á það að fjölmiðlar vitni bara í viðtöl við menn sem fara á stuttan fund og koma út með svona fullyrðingar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2009 kl. 16:26

33 identicon

Magnús, menntahroki var í minni sveit nokkuð sem snerist um að enginn vissi neitt nema vera með gráðu. Oft getur reynsla og áhugi gefið mönnum góða sýn á hlutina þó ekki hafi þeir titil til að veifa. Slíkir menn verða að sanna færni sína með málefnalegum rökum og/eða færni. Mér finnst læknirinn Gunnar hafa margsannað að hann er ansi snjall í fjármálum. Og leikstjórinn er dásamlega hreinskilinn og óhræddur við að segja skoðun sína umbúðalaust án dónaskaps og rétti maðurinn til að fylgja honum.

Mér finnst umræðan alltaf snúast um hver sé fífl en ekki hvort viðkomandi hafi sagt eitthvað af viti eða spurt gáfulegra spurninga; ef hann hefur ekki RÉTTU skoðanirnar þá er hann fífl hvernig svo sem hann rökstyður þær.  Með þessu er ég ekki að gera þetta að þínum orðum heldur frekar að benda á endalaus blogg um allt þar sem samfylkingarmenn níða sjálfstæðismenn og framsóknarmenn og öfugt - og þá komum við aftur að titlum því fólk við kalla Steingrím jarðfræðing þó hann vinni ekki einu sinni við það og Jóhönnu flugfreyju þó hún hafi starfað við það fyrir óralöngu. Þetta eru bara hártoganir sem leiða menn ekkert í umræðunni.

Ég er sannfærð um að þessir menn voru sannarlega að spyrja þarfra spurninga og ég er þeim þakklát fyrir það

Svo héldu þeir því aldrei fram að þeir væru snillingar - leikstjórinn hefur margsagt að hann sé bara venjulegur maður að leita svara.

Með vinsemd.

eva (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:33

34 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eva af því að þú segir að umræðan snúis um hver sé fífl oft á tíðum. Skoðaðu það sem þau segja um AGS fulltrúana.

„Þetta er bara Excel-æfing, og það er til skammar hvernig þeir ætla að fara að þessu,“ segir Gunnar Sigurðsson leikstjóri í samtali við mbl.is.

Hefur Gunnar einhver dæmi um önnur vinnubrögð sem hafa verið notuð? Og er þetta ekki að gera lítið úr fólki. Þarna er hann að tala um áætlun sem fremstu sérfræðingar okkar margir lögðu mikla vinnu í. M.a. allir sérfræðingar Seðlabankans og Fjármálaráðuneytis. Og þessir menn og konur eru að segja að þeir séu hreinlega vitlausir. Og því fauk í mig og ég benti á að þessir menn sem talað er við í þessari frétt eru leikstjóri sem m.a hefur lýst því yfir að hann hafi nú ekki mikið vit á fjármálum. Og svo var þarna læknir. Og öll hafa þau lýst yfir andstöðu við að AGS kæmi hingað án þess að birta raunhæfa valkosti í staðinn.

En annars: Hafðu þína hentisemi. Ég er nefnilega að nota mína

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband