Leita í fréttum mbl.is

Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur

Finnst skrýtið að hafa hvergi lesið nein viðbrögð við fréttir Sjónvarpsins í kvöld. En þar kom fram að OR skuldar um 250 milljarða. Og maður heyrir bara ekkert um þetta þó Reykjavíkurborg sé náttúrulega sem nær eini eigandi OR í ábyrgðum fyrir öllu saman. OR sem upprunalega átti að vera fyrirtæki til að skaffa Reykvíkingum heitt og kalt vatn og Rafmagn. (var reyndar 3 félög í upphafi). Hvernig datt mönnum í hug að hella þessu fyrirtæki út í botnlausar skuldir til að keppa um að selja orku til stóriðju og hvað átti það að hjálpa eigendunum sem eru Borgarbúar.

Eins ef að OR skuldar 250 milljarða þá eru þetta sennilega að mestu peningar sem eru inn í þessum erlendu skuldum sem eru 310% af landsframleiðslu. Og hvað skuldar Landsvirkjun þá. Skv. því sem ég finn á netinu eru það 380 milljarðar. Þannig að þessi 2 fyrirtæki skulda um 640 milljarða í dag. Svipað og Icesave.

Sem gerir um 50% af Landsframleiðslu. Aktavis skuldar nálægt 1000 milljörðum sem eru um 70% af landsframleiðslu. Þannig að Landsvirkjun, OR og Aktavis skulda um 1600 milljarða er það  um 120 til 140% af landsframleiðslu. Þannig að þessi fyrirtæki 3 skulda 30 til 40% af öllu erlendum skuldum þjóðarbúsins. 

Síðan eru víst fleiri fyrirtæki með háar skuldir erlendis eins og Exista. Þetta eru allt skuldir sem fyrirtæki standa að baki. Reynar eru orkufyrirtækin með ábyrgð ríkis og borgar en skuldir sem almenningur þarf ekki að borga vonandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband