Sunnudagur, 6. desember 2009
Já það var nefnilega það!
Heiðrún Lind frá Heimssýn sagði það fullu fetum að Þýskaland væri ekki fullvalda ríki. En við værum það! Jafnvel þó hún sem lögfræðingur ætti að Þýskaland og önnur ríki ESB sameinast um ákveðna þætti fullveldis einmitt til að halda fullveldinu. Því t.d. með aðild að Sameiniðuþjóðunum, Nató, EES, EFTA og fleiri fjölþjóðasamstarfi erum við sífellt að framselja fullveldi okkar til alþjóðlegra samtaka þar sem við erum virkir fulltrúar.
Hún hélt því fram að við inngöngu í ESB væri fullkomið framsal á dómsvaldi og löggjafarvaldi. Ég held að þetta fólk sé ekki í lagi. Enda var henni bent á að hvort að þessi skoðun þeirra kallaði ekki á að við segðum okkur í EES: Og í framhaldi þá öllum öðru fjölþjóðlegu samstarfi þar sem við þurfum að undirgangast samskiptareglur og lög milli landa.
Tekist á um fullveldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Greinilega er þessi pistill þinn ófrágenginn, Magnús Helgi. En sé litið fram hjá því, eru þetta auðvitað engar röksemdir í málinu: "Ég held að þetta fólk sé ekki í lagi" (sem er röksemd á borð við málflutning Sigurjóns í þættinum).
Það er sömuleiðis gersamlega rakalaust, að við yrðum að segja upp aðild okkar að SÞ, NATO og EFTA, ef við eigum að halda fullveldi okkar. Það er ósambærilegt með öllu að vera í EFTA og í Evrópubandalaginu (EB, ESB), það síðarnefnda gerir kröfur til löggjafar yfir okkur og stjórnvalds, enda orðið pólitískt bandalag með yfirþjóðleg völd, ekki einbvert fríverzlunarsvæði. EFTA-aildin krafðist ekki þerrar slátrunar á fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem EB-innlimunin mundi krefjast, o.s.frv. (gæti haldið lengi áfram).
Þú reynir hér að ráðast á það, sem þú álítur veikustu punkta í málflutningi Heiðu Lindar, en sleppir öðru í þættinum. Ég vil þó bæta við, að nú þegar meðtekur Þyzkaland yfir 80% af allri löggjöf sinni frá .. ekki Sambandsþinginu í Berlín, heldur frá þingi EB í Strassborg (þar sem raunar öll lagafrumvörp koma frá framkvæmdastjórninni í Brussel; frumkvæisfrelsi þingmanna í Strassborg er EKKERT!).
Þú hefðir gjarnan mátt veita því eftirtekt, að það var Guðmundur Hálfdánarson sem var versti leiðavísir þáttarins um sannleikann. Hann hefur lengi staðið í því (mætti halda, að það væri hálft hans starf) að gera lítið úr gildi eiginlegs fullveldis, hann hefur relatívíserað það (gert það afstætt) og látið eins og það skipti ekki máli, þótt það skerðist í 1. lagi samkvæmt þeim miklu stjórnarskrárbreytingum, sem gerðar yrðu við inngöngu (viljandi innlimun) í EB, og í 2. lagi skv. þeim tröllauknu valdheimildum sem yfirstofnanir EB fengju þar með yfir okkar málefnum.
Þessa relatíviseringu sína og sjálft fullveldsframsalið réttlætir Guðmundur m.a. með þeirri fullyrðingu, að við höfum ekki verið 100% fullvalda á þjóðveldisöld (!), en umfram allt með því, að við fáum það, sem EB-sinnarnir kalla "hluttöku í fullveldi hinna þjóðanna í ESB". En sú fullyrðing er gersamlega hláleg, þegar horft er á það fullkomna valdaleysi og nánast algera áhrifaleysi sem biði okkar í því bandalagi. Eins lítil og áhrif okkar þar yrðu við inngöngu, yrðu þau ennþá minni eftir breytingar (nú þegar ákveðnar) á valdahlutföllum milli stórþjóðanna og hinna smærri þar, breytingar sem flestir Ísendingar vita ekkert um, og þeim mun mikilvægara er að benda á eftirfarandi nýlega grein um þetta mál eftir Harald Hansson viðskiptafræðing: Ísland svipt sjálfsforræði.
Með von um, að þú hugleiðir þá grein, kryfjir hana til botns í allri hennar dýpt, sem og þessi framansögðu atriði,
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 13:27
Magnús minn, ef þú heldur að Evrópusambandið sé sambærilegt fyrirbæri á við NATO, EFTA, EES og SÞ þá ættirðu að kynna þér eðli og umfang sambandsins betur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.12.2009 kl. 13:44
vort er Ísland fullvalda þegar það getur tekið sjálft ákvarðanir um flest eða öll sín mál eða þegar þær ákvarðanir eru teknar af öðrum?
Ríki Evrópusambandsins hafa framselt það mikið af fullveldi sínu til sjálfstæðra stofnana sambandsins að þau geta ekki talizt fullvalda lengur. Hins vegar er staða ríkjanna mismunandi að þessu leyti. Því minni sem ríkin eru því minna hafa þau að segja um eigin mál vegna þeirrar reglu Evrópusambandsins að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra til áhrifa innan þess, fer eftir því hversu fjölmenn þau eru.
Þetta er ekkert flókið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.12.2009 kl. 13:45
Jón Valur, hvaðan hefur þú tölur um að Þjóðverjar taki 80% af sinni löggjöf frá Evrópuþinginu? já og Evrópuþingið getur bara víst haft frumkvæði að löggjöf, það getur óskað eftir því að framkvæmdarstjórnin geri frumvarp.Ég held að þú ættir að kynna þér nánar starfsemi Evrópuþingsins og samstarf þess við framkvæmdarstjórnina.
Evrópusambandið getur fyrirskipað þjóðum innan EES að taka upp löggjöf með svokölluðum tilskipunum. Ef við innleiðum þær ekki eða innleiðum þær ekki rétt berum við skaðabótaskyldu, eins og dómafordæmi EFTA dómstólsins sýna. - Það hlýtur að vera framsal á fullveldi samkvæmt ykkar skilgreiningu. Viljið þið þá ganga úr EES líka? eigum við að vera eins fullvalda og við getum mögulega verið - þá hljótum við að vilja vera eins og Norður Kórea, mest fullvalda þjóð í heimi.
Þess má einnig geta að í framkvæmdarstjórninni, sem telja má að sé valdamesta stofnun Evrópusambandsins, er með einn fulltrúa frá hverju aðildarríki.
_0_ (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.