Leita í fréttum mbl.is

Það mætti draga þó nokkuð úr þessu fjölda sem þyggur bætur

 

Ég hef þá óbilandi trú að allir öryrkjar gætu unnið og margir hverjir fulla vinnu. Þetta er þó bundið því að þeim séu skapaðar aðstæður til að vinna. Þannig getur maður sem aðeins getur hreyft einn fingur unnið. Þá sé ég fyrir mér vél þar sem að þarf aðeins að ýta á einn takka.

EN eins og kerfið er í dag er öllum sem vilja vinna refsað með gríðarlegri skerðingu á örorkubótum og því engin hvati fyrir þau til að vinna. Þetta fólk gæti samt margt unnið jafnvel fulla vinnu ef að þau fengju vinnuumhverfi við hæfi og stuðning við starf sitt. Þetta tel ég brýnt að þjóðfélagið átti sig á .

Einstaklingur sem ekki hefur orku í líkamlega vinnu getur unnið t.d. við svara í síma. Einstaklingur sem þjáist af geðröskunum getur unnið sína vinnu ef að hann fær réttar aðstæður. Þar sem að iðjuþjálfi og starfsleiðbeinandi styðja hann. Hann þarf kannski sveigjanlegan vinnutíma, sér aðstöðu þar sem hann verður ekki fyrir óþægilegu áreiti.  Með því að ríkið greiddi kostnað við atvinnuveitenda við að aðlaga vinnunna að þörfum þeirra og sjá um þann stuðning sem þau þurfa þá væri hægt að vinna gegn þessari þróun að sífellt fleiri verða öryrkjar. Um leið mundu margir öðlast meiri lífsfyllingu og verða nýtari þjóðfélagsþegnar.

Eins þarf þjóðfélagið að sýna umburðarlyndi og átta sig á því að við erum ekki öll eins. Fólk með fötlun og aðrir öryrkjar eiga alveg sama rétt á að lifa við sömu aðstæður og við hin þó þau þurfi einhvern stuðning til þess

Refsingar á vilja þeirra til að verða virkari með því að skerða örorkulífeyrir þeirra við minnstu tekjur er í raun til að drepa niður allann vilja til að bjarga sér sjálfur.

Við í raun dæmum marga til að vera 75 til 100% öryrkja sem gætu alveg með tíð og tíma komist gjörsamlega af án bóta.

Frétt af mbl.is

  Öryrkjum fjölgar áfram hér á landi
Innlent | mbl.is | 8.1.2007 | 18:45
Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru algengustu orsakir örorku, að því er kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að áframhald hefur orðið á þeirri þróun síðustu ára, að öryrkjum fjölgi á Íslandi en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði, enda sé minna lagt í slík úrræði hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.


mbl.is Öryrkjum fjölgar áfram hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þetta lítur út fyrir mér, þannig að hægt sé að rökstyðja með lágmarksgáfulegum hætti hvers vegna ástandið er eins og það er að þá sýnist mér þetta snúast um pólitík og þá í þeim skilningi að ef öryrkjar færu að vinna þá myndi atvinnuleisi aukast. Þannig gæti ríkisstjórnin montað sig á lágu atvinnuleysi með því að halda fóki í þessu kerfi og koma svo með einhverjar Þroskaheftar (afsakið orðbragðið) yfirlýsingar til að auka á fordóma í þessum efnum.

Baldur Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband