Leita í fréttum mbl.is

Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í vor?

Ég hef verið að velta fyrir mér því vali sem við höfum nú í vor

 

Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Mín skoðun er að þessi flokkur sé flokkur sem í gegnum tíðina hefur verið hagsmunaflokkur fyrir atvinnuveitendur og stóreignamenn. Það hefur sést vel á síðustu árum. Áherslur í skattamálum hafa verið að létta sköttum af fyrirtækjum og eignafólki. Öll þessi ár þá hafa öryrkar, ellilífeyrisþegar og lágtekjufólk þurft að berjast við þá til að fá sín kjör leiðrétt og gengur mjög hægt. Þjónustugjöld hafa hækkað. Helst að þetta sé leiðrétt rétt fyrir kosningar. Flokkur þar sem stórhluti væntanlegra þingmanna er svokallað "Stuttbuxnalið" sem er alið upp í Heimdalli og skildum félögum þar sem boðað er afnám alls sem heitir þjónusta ríkisins við borgarana þeir eiga bara að borga fyrir sig sjálfa. T.d. á sjúkrahúsum

 

Ætlar þú að kjósa Framsókn?

Þetta er flokkur sem setur í gang mikla kosningamaskínu fyrir kosningar til að flokkurinn hverfi ekki alveg. Flokkur sem sveiflast langt til hægri í gerðum sínum. Flokkur sem er kallaður "Atvinnumiðlunin Framsókn" af  því að þeir eru gjarnir á að hygla flokksmönnum fyrir störf fyrir flokkinn með góðri stöðu hjá ríkinu.

 

Ætlar þú að kjósa Vinstri græna?

Flokkur sem hefur þó nokkuð skýrar stefnur. Margir geta fallist á umhverfissjónarmið þeirra. En annað? Þeir eru lítið til í að skoða mál sem gætu leitt til framfara. Þeir eru oft sagðir:"Vera fyrirfram á móti öllum breytingum" Flokkur ríkisvæðingar.

 

Ætlar þú að kjósa Frjálslynda?

Hefur 3 mannaflokkur nokkra leið að hafa áhrif. Þetta er svo lítil flokkur að deildu milli tveggja verður til þess að allur flokkurinn titrar. Flokkur sem var stofnaður í kring um eitt mál. Hefur notið þess að hafa duglega þingmenn. En hvaða úrvali hefur hann að stilla upp í næstu kosningum. Það hálf skrítið að kasta atkvæði á flokk vegna nokkurra manneskja en síðan er bara fyllt upp á listann.

 

Ég ætla að kjósa Samfylkinguna

Þetta er flokkur sem er tiltölulega nýr. Hann hefur undanfarinn ár eytt tímanum í að fullmóta sig. Vissulega ekki verðið alveg samstíga í öllu nú síðustu mánuði. En þetta eru bara vaxtarverkir.

Flokknum stýrir nú manneskja sem hefur það á afrekaskrá sinni að hafa leitt samstarf flokka í gegnum 3 kosningar í Reykjavík til sigurs. Þetta var frábært afrek. Að vísu var hún hrakin úr embætti vegna þess að aðrir flokkar gátu ekki unnt henni að vilja taka þá í landsmálapólitík.

Samfylkingin í dag stendur fyrir jafnaðarstefnu sem þó er framsækin og tilbúin að móta sig að síbreytilegum heim. T.d. það að skoða fyrir alvöru stöðu okkar með tilliti til inngöngu í ESB. Flokkur sem vill bæta kjör og stöðu þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu. Jafnaðarflokkur þýðir að flokkurinn stendur að því að nota skattkerfið og fleira til að jafna kjör fólks þannig að þau sem lakast standa fái þann stuðning sem þau þurfa og ekki sé um fátækt að ræða í þessu ríka landi.

Samfylkinginn leggur samt áherslu á að hefta ekki framsókn fyrirtækja og einstaklinga en um leið að allir greiði sanngjarnan hlut til samfélagsins.

Samfylkingin er safn fólks sem er vinstramegin við miðju. Sem öll hafa jafnaðarstefnu, kvennfrelsi og náttúruvernd að leiðarljósi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehee.. eða sleppa við þetta eins og ég... það er svona að vera  Danskuur ríkisborgari...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.1.2007 kl. 08:11

2 identicon

Frjálslyndir njóta þess að hafa duglega þingmenn og einnig skelegan framkvæmdarstjóra.  Gæti vel hugsað mér vinstri græna fyrir vinstri stefnu þeirra en finnst græna stefnan full öfgafull.  Samfylkingin er jú raunhæfur kostur en verða þeir ekki að verða samstígari og með skýrari stefnu hvað sem liður öllum vaxtaverkjum.  Voru fleiri valkostir í boði ?

Þóroddur (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband