Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Þetta endar með byltingu!
Bendi á góða ádrepu Egils Helgasonar á svæðinu sínu Silfri Egils í dag. Þarna er hann að skjóta á nyríku íslendingana og okrið hér á landi í leiðinni.
Hann segir m.a í pisli sínum
Nýriki Nonni og stórfyrirtækin
Íslenskir auðmenn eru það sem kallast nouveaux riches. Þetta segir ekki bara að auður þeirra sé nýr, heldur líka og ekki síður að smekkur þeirra er nýríkur. Þetta birtist í hinum skoplega bankastjóra Kaupþings í London sem heldur að sé fínt að láta Duran Duran og Tom Jones spila í partíum fyrir sig og vini sína, í millunum sem láta reisa þyrlupall við hótel þar sem þeir ætla að halda veislu eina nótt, í listaverkauppboðum þar sem menn keppast um að bjóða í verk sem er ekki enn buið að mála, þátttöku í kappakstri sem byggir á því að aka á ólöglegum hraða á vegum úti en láta ekki lögguna ná sér, kaupum á enskum knattspyrnuliðum.
Þegar ég var að alast upp voru öðruvísi auðmenn, þeir stunduðu sinfóníutónleika og frumsýningar, höfðu annars mestanpart hægt um sig. Þeir töldu sig aðhyllast gamaldags borgaraleg gildi. Á sama tíma blóðmjólkuðu þeir samfélagið eins og þeir gátu með dyggri aðstoð einokunar- og flokksvalds. Enginn talar vel um þá núorðið.
Síðar í pisli sínu segir hann
Nú hefur verið sýnt fram á að hér er ekki bara hæsta verðlag í Evrópu, heldur líklega í öllum heiminum. Ég heyrði forstöðumann Samkeppnisstofnunar segja í útvarpinu áðan að þetta þyrfti ekki að vera svona. Svo kom einhver búðarloka og fór með rulluna um að þetta væri allt ríkinu að kenna. Við sem þurfum að kaupa í matinn á Íslandi vitum að það er ekki satt, það er ekki nema hluti af skýringunni.
Gróði íslenskra banka er blöskranlegur. Það þýðir ekki að láta eins og hann sé alveg ótengdur okurvöxtunum og því hvernig bankarnir virðast hafa meira eða minna öll ráð yfir viðskiptavinum sínum.
Ég geri ekki ráð fyrir að þetta endi í byltingu. En við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta lengur. [leturbreyting Maggi]
Og loks er hér síðasta tilvitnunin:
Það er í tísku að tala um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þau vilja láta líta út fyrir að þau séu góð og ábyrg. Í geysimerkilegri heimildarmynd sem nefnist The Corporation og gerð var fyrir nokkrum árum er því haldið fram að í raun sé ekki til neitt sem heiti samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja - altént muni þau ekki sýna slíka ábyrgð nema undir miklum þrýstingi. Og líti þá á hana sem fórnarkostnað. Annars snúist auðfyrirtæki bara um mylja gróða fyrir hluthafa sína og æðstu yfirmenn - án þess að skeyta um fólk, umhverfi eða siðferði.
Hvet fólk til að lesa pistilinn í heild. Þarna er orð í tíma töluð og áminnig til okkar um að láta ekki heilaþvo okkur. Þessi góðmennska okkar við fyrirtæki og eignamenn er gengin út í öfgar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 969308
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.