Þriðjudagur, 29. desember 2009
Ég heimta að eftirfarandi verði upplýst!
Í ljósi látanna á Þingi í kvöld. Þá heimta ég að eftirfarandi verið upplýst í þessu máli.
- Hversu oft fór Svavar Gestsson á klósett á meðan hann vann að samningum?
- Hversu margar lögfræðistofur eru í Bretlandi og af hverju var ekki talað við þær allar?
- Af hverju er ekki búið að gera og gefa út æviminningar allra samninganefndarmanna okkar frá því í október 2008 til dagsins í dag?
- Af hverju er ekki búið að senda auglýsingar í erlend blöð þar sem auglýst er eftir gögnum sem stjórnarandstaðan getur notað til að tefja málið?
- Af hverju er ekki búið að kortleggja allar færslur út og inn af Icesave frá stofnun og fjalla um hverja þeirra úr stóli Alþingis?
Nei ég meina það! Það eru hér stjórnvöld og samningamenn sem eru búin að taka afstöðu til þessa máls. Ákveða leiðina sem var farin í samningum og þeir liggja fyrir. Svo eru menn að æsa sig yfir gögnum sem Lögfræðistofa er að senda núna þar sem að hún telur að hægt hefði verið að sækja mál gegn Bretlandi en ekki af stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En önnur stofa taldi ólíklegt að það mál ynnist. Og í framhaldi af því voru skilanefndum boðin stuðningur í slíka málshöfðun. Þetta eru gögn sem Mishcon de Reya fékk einhverstaðar að og taldi ekki skipa meira máli en svo að þeir lögðu það ekki fram með álitum sínum. Ef það er ekki annað markvert er stjórnarandstaðan bara kaupa sér athygli hjá almenning.
Það var tekin ákvörðun um að gera ákveðin samning við Breta og Hollendinga í vor. Hann endurbættur í haust og um ríkisábyrgð á honum er verið að greiða atkvæði.
PS smá viðbót. Ég googlaði dagsetningu þessara glærur sem talað var um á þingi og fann þetta bara svona strax.
http://www.island.is/media/frettir/MB_290309.pdf
Þetta fann ég inn á http://www.hvitbok.vg/Profilar/OssurSkarphedinsson/OssurKannastEkkiVidSkyrslu/
Þar segir
Össur kannast ekki við skýrslu..
Innlent - þriðjudagur, 7. júlí, 2009 - 18:17Össur kannast ekki við skýrslu breskra lögmanna um Icesave. Var samin sérstaklega fyrir Össur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kannast ekki við skýrslu lögfræðistofunnar Mischon de Reya í London um Icesave-málið. Skýrslan, sem dagsett er 29. mars á þessu ári, er merkt sem trúnaðarmál, og fram kemur á forsíðu hennar að hún sé sérstaklega samin fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skýrslan var birt opinberlega í dag að kröfu alþingismanna eftir að Morgunblaðið sagði frá tilvist hennar.
Ég hef ekki beðið það um neina vinnu fyrir mig eða utanríkisráðuneytið og kannast ekki við það, segir Össur.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að skýrslan snúist aðallega um eigur Landsbankans í Bretlandi og meðferð þeirra þar.
Í skýrslunni kemur fram að engin skrifleg staðfesting hafi fengist á því að íslensk yfirvöld hafi formlega undirgengist skuldbindingar vegna tryggingarsjóðs innistæðueigenda. Í skýringu fjármálaráðuneytisins í dag kemur fram að samninganefnd Íslands vegna Icesave reikninganna hafi leitað til fjölmargra aðila, þar á meðal þessarar lögfræðistofu.
Haft var ennfremur eftir fjármálaráðherra að þetta hefðu verið minnispunktar fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, fyrir fund hans með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, um málefni Landsbankans. Aðalinntakið snýr að eignum Landsbankans og meðferð þeirra í Bretlandi og það var í því máli sem var stuðst við ráðgjöf þessa fyrirtækis en ekki í málinu almennt.
Össur kannast hinsvegar ekki við þetta plagg og segir fyrirtækið ekkert hafa unnið fyrir sig.
Meginefnið liggur skýrt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2009 kl. 00:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 14
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 969471
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þú hlýtur að vera að grínast ; )
Ásta Hafberg S., 29.12.2009 kl. 23:41
Þessi jólasveinn sem heldur úti þessu bloggi hlýtur að fara til fjalla með hinum jólasveinunum eftir áramót.
Hann segir að ákveðin ákvörðun hafi verið tekin um samninga við Breta og Hollendinga. Sú ákvörðun var röng, frá a-ö. Þess vegna getur alþingi ekki staðfest þessa ákvörðun samninganefndarinnar, enda voru fyrirvarar um þennan samning Svavars og Indriðia við Breta og Hollendinga að Alþingi þyrfti að samþykkja.
Nú lítur sem betur fer flest út fyrir að þessir samningur sem gerður var af samninganefndinni verði felldur á alþingi, þjóðin verður þá góðu heilli ekki pínd í skuldarþældóm.
Kannski samfylking fari þá að sína að hún ætli sér eitthvert hlutverk í "samfélagi þjóðanna" eins og flokksmönnum þess flokks er tamt að tala um á góðviðrisdögum. Fari út fyrir landsteinana og kynni málstað landsins og sjái til þess að þetta mál verði tekið upp aftur og sanngjarnir samningar verði í heiðri hafðir í þetta skiptið. Svavar Gestsson verður þá geymdur heima, sem og Indriði .Þeir klúðra ekki aftur.
joi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 23:55
þú getur ekki heimtað neitt þú ert ekki þjóðinni.
Sigurður Helgason, 29.12.2009 kl. 23:58
Ég skal ábyrgjast það joi að þessi samningur verður samþykktur því að ef þú hefur hlustað á Alþingi í kvöld er ekkert nýtt að koma þar fram. Ég bætti við þessari kynningu við bloggið sem allir virðast vera búnir að gleyma. En það var einmitt vitnað í að þetta skjal hefði verið kynnt Össuri fyrir fund hans með utanríkisráðherra Breta.
Og ég þarf að hryggja þig með því að ég hætti ekkert að blogga þó menn séu að uppnefna mig eða gera lítið úr miínum skoðunum. Ég hef fullt leyfi til að hafa þær og skammast mín ekkert fyrir þær
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.12.2009 kl. 00:00
Þú getur ekki sagt um það Sigurður þú ert ekki þjóðin heldur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.12.2009 kl. 00:01
Þetta eru ekki mín orð heldur konu sem stjórnaði flokknum, og var það fjölmennari samkunda en einn,
Svo þetta á við þig núna þú ert ekki þjóðin,
Ég er það ekki, vill ekki eiga samleið með svona hyski, ef ég er spurður er ég frá norge,
Sigurður Helgason, 30.12.2009 kl. 00:17
æi kallinn minn, haltu áfram að lemja hausnum við steininn......
gisli (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:19
Ég vissi það Sigðurður! Hún hefði betur hugsað hvað hún sagði þarni í Háskólabíói. Og eins hvernig hún orðaði greinargerð sína þarna til Alþingis. Því hún á að vera það greind að hún veit að rangt orð eða setning getur gefið andstæðingum gullið tækifæri á að nota orð hennar gegn henni og öðrum sem henni tengjast eða vinna með henni.
Ég vill bara koma þessu ömurlega Icesave máli fram. Það verður innan við 11% af þeim greiðslum sem við þurfum að borga þegar eignir Landsbankans hafa komið á móti. Og ef fólk er ekki sammála því að okkur beri skylda til að borga þetta þá er hægt að líta á þessa kannski 180 milljarða sem greiðslu til að geta komist af stað aftur hér á þessu skeri. En það eru bara ýmsir sem hafa engan áhuga á að því að komast hér af stað aftur. Kannski að það sér rétt hjá Spaugstofunni að Norðmenn séu á bakvið þennan hægagangi eins og allt annað í þessu máli til að fá ódýrt vinnuafl til sín.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.12.2009 kl. 00:24
Því miður Gísl enginn steinn við hendina nú sem stendur hjá mér.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.12.2009 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.