Leita í fréttum mbl.is

Var reyndar búinn að blogga um þetta en þetta skjal er held ég á netinu!

Og það er búið að vera það síðan í sumar. http://www.island.is/media/frettir/MB_290309.pdf

Össur kannast ekki við skýrslu..

Innlent - þriðjudagur, 7. júlí, 2009 - 18:17

Össur kannast ekki við skýrslu breskra lögmanna um Icesave. Var samin sérstaklega fyrir Össur

ossurskyrsla.jpg

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kannast ekki við skýrslu lögfræðistofunnar Mischon de Reya í London um Icesave-málið. Skýrslan, sem dagsett er 29. mars á þessu ári, er merkt sem trúnaðarmál, og fram kemur á forsíðu hennar að hún sé sérstaklega samin fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skýrslan var birt opinberlega í dag að kröfu alþingismanna eftir að Morgunblaðið sagði frá tilvist hennar.

„Ég hef ekki beðið það um neina vinnu fyrir mig eða utanríkisráðuneytið og kannast ekki við það,” segir Össur.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að  skýrslan  snúist aðallega um eigur Landsbankans í Bretlandi og meðferð þeirra þar. 

Í skýrslunni kemur fram að engin skrifleg staðfesting hafi fengist á því að íslensk yfirvöld hafi formlega undirgengist skuldbindingar vegna tryggingarsjóðs innistæðueigenda. Í skýringu fjármálaráðuneytisins í dag kemur fram að samninganefnd Íslands vegna Icesave reikninganna hafi leitað til fjölmargra aðila, þar á meðal þessarar lögfræðistofu.

Haft var ennfremur eftir fjármálaráðherra að þetta hefðu verið minnispunktar fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, fyrir fund hans með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, um málefni Landsbankans. „Aðalinntakið snýr að eignum Landsbankans og meðferð þeirra í Bretlandi og það var í því máli sem var stuðst við ráðgjöf þessa fyrirtækis en ekki í málinu almennt.”

Össur kannast hinsvegar ekki við þetta plagg og segir fyrirtækið ekkert hafa unnið fyrir sig.

Tekið af www.hvitbok.vg

mbl.is Steingrímur segist trúa Össuri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ertu enn trúr þessu liði Magnús? sé þig við alþingi í dag.

Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:09

2 identicon

Lengi skal manninn reyna!  Ekki vissir þú af þessu öllu?  Meira að segja Össur vissi þetta ekki!  Þetta er nú meiri drullu stjórnin! Vona að þetta Icesave verði fellt. Því miður ekki kollfellt þvi allir Samfylkingarmenn eru daufblindir og sjá bara í evrópskum litum en ekki íslenskum en maður má alltaf vona fyrir sína hönd og annarra vandamanna.

Soffía (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Halla Rut

Við erum með ríkistjórn sem tala ekki fyrir Ísland. Algjörlega ótrúlegt. Þeir stinga ofan í skúffu upplýsingum sem eru okkur hagstæðar en Bretum óhagstæðar. Þetta er gjörsamlega með ólíkindum og hlýtur að vera einsdæmi í heiminum að ríkistjórn standi með því landi sem herjar á heimalandið.

Halla Rut , 30.12.2009 kl. 01:47

4 identicon

Þetta er "EKKI FRÉTT" í boði Hauks Haukssonar fréttamanns. Ég tek undir með þeim sem jkalla þetta áramótaskaup í boði hrunaflokkanna og heimskur lýðurinn tekur þátt. Ég held að sumir séu hérna í fullri vinnu að reyna að æsa upp lýðinn í einhverju tómu rugli.

Sigurður má vera fyrir mér og orga en ég læt mig ekki sjá mig með svona mönnum sem hafa ekkert gáfulegt fram að færa fyrir mig og mín börn.

Ég kýs lýðræðislegar ákvarðanir á lögþingi í stað stjórnleysis. Afgreiðið þetta mál því það er ekkert nýtt í þessu. Við sitjum uppi með þetta skítamál í boði framsóknar og Sjálfstæðisflokks hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 08:22

5 identicon

 Mér finnst þessi kafli úr skýrslunni sem Magnús benti á (sjá hér að neðan) merkilegur. : Þar kemur fram að viðskiptaráðherra (Björgvin nokkur, sem enn situr á þingi fyrir Samfó) hafi sent nokkur bréf (3 bréf skv. skýrsluhöfundi) til breskra stjórnvalda. Þau bréf virki ruglingsleg og mótsagnakennd og ekki hjálpleg! Einnig er þarna staðfest að minnisblaðið frá því í október, sem stjórnarliðar halda svo fast að okkur almúganum sem hinni raunverulegu ástæðu fyrir lélegum Icesave samningi, hafi ekki neina þýðingu gagnvart Bretum, heldur samkomulagiðö sem undirritað var í nóvember 2008.

Svo er  vitnað í ,, G'' í skýrslunni, skora á ykkur að lesa þann hluta. Spurning hvort þar sé átt við Ambassador Gestsson?

2.4 The UK Government may argue that, whether or not Iceland is legally required to do so,

Iceland has actually agreed to compensate depositors to the extent of the minimum

provided for in the Directive. There are some confusing and contradictory statements

in correspondence from the Ministry of Business Affairs including letters dated 20

August 2008, 5 October 2008 and 16 December 2008. However we do not consider

that these statements, whilst unhelpful, legally bind Iceland to go beyond its legal

obligations under the EEA Agreement and the Directive.

Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband