Miðvikudagur, 30. desember 2009
Loksins - Loksins - Loksins!
Ömurlegu máli lokið með ömurlegri lausn. En þó var þessi lausn sú besta sem var í stöðunni. Á morgun verða þessi lög afhent Ólafi Ragnari væntanlega til undirskriftar. Vona að hann geri það samstundis. Þarna inni eru flestir fyrirvararnir sem hann hrósaði í haust. Þannig að hann hefur að mínu mati engar ástæður til að fella stjórnina á þessu. Hann hefur væntanlega fylgst vel með og leitað ráðgjafar færra manna nú þegar. Undirskriftalisti á netinu setur væntanlega á hann þrýsting en má ekki verða til þess að þetta mál eigi eftir að þjaka okkur næstu árinn. Forsetinn má ekki láta von um vinsældir trufla sig.
Stjórnarandstæðingar og fleiri sem greiddu atkvæði gegn þessari ríkisábyrgð töluðu tungum tveimur og hafa gert allan tíman. Í kvöld töluðu þau flest um að við ættum ekki að borga Icesave en samt sögðu þau að lögin frá því í sumar ættu að gilda. En þau lög kveða einmitt á að við ætlum að borga með ákveðnum skilyrðum. En út á við hefur þeim tekist að telja fólki trú um að með því að fella þessa ríkisábyrgð þurfum við ekkert að borga. Það er bara ekki það sem þau sjálf hafa sagt. Og skv. lögunum frá því 28 ágúst og horfum núna eru líkur á að við verðum búin að greiða lánið upp 2024 líka. Þá tala þau alltaf eins og við séum að borga innistæðutryggingarnar beint. Það er ekki rétt. Það er löngu búið að greiða þær út af Hollendingum og Bretum eftir að við samþykktum að þeir lánuðu okkur og sæju um að greiða þær út.
En loksins er þetta búið! Og fólk getur snúið sér að öðrum málum. Eins og t.d. að auka hér bjartsýni fólks. Fólk er búið að láta misvitra menn troða hausnum á sér á staði þar sem sólin aldrei skin.
Ég persónulega ætla að ganga bjartsýnn inn í nýtt ár eftir sólarhring.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Teljarinn sem mælir á móti því að forsetinn skrifi undir er eins og á lottóvél og hækkar ört,
Sigurður Helgason, 31.12.2009 kl. 00:02
Hvada fyrirvarar eru thar a ferd sem thu talar um?
Thad er gott sem enginn af theim eftir!!
Gledileg Jol!
Arnor Davidsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:05
Þínir menn sáu til þess að versta mögulega samningi um þetta mál var komið í gegn. Útþynntir og brottnumdir fyrirvarar, engin von um að reka málið fyrir dómstólum, háir vextir, óendanleg greiðsluskylda, atriði sem gátu komið okkur til varnar falin fyrir þingi og þjóð, samið bakvið tjöldin af einhverjum sveitamönnum sem ekkert vita um samningagerð né kunna á reiknivél. ...aldeilis glæsilegt. Það eina jákvæða við þetta er að þegar þetta byrjar að bíta fólk þá mun það aldrei kjósa þessa álfa yfir sig aftur.
Jóhann (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:07
Borga þú þetta Magnús fyrst þér finnst þetta svona góð lausn.
Þú getur notað skattgreiðslurnar mínar til þess.
Kalli (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:08
Þú er nú meira helvítins fíflið
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:09
Þú Magnús veist ekki einu sinni um hvað Icesave snýst.
Andrés.si, 31.12.2009 kl. 00:10
Allir að mæta á bessastaði á morgun að mótmæla þessari nauðgun á Íslandi!
Geir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:17
Málið er að með þessari samþykkt hafa fyrirvararnir sem settir voru í sumar verið felldir úr gildi. Nú er samningurinn fyrirvaralaus.
Hrannar Baldursson, 31.12.2009 kl. 00:20
Sé að hér koma fáir með viti í kvöld. Menn hljóta að vita að ef að þetta mál hefði fallið þá tækju fyrirvarar frá því í ágúst gildi og þeir fyrirvarar eru nær allir ínn í þessum viðbótarsamning sem nú eru búið að samþykkja ábyrgð á nema að það er ekki lengur óvissa hvað skeður 2024 þegar við eigum að vera búin að borga. Nú höfum við leyfi til að lengja í samningi hvenær sem er. Annað sem er öðurvísi að að við þurfum að greiða áfallna vexti alltaf þ.e. þau falla ekkki undir greiðsluþakið sem er um 6 % af auknum hagvexti þannig að lánið gæti hugsanlega lengst ef að hagvöxtur verður hér minni en reiknað er með.
Síðan er ég orðinn þreyttur á svona athugsemdurm Árni og hendi þeim héðan í frá út.
Minni ykkur á að allir flokkar á þingi reikna með að greiða af Icesave. Ég endurtek allir! Þeir hinsvegar telja að hægt hafi verið að gera betri samninga. Meir að segja Indefence segja það í dag. En hvaða heilvtia maður reiknaði með því að Hollendingar og Bretar myndu samþykkja einhliða lög frá okkur og sér í lagi að skuldinn myndi bara falla niður ef við værum ekki búin að greiða hana 2024. Ekki einu sinni þessir flokkar sem eru nú á móti því. Annars hefðu ekki veirð í fyrirvörunum ákvæði um að ef að upphæðin væri ekki greidd 2024 myndu samningsaðilar setjast niður og ræða um framhaldið.
Af hverjur er engin að æsa sig yfir t.d. þessu sem var ekki einusinni borið undir Alþingi almennilega!
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 00:31
Hranar fyrirvararnir voru settir inni í viðbótarsamninginn! Getur þú nefnt mér dæmi um fyrirvara sem ekki fóru þar inn og eru fallnir úr gildi?
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 00:34
Síðan þið hinir! Hvaða hugmynd hafið þið aðrar en gasprið í Sjálfstæðismönnum og framsókn um betri samninga sem hefði verið völ á?
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 00:35
Hvernig getur stórt lán fyrir seðlabankann eiginlega verið réttlæting fyrir Icesave ??????????????????????????
stebbi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:56
Yfirleitt hef ég reynt að gæta orða minn hér í bloggheimum.
Í kvöld verður þar engin breyting á.
Í kvöld, er ég las þessa frétt, þá var eins og ég yrði dofinn við lesturinn.
Nú er ekkert siðferði lengur til á Íslandi , það er kominn tími á réttlæti fyrir þegnanna, réttlæti fyrir 300 þús hræður sem greiða skulu 500 til 1000 miljarða því bjöggi jr þurfti herþotur og 50 cent í fertugsafmælið sitt !!
Félagshyggjustjórnin tekur vidkun quislinginn á þetta og afsakar nútíma-níðings-verk sín með fortíðarsyndum annars parts af fjórflokkakerfinu.
Líkt og barnaníðingar telja sig hafa minna breytt rangt,því eitt sinn voru þeir sjálfir misnotaðir...gera sér ekki grein fyrir því að það er í ÞEIRRA valdi sett að stoppa keðjuverkunina og hætta þessu helv.. væli um hve bágt þeir hafi það !!
Þessir djö... drulluso.. hafa gengið of langt !!!!!!!
runar (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:59
Ekkert að tengja þau saman en furða mig á að fólk skuli ekkert æsa sig yfir því? Kannski af því að það er tekið af öðrum. Bendi þér á að líkur eru á því að þegar eignir hafa gengið upp í icesave þá verði um 200 milljarðar sem þarf að borga af því. Þá verðum við búin að greiða þetta lán vegna seðlabankans. Og ef við getum það þá hljótum við að ráða við Icesave.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 01:00
Runar ert að ýkja. Eignir á móti icesave eru miklu meir en svo. Þannig eru líkur á að strax í lok næsta árs verði um 200 milljarðar tiltækir til að greiða inn á icesave sem lækkar þá niður sem því nemur sem og vextir af því. Síðan bendi ég þér á að lesa bréfið á wikileaks. Þar segir af fundi okkar manna með fulltrúum ríkja innan ESB. Þeir skipuðu hóp 5 sérfræðinga í lögum til að skoða m.a. hvort að við hefðum bortið EES samning með því að vera ekki með innistæðutrygginarkerfi sem dyggði fyrir tryggingum. Og svo hvort að okkur bæri þá að greiða það sem á vantaði. Niðurstaðan var sú að 27 ríki voru öll sammála um að okkur bæri að greiða þetta. Síðan koma einhverjir snillingar hér flestir sem hafa enga sérþekkingu á þessu máli og hengja sig í álit nokkrua lögfræðinga sem hafa tjáð sig um málið. En vitna flestir í þá 3 eða 4 lögfræðinga sem hafa haldið þessu fram. Þetta er óvart þeirra skoðun og menn almennt eru ekki sammála því. Hafið þið t.d. séð lögmannasamtök, erlenda sérfræðinga í evrópsum lögum almennt hafa risið upp og varið okkur. Maður hefði nú haldið að sérfærðingar í evrópurétti hefðu skrifað lærðar greinar um hvað allir væru að svindla á Íslandi. Hef ekk séð mikið af því. Eina sem menn hafa nefnt eru hugsanleg vaxtakjör. En aðrir bent á að þau séu mjög góð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 01:09
Magnús. Þú ert HELVÍTIS ÞJÓÐSVIKARI eins og allt þitt krata komma pakk og tek þig hér með út af Bloggvinalista mínum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 01:09
Guðmundur þú ert eins og biluð plata! Ég held nú að stefna þín að loka okkur af frá samskiptum við aðara þjóðir sé mun hættulegri þjóðinni! Og blessaður taktu mig þaðan út. Blessaður!
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 01:15
Ég hef sjaldan séð ömurlegra leikrit en það sem stjórnarandstaðan bauð uppá í kvöld. Sem betur fer er þetta mál komið út af þingi - menn geta nú farið að sinna öðrum mikilvægum málum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 31.12.2009 kl. 01:19
Ekki get ég séð hvernig þessir 33 landráðamenn og opinberir stuðningsmenn þeirra (eins og t.d. magnús hér) munu geta lifað á þessu landi án þess að verða fyrir áreiti og ofbeldi næstu árin.
Geir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:35
Hér tala menn um að loksins geti Alþingi farið að sinna öðrum og mikilvægari málum, en ég spyr - hvað er eiginlega eftir, nú þegar búið er að klára síðasta kaflann í ritinu Ísland?
Hér er ekkert land lengur. Einungis niðurbrotin þjóð með enga framtíð. Hvaða málum haldið þið að hægt sé að fara að sinna? Endalokin hafa verið rituð í stein og fátt eftir annað en að bíða dauðans.
Jón Flón (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:36
Þetta er mjög málefnalegt Geir! Og Jón Flón það hefur nú árað illa hér á landi áður og horfur verið slæmar. 1968 hrundi síldin og hér varð mjög alvarlegt ástand. Það var einmitt þá sem fólk flúði land m.a. til Ástralíu og fleiri landa. En ástandið batnaði og fólkið kom fljótt aftur. Um 1988 var ég að basla við að kaupa mér íbúið og þá var hér 30 til 80% verðbólga ofan á mjög lágan kaupmátt. Þá flúði fólk mikið til Norðulanda en við náðum okkur út úr þessu þrátt fyrir hrakspár.
Hér um 1950 voru skömmtunarseðlar í gangi og skömmtun á gjaldeyri og vörum var í gildi hér fram til 1980. Það var vegna þess að við þurftum að halda í gjaldeyri því engin vildi skipt krónum. Svo talar fólk eins og hér hafi alltaf verið svo auðlifað. það hefur það ekki. Við höfum þurft að þrauka hér oft. Og það sem við höfum fram yfiri fyrri tíma að nú eru útflutningur okkar griðarlegur miðað við fólksfjölda þannig að tekjur okkar og ríkisins eru mun hærri og þar af leiðir ráðum vði við hærri skuldir tímbundið. Minni menn líka á að innan 3 til 4 ára verða erlendar skuldir okkar svipaðar og gengur og gerist í Evrópu sem hlutfall af þjóðartekjum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 01:53
Maggi.
Farðu nú að láta renna af þér vinur.
Þið í SF og VG eigið eftir að taka út timburmenninna, það verður þrautarganga. Þetta mál er upphafið að ykkar eigin endi.
Aldrei hefur nokkrum stjórnmálasamtökum á Íslandi tekist á jafn skömmum tíma að grafa sér eigin gröf jafn örugglega og hratt eins og þessum ESB mannvitsbrekkum sem þú blótar sem átrúnaðargoð.
Aldrei hafa nein stjórnmálasamtök fengið jafn gott tækifæri og safn góð vopn í hendur til sóknar á Íhaldið og SF og VG fengu eftir hrun.
Þið fenguð í tannfé frá þjóðinni sérframleidda fallbyssu af Icesave gerð með stærstu hlaupvídd í kosningunum með sjálfstilltu miði á Íhaldið, en brenduð af þó ótrúlegt sé á svo stuttu færi.
Því engum hefði dottið í hug að best væri að stinga hlaupinu þar sem sólin aldrei skín og hleypa af fyrsta skotinu á Íhaldið um eigin endagörn nema ykkur til að ná betra skotfæri.
Hverjum öðrum hefði dottið í hug það snjallræði að nota sinn eigin búk sem framlengingu á fallbyssu nema spunameisturunum snjöllu í SF. Er þetta ekki að vera doldið sjálfmiðaður Maggi minn.
Afleiðingarnar af þessu skoti Maggi minn verður engin venjuleg gyllinæð.
Það sjá menn í bakkspeglinum í næstu kosningum.
Rekkinn (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 06:13
Og þú Rekkinn! Þú ert einn af þeim sem heldur því fram að þó allar aðrar þjóðir líti svo á að innistæðutrygginarkerfi eigi að tryggja innistæður í bönkum þá séum við saklaus þó að okkar kerfi hefði ekki dugað til að greiða lágmarskupphæðir nema kannski í sparisjóði út á landi. Ef þú ert ekki búinn að kynna þér það þá voru ESB og EES þjóðir að skoða hvort að við hefðum ekki brotið EES samninginn með þvi að gæta ekki að því að bankarnir væru ekki það stórir að við gætum varið þá. Sem og að allar aðrar þjóðir hafa litið svo á að þeim bæri að verja innistæðueigendur með því að lána, kaupa hluta eða yfirtaka bankana.
Og eins ert þú þá líka á að allir samningar sem Ísland gerir þeir gildi ekki. Við vorum búin að semja við Holland og viðurkenna ábyrgð okkar í október í fyrra. Spurðu Helga Áss Grétarsson sem var indefence hópnum. Hann segir að það hafi flækst fyrir í öllum samningum. Sem og að hann segir að meira en 80% af fyrirvörum okkar séu nú öruggir í samningnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 08:26
Held að fólk ætti nú að fatta að áróðurinn sem fólk er að gleypa hrátt um að við berum enga ábyrgð er bara leið stjórnarandstöðunar til að fella stjórnina. Allir flokkar segja að við eigum að greiða en þeir vilja prófa að semja aftur eða láta fyrirvara frá því í sumar gilda.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 08:28
Ef menn leita sökudólga og landráðamanna er rétt að muna uppruna málsins.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 12:02
Það er ekki laust við að heimskuleg dramtík ráði ferðinni hjá mörgum:
„Ekki get ég séð hvernig þessir 33 landráðamenn og opinberir stuðningsmenn þeirra (eins og t.d. magnús hér) munu geta lifað á þessu landi án þess að verða fyrir áreiti og ofbeldi næstu árin.“
„hvað er eiginlega eftir, nú þegar búið er að klára síðasta kaflann í ritinu Ísland?“
Þetta er í stíl voð ræðuhöld Árna Johnsen á þingi. Hann ræddi bara um þjóðfundinn 1851, Kópavogsfundinn og erlenda kúgun. Nokkrir þingmenn Framsóknar voru á svipuðum nótum. Ótrúlega skrítinn málflutningur - segir kanski eitthvað um sálarástand viðkomandi?
Hjálmtýr V Heiðdal, 31.12.2009 kl. 12:53
Hvers vegna ættu þessir 33 þingmenn + Atli og opinberir stuðningsmenn eins og Magnús að eiga að getað gengið óáreittir um götur eftir að hafa framið það sem líklegast á eftir að verða dæmt sem landráð af Landsdómi sem málið óhjákvæmilega mun enda?
Geta og eiga sannaðir glæpamenn í hópi útrásarmanna að geta það? Hvað með pólitíkusana og embættismennina sem eiga eftir að verða afhjúpaðir og dæmdir brotamenn eftir rannsóknir rannsóknarnefndar þingsins og sérstökum saksóknara? Eiga þeir að hafa frið að athafna sig og verið teknir fagnandi af samferðarfólki sínu sem á um sárt að binda? Er eðlilegt að þeir eigi að starfa eins og ekkert sé í þjóðfélaginu við að skaða land og þjóð? Hvers vegna ættu þingmennirnir 34 og stuðningsmennirnir einhvern rétt á að brjóta jafn gróflega og raun ber vitni á rétti 70% þjóðarinnar sem er ekki í neinum minnsta vafa um sekt þeirra á einhverra eftirmála? Ætli síðuhaldari þætti það ef hann væri í meirihlutanum með þjóðinni?
Þeir voru afar aumkunarverðir og skömmustulegir ráðherrarnir hinir íslensku "Quislingar" fyrir utan Bessastaði í morgun, þegar þeir þorðu ekki einu sinni að líta í áttina að mótmælendum. Sá sem bar sig aumlegast var hinn hrokafulli Steingrímur J(údas) Sigfússon, sem hljóp inn og út úr húsinu í ráðherrabílinn.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 15:30
Magnús. Kaupir þú rök eins og að 80% af fyrirvörum haldi af samningnum, þegar til þess er fenginn maður sérstaklega keyptur af stjórnvöldum og hefur þegið miljónir til starfans? Hvað með alla lögfræðiprófessorana sem hafa gefið sitt álit frítt og eru algerlega á öndverðum meiði? Eru það fífl sem ekkert vita og skilja eins og óútskrifaður jarfræðineminn Steingrímur J(údas) heldur fram? Hvað með að flugfreyjan Jóhanna segir að Ragnar Hall sem þótti sýna mikla fagmennsku og harðfylgni með eitt að höfuðatriðum samningsins, Ragnar Halls ákvæðisins, segir að hann skilji ekki sjálfan sig og sína kenningu þegar hann segir að ekkert standi eftir af þeim? Hefur flugfreyjan rétt fyrir sér eða lagaspekingurinn sem samdi ákvæðið? Hlýtur að vera flugfreyjan, sem einungis hefur þegið sín lögfræðilegu ráð frá lögmönnum sem sömdu frumvarpið, og voru síðan kallaðir fram til að meta sín eigin störf. Undarlegt nokk þá töldu þeir sína vinnu óaðfinnanlega. Engir ótengdir lögfræðingar hafa verið fengnir til starfans að meta vinnu þessara aðila. Allir sjálfboðaliðar hafa verið slegnir út af borðinu sem fífl. MDR stofan breska var að vísu keypt en dæmd óhæf vegna þess að hún sá margt athugavert við samninginn. Hún benti ma. á fáránleika þess að afsala varnarþinginu til Bretlands og að við undirrituðum að farið hafi verið eftir Brussel viðmiðunum, þótt allir vita að að hafi ekki verið gert. Það er gert til að ef til málaferla kæmi þá getum við ekki nýtt okkur það sem sönnun misréttisins sem við vorum beitt. Er hægt að leggjast dýpra í forina?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 15:48
Já ég trúi því vegna þess að það það hefur enginn sýnt mér fram á annað með rökum. Það hefur dregið úr vægi sumra fyrirvaranna, enda erum við ekki ein að semja um þessa fyrirvara. Þeir sem lánuðu okkur þessa peninga sættu sig eðlilega ekki við að við ætluðum ekki að ganga frá því hvernig lánið yrði að fullu greitt. Sumir héldu því fram að við mundum ekki þurfa að greiða eftir 2024þ
Ragnar Hall fyrirvarinn var jú aðeins veiktur en er þarna inn samt.
Guðmundur þú veist eins og aðrir að ráðherrar eru mjög sjaldan sérfræðingar í viðkomandi málaflokk. Þessvegna voru t.d. 2 lögfræðistofur Breskar sem unnu að þessum samningum fyrir okkur. Þessar stofur eru í 6 sæti og 10 sæti yfir stærstu og virstustu lögfræðistofum Bretlands. Lovells og Ashurst.
Og eins þá styðjast þau við fjölda lögfærðinga og sérfræðinga sem vinna í ráðuneytum sem og annarra sérfræðinga. Þannig er virka ráðuneyti. Og svo eru það þessir sérfræðingar sem ráðleggja ráðherrum hvað sé best að gera og hver hættan er. Það er síðan ráðherra og eftir atvikum Alþingis að velja rétta leið.
En hvað á að hlust á þetta fólk. Sigmundur Davíð og Þór Saari vita miklu betur!
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2009 kl. 16:18
Líkurnar á að lögmannastofur sem hafa unnið að samningunum á einhverju stigi komi til með að efast um þá vinnu eftirá eru sennilega ekki miklar. Sama á um þá íslensku lögmenn sem gerðu samningana og voru fengnir til að vera dómarar í eigin sök. Afar líklegt að þeir hafa stokkið til og dæmt sín verk óhæf og skilað laununum. Við höfum fengið álit fjölda innlendra laga og hagfræðisérfræðinga sem hafa fjármagnað sínu vinnu frítt sem halda því fram að ýmislegt er afar illilega ónýtt og mörg mistökin gerð. Sagður þekktasti samningamaður veraldar fullyrðir að hann hafi aldrei séð verri samning sem hallar allur á annan aðilann. Eins og hafi verið undirritaður undir byssuhlaupum. Hann væri augljóslega skrifaður af Bretum og undirritaður af Íslendingum. Einn samningamaður Íslands hefur gert opinbert að nefndin hafi aðeins einu sinni hitt mótsemjendur. Þá nennti Svavar ekki að standa lengur í þessu. Sami samningamaður hefur sagt að engin erlend lögfræðistofa eða erlendir aðilar hafi komið að samningavinnunni fyrir Íslands hönd fyrr en löngu eftir að hann var undirritaður. Hugsanlega er hann sá sem blöskraði svo vinnubrögðin og lak samningnum til InDefence og RÚV? Samninginn sem átti ekki að gera opinberan vegna upplogins trúnaðarheitis, sem Bretar og Hollendingar hafa aldrei viðurkennt að hafi verið beðið um. Ef Ragnar Hall segir að ekkert standi eftir af hans fyrirvara þá trúi ég honum örugglega frekar en aðila eins og þér og einhverjum kerfissnötum stjórnvalda. Hlægilegt að reyna að gera hann ótrúverðugan. Eitthvað sem er eina úrræði málefnalegs gjaldþrota aðila. Ahurst skilaði 12 síðna áliti. MDR komnir með vel yfir 100 síður áður en stjórnvöld fóru á taugum og stöðvuðu sendingarnar. Þeir eru dæmdir óhæfir af því að þeir eru ekki nógu ofarlega á einhverjum illskiljanlegum lista. Einhver sýndi fram á að þeir væru í efsta flokki á einhverjum öðrum fyrir nákvæmlega það sérsvið sem þeirra vinna var fyrir Ísland. En hverju skyldi nú valda að þeir voru valdir af stjórnvöldum í fyrsta lagi. Vegna þess að þeir voru óhæfir?
Meðfylgjandi eru nokkrir linkar varðandi lagahliðar málsins, sem er því miður eitthvað sem stjórnarliðar hafa ekkert haft að segja um í rökræðum. Vel skiljanlega. Jú, - lög eru lög og það er dæmt eftir laganna hljóðan. Tilfinningavæl og ef og kannski rúmast ekki inni fyrir dómstólum, þar sem var og er eini vettvangur deilu sem annar aðilinn sér ekki til sólar vegna hótanna og ofbeldis.
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/997598/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/991686/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/994965/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/993713/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/991686/Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:43
Þú ert ótrúleg uppspretta æsilegra skoðanaskipta, það verð ég að segja.
Það verður mjög spennandi að lesa endurskoðun AGS þann 15 janúar n.k.
Gleðilegt ár.
Gunnar Skúli Ármannsson, 31.12.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.