Leita í fréttum mbl.is

Hér á landi eru menn komnir í vinnu við fást við bankana til að fá erlend án fyrir einstaklinga.

Hér á landi eru menn komnir í vinnu við fást við bankana til að fá erlendlán fyrir einstaklinga. Bankarnir finna þessu allt til foráttu og gera fólki þetta eins erfitt og hægt er. Ég vinn með fólki sem hefur tekið erlendlán bæði til að endurfjármagna og eins beint til íbðuakaupa. Þeir eru að koma margfallt betur út heldur en fólk sem er með verðtryggðlán og 4,95% vexti. Þessir menn sem ég veit um eru að borga þetta frá 1,9% upp í rúm 3% vexti og lánin eru ekki verðtryggð. Það er strax farið að ganga á höfuðstóla lána hjá þeim.

En hér þá þurfum við að borga af lánum bæði tæp 5% og svo bætist verðtrygging við höfuðstól þannig að lánin eru með í dag um 12% vexti.

Eins þá fá bankarnir þessa peninga sem þeir eru að lána út á c.a. 0,5% vöxtum en álag bankanna er um 3,5 til 4% auk þess sem þeir fá verðbætur. Það er því ekki furðulegt að fólk vilji fara að komast í aðra minnt bara til þess að geta jafnvel átt bein viðskipti við erlenda lánastofnanir.

Í þessari frétt er talað um að vextir á japansmarkaði geti komist að ári liðnu upp í 0,75%. En við íslendingar látum bjóða okkur allt.´

Úr frétt á mbl.is

Í árslok gerum við ráð fyrir að munur innlendra og erlendra stýrivaxta verði enn rúmlega 7 prósentustig og enn meiri á peningamarkaði eða um eða yfir 10%.

Þeir sem hafa tekið erlend lán eða huga á slíkar lántökur munu greiða hærri vexti á þessu ári en oft áður. Lántaka í evrum, Bandaríkjadölum og jenum er algeng en vextir þessara mynta fara hækkandi eða eru í hámarki. Þannig gefa framvirkir vextir til kynna að evruvextir munu hækka um 0,5 prósentustig á árinu og að japanskir vextir verði komnir í 0,75% að ári liðnu. Þrátt fyrir að í Bandaríkjunum telji menn líkurnar á lækkun vaxta meiri en hækkun er lækkun ekki merkjanleg í framvirkum vöxtum á peningamarkaði. Vaxtakostnaður í erlendum lánum mun því verða með mestu móti næstu misserin," samkvæmt Morgunkorni.

Ég held að það sé augljóst að við erum að borga fyrir hluta frjárfestinga bankana erlendis. Ef að viðskipti á Íslandi mundu ekki skipta þá máli þá væru þeir ekki í viðskipum hér. Sbr. að þeir segja að langstærsti hluti viðskipta þeirra sé erlendis. EN þar geta þeir lánað með mun minni vaxtamun en hér á landi.

 


mbl.is Óbreyttum vöxtum spáð á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband