Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Óheilla árið mitt

Ég hefði nú ekki trúað því að óreyndu að sum ár gætu verið verið óheilla ár. Hélt að það væru tilviljanir sem réðu en svei mér þá ég er er ekki lengur viss. AÐ minnstakosti þá hefur þetta ár verið að mestu ár sem ég hefði viljað sleppa úr bara alveg. Ég segi nú ekki að það hafi komið ljósir punktar en annað hefur verið svakalegt.

  • Á þessu ári hef ég misst bæði föður minn sem og fósturföður
  • Lent á sjúkrahúsi með brisbólgu og hræddur upp úr skónum með að ástandið væri alvarlegt. En sem betur fer reyndist það ekki svo alvarlegt og ég fékk að fara heim eftir fáa daga.
  • Dóttir mín lenti á sjúkrahúsi og ástand hennar var alvarlegt. Er að vona að sú staða fari batnandi.
  • Ég vinn sem millistjórnandi hjá ríkinu og hef umsjón með vinnustað þar sem manna þarf allan sólarhringinn. Þar hefur nú ekki verið fullmannað nema í nokkrar vikur allt þetta ár.
    • Starfsfólk hefur dottið í langvarandi veikindi > jafnvel allt þetta ár.
    • Starfsfólk hefur orðið að hætta vegna veikinda
    • Starfsfólk hefur nú síðustu vikur hrunið í flensu.
    • Og í síðustu viku greindist einn með lungnabólgu og verður frá um tíma.
  • Vegna allra þessara veikinda er ég á eftir með alla faglega vinnu og hún heldur áfram að safnast upp. Ég geri lítið annað en að halda hlutunum gangandi.
  • Síðan eru tæki og húsnæði vinnustaðarins að gefa sig í röðum. Það kviknaði í um daginn. Datt í sundur krani í síðustu viku og varð vatnsflóð.

Er skrítið þó ég fagni að þessu ári sé nú loks að ljúka. Held að það hefði verið snjallt að sleppa þessu ári bara alveg.

Ég lifi nú á þeirri vissu að næsta ár getur varla orðið verra.


Greiningardeild Hannesar

Ef að allt sem Hannes heldur fram væri hinn stóri sannleikur þá er ég andskoti hræddur um að hann væri ekki bara prófessor í HÍ heldur væri hann út um allan heim að kenna öðrum þjóðum hvernig þær ættu að fara að.

Hann rýkur í fjölmiðla strax og hann finnur einhverja skýrslu sem honum finnst styðja sitt mál og heldur henni fram sem stóra sannleika.

Nú þegar hann fjallar um fátækt og hún sé lítil á Íslandi þá er það kannski ekki skrýtið. Því ef við hengjum okkur í meðaltöl þá eru sjálfsagt víst að við erum ekki fátæk á mælikvarða þjóða yfirleitt. Það er samt andskoti hart að hér séu samt margir sem rétt skrimta í landi þar sem aðeins búa um 300.000 manns. Það er bara þannig að svo lítil þjóð með svo miklar tekjur ætti að sjá til þess að hér væri bara ekki fátækt. Þessi fólksfæð ætti að gera það auðveldara að hafa yfirsýn um hag fólks og lausn þessara vandamála ætti ekki að vera svo dýr eða svo yfirgripsmikil að við réðum ekki við það.

Hannes ætti líka að líta til þess að við hér höfum öflugra lífeyriskerfi en margar aðrar þjóðir og hér vinnur fólk almennt til 67 ára aldurs sem aftur er ekki algengt í öðrum löndum.

Síðan er það undarlegt að á nokkrum árum hefur Hannes breytt um skoðun frá því að fólk ætti að borga fyrir alla þjónustu sjálft yfir í það að öflugt velferðarkerfi sé eðlilegt. Spurning hvort að hann sé að undirbúa komu sína í stjórnmál beint.

 


mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggarar hvað á þetta að þýða?

Mér er lífsins ómögulegt að skilja fólk sem notar bloggið til að ráðast að fólki með hótunum og illmælgi. Þetta er skrifað eftir að hafa lesið yfirlýsingu frá ökumanni sem lenti í slysi við Álverið í Straumsvík. Bílstjórinn segir þar að hann hafi orðið fyrir hótunum og allskyns óþægindum hér á blog.is. Mér finnst allt í lagi að fólk ræði um atburði sem gerast en maður verður að varast að ráðast að fólki sem á kannski um sárt að binda. Og mér finnst að við sem höldum úti bloggum eigum líka að ritskoða þá sem koma með athugasemdir sem ekki sæma og eru meiðandi fyrir einstaklinga sem snerta viðkomandi bloggsvæði ekki neitt. Það virðast vera aðilar sem flykkjast á bloggið í nafnlausnum athugasemdum og dreifa allskyns ógeði sem ekki á heima á vefnum.

Ofangreint er byggt á eftirfarandi frétt:

Innlent | Morgunblaðið | 8.12.2007 | 17:30

Vegna illkvittnislegra kjaftasagna á vefsvæði

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá ökumanni jeppabifreiðar sem lenti í árekstri á Reykjanesbraut síðdegis á fimmtudag. Ökumaðurinn vill koma yfirlýsingunni á framfæri vegna „illgjarns og kvikindislegs bloggs“ á blog.is. Morgunblaðið hefur ákveðið að birta yfirlýsinguna nafnlausa að beiðni sendanda, þar sem, að hans sögn, fram hafa komið hótanir á vefnum í hans garð.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

 „Ég er ökumaður jeppans í slysinu við álverið í Straumsvík. Ég vil koma því á framfæri að EKKI var um glæfraakstur að ræða, þetta var slys og ég einfaldlega gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil hálka var á veginum. Við hjónin vorum á heimleið eftir að hafa farið með hvolpana okkar níu í bólusetningu. Þar sem þetta var fyrsta bílferð hvolpanna og þeir hræddir, þá reyndi ég að aka mjúklega.

Ég hef verið á um 70–80 km hraða þegar bíllinn byrjar að skrika í hálkunni. Ég reyndi að beygja á móti en náði ekki stjórn og næsta sem ég veit er að það er allt fullt af sjúkra- og lögreglubílum í kring og verið er að reyna að ná manninum mínum út úr bílnum. Ég heyri talað um mikil beinbrot og alvarlega áverka. Mér er hjálpað út úr bílnum, yfir í lögreglubíl og þaðan í sjúkrabíl sem flutti mig á sjúkrahús.

Þegar ég hugsa til baka, þá ásaka ég mig fyrir að hafa ekki ekið hægar eða verið í framdrifinu, en við vorum búin að keyra um allan bæinn og einu staðirnir sem ég hafði orðið vör við hálku á voru bílaplön og hliðargötur. Eins og staðan er núna þá liggja tveir menn mjög mikið slasaðir á sjúkrahúsi af mínum völdum, eiginmaður minn og ökumaður hins bílsins.

Það veit sá sem allt veit að illar hugsanir og ljót orð koma ekki til með að hjálpa þeim og ég vil biðja alla að beina bænum sínum til þeirra beggja og biðja fyrir því að þeir nái báðir heilsu aftur. Við getum þakkað Guði fyrir að ekki fór verr og allir komust lifandi frá þessu hræðilega slysi.“

 


Greiningardeildir bankana - Er eitthvað að marka þær?

Hef verið að kíkja á spár greiningadeilda bankana frá því í október. Og það er skemmt frá því að segja að það virðist ekkert vera að marka þær. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort hér þyrfti ekki að vera óháð greiningardeild sem ekki tilheyrði bönkunum því það er nokkuð ljóst að þær sem fyrir eru tilheyra bönkum sem eru á fullu á þeim mörkuðum sem greiningardeildirnar eru að tjá sig um. Bankarnir eru sem stórir aðilar á hlutabréfamarkaði og því hentar þeim að nota svona spár til að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að kaupa hlutabréf á hærra verði. En hér á eftir kemur spá tveggja greiningardeilda, Annarsvegar Glitnir og hinsvegar Kaupþing:

04.10.2007 15:37

Spáum 32% hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar

Við reiknum með að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sýni hægfara batamerki á næstu mánuðum eftir erfiðan tíma undanfarið. Við spáum 6% hækkun úrvalsvísitölunnar á 4. ársfjórðungi og að hækkunin yfir árið verði 32%. Þetta er dágóð hækkun í alþjóðlegum samanburði og meiri hækkun en var hér á landi á síðasta ári en úrvalsvísitalan hækkaði um 15,8% yfir árið 2006. Erfitt ástand á fjármálamörkuðum og ekki síst sá lausafjárskortur sem verið hefur á heimsmarkaði undanfarið hefur valdið því að við höfum lækkað spá okkar um hækkun vístölunnar yfir árið. Áður spáðum við 45% hækkun á árinu.

Bankarnir, Bakkavör og Össur munu draga vagninn
Ytra umhverfi fjármálafyrirtækja hefur verið erfitt á 3. ársfjórðungi vegna lausafjárskorts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Við reiknum með því að ástandið batni nokkuð á 4. fjórðungi ársins. Það ásamt lækkun á verði bréfa bankanna, Bakkavarar og Össurar að undanförnu skapar svigrúm til hækkunar gengis þessara félaga á fjórða fjórðungi

Þetta segir Glitnir sem m.a. tengist FL Group og hefði því m.a. átt að vita um ástandið þar.

Og í október sagið Greiningardeild Kaupþings:

23.10.2007 Þróun og horfur - afkomuspár

Í nýútkomnu riti Greiningardeildar um þróun og horfur á innlendum hlutabréfamarkaði kemur fram að töluverð óvissa er um eftirmála undirmálslánakrísunnar. Margt bendir til þess að það versta sé yfirstaðið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þótt enn sé nokkuð í land þar til fyrri aðstæðum verður náð hvað varðar lánakjör á fjármagnsmörkuðum. Þá er líklegt að eitthvað dragi úr þóknanatengdum verkefnum hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum þar sem fjármagn er dýrara og aðgengi að því erfiðara. Nákvæmlega hversu mikil og langvinn þessi áhrif kunna að vera er mjög erfitt að segja til um. Einnig er mjög líklegt að fjárfestar séu fremur viðkvæmir fyrir neikvæðum fréttum.
Árslokagildi verði í 8.500 stigum
Í ljósi mikilla hræringa undanfarna mánuði gerum við ráð fyrir að síðasti fjórðungur ársins verði nokkuð sveiflukenndur á hlutabréfamarkaði. Við spáum árslokagildi Úrvalsvísitölunnar í 8.500 stigum sem væri u.þ.b. 33% hækkun á árinu og 4% hækkun frá lokagildi gærdagsins. Þrátt fyrir að við gerum ekki ráð fyrir mikilli hækkun markaðarins fram að áramótum má engu að síður reikna með því að þær sveiflur sem við væntum innan fjórðungsins muni skapa áhugaverð tækifæri fyrir fjárfesta.


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp 2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fer nú að verða þreytandi hjá Vg

Eru Vg svo gjörsamlega orðin föst í andstöðu sinni að þau geta ekki litið jákvætt á nokkuð mál. Það fer að verða anskoti leiðinlegt að hlusta á þau mótmæla öllu án þess að benda á nokkrar leiðir í staðinn. Þau mótmæla nú þegar að ríkisstjórnin lýsir því markmiði að Ísland fylgi metnaðarfullu markmið Evrópuríkja að ná CO2 losun niður um 50 til 75% fyrir árið 2050. Þau segja að þetta sé ekkert undirbúið og bara falleg orð. Hvað leggja þau til sjálf?

Jú hætta við stóriðju sem er gott og blessað en þau hafa ekki komið með neinar áætlanir um hvernig þau alla að byggja upp atvinnu um landið. Þau segja að leggja eigi áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki, en hvað er þetta nema orð á pappír. Hvernig á að stuðla að því? Og af hverju eru þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki um landið búin flest að leggja upp laupana síðustu ár?

Hvar eru raunhæfar tillögur Vg að því hvernig á að byggja upp atvinnulíf um landið án stóriðju.  Þau nefna ferðaþjónustu - En hvar eru beinar tillögur um hvernig á að byggja þetta upp? Hvaðan á að fá ferðamenn strax til að skapa næga atvinnu á nokkrum árum?

Hvar eru hugmyndir þeirra um hvernig við drögum úr útblæstri? Hef bara heyrt þau setja út á aðra en ekki komið í staðinn með útfærðar tillögur um hvernig þau sjá þetta raungerast. Það er ekki nóg að hvetja fólk til að nota reiðhjól. Þau verða að segja okkur hvernig á að stuðla að því að fólk noti þau.

Hvernig væri að þau færu að uppfræða okkur hin um þetta?


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps var þetta ekki Gullkálfurinn og Gullgæsin

Man ekki betur en þegar að FL Group seldi frá sér flugreksturinn og gerðist eingöngu fjárfestingarfélag þá hefðu allir lofað Hannes. Síðan eru aðeins liðin nokkur ár og nú hefur maður á tilfinningunni að FL eigi ekki veð fyrir skuldum sínum. Þetta hefur reyndar síðustu áratugi verið áberandi hér á landi. AÐ einhver skýst upp á fjármálahimininn og virðast engin takmörk fyrir því hvað þeir geta stækkað og síðan hrinur allt eins og spilaborg.

Man í svipinn eftir Tomma í Tommaborgurum og hrunið þegar hann fór út í að kaupa Hótel Borg. Ég man efir Hótel Örk og nokkrum eigendum þar sem höfðu verið voldugir þar. Pizza 67 og hruni þar. Veitingar og skemmtistaða eigendur sem áttu orðið 11 til 12 staði og síðan hrundi allt nokkrum mánuðum seinna. Ég man eftir Skjár 1 dæmið og hrunið hjá þeim þegar þeir áttu orðið annan hvern stað í Reykjavík. Ég man eftir mörgum svona dæmum.  Og alltaf þegar þessum aðilum hafði verið hampað sem snillingum þá kom í ljós að þetta voru einstaklingar sem í trausti sínu á heppni áttu í raun lítið í þessu sjálfir heldur var allt fengið að láni og þegar einn þátturinn klikkaði þá hrundi dæmið.

Vona að þetta sé ekki raunin með fjárfestainga snillinga okkar núna. Minni á færslu mína hér fyrir neðan þar sem fjallað er um rekstrarkostnað FL Group sem er 2500 milljónir og fyrirtækið hefur ekki nema 41 stöðugildi. Í þeirri færslu er færðar líkur á því að þetta sé leið sem stóruhluthafarnir hafa farið til að ná peningum úr fyrirtækinu


mbl.is FL í viðræðum við þriðja aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekstarkostnaður FL Group

Var að lesa pisil inn á Silfri Egils þar sem hann birtir bréf frá lesanda sem bendir á athyglisverðahluti. Í bréfinu kemur fram að í ársreikningum fyrir 2006 sé uppgefin rekstrarkosnaður 2.500 milljónir. En það er Husaleiga, laun, ferdalog etc..... Þetta er í fyrirtæki sem aðeins hefur um 41 stöðugildi. Sem þýðir að kostnaður á hvert stöðugildi í fyrirtækinu er um 65 milljónir. Og þar sem að við vitum að almennt starfsfólk er ekki að fá 65 milljónir þarna á ári þá telur bréfritari þetta merki um hvernig að stærstu eigendur nota þessar aðferðir við að ná sér í aukna pening út úr fyrirtækinu eftir öðrum leiðum. Eða eins og segir í bréfinu sem er auðsjáanlega skrifað erlendis frá:

Svona er haegt at soga til sin peninga lika....tvi ekki eru almennir starfsmenn tarna at taka til sin.

Stjornarformadurinn er Jon Asgeir...og svo gestir hans i steggjapartyinu i London....Magnus Armann og Torsteinn Jonsson.....og svo audvitat Hannes Smara.

En hér má sjá þennan pistil í heild.


mbl.is Baugur í 38-39% í FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg viðbrögð hér á blogginu!

Um leið og ég vona að réttur ökumaður sé fundinn, þá finnst mér við hæfi að velta fyrir sér viðbrögðum bloggara hér á blog.is. Það má segja að þau hafi skiptist í 3 meginflokka.

  •  Það eru þeir sem hvöttu alla til að aðstoða lögregluna við að finna ökumanninn [þar á meðal ég] því fólki finnst þessi framkoma náttúrulega ekki líðandi að keyra burtu frá smá barni sem liggur stórslasað á götunni. [burt séð frá hvernig slysið vildi til]
  • Síðan þeir sem fóru að búa sér til hugmyndir um hverjum þetta væri að kenna. Sem er náttúrulega út í hött. Þar sem ekkert var vitað um málið þegar fólk var að blogga um þetta.
  • Þriðji flokkurinn voru bloggarar sem þóttust þess umkomnir að gagnrýna alla aðra sem blogguðu um málið. Þessir bloggarar við höfðu orð eins og "bloggarar eru fífl" og fleira í þeim dúr. Þetta er oft bloggarar sem ættu kannski að skoða sínar færslur í gegn um tíðina og ég er næsta viss um að þær stæðust ekki gagnrýni þeirra sjálfra.

Mér finnst eðlilegt að fólk sýni viðbrögð við svona athæfi. Það er kannski hugsanlegt að einhverjir bregðist við með því að flýja af slysstað. En þeir sem hafa samvisku hefðu gefið sig fram við lögreglu þegar þeir hefðu hugsað málið. En í þessu tilfelli var ökumaður auðsjáanlega að reyna að komast hjá því að taka afleiðingum gerða sinna.

[ES var að lesa á vikurfrettum.is eftirfarandi :] Breytt eftir umhugsun kl:23:45 [tekið út að það skýrði kannski afhverju hann hélt að hann kæmist upp með þetta. Þ.e. útelndingur sem var náttúrulega út í hött hjá mér]

Útlendingur handtekinn fyrir að aka á litla drenginn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið erlendan karlmann í tengslum við slysið á Vesturgötu í Keflavík síðdegis í gær þar sem ekið var á 4 ára gamlan dreng og stungið af frá vettvangi.

 

 

 


mbl.is Maður í haldi, bíll í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband