Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Kannski að við ættum að forðast svona risa framkvæmdir í framtíðinni.
Norðmenn gæta sín vel á að hleypa ekki öllu í bál og brand hjá sér. Þeir t.d. leggja nær allan hagnað sinn af olíugróða í sjóði en hleypa ekki öllu út í atvinnulifið. Þannig að þeir eiga ógurlega mikið þessum sjóðum en efnahagslífið er allt á hægu nótunum.
Hér á hjaraveraldar leggjum við hinsvegar út í ofurfjárfestingar og framkvæmdir sem m.a. má sjá að Kárahnjúkavirkjun samsvarar nærri helming af ársútgjöldum ríkisins hér á landi og með Reyðaráli erum við komin allt að 2/3 af ársútgjöldum. Þetta allt gert til að tryggja um 400 störf á Austurlandi.
Eins má nefna þegar við seldum Símann þá var strax farið að ráðstafa peningum í ýmsar framkvæmdir hér og þar. Í stað þess að reyna að rúma þær innan fjárlaga og vinna að þeim hægar en stöðugt.
Síðan bólgna bankarnir á því að taka erlenda peninga að láni á lágum vöxtum og óverðtryggt og lána almenningi hér í krónum á háum verðtryggðum vöxtum og græða á tá og fingri á verðbólgunni og gengismun. Og síðan standa heimilin hér á landi veðsett upp í topp og ekkert borð fyrir báru ef að harðnar á dalnum.
Frétt af mbl.is
Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Viðskipti | mbl.is | 10.2.2007 | 17:08
Uppgangur í norsku efnahagslífi hefur ekki hleypt af stað verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hefur verðlag lækkað og segja sumir greinar að lækkunin sé umtalsverð. Neysluvísitalan lækkaði um 1,3% í janúar, en verðbólga á ársgrundvelli nam þá 1,2%, en var 1,8% á sama tíma í fyrra.
Síðan sér maður á þessari frétt að ákveði Norðmenn að ganga í ESB þá þurfa þeir ekki að breyta neinu hjá sér. Á meðan við erum langt frá því að efnahagslífið hér uppfylli þau skilyrði sem ESB setur.
![]() |
Verðlag og verðbólga lækka í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Alltaf þurfum við að vera öðruvísi!
Ekki beint hægt að segja að þetta eigi við um okkur hér á hjara veraldar.
Frétt af mbl.is
Meira jafnvægi í efnahagsmálum heimsins en áður
Viðskipti | AFP | 10.2.2007 | 14:35Fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims lauk í dag í Essen í Þýskalandi. Í lokayfirlýsingu fundarins segir m.a., að meira jafnvægi sé nú í efnahagsmálum heimsins en áður og stærstu hagkerfin standi traustum fótum.
![]() |
Meira jafnvægi í efnahagsmálum heimsins en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Kópavogshælið enn á byrjunarreit
Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir Holdsveika og en síðar var þar gæslusystra/Þroskaþjálfaskólinn. Kaupandinn var Ingunn Wernesdóttir. Ég var alltaf á móti því að bærinn seldi þetta hús því það er með elstu byggingum í bænum og kjörið að breyta því í safn og fræðaaðstöðu fyrir bæinn t.d. tengt náttúrufræðum sem og að tengja það við Kópavogstúnið sem ég vill að verði lystigarður. En semsagt að bærinn seldi það með pomp og prakt og kynntu söluna með trompi en í dag var ég að lesa viðtal við Ingunni Wernersdóttur þar sem segir m.a.
Til stóð að kaupa gamla hressingarhælið á Kópavogstúni, sem Hringskonur létu byggja árið 1923 eftir teikningu Guðjóns P. Samúelssonar. Ætlunin var að gera húsið upp á myndarlegan hátt og byggja við það, þó þannig að það héldi sínu upprunalega útliti sem mest og vera síðan með listaverkasýningar og ýmsa listviðburði þar fyrir almenning. "Auk þess var ætlunin að vera með höggmyndagarð á þessum stórkostlega stað.
Kópavogsbær og Inn Fjárfesting undirrituðu kaupsamning um fasteignina 9. júlí síðastliðinn þar sem við gerðum ýmsa fyrirvara um kaupin sem miðuðust svo aftur við ákveðnar tímasetningar. Síðan leið tíminn án þess að samningsaðilar næðu saman um ákveðin atriði sem mér fannst skipta mjög miklu máli. Samningurinn féll því um sjálft sig þar sem fresturinn til að klára þessi atriði var útrunninn. Ég var ef til vill of stórhuga í þessu verkefni eða gekk of langt að mati sumra en þannig er ég, vil gera hlutina almennilega og myndarlega. Það er mikil eftirsjá í þessu húsi á Kópavogstúni."
Reyndar eftir lestur viðtalsins við Ingunni þá líkaði mér hugmynd hennar ágætlega. Og hefði sæst á þessa nýtingu húss.
- Kópavogur semur við einhverja fjárglæframenn um kaup á hesthúsahverfinu Glaðheimum
- En til þess að hægt sé að flytja starfssemi hestamanna þarf að skaffa þeim land upp í Heimsenda. En þangað er ekki hægt að flytja þessa starfsemi nema að semja við Garðabæ um að þeir hætti með sýna vatnsveitu og fái vatn frá Kópavogsbæ
- Kópavogsbær verður að fara í samninga við Vatnendabónda og gera við hann eitthvað sem kallað er eignartökusamning. En þeir samningar nást ekki nema að bóndinn fær um 200 lóðir frá bænum í staðinn og öll gjöld á þeim feld niður. Hann fær líka að skipuleggja á sínu landi fleiri lóðir sem Kópavogur borgar öll gjöld af. Þá fékk hann líka á 3 milljarð. Og með þessu er skipulag Kópavogs bundið að hluta til vilja bóndans. Sjá nánar um þetta hér
- Þetta var gert vegna vatnsveitunnar. Því að ef Vatnsveita Kópavogs skaffar ekki strax vatn fyrir Garðabæ þurfum við að kaupa vatn af Reykjavík og niðurgreiða það fyrir Garðbæinga.
- Vegna vatnsveitunnar þurfti líka að semja við Reykjavík um að fara með leiðslur í gegn um land Reykjavíkur og hefur sá samningur tekið langan tíma. Og samningurinn ekki það skýr að nú ætluðu menn bara að fara að grafa í Heiðmörk.
- Síðan er ljóst að Kópavogsbúar þurfa að greiða hærra verð fyrir kaldavatnið en Garðbæingar þó að Kópavogur eigi Vatnsveitunna.
Þetta er finnst mér merki um vinnubrögð fljótfærni. Málinn eru ekki full unnin og alltaf einhverjir lausir endar. Dæmi um það eru flestar byggingaframkvæmdir. Það eru byggð eða samþykkt að byggja stórhýsi en svo eru umferðarmálin þangað kannski í algjörum ólestri.
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Er þetta ekki hálfgerður brandari?
Sturla er að skrifa undir viljayfirlýsingu við Flugstoðir ohf. En Sturla fer með eina hlutabréfið í þessu fyrirtæki. Hélt að hann gæti bara sagt þeim að gera þetta. Þurfti að grípa til þessa? Lyktar þetta ekki af kosningavíxil því að í tilkynningunni (fréttinni) segir: "Nánari tilhögun undirbúnings og framkvæmdarinnar verður ákveðin síðar. " Nú ef ekkert er ákveðið tilhvers þá að skrifa undir þetta.
Gæti það verið að fréttirnar um Iceland Express og að þeir fengju ekki inn í gömlu flugstöð Flugfélags Íslands hafi hrist upp í Sturlu og hann vilji í kosningabaráttunni geta sagt að unnið sé að lausn mála. Hann hefur ekki talað mikið um þessa samgöngumiðstöð nú síðustu ár.
Frétt af mbl.is
Viljayfirlýsing um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri
Innlent | mbl.is | 9.2.2007 | 22:03
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Ólafur Sveinsson, formaður stjórnar Flugstoða ohf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þar sem Flugstoðum er falinn undirbúningur að byggingu og rekstri samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri í Reykjavík samkvæmt gildandi skipulagi. Nánari tilhögun undirbúnings og framkvæmdarinnar verður ákveðin síðar.
![]() |
Viljayfirlýsing um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Hugleiðing varðandi niðurfellingu á skatti á söluhagnað hlutabréfa
Geir Haarde viðraði um daginn á viðskiptaþingi að næst yrði skattar af söluhagnaði hlutabréfa feldir niður og rökstuddi það með því að þá þyrftu fyrirtæki og einstaklingar ekki að færa hagnaðinn til landa eins og Hollands þar sem þessi skattur er ekki innheimtur. Kristinn H Gunnarsson er að fjalla um þetta á heimasíðu sinni www.kristinn.is þar segir hann m.a.
Á síðasta ári voru framtaldar fjármagnstekjur um 120 milljarðar króna og álagður skattur 12,2 milljarðar króna. Langstærsti hluti fjármagnsteknanna , liðlega helmingur, er hagnaður af sölu hlutabréfa. Forsætisráðherrann er að boða 6 milljarða króna skattlækkun í ræðu sinni. Hann bregst við skattasmugunni með því að ætla að leggja skattinn af í stað þess að breyta lögum þannig að áfram verði unnt að skattleggja hagnaðinn hérlendis.
Langstærstur hluti af skattalækkuninni mun renna til 1% tekjuhæstu framteljendanna, sem samanstendur af 600 hjónum og 1.072 einstaklingum. Þessi hópur, tæplega 2.300 manns, taldi fram með liðlega 51 milljarð króna í hagnað af sölu hlutabréfa af þeim 62 milljörðum króna sem söluhagnaðurinn var alls. Þetta þýðir að um 82% af allri skattalækkun Geir Haarde rennur til mjög fámenns hóps, sem hefur hæstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Skattalækkunin á mann yrði miðað við skattframtöl 2006 að meðaltali 2.2 milljónir króna.
Það er dágóð búbót. Og það sem meira er menn geta haft 22.3 milljónir króna í tekjur án þess að greiða nokkurn skatt, ef áform ráðherrans ná fram að ganga.
Ef launþegar fyndu leið til þess að tekja tekjur sínar fram erlendis í lágskattaríki ætlar forsætisráðherrann að lækka skattana samsvarandi? Hver á þá að standa undir velferðarkerfinu? Aldraðir og öryrkjar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Yfirgangur og frekja í Kópavogsbæ - Ræðst á náttúruperlu Höfuðborgarsvæðisins
Það á ekki af okkur Kópavogsbúum að ganga þessa daganna.
Óleyfilegt jarðrask í Heiðmörk
Verktakar á vegum Kópavogsbæjar grófu breiða skurði og felldu fjölda trjáa í Heiðmörk í morgun til að koma fyrir vatnslögnum fyrir bæinn sem leggja á þvert yfir útivistarsvæðið.
Landið er í eigu Reykjavíkurborgar sem ekki hafði veitt leyfi fyrir framkvæmdinni. Hún var stöðvuð nú síðdegis.
Og svo bendi ég á þessa grein eftir Guðríði Arnardóttur þar sem segir m.a.
En hvers vegna kýs meirihlutinn þessa afarkosti?
Hefði Kópavogsbær ákveðið að taka Vatnsenda allan eignarnámi án þessarar svokölluðu sáttar við landeiganda hefði það tekið nokkra mánuði. Tíminn skiptir hér miklu máli því með flumbruganginum síðasta vor var rokið til samninga vegna Glaðheimalandsins þ.e. þegar fjárplógsmennirnir margræddu voru leystir úr snöru sinni. Þá var samið við Garðabæ að gefa eftir vatnsból sín og kaupa þess í stað vatn af vatnsveitu Kópavogs á niðurgreiddu verði um mitt þetta ár og hestamönnum í Gusti var lofað landi undir nýja hesthúsabyggð í apríl á þessu ári, landi sem þá tilheyrði jörðinni Vatnsenda.
Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði reyndu eftir megni að hafa áhrif á þessa ákvörðun löngu fyrir jól. Við vorum tilbúin að standa með meirihlutanum og leita leiða til að fresta flutningi hestamannafélagsins á Kjóavelli. Við hefðum sætt okkur við að kaupa áfram vatn af Reykjavík og niðurgreiða til Garðabæjar næsta árið þar til fullt eignarnám væri til lykta leitt, enda það miklir hagsmunir í húfi að það hefði vel verið verjandi.
En það var eins og að berja hausnum við steininn því það er bara sjónarmið eins manns er ræður ferðinni í Kópavogi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Ekki hægt að segja að bankarnir og stjórar þeirra gangi á undan með góðu fordæmi og sýni hófsemi.
Þegar banki þarf að borga starfsmönnum sínum svona laun þá er eins gott að geta rukkað okkur um nóg af þjónstugjöldum. Og okra á vöxtum til okkar. Og passa sig á að láta viðskiptavini sína vita að þeir geti tekið erlend lán með lægri vöxtum og engri verðtryggingu.
Við munum eftir þessu í næstu kjarasamningum.
Frétt af mbl.is
Æðstu yfirmenn Landsbankans með samtals 1,4 milljarða í laun og kaupauka
Viðskipti | mbl.is | 9.2.2007 | 18:20
Bankaráð Landsbankans, bankastjórar og sautján framkvæmdastjórar deilda og dótturfyrirtækja bankans fengu samtals 1416 milljónir króna í laun og kaupréttarsamninga á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bankans.
![]() |
Æðstu yfirmenn Landsbankans með samtals 1,4 milljarða í laun og kaupauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Nei Björgólfur þetta er allt okkur að kenna
En bíddu voru það ekki þið sem hrunduð af stað sífellt hækkandi lánum til húsnæðiskaupa og opnuðu á að fólk gæti veðsett eignir upp í 100% af markaðsvirði eignana. Eru það ekki þið sem bætið ofan alla vexti verðtryggingu og þjónustugjöldum sem og vaxtamun.
Eru það ekki bankarnir sem keppast um að dæla peningum inn í atvinnulífið þannig að það virðast ekki ver til það stór kaup að ekki sé hægt að fá lán fyrir þeim. Ég veit að þetta er náttúrulega gott fyrir fyrirtækin og bankana sem græða sem aldrei fyrr. En auðvita er þetta ástæðan fyrir að verðbólgan fór af stað sem og að seðlabankinn hækkar vexti. Svo ekki reyna að firra ykkur ábyrgð á þessu Björgúlfur.
Frétt af mbl.is
Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Viðskipti | mbl.is | 9.2.2007 | 17:14Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag, að hann skildi fullkomlega og deili áhyggjum fólks af háum vöxtum. Ekki sé hins vegar við viðskiptabanka að sakast og þar ættu bankarnir og viðskiptavinir þeirra sameiginlegan óvin. óstöðugleiki og verðbólga væru mein sem allir þyrftu að sameinast um að fjarlægja.
![]() |
Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Það er eins og annað hér á landi. Enginn þarf að bera ábyrgð
Það er ljóst að hér á landi er eitthvað mikið að.
- Lög eru svo óljós að ekki er hægt að sækja menn til saka sbr.
Segir m.a. í niðurstöðu Jónasar Jóhannssonar, héraðsdómara, að það sé álit dómsins að 10. gr. samkeppnislaga veiti ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt sé að refsa einstaklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst, en ákærðu beri að njóta alls skynsamlegs vafa í því sambandi.
- Embætti ríksisaksóknara undirbýr mál ekki nógu vel sbr.
Dómarinn segist fallast á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós, þegar komi að tilgreiningu á háttsemi ákærðu, að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt.
Þá telur dómarinn að 10. gr. samkeppnislaga veiti ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt sé að refsa einstaklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst.
- Dómurinn felst ekki einusinni á að forstjórar beri ábyrgð á því sem starfsmennirnir gera í fyrirtækinu. Sbr
Þá segir í dómnum, að ákæruvaldið byggi ákæru á því að ákærðu beri refsiábyrgð á háttsemi nafngreindra undirmanna, þar á meðal fjölmargra framkvæmdastjóra olíufélaganna þriggja, sem ákæruvaldið telji viðriðna ætluð brot ákærðu og í augum margra myndu teljast sekir, ef ekki jafnsekir og ákærðu um sum þau brot, sem lýst er í ákæru. Verði því vart dregin önnur ályktun en að sömu einstaklingar hafi gerst sekir um brot á 10. gr. samkeppnislaga.
Segir síðan að það sé álit dómsins, að eins og saksókn í málinu sé háttað sé um svo augljósa og hróplega mismunun að ræða í skilningi stjórnsýslulaga og jafnræðisreglu stjórnarskrár, að ekki verður við unað, enda liggi engin rök fyrir í málinu, sem réttlætt geti eða skýrt á haldbæran hátt af hverju ákærðu sæti einir ákæru, þrátt fyrir yfirlýsingu ákæruvaldsins um refsiverð brot annarra yfirstjórnenda olíufélaganna. Sé hér um að ræða bersýnilegan annmarka við útgáfu ákæru, sem feli ekki aðeins í sér brot á lögum um meðferð opinberra mála heldur einnig brot á jafnræðisreglu og leiði af þeim sökum einn sér til þess að vísa beri ákærunni frá dómi.
Semsagt að menn geta brotið á almenningi eins og þeir vilja. Ef upp kemst er fyrirtækið sektað um einhverja smá upphæð en forstjórarnir eru bara í góðum málum og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þeir bera ekki ábyrgð.
Samkeppnislög og önnur lög sem snerta fyrirtæki og ábyrgð á þeim þarf að skerpa. Í öllu þessu frjálsræði sem við erum búinn að veita þessum fyrirtækjum, þarf að vera aðhald með að menn ástundi góða viðskiptahætti og að almenningur sé varinn fyrir brotum af þeirra hálfu. Ég gæti jafnvel fallist á að ef fyrirtæki væri staðið að verðsamráði við önnur á samkeppnismarkaði væri forstjórum þess bannað að sunda viðskipt næstu 10 árin. Eða að minnstakosti á viðkomandi sviði.
Frétt af mbl.is
Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Innlent | mbl.is | 9.2.2007 | 15:54Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli ákæruvaldsins gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjóra olíufélaga ólöglegs samráðs félaganna, m.a. á þeirri forsendu að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir þau brot, sem ákært var fyrir. Saksóknari lýsti því yfir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar.
![]() |
Máli gegn olíuforstjórum vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
"Sláandi samráð viðskiptafélaga"
Afhverju eru það bara FÍB sem virkilega láta heyra í sér vegna hugsanlegs samráðs. Þetta er alveg réttmætt hjá þeim. Það er náttúrulega ekki einleikið þessi tengsl sem eru orðin milli fyrirtækja hér. Oft eru þetta meira að segja sömu aðilarnir sem eiga öll fyrirtækin á markaðnum eða minnstakosti hluta í þeim. Þannig að þarf enginn að segja mér að þeir séu í bullandi samkeppni við sjálfa sig.
Fréttablaðið, 09. feb. 2007 00:30Sláandi samráð viðskiptafélaga
FÍB sakar íslensku flugfélögin enn um að hafa samráð um verðlagningu á öllu frá fargjöldum og skattheimtu til veitinga um borð. Þessi þróun sé greinileg frá þeim tíma að nýir meirihlutaeigendur komu að Iceland Express í ársbyrjun 2005. Eigendur Iceland Express og eigendur Icelandair hafi margvísleg viðskipta- og eignatengsl. Samstilltar verðhækkanir félaganna séu sláandi: Þær hafa enn sterkara yfirbragð samráðs heldur en nokkru sinni í tilfelli olíufélaganna - og er þá mikið sagt," segir í nýjasta tölublaði tímarits FÍB sem biðlar til Samkeppniseftirlitsins um að grípa í taumana.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson