Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Eru hjólamenn fífl? Ég er farinn að halda það

Þó að þessir menn líti á sig sem ofsa karla sem ráða við allt þá verða þeir að reikna með því að aðrir í umferðinni gera ekki ráð fyrir að mæta tækjum á tæplega 200 km hraða. Og því ekki víst að aðrir í umferðinni bregðist eins og þessi hjólagæjar reikna með. Því fer maður að halda að menn þessir séu haldnir einhverri dauðaósk. Verst að aðrir geta þurft að líða fyrir það.

Eins þá er ömurlegt ef að lögreglan finnur ekki leið til að stöðva þá. Þessir menn verða að nást og ökutæki þeirra ber að gera upptæk.


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klæðning ehf og Gunnar Birgisson

Mannlíf og Ísafold eru bæði nú komin í feitt. Þau sækja nú stíft að Gunnari Birgissyni. Fyst vara það nektardansstaðurinn hans Geira Goldfinger og nú þetta:

Leynihlutur í Klæðningu

13 jún. 2007

Helmingshlutur í verktakafyrirtækinu Klæðningu er í leynum. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, rak fyrirtækið um árabil með misjöfnum árangri en árið 2003 var sagt frá því að hann væri ekki lengur á meðal eigenda þess. Í úttekt í Mannlífi sem ber yfirskriftina Kóngurinn í Kópavogi er rakið hvernig voldugir verktakar og viðskiptavinir Kópavogsbæijar gripu til björgunaðgerða árið 2003. Þeirra á meðal var Bygg sem rekið er af vinum Gunnars. Því hefur þó verið leynt til þessa dags hverjir raunverulega eiga Klæðningu og er einn hluturinn í skjóli Kaupþings í Luxemburg og leppar hafa setið í stjórn fyrirtækisins í krafti leynihlutanna. Bæjarstjórinn er á forsíðu Mannlífs og farið er yfir feril hans sem verktaka, þingmanns og bæjarstjóra. Meðal annars er rakið hvernig ölvunarakstur batt enda á draum Gunnars um að komast í ráðherrastól í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ...


Þetta þurfa fulltrúar flokkanna í stjórn Landvirkjunar að upplýsa okkur um

Það hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því að flokkarnir stærstu eiga fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar. Þeim ber að kynna sér þetta mál og upplýsa okkur kjósendur um hvort rétt sé að til lengdar þá borgum við með Kárahnjúkum. Það er náttúrulega með öllu ótækt. Þá er spurning um á hvaða forsendum Landsvirkjun vinnur. Það hefur komið fram í dag að menn innan Landsvirkjunar haf sagt í spjalli að ef LV væri einkafyrirtæki hefði aldrei verið farið út í svona framkvæmdir.

Frétt af mbl.is

  Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Innlent | mbl.is | 13.6.2007 | 13:47
Frá því er Hálslón var að myndast Í nýrri skýrslu Framtíðarlandsins er reynt að leita svara við þeirri spurningu hvort bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hafi verið rétt og skynsamleg miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónarmið og hagstjórn. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að miðað við arðsemiskröfur sem eðlilegt sé að gera er stóriðjuskattur á almenna viðskiptavini Landsvirkjunar 2 milljarðar á ári hið minnsta


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú merkileg niðurstaða

Það hefur nú alltaf verið talað um það síðustu árin að skólagjöld einkareknu háskólana gerðu þá betri, markvissari , hagkvæmari og námið þar væri miklu betra. En svo þegar þetta er kannað þá kemur bara í ljós að gamli góði HÍ hefur yfirburði á nærri öllum sviðum. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir HR. Það hefur nú ekki verið látið svo lítið með hann og gæðin þar.

Úr fréttinni á mbl.is

Af þeim ellefu atriðum sem horft var til varð HÍ efstur í níu tilvikum og í öðru sæti í einu.


mbl.is Háskóli Íslands kemur best út í úttekt Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú farið að minna á Austur Þýskaland eða Sovétríkin

Ef þetta eru réttmætar áhyggjur hjá Moore þá held ég að frelsið í Bandaríkjunum sé að breytast í andstæðu sína. Þetta ásamt viðbrögðum bandarísku stjórnarinnar síðustu ár hlýtur að fara að grafa undan innra strúktúr landsins smátt og smátt. Allir grunaðir um eitthvað og stöðugt vantraust á íbúum. Kvikmyndagerðarmenn verða að bera atrið þar sem vísað er í bandaríska herinn undir sérstaka nefnd í hernum sem verður að samþykkja þau, upplýsingum um þegnana safnað sem aldrei fyrr. Leynifangelsi um allan heim, hægt að fangelsa fólk fyrir minnstu grunsemdir, pyndingar stundaðar í fangelsi sem þeir setja niður á Kúbu. Þetta hlýtur að leiða til einhvers ógurlegs uppgjörs innan Bandaríkjanna ef svo heldur áfram.

Þessi tortryggni gagnvart náunganum og skerðing mannréttinda er einmitt það sem þessir hryðjuverkamenn voru að stefna að með því að beina árásum sinum á Bandaríkin.


mbl.is Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef einhverjir urðu varir við þetta atvik gefið ykkur fram

Fólk sem reynir að beita annað fólk obeldi og þá sérstakleg kynferðislegu ofbeldi á ekki að komast upp með þetta. Þannig hvet ég fólk sem hugsanlega varð vart við þetta atvik við Þjóðleikhúsið að gefa sig fram.

Ég treysti lögreglunni til að tryggja það að þeir sem gefa sig fram verða ekki í neinni hættu. Og það að mæta og gefa skýrslu sem vitni getur orðið til þess að þessi maður sé tekinn úr umferð áður en hann gerir þetta aftur. Þetta ætti ekki að kosta hugsanleg vitni mikinn tíma eða fyrirhön

Frétt af mbl.is

  Engar ábendingar borist vegna rannsóknar á nauðgunartilraun
Innlent | mbl.is | 11.6.2007 | 9:59
Engar ábendingar hafa borist vegna rannsóknar á nauðgunartilraun sem átti sér stað á Hverfisgötu til móts við Þjóðleikhúsið á aðfaranótt laugardags, en lýst var eftir vitnum um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu heldur rannsókn málsins áfram og eru þeir sem hafa upplýsingar um árásarmanninn beðnir um að tilkynna það til lögreglu í síma 444-1000 eða 444-1100.


mbl.is Engar ábendingar borist vegna rannsóknar á nauðgunartilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega hræðilegt. Bifhjólamenn hægið á ykkur!

Ég hef einmitt verið að hugsa um þetta þegar ég hef verið í umferðinni að undanförnu. Ég sé mikið af mótorhjólum á ferðinni. Mjög margir keyra bara eins og menn og fylgja umferðinni. En nokkur hópur rýkur fram úr manni vel á öðru hundraðinu. Og eins í umferðinni þá skjóta þeir sér á milli bíla með því að keyra á hvítu línunni og haga sér eins og um þá gildi einhverjar aðrar umferðareglur. Þetta leiðir náttúrulega til þess að hættan fyrir þá og aðra margfaldast.

Þá fer líka ofboðslega í taugarnar á mér að þeir sem eru á þessum motorcross hjólum eru farnir að nota göngustíga. T.d. vinn ég upp í Grafarholti og þar er mjög gott göngustígakerfi en við verðum að búa við það í göngutúrum að geta mætt þessum háværu hjólum sem eru að koma einhversstaðar ofan af Hellisheiði eða þar um kring og nota svo reiðstíga og hjólastíga til að koma sér heim. Gjörsamlega óþolandi.


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvenær lækkar þá orkuverðið til okkar?

Alltaf þegar talað er um uppbyggingu á orkuverum hefur verið ein af stærstu ástæðunum sem gefnar eru upp fyrir sölu til stóriðjuvera er að almenningur njóti þess í hagstæðu orkuverði. En ég hef bara aldrei séð orkuverð lækka neitt að ráði. Og sé ekki að það verði þegar jafnóðum er ráðist í nýtt skuldsetta virkjun.

Frétt af mbl.is

  Virkjanir OR eru skuldlausar eftir 15-16 ár
Innlent | mbl.is | 9.6.2007 | 17:15
Hellisheiðarvirkjun. Virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur eru fjármagnaðar að fullu með lánsfé og er endurgreiðslutími virkjananna, þ.e. sá tími sem framlegð frá virkjunum eru að greiða að fullu til baka það lánsfé með vöxtum sem tekið er til þeirra, 15 til 16 ár. Eftir það eru þær eign OR skuldlaust.


mbl.is Virkjanir OR eru skuldlausar eftir 15-16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing dagsins

Var að koma frá því að fylgja dóttur minni upp Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hún er að fara í fyrstu ferðina eins síns liðs til útlanda. Vegna sérstakra aðstæðna komst hún ekki fyrir viku með vinkonu sinni til Ítalíu og til að missa ekki alveg af þessari ferð sem hún var þó búin að borga þá notuðum við www.dohop.is (sem ég mæli með) og bókuðum ferð fyrir hana til Feneyja. En þetta var ekki það sem ég ætlaði að fjalla um.

Sem sagt þegar ég sá á eftir henni inn fyrir brottfararhliðið fór ég að hugsa:

Fyrst var það kannski hvað tíminn hefur verið fljótur að líða. Dóttir mín er orðin 18 ára. Hún er orðin sjálfráða og kominn með bílpróf og nú á leið ein síns liðs í ferð sem vonandi skilar henni í kvöld til Bibione. Og við þetta tækifæri datt ég í að hugsa hvernig þessi 18 ár hafa gengið fyrir sig milli okkar.

Ég hef frá því að hún var tæplega 2 ára verið í hlutverki forsjálausa foreldris hennar. Ég hef tekið hlutverk mitt alvarlega og reynt að standa mig eins vel og kostur er.

  • Ég hafði fram til að hún varð 15 eða 16 ára þá ánægju að hún var alltaf fast hjá mér aðra hvora helgi. Og þess á milli eins mikið og kostur var.
  • Ég miðaði helgarnar við það eins og kostur var að þær væru svona meira en minna miðaðar við hennar þarfir frekar en að mínar þarfir réðu ferðinni.
  • Ég hef í þau skipti sem ég hef þurft að leiðrétta hana beitt þeirri aðferð að tala við hana sem jafningja og aldrei látið ósætti milli okkar vara lengi og aldrei yfir nótt.
  • Ég hef prentað inn í hana að hún geti alltaf leitað til mín þegar hún lendir í vandræðum og við leitum að lausnum saman.

Ég er semsagt að segja að í heild held ég að mér hafi tekist að rækja mitt nokkuð takmarkaða hlutverk í hennar lífi ágætlega. Og sérstaklega finnst mér vænt um að hún nú 18 ára kýs reglulega að koma enn til mín og gista. Og aldrei hef ég þurft kveðja hana öðruvísi en að við séum sátt.

Einhvertíma nú fyrir skömmu að kvöldlagi reiknuðum við það lauslega út að frá því hún var svona 3 ára og þar til að hún var 12 eða 13 ára þá fórum við um nær hverja einustu "pabbahelgi" í bíó og það gerðu svo um 250 skipti á 10 árum sem á núvirði með poppi og tilheyrandi gerir svona um 750 þúsund krónur. Þeim peningum var vel varið.

Þó kannski megi um það deila held ég að foreldrar mættu kannski meira móta sitt líf að því hlutverki sem þeir takast á við þegar þeir verða foreldrar. Það er kannski oft að við erum að reyna að móta börnin í einhverja mynd sem við viljum að þau séu frekar en að taka mið af þeirra óskum. Ef við fáum t.d. áhuga á golfi en börnin hafa hann ekki þá verðum við að passa að áhugamál okkar verði ekki svo ríkjandi að barnið upplifi sig að það neyðist til að taka þá í því eða að öðrum kosti  fara í pössun a.m.k. að  öðrum kosti vera lítið í samskiptum við foreldrana því þeir eru uppteknir af áhugamálum sínum.

Við megum ekki láta missætti eða ágreining vara áfram dögum saman. Við getum lent í þeirri aðstöðu að við gætum fallið frá eða að barning lenti í slysi og við sætum uppi með að hafa látið skapið hlaupa með okkur í gönur og eigum enga leið að vinna út því með barninu framar.

Þrátt fyrir að margir segi sjálfsagt að ég sé búinn að vera allt of eftirlátur við eldri dóttur mína þá er ég samt stoltur pabbi sem var rétt áðan að kyssa dóttur mína bless og hughreysta hana því hún á eftir að taka nokkur flug, leigubíla, lest og gönguferðir áður en hún vonandi sendir mér sms í kvöld þegar hún er komin á áfangastað.


Skemmtileg fyrirsögn

Ef maður les bara fyrirsögnina þá er þetta eins ný gerð af bíl

Innlent | mbl.is | 8.6.2007 | 21:37

Ökumaður á amfetamíni stöðvaður af lögreglu


mbl.is Ökumaður á amfetamíni stöðvaður af lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband