Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Mánudagur, 17. september 2007
Ég hélt að tryggingarmarkaðurinn væri dauðadæmdur hér á landi
Þetta hefur minnstakosti verið viðkvæði tryggingarfélagana þegar þau hækka á okkur iðgjöldin. Allt bara eymd og volæði og sífellt tap á tryggingum. Samkvæmt þessu skil ég ekki hvað fyrirtæki eru að sækjast í að eignast TM. Hefur kannski verið að ljúga að okkur?!
FL Group með 83,7% hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. september 2007
1.2 milljónir óbreyttra borgara hafa látist í Írak eftir að stríðsátökin hófust.
Var að lesa frétt á www.eyjan.is sem ég vill endilega hvetja fólk til að lesa. Þar kemur m.a. fram:
Á föstudaginn greindi LA Times frá því að samkvæmt nýrri rannsókn breska fyrirtækisins Opinion Research Business hafa um 1.2 milljónir óbreyttra borgara látist í Írak síðan stríðsátök hófust fyrir um fjórum árum síðan. Samkvæmt athugun ORB hefur annað hvert heimili í Baghdad og fimmta hvert heimili í landinu öllu misst minnst einn heimilismeðlim af völdum stríðsátökanna. Nærri helmingur, eða 48% fórnarlambanna höfðu látist í skotárásum og 20% í bílsbrengjum. Önnur fórnarlömb höfðu fallið í loftárásum eða öðrum sprengjuárásum.
Átti tilgangurinn með því að ráðast inn í Írak ekki að losa hinn almenn íraka undan því að lifa við stöðuga ógn um líf sitt. Bendi sérstaklega á kaflan sem ég breytti lit á. Halda menn að þetta sé jarðvegur til að ala upp hjá börnum og unglingum elsku á okkur hér á vesturlöndum. Nei þetta er jarðvegur þar sem við og sérstaklega bandaríkjamenn eru hataðir og ungt fólk flykkist undir merki öfgasinna og hryðjuverkamanna.
En lesið þessa grein á eyjunni hún er merkileg
Tugir létust í Írak í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. september 2007
Held að fólk ætti að lesa þessar fréttir saman:
Held að fólk ætti að tengja saman fréttina af því sem Alan Greenspan segir um Írakstríðið. Það er nokkuð ljóst að Íran er ekki að ógna Bandaríkjamönnum. Það eru Bandaríkin sem stöðugt eru að ögra þessum löndum. Bæði sjálfir og í gegnum Ísrael. Það er nokkuð ljóst að nær allur hernaður Bandaríkjanna á sér efnahagslegar forsendur, eða tengist drauminum um heimsyfirráð.
Nú er nokkuð ljóst að undirbúning er að verða lokið fyrir innrás í Íran og þar er olía.
En Norður Kórea sem sannanlega er búin að smíða kjarnorkuvopn og jafnvel selja víða fékk tækifæri eftir tækifæri og loks náðist samvinnugrundvöllur víð þá. Þar er ekki olía
Pakistan er jú kjarnorkuvætt og þar eru öfgatrúarmenn mjög valdamiklir og hafa alið af sér Talibana og fleiri ófögnuði en þar er ekki olía.
Erlent | mbl.is | 16.9.2007 | 08:55Greenspan: Íraksstríðið snýst aðallega um olíu
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1291678
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir í væntanlegri ævisögu sinni, að honum þyki miður, að það þyki óþægilegt, pólitískt, að viðurkenna það sem allir vita: Að stríðið í Írak snúist aðallega um olíu.
2000 skotmörk hafa verið valin í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. september 2007
Veit nú ekki hvort að það sé rétt að Gunnar slái um sig með þessu
Flott að meirihlutinn í Kópavogi hafi látið sér segjast og endurskoði nú tillögur að uppbyggingu í Kársnesi. En mér finnst yfirlýsingar Gunnars í sumum fjölmiðlum í dag um að lýðræðið sé virkt í Kópavogi og að full langt hafi verið gegnið að hans persónu ekki allskostar rétt hjá honum. Hann gleymir að hann gerði og lítið úr því fólk í Vesturbænum sem lagðist gegn þessu og nú mánuðum saman hefur hann gert því skóna að þau fari með rangt mál varðandi umferð, hljóðmengun, svifmengun og fleira. Nú þegar að skilað var inn 1700 athugasemdum við skipulagið er náttúrulega skilda bæjarins að athuga sinn gang enda er þetta 7% bæjarbúa. Og kannski um 30 til 40% íbúa Vesturbæjar sem þarna senda inn athugasemdir og eru ósátt.
Haft er eftir Gunnari:
Mér finnst mjög fínt að fólk láti í sér heyra, það er hluti af lýðræðinu. Við höfum hlustað á gagnrýni íbúa og finnum vonandi sameiginlega lausn á málinu."
Þarna er Gunnar að reyna að fegra það sem hefur gerst.
Því er það ljóst að í stað þess að hann sé að fara að óskum íbúa þarna þá er hann að beygja sig undir vilja þeirra. Því er þetta sigur fyrir þá sem hafa barist gegn fyrirhugaðri stórskipahöfn og skyldri starfsemi.
Mótmæli íbúa báru árangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2007
Ég fagna þessum nýja veffréttamiðli
Finnst þeir bloggarar sem hafa tjáð sig hér um þessa frétt sumir gjörsamlega vera að pissa í skóna sína. Þeir eru að hvetja fólk til að sniðganga nýjan miðil án þess að hafa skoðað hann. Tengja hann við meint mannorðs morð fyrri eigenda og ritstjóra DV. Og hvað eru þessir bloggarar svo að reyna að gera það er að eyðileggja í byrjun tilraun að nýjum miðli sem veitir okkur fréttaþyrstum fleiri möguleika á að fylgjast með.
Við fyrstu skoðun lýst mér bara ágætlega á byrjunina og nú hefur maður www.mbl.is , www.visir.is , www.eyjan.is , www.ruv.is og svo www.dv.is til að fylgjast með fréttum. Síðan má finna slúður á www.mannlif.is og fleiri stöðum
Ég bara fagna þessu úrvali og bendi á að ef fólki líkar ekki efnistök einhverja þá sleppa þau bara að fara inn á þau svæði.
DV útgáfufélag með nýjan netmiðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. september 2007
Í framhaldi af þessu eru furðulegar mótbárur stjórnarandstöðu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi á Íslandi eins og sést hér. Þarna sést að ekki er hægt að tala um að hér sé skollið á atvinnuleysi akkúrat núna. En Guðni Ágústsson, Grétar Mar og Jón Bjarnason láta eins og á þessum svæðum út á landi sé allt að fara til andskotans. Þeir tala eins og það hafi verið skrúfað fyrir veiðinna en ekki 30% samdráttur kvóta eins og reyndin er.
Finnst mótvægisaðgerðirnar miðast við að auka fjölbreytni, bæta samgöngur og gagnaflutning við þau svæði sem verst verða úti.
Get ekki fallist á að útgerðum verði bætt frá ríkinu beint fyrir kvóta samdráttinn enda er sá kvóti sem þau hafa búinn að ganga kaupum og sölum og margir hagnast gríðarlega á honum. Sé ekki meiri rök fyrir beinum stuðning við útgerðirnar sjálfar, heldur en að sjoppurnar á staðnum verði styrktar vegna þess að færri sjómenn koma á staðinn. Þetta eru sjálfstæð fyrirtæki og það eru ekki frekar útgerðir en önnur fyrirtæki á staðnum sem munu finna fyrir þessum samdrætti. EN ef maður þekki markaðinn rétt þá verður bæði kvótinn og fiskafurðir mun verðmætari en þær eru í dag. Verð á fisk hefur jú verið að rjúka upp síðustu ár. Og minnkandi framboð hlýtur að auka verðmæti þeirra á markaði.
Í þessum tillögum eru ráðstafanir til að bæta stöðunum minnkandi hafnar og útsvarsgjöld. Það eru viðhalds og nýverkefni í samgöngum, sérstakt átak í menntunarmöguleikum sem og stuðning við ný fyrirtæki sem hefja rekstur á þessum svæðum.
Held að þegar málið er skoðað megi reikna með að þessi aflaskerðing verði sennilega til þess að nú hefjist endurreisn plássa m.a. á Vestfjörðum.
Held að fólk ætti að líta á þetta sem tækifæri til að koma þessum plássum úr því að vera algjörlega háð fiski og fiskveiðum. Auka fjölbreytni starfa og snúa þessu ástandi upp í sigur í nánustu framtíð.
Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn lítið í sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. september 2007
Kannski að menn fari nú að átta sig í Kópavogi
Jafnvel kettir farnir að kvarta. Það sem fólk er í raun að segja stjórnvöldum er að: Við viljum að bærinn taki mið af fólkinu sem býr nú í Kópavogi. Við viljum bæ þar sem við getum verið sæmilega örugg um börnin okkar fyrir umferð. Við viljum ekki bæ þar sem að allar íbúðargötur verða eins og Hringbraut eða Miklabraut með tilheyrandi mengun og hávaða.
Þó að bæjarstjóri sé með einhver markmið um að bærinn stækki ógurlega og nái frá Kársnesi upp á Sandskeið þá er það ekki endilega það sem hentar þeim sem búa í Kópavogi.
Við höfum séð mörg kjörin tækifæri til að skapa líflegan og fallegan miðbæ hverfa með tilviljunarkenndu byggingaræði sem hefur skemmt hvert svæðið á eftir öðru. Miðbærinn gamli hálfgert frímerki og rokrassgat upp á hæðstu hæðum bæjarins. Kópavogsdalur þar sem hægt hefði verið að byggja fallegan miðbæ er orðið að ósamstæðum háhýsum sem engin kemst eða langar á milli nema akandi.
Það er mín trú að með tímanum verði verðfall á íbúðum í kring um þetta svæði þar sem umferð þar verður gífurleg sem og skuggar vegna háhýsa verða miklir allan veturinn þegar sólin er lægst á lofti. Þetta verður til þess að fólk flýr úr hverfum næst Smáratorgi og Smáralind .
Athugasemd heimiliskattar um Kársnesið ekki talin með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 11. september 2007
Sammála Gunnari aldrei þessu vant.
Þótt ég sé sammála um að við Kópavogsbúar þurfum að hafa áhyggjur af þessari hlutafélagsvæðingu Orkuveitunnar þá las ég í fréttinni að Gunnar gengur með það í maganum að við Kópavogsbúar eignumst okkar orkuveitu. Hann er sem sagt að nota það að orkuveitan er "Háeffuð" til að ná samningum um að Kópavogsbúar nái að eignast eignir Orkuveitunnar í lögnum og strengjum sem liggja um Kópavog. Gunnar er þegar byrjaður með kaldavatnið en hefur kannski gleymt því áður en framkvæmdir hófust´(m.a. í Heiðmörk sælla minningar) að athuga að allar vatnsleiðslur í Kópavogi eru eign OR. Og því er nú tilvalið að nota þetta til að fá þær á viðráðanlegu verði. Það þarf alltaf að reikna með því að ef Gunnar stingur upp á einhverju þá er eitthvað stærra sem fylgir og hann segir ekki beint frá. En hann segir þó í fréttinni:
Gunnar fer einnig fram á að hugsanleg yfirtaka Kópavogsbæjar á veitukerfum innan sveitarfélagsins verði rædd.
Bæjarstjóri Kópavogs hefur áhyggjur af hlutafélagavæðingu OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. september 2007
Úps er SUF allt í einu komið í leitirnar.
Maður hefur nú ekki heyrt í SUF síðustu ár og nú allt í einu vakna þau og vara við að í ríkisstjórn nú eru einstaklingar sem þora að hafa skoðun. Væri kannski holt fyrir þau að skoða fylgi við ríkisstjórnina nú en það er víst um 80%.
Þau vilja náttúrulega að það sé haldið áfram að virkja stjórnlaust, að við höldum áfram í samstarfi við hinar viljugu þjóðir í Írak. Eins þá eru þau sjálfsagt sár að þau eiga ekki eins auðvelt með að komast í stöður í gegnum Atvinnumiðlun Framsóknar á kostað ríkisins. Og eins að geta ekki orðið rík á einkavinavæðingunni áfram.
SUF lýsir yfir áhyggjum af stefnuleysi ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8. september 2007
Held að það sé gott að við séum að fara þaðan
Var að skoða síðunna http://www.iraqbodycount.org þar sem fylgst er með öllum skráðum dauðsföllum vegna hernaðar og hryðjuverka. Skv síðunni er talan í dag: 71,308 77,864 dánir og þar er aðeins um að ræða þau dauðsföll sem hafa skráðar heimildir að baki sér. Almennt talað um að talan sé miklu hærri.
Talað er um að milljónir Íraka séu á flótta og hafi ekki aðgang að læknum, lyfjum eða helstu nauðsynjum. Afleiðingar þess eru að þúsundir og sumir segja hundruð þúsunda hafi dáið vegna aðstæðna og skorts.
Held að þó Saddam hafi vissulega verið viðbjóðslegur þá séu "hinar viljugu þjóðir" búnar að skapa þarna helvíti á jörðu fyrir stóran hluta írönsku þjóðarinar. Hræðilegt að ana þarna inn án þess að gera sér nokkra mynd af aðstæðum þarna. Gæti orðið þannig að þarna séu við að skapa aðstæður þar sem börnin líta á Vesturlönd sem orsök fyrir aðstæðum sínum. Og í framhaldi gæti skapast en betri jarðvegur fyrir söfnuði eins og Bin Laden safnar í kring um sig.
Og ég held að þjóðir heims hljóti að hugsa sig alvarlega um áður en þau fylgja í blindni þjóð þar sem fámennur hópur öfga íhalds- og ofsatrúarmanna geta beit mesta herafla í heimi til að hrinda í framkvæmd hugmyndum sínum. Hugmyndum sem byggðar voru af mikilli vanþekkingu, bábiljum og hafa stuðlað að dauða mörg hundruð þúsunda einstaklinga sem ekkert höfðu gert Bandaríkjunum.
15 féllu í sprengjuárásum í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Myndskeið: Jólakveðja 400 kílómetrum ofar jörðu
- Geta ekki staðfest að flaugin hafi rofið lofthelgi
- Rússar réðust á orkuinnviði á jóladag
- 39 létust í flugslysi
- Aukning varnarútgjalda kaldhæðni örlaganna
- Segja Norður-Kóreumenn hafa haft lítil áhrif
- Clinton kominn heim af sjúkrahúsi
- Skíðafólki bjargað með þyrlu
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 969480
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson