Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Hvað á Ingibjörg við?
Hvað er eiginlega að gerast í þessum flokki:
Hvernig dettur Ingibjörgu að segja þetta:Segir hún að ekki verði efnt til kosninga í miðjum björgunarleiðangri.
Gerir hún sé ekki grein fyrir að í öllum ríkjum öðrum verður fólk að sæta ábyrgð. Hún er að styðja við einstaklinga eins og Davíð og fleiri með þessari stefnu.
Hún er að styðja við það að stjórnendur bankana eru enn þá við störf mínus bankastjóra. Þetta er sama fólkið og var í samstarfi við fyrirtækin hér sem eru búin að skuldsetja sig fyrir milljarða tug eða hundruð. Og þetta fólk er enn þá að semja við þessi fyrirtæki um skuldaniðurfellingar og fólk trúir til alls.
Hún er að styðja við óbreytt yfirráð Sjálfstæðismanna
Hún er að styðja við það að hér á landi beri engin ábyrgð
Hún er að gera ómerkinga úr ráðherrum síns flokks og þingmönnum sem eru að endurspegla skoðanir innan úr flokknum.
Held enn þá að allsherjar plott sé í gangi bakvið tjöldin sem miði að markmiðum Samfylkingar. En við viljum bara ekki svona makk. Við viljum opið stjórnkerfi þar sem fólk veit hvað er að gerast.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Ert þú að gleyma nokkrum atriðum Geir?
Er Geir eitthvað hissa á því að ráðherrar og þingmenn Samfylkingar séu að biðja um kosningar?
- Hefur Geir ekki heyrt að fólkið í landinu er orðið brjálað af því að:
- Það er engin látin sæta ábyrgð!
- Það eru t.d. sama fólkið áfram í bönkunum og það sakað um að vera að hygla þar ákveðnum skuldurum og sjálfu sér.
- Það eru komnir 50 dagar nú frá því að þetta gerðist og ennþá vitum við ekki nákvæmlega hvernig að þetta á eftir að verða
- Það er mikil skortur á upplýsingum og almennum ráðleggingum til fólks hvernig það á að haga sínum málum. Jú það eru vefsíður en hefur þessum fólki ekki dottið í hug að nota Ríkissjónvarpið til að upplýsa og ráðleggja fólki. Það væri gert ef þetta hefðu verið náttúruhamfarir.
- Hefur Geir ekki séð annarstaðar í heiminum þar sem ráðherrar segja af sér þegar að undirmenn gera mistök.
- Hefur Geir ekki séð að fólk er brjálað yfir því að aðalbankastjóri Seðlabanka er fékk þetta starf á silfurfati og hefur gert nú síðustu vikur mörg axarsköft. En Geir séð það ekki.
- Gerir Geir sér ekki grein fyrir að þó þetta sé að mestu útrásarpakkinu að kenna, þá voru þingkosningar til þess að við fengjum að velja fólk til að standa vörð um okkur og koma í veg fyrir svona áföll?
- Finnst Geir eitthvað furðulegt að Samfylkingarfólk vill fá að endurnýja umboð sitt með kosningum?
- Hefur Geir sökum anna kannski misst öll tengsl við þjóðina?
![]() |
Ekki stefna aðgerðunum í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Þetta er nú vafasamt.
Manni finnst að alhliðaniðurfærsla á skuldum fyrirtækja sé gróf mismunun á skuldurum nema að tilkomi allsherjar niðurfærsla á skuldum heimila líka.
Og ósk Viðskiptaráðs um breytingar á gjaldþrotalögum sem fæli í sér að dregið yrði úr bóta- og refsiábyrgð finnst mér ekki koma til greina.
En að breyta skuldum í hlutbréf finnst mér alltaf leið sem kemur til greina.
En við eigum ekki að leyfa fyrirtækjum sem hafa farið óvarlega og jafnvel út fyrir lög í fjárfestingum að sleppa bara í ljósi ástandsins.
![]() |
Vilja alhliða niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Og hér er ályktun frá Samfylkingunni í Kópavogi
Ég verð að segja að ég tek heilshugar undir með Samfylkingarfélögunum í Garðabæ og Kópavogi. En svona er ályktunin frá Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi leggur þunga áherslu á að markmið jafnaðarstefnunnar verði hafðar að leiðarljósi við uppbyggingu hins nýja Íslands. Forgangsverkefni okkar er að slá skjaldborg um fjölskyldurnar í landinu og tryggja fjárhagslegt öryggi heimilanna. Forsenda þess er að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins.20.11.2008 | 05:36
Ályktun frá Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi
Nauðsynlegt er að fá óháða aðila, sem njóta trausts á alþjóðavettvangi, til að rannsaka skipsbrot efnahagslífsins og hverjir beri þar ábyrgð. Brýnt er að skipta um stjórnendur í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu til að endurvekja traust almennings og alþjóðasamfélagsins á íslenskum stjórnvöldum.
Stjórn félagsins kallar jafnframt á tafarlausa umsókn um aðild að Evrópusambandinu og evrópska myntsamstarfinu í kjölfarið.
-Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi
![]() |
Telja forsendur ríkisstjórnarsamstarfs brostnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Ekkert betra eða verra en maður reiknaði með
Hér má sjá fréttatilkynningu IMF í heild.
Aðalatriðin eins og okkur var sagt að.
- Koma fótum undir krónuna og skapa traust á peningamálum okkar í viðskiptaheiminum.
- Endurreisa bankakerfið. Og verja og koma í verð eignum gömlu bankana.
- Og síðan að vinna að því að draga úr halla á fjárlögum ´
- Og loks að eftir 2010 þurfum við að fara að undirbúa okkur að byrja að greiða upp lánin
Þar kemur fram að við eigum erfiða tíma í vændum. En ég get ekki séð þar neitt sem ekki er búið að segja okkur. Nema kannski að þarna er talað um að 2010 verði að verða viðsnúningur hjá okkur til að að fara að draga úr fjármálahalla. Þar er aðalmöguleikarnir 2. Að auka skatta og eða draga verulega úr útgjöldum ríkisins.
Eins er rætt um að aðlaga þurfi reglulega þessar aðgerðir. Og það verður vel fylgst með okkur frá sjóðunum. Strax í janúar verður hér fulltrúi frá þeim að skoða hvernig gengur.
En miðað við þá ömurlegu stöðu sem við erum í þá er þetta ekkert betra eða verra en maður reiknaði með.
Nú er þetta komið og enn er ég bjartsýnn á að við komum betur út úr þessu en þarna stendur
![]() |
IMF samþykkir lán til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Ingibjörg gættu að þér!
Held að ef á allt er litið þá sé stjórnkænska eða hvað það nú heitir aðferðir sem Ingibjörg og Samfylkingin eru að beita núna ekki að vinna með flokknum eða málstað hans. Þjóðin er hér á suðupunkti og all flest sem flokkurinn vill gera að segja er hann látin éta ofan í sig eða á að gera seinna. Manni finnst um leið og við höfum fengið þetta lán verði Ingibjörg að koma fram og skýra þetta með Seðlabanka og Fjármálaeftirlitið. Segja að við þessar breytingar verið líka breyting á þeim sem stjórna. Og þar verði fyrst skipaður hæfasti einstaklingur sem við eigum í þetta starf og síðar verði það auglýst.
Manni grunar að á bakvið tjöldin sé verið að leika einhverja hulduleiki. M.a. sér maður að Samfylking er að koma málum ESB inn. Og með þessari sameiningu verður Davíð settur frá. Þetta tekur bara langan tíma.
Manni gæti dottið það í hug að tengsl við hægaganginn gætu legið inn í "Svörtuloft" þaðan sem beinar og óbeinar hótanir berast nú. Allt frá því að hann viti um fullt af samtölum og hvað þar koma fram upp í það að hann kljúfi Sjálfstæðisflokkinn. En það er engin ástæða fyrir Samfylkinguna að taka þátt í þessu. Hún hefur nú mikið fylgi en ef flokkurinn kemur ekki útá við eins og sá sem ræður hrynur þetta af flokknum á stuttum tíma. Og eins ef flokkurinn tala ekki einum rómi þá gerist það líka.
![]() |
Nauðsynlegt að vera samstiga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Maður er nú að fá gjörsamlega nóg af þessum nefndum og vinnuhópum
Það er alveg makalaust að nú þegar áríðandi er koma á friði milli stjórnarflokkana og fara að gera upp mál hér þá er öllu frestað eða komið í einhverjar nefndir. Hvað getur verið svona flókið við að færa verkefni FME undir Seðlabanka. FME var jú upprunalega þar fyrir 10 árum.
Geir er í þessu síðustu vikur að segja:
- Ekki tímabært að ræða málin
- Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að athuga þetta í lok janúar
- Hver hefur sagt að virðing okkar hafi beðið hnekki út á við.
- Alvanalegt að hittast á fundum á laugardögum ekkert að gerast - Svo fóru bara bankarnir á hausinn daginn eftir
- Styður fullkomlega Seðlabankastjórann. En er ekki sáttur við það sem hann segir.
Þessi sjálfstæðisflokkur er gjörsamlega ómögulegur. Geta menn í þessum flokki ekki sest niður og afgreitt nein mál? Eru ekki fleiri en Geir og Þorgerður sem geta komið að þessum málum? Eru ekki 40 þúsund félagsmenn? Er ekki hægt að láta þá gera eitthvað í þessum málum þó Geir sé upptekinn?
Heldu Geir að við bíðum bara endalaust eftir einhverri framtíðarsýn? Veit Geir ekki að það eru fleiri tugþúsunda Íslendinga sem eru byrjaðir að undirbúa að flytja héðan? Menn verða að geta tekið ákvarðanir þó það þýði að einhverjir nánir verði að víkja. Og 80% af þjóðinni vill ekki hafa Davíð sem Seðlabankastjóra.
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Það er eitthvað bölvað plott í gangi!!
Ég hef nú varið Samfylkinguna hér á blogginu hægri og vinstri. En nú síðustu daga hefur mér bara alls ekki líkað við þessi vinnubrögð sem hún ástundar. Það er ljóst miðað við það sem Össur sagði eftir þennan fund um að hann væri mjög ósáttur við stjórn Seðlabankans og hún ætti að fara og svo það sem Ingibjörg sagði að þar er ekki samhljómur. Held reyndar að þetta sé ákveðið plott sem er í gangi sem gengur út á að sameina Seðlabanka og fjármálaeftirlit undir Seðlabanka og þar með ný lög og nýtt fólk. En af hverju þarf að vera að pukrast svona með þetta. Er verið að hlífa Geir og Sjálfstæðisflokknum. Eða eru Sjálfstæðismenn að hóta stjórnarslitum??
Svona pukur kallar á sögusagnir og það er eitthvað sem við þurfum ekki ábót á í dag. Fólk er að öskra eftir því að að fá að vera með í ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Það er ekki að sætta sig til lengdar við ákvarðanir sem eru teknar milli tveggja toppa í Stjórnarráðinu. Fólk vill upplýsingar og samræður við fólk sem er að sýsla með framtíð okkar.
![]() |
Fundi Samfylkingar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Hefur Steingrímur spáð í hvða IceSave peningarnir fóru í?
Ef við skoðum það að bankarnir hafa nú í á annað ár átt erfitt með að fá lán. Og að Landbanki kaus að hafa IceSave skráð hér, þá hafa peningarnir streymt frá Breskum innistæðueigendum hingað og m.a. fjármagnað byggingar hér, yfirdrætti og kreditlán. Þannig má segja að hluti þeirra sé hér í byggingum, bílum, og ýmsum framkvæmdum. Eins þá höfum við þá væntanlega ferðast fyrir þá og étið þá líka. Veit að þetta er kannski ekki stór hluti af þeim en samt þó nokkuð miðað við skuldastöðu heimila.
Síðan þegar við erum að tala um hvað lendir á okkur þessari litlu þjóð er kannski gott að hugsa til þess að þeir sem lögðu inn á IceSave voru hvað 300 þúsund í Bretlandi, 50 þúsund í Hollandi og eitthvað í Belgíu sem og Þýskalandi og Lúxemborg. Þannig má segja að við höfum verið að lifa og framkvæma fyrir eignir 500 þúsunda saklausra einstaklinga erlendis. Þetta eru fleiri en við erum.
Fyrst að við vorum ekki búin að koma þessu IceSave úr landi er kannski gott ef við losnum við að borga meira en 20.500 evrur fyrir hvern reikning. Getum ekki varið það held ég ef við borgum ekkert. Væri eins og við værum að stela þessum peningum. Því að þeir hafa að hluta til farið í lán og framkvæmdir hér. Sem og í endurfjármögnun lána bankans sem notuð voru til íbúðarlána fyrir fólk.
![]() |
Sakar ráðherra um óheilindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Sjálfsagt að biðja um þetta Steingrímur - En hafðir þú einhverjar aðrar lausnir?
Ég er orðinn þreyttur á þessu ástandi. Hér er fólk í umvörpum að huga að því að flytja til annarra landa. Við erum illa upplýst og ekkert gert til að að hafa samráð um lausnir.
Hér koma svo menn og deila á þær lausnir sem eru komnar en hafa ekkert annað sem maður sér raunhæft að bjóða. Það er nokkuð ljóst að Vg hefur þá hugmyndafræði að vera á móti öllu og þá komi að því að lokum að þeir hafi rétt fyrir sér í einhverju. En það sem vantar er að þeir bjóði upp á aðrar lausnir sem eru raunhæfar eða framkvæmalegar. T.d. þegar að þeir bentu á að við skildum bara tala við Noreg og þeir mundu redda okkur. En skv. því sem við lesum eru Norðmenn sammála öðrum þjóðum að leiðin í gegnum IMF sé sú leið sem við þurfum að fara. Og í gegnum IMF komumst við ekki nema að semja við EB um IceSave. Og þá eru allir brjálaðir yfir þvi. Þeim finnst að við eigum að nota öll þau mistök sem við finnum í EES samningum til að neita að greiða. Og þá hefðum við eyðilagt framtíðarviðskipti við Bretland, Belgíu, Holland, Þýskaland, Lúxemborg og ESB. Veit ekki hvað þessir menn vilja að sé gert.
Hinsvegar finnst mér að hér hafi vantað að ríkisstjórn skipaði hóp okkar færustu manna til að vinna að lausnum og framtíðarsýn. Hóp sem mundi upplýsa okkur reglulega á mannamáli, koma sér saman um skynsamlegar lausnir og það væri síðan ríkisins að fara eftir. Helst fyndist mér að stjórnmálamenn hefðu sem minnst átt að koma að því nema framkvæmdinni. Þetta fólk er náttúrulega ekki með þekkingu eða menntun til að að leysa úr þessu.
Og síðan er furðulegt að persónugervingar þessarar kreppu hér eru bara enn við störf. Í bönkunum, í Seðlabanka, í fjármálaeftirliti og embættis og stjórnmálamenn.
Þó það sé sárt að beita sér gegn vinum sínum verða stjórnvöld að andskotast til að fara í það verk að hreinsa til.
![]() |
Steingrímur J. krefst upplýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Ég er viss um að ríkið nýtir eldgosið til þess að klúðra stórt
- Þá er NÝTT GOS hafið 1.Apríl 2025. Það er alltaf meira gagn af TÆKNI-TEIKNINGUM heldur en ljósmyndum af vettvangi þegar að það þarf að spá í framtíðina:
- Aprílgabb náttúrunnar - og fjölmiðla?
- Kristrún bendir á Ásthildi Lóu
- Skáklíf í Brekkuskóla
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson