Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Frábær dýragarður

Mæli með því að fólk sem á leið til Tenerife gefi sér tíma til að fara í ferð í Lora parque. Þetta er frábær dýragarður. Þarna er að finna ógurlegt safn páfagauka enda garðurinn stofnaður um þá. En síðan hafa bæst við fjöldi dýra. Þarna er frábærar sýningar þar sem sæljón, höfrungar og  háhyrningar sýna ótrúlegar listir sínar. Eins eru frægar páfagaukasýningar. Þá er þarna heilt hús þar sem má finna fiska, mörgæsir og jú Lunda í alveg frábæru umhverfi. M.a. er umhverfi mörgæsana haldið í um -7 gráðum. Í miðju húsins er glerrör kannski svona 30 metra hátt þar sem maður gegnur á milli hæða og þar er torfa af fiskum sem fyllir rörið. Magnað að sjá þetta. Og nú hef ég aðeins talið upp smávegis af því sem er í boði.  Allt svo frábærlega hreint og lögð áhersla að umhverfið henti viðkomandi dýrum.

Tenerife92Tenerife93Tenerife90Tenerife69Tenerife70Tenerife76

 


Það er víðar fallegt landslag en á Íslandi

Var að koma frá Tenerife um daginn. Var undrandi á því að finna þar stórkostlegan þjóðgarð sem er á Heimmynjaskrá SÞ. Hann skrartar m.a. 3 hæsta virka eldfjalli heims. Og eins alveg stórkostlegu landslagi.

Tenerife111
Tenerife104
Tenerife103
Tenerife110
Tenerife105

 

Á síðar eftir að fjalla um hversu vel er passað upp á þennann þjóðgarð og bera það saman t.d. við Þingvelli sem eru líka á heimsmynjaskrá SÞ


Nýtt andlit - Sami flokkur!

Vona að þetta verði til bóta fyrir Reykjavík. En finnst þó rétt að halda því til haga að þrátt fyrir sæta skipti þá er þetta allt sama fólkið og var virkir þátttakendur í öllu klúðrinu síðasta haust. Minni á sú afsökun að þekkja ekki til mála, eins og mörg þarna í D listanum báru fyrir sig, er engin afsökun. Það segir bara til um að klúður í þeirra skipulagi og samvinnu.

P.S Nú vænkast hagur þeirra sem vilja skipuleggja Vatnsmýri án flugvallar í framtíðinni, því Hanna hefur lýst sig fylgjandi því að flugvöllurinn fari. Gott mál!


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráðsfundur frjálslyndra

Svona til að byrja með er þetta að mínu mati alveg fáránlegt að kalla stofnun flokksins Landsráð. Þegar maður hefur hlutstað á frétta menn í dag eru þeir í mestu vandræðum með að kalla þetta ekki landráðsfund.

Síðan er ég orðinn þreyttur á að allir aðriri en vísindamenn viti miklu betur en vísindamenn. Það verður að reikna með að allir aðrir sem tjá sig en vísindamenn eigi hag í því að reyna að blóðmjólka miðin.

En það sem ég hnaut svo helst um er eftirfarandi úr ræðu Guðjóns Arnars:

Hann sagði einnig að miklar líkur væru á því að erlendir verkamenn sem missi vinnuna snúi ekki til síns heima. Margir þeirra verði um kyrrt á atvinnuleysisbótum sem oft séu hærri en laun þeirra heima fyrir. (af www.ruv.is )

Auðvita reyna þeir enn að ala á þessu að vondu útlendingarnir ætli bara að vera hér og þyggja atvinnuleysis bætu af því ð þær eru hærri en laun þeirra heima fyrir. En eins og venjulega er þetta ekkert hugsað hjá honum. Hann gleymir t.d. að Ísland er eitt dýrasta land að búa í. Ef menn verða atvinnulausir eru þeir kannski að borga 50 til 70 þúsund bara í leigu fyrir herbergi og þá er nú ekki mikið eftir að þessum atvinnuleysisbótum. Maturinn er líka kannski meira en 60% dýrari en heim hjá þeim. Því held ég að menn hangi ekki lengi hér á landi á atvinnuleysisbótum.

Kannski bara rétt að kalla þennan fund Landráðsfund.


mbl.is 220 þúsund lesta jafnstöðuafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega merki um vanhæfan stjórnarformann Strætó

Held að Ármann sýni þarna fram á að hann er vanhæfur formaður stjórnar Strætó. Þarna logar allt í deilum og hann kýs að hafna einfaldri beiðni starfsmanna og beinir þeim á framkvæmdarstjóra sem stafsmenn deila við.

Hlutverk Ármans er jú að sjá til þess að halda utan um starfsemina og þar með störf framskvæmdarstjórans sem og að koma á sæmilegum starfsanda.

Þessi framkoma er merki um hroka og veruleika fyrringu.


mbl.is Ármann mætir ekki á Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður á náttúrulega ekki að vera benda þessu fólki á ástæður -ENNNNNNNNNN!

Sé þetta fólk þarna í D listanum í Reykjavík ekki ástæður fyrir þessu fylgishruni.

  • Það er engum ljóst hver fer með stjórn borgarstjórnarhópsins. Í raun engin sérstakur talsmaður.
  • D listinn kom til valda í borgarstjórastól manni sem talar eins og hann og hann einn ráði. Hann talar út og suður um  vald sitt sem borgarstjóri en enginn trúir á hann
  • Vilhjálmur oddviti hefur nánast horfið eftir þessi læti í haust og vetur
  • Flokkurinn dregur og dregur að velja borgarstjóra sem taka á við.
  • Flokkurinn hengir sig á einhver gæluverkefndi eins og 5 ára bekki í grunnskóla en tekur ekki á öðrum knýjandi vandamálum fyrr enn allt er orðið vitlaust. Og þá er gripið til einhverja úrræða sem ekkert hafa verið hugsuð. Sbr þegar að húsin á Laugavegi voru keypt á allt of mikið. Og fólk veit ekkert hvað á að gera við þau í framtíðinni.

Það er að sýna sig að Reykjavík er nú stýrt af höfuðlausum her. Fólki sem ekki er fært að vinna saman. Kunna ekki helstu lögmál í stjórnun. Og svo með borgarstjóra nú sem fer alls ekki að vinna með örðum í meirihluta.


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband