Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sterk staða Spánskra banka

Í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag var góður pistill frá Kristni R Ólafssyni um stöðu Spánskra banka. En þeir standa nokkuð vel miðað við aðra banka. Það er fyrst og fremst að þakka reglum og eftirliti Spánska bankans en það heitir seðlabanki þeirra. Hann er með stöðugt eftirlit með þarlendum bönkum og hreinlega bannaði þeim að taka þátt í þessum lánavöndlum í USA. Hann er líka reglulega að fara yfir fjárfestinga stefnu bankana og áminnir og jafnvel sektar þá ef þeir fara ekki eftir ábendingum hans. Flestir bankar á Spáni eru því aðallega byggðir á inn og útlánum og standa sterkir í dag. Einn þeirra var að kaupa viðskiptabanka hluta banka í Englandi en neitaði að kaupa þann hluta sem var í fjárfestingum. Flott kerfi hjá Spánverjum

Þetta vekur mann til umhugsunar um þetta tal hér á landi í dagur um nauðsyn sameininga til að bankar hér verði sterkari. En hvernig var þetta hér áður. Flestir þessir bankar hér á landi gengu vel og skiluðu arðsemi þrátt fyrir að þeir byggðu nær eingöngu á þjónustu við hinn almenna viðskiptavin.

Það var ekki fyrr en græðgin greyp stjórnendur að þessi stærð þeirra dugði ekki. Það er búið að sólunda milljörðum í vafasamar lánveitingar til draumóramanna/fjárfesta. Og nú eru þessir sparisjóðir að hverfa, þjónusta að verða ópersónulegri og fólk fer að missa áhuga á að skipta við þá.

En hér er tengill á upptöku í síðdegisútvarpinu. Kristinn er með sinn pistil í síðasta þriðjung þáttarins.


Ef að Glitnir var svo velrekinn og stöndugur - Af hverju lögðu eigendur honum ekki til auka fjármagn?

Var að kíkja á vefi hjá Agli Helgasyni. Þar birtir hann bréf sem honum barst og er nokkuð merkilegt.

Í framhaldi af þvi að allir tala um að Glitnir sé með svo sterka stöðu og vel rekinn af hverju leggja þá ekki núverandi eigendur bankanum til fé t.d. í aukið hlutafé

Stærstu eigendur Glitnis eru meðal umsvifamestu og ríkustu kaupsýslumanna landsins:

Byko veldið / Saxhóll
Baugsveldið
Karl Werners / Milestone
Róbert Wessmann/Salt investment
Lífeyrissjóðir

Af hverju leggja núverandi eigendur bankans ekki EINA KRÓNU fram til bjargar bankanum sínum ? Ef allt er svo “traust og gott” þá ættu þeir varla að hika við að “put their money where their mouth is” - ekki satt ?

Nógu öflugir eru þessir aðilar.

Síðan segir m.a.

Getur verið að ástæðan fyrir því að engir fjármunir koma frá núverandi hluthöfum sé einfaldlega sú að þeir hafi enga raunverulega fjármuni milli handanna lengur - heldur standa þeir uppi með tugi milljarða “óefnislegra eigna/viðskiptavildar” ásamt uppskrúfuðu bókfærðu eigið fé sem er álíka “óáþreifanlegt” og hin ósýnilega viðskiptavild ???

En lesið endileg bréfið þetta eru áhugaverðar vangaveltur


mbl.is Fitch lækkar einkunn bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held að allur vöxtur Íslands síðustu ár sé tekinn að láni!

Þetta eru náttúrulega hræðilegar tölur. Og má færa rök að þvi að öll velmegun hér á landi hafi verið tekin að láni. Útflutningur hefur ekkert vaxið í námunda við vöxt á neyslu hér. Erlenda útrásin okkar er líka tekin á láni.

Er ekki komin tími til að við sníðum okkur stakk eftir vexti og setjum fjármálastofnunum stífari reglur. Þær verða náttúrulega að vera í stakk búnar að halda sjó þó að eitthvað bregðist.

Og neyslufylleríið sem hefur einkennst m.a. af því að fólk

  • Kaupir sér íbúð eða hús og rífur allar innréttingar út og kaupir allt nýtt inn á lánum
  • Fólk kaupir hús á markaðsvirði til að rífa og byggja nýtt. Þ.e. kaupir lóð á 70 til 100 milljónir og fínt hús sem það rífur til að byggja nýtt.
  • Menn kaupa bíla upp á 10 til 15 milljónir. Jafn vel 2 til 3 á hvert heimili
  • Menn voru farnir að kaupa kannski 0,5 hektara af landi á upp í 25 milljónir fyrir bústað.
  • Menn voru að taka lán til að braska með á ótryggum mörkuðum.

Verðum kannski að fatta það að við eru 330 þúsund manna þjóð. Við höfum orðið að flytja inn vinnuafl því að atvinnulífið er orðið stærra en þjóðin ræður við ein og sér.

Held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að átta okkur á því að við svona örþjóð ráðum ekki við svona gríðarlegan vöxt sem og að verja okkur almennilega eftir að við opnuðum á nær algjör frelsi fjármálastofnana.

Hvað halda menn að gerist þegar að bankarnir fara aftur að ná í lán fyrir lausafé. Það verður næsta neyslusprengja hér sem bankarnir helda eldsneyti stöðugt á.


    mbl.is Skuldir Íslands í hæstu hæðum
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Vona að þetta sé ekki rétt!

    Vona að menn séu ekki en í þessari vitleysu eða sandkassaleik sem ríkti þegar að Davíð var hér við stjórnvölinn. En það vekur athygli að lesa fréttir morgunsins um að viðræður við Landsbankan séu þegar hafnar og að talsmaður Landsbankans sé þegar farinn að tjá sig um þessar viðræður.

    Því held ég að krafan verði að ríkið hagnist um sambærilega upphæð og Stoðir og aðrir hlutahafar telja sig tapa á þessu. Það á ekki að gefa Landsbanka þetta fyrir rétt rúmlega þá upphæð sem ríkið lagði í þetta.

    Vona að það sé ekki eitthvað plott milli ríkis og Landsbanka í þessu til að vega upp á móti tapi sínu í Eimskip. Þá á ég við að þeir fái hlutafé ríkisins ódýrt.

    En viðtalið við Jón Ásgeir í Fréttablaðinu og visir.is er athyglisverð.


    mbl.is Kallaði ráðherra og þingmenn á fund
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Hvurslags helvítis hallæris próf er þetta

    Hvernig vogar Fjármálaeftirlitið að gefa reglulega út heilsufarsvottorð fyrir bankana og er svo ekki bara að mæla næstum allt í þessum álagsprófum. Þar inni virðist ekki vera óhagstæður lánamarkaður eða skulda álag, ekki lausafjárstaða og hver veit hvað. Svo bara mánuði eftir síðasta próf þá er Glitnir nærri rúllaður.
    mbl.is Álagsprófið tekur ekki til lausafjárstöðu
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Gleymdu að geta að það vantaði 25% þingmanna á þennan fund

    Svona yfirlýsing er náttúrulega brandari. Það voru 3 menn á fundinum og Kristinn var fjarverandi. Og Kristinn bullandi ósáttur við þetta sbr.

    www.visir.is

    Kristinn íhugar stöðu sína

    Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, íhugar stöðu sína innan flokksins í kjölfar ákvörðunar þingflokksins frá því fyrr í dag að gera Jón Magnússon að þingflokksformanni í stað Kristins.

    Aðspurður hvort hann hafi hug á að segja sig úr flokknum segir Kristinn: ,,Það mun skýrast fljótlega."

    Undanfarið hefur hart verið tekist á innan Frjálslynda flokksins og nýverið fór miðstjórn flokksins fram á að Kristinn yrði settur af sem þingflokksformaður. Fyrir helgi hótaði Jón að segja sig úr flokknum.

    ,,Ég vissi skömmu fyrir fundinn í dag að Guðjón ætlaði að bera upp aðra tillögu en hann hafði kynnt þingmönnum fyrir nokkrum vikum þegar hann sagðist ætla að gera tillögu um óbreytta stjórn," segir Kristinn og bætir við hann taki þessi ákaflega illa og hann hafi ekki samþykkt að verða varaformaður þingflokksins. Kristinn var ekki á þingflokksfundinum í dag.


    mbl.is Jón Magnússon þingflokksformaður
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Af hverju fékki ríkið ekki 100% eignarhlut í bankanum

    Miðað við þessi orð Davíðs að ef ríkið hefði ekki lagt þetta hlutabréf í bankan hefði hlutafé í bankanum verið 0 sbr

    Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir kaupin í Glitni ekki vera þjóðnýtinguef ekki hefði verið gripið til aðgerða hefði hlutafé bankans verið 0 og hann hefði farið í þrot"

     

    Það verður líka að kanna það af hverju engin sagði satt um þróun mála síðustu vikurnar. Lárus var í Silfri Eglis fyrir viku og þá virtist allt vera á sæmilegu róli.

    Annar var þessi tilkynning að byrtast í Kauphöllinni sem ég held að sé ekki að segja alla söguna 

     

    Glitnir banki hf. - Fyrirtækjafréttir

    Fréttatilkynning:
    Reykjavík 29. september, 2008
    * Íslenska ríkið greiðir 600 milljónir Evra fyrir 75% hlut í
    Glitni banka hf
    * Um er að ræða nýtt hlutafé
    * Viðskiptavinir, lánadrottnar og starfsmenn munu ekki finna
    fyrir breytingu
    * Eigin- og lausafjárstaða bankans styrkt verulega
    * Lárus Welding beðinn um að halda áfram störfum sínum fyrir
    bankann og hefur hann fallist á það
    * Forsendur fjármögnunar Glitnis breyttust á örfáum dögum
    * Stjórn og stærstu hluthafar hafa samþykkt viðskiptin

    Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að ríkissjóður leggi bankanum til
    nýtt hlutafé og eignist með því 75% hlut í Glitni Banka hf. Fyrir
    hlutinn greiðir íslenska ríkið 600 milljónir Evra eða um 84 milljarða
    íslenskra króna. Um er að ræða nýtt hlutafé. Stjórn og stærstu
    hluthafar Glitnis hafa fallist á viðskiptin með fyrirvara um samþykki
    hluthafafundar.
    Fjármögnun Glitnis hefur gengið vel á þessu ári þrátt fyrir afar
    erfiðar markaðsaðstæður. Engu að síður hafa viðburðir síðustu tveggja
    vikna á bandarískum og evrópskum fjármálamörkuðum haft í för með sér
    ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem gerbreyttu forsendum skammtíma
    fjármögnunar Glitnis. Í því ljósi ákvað stjórn Glitnis að óska eftir
    viðræðum við Seðlabanka Íslands til þess að ræða mögulegar lausnir á
    þeim vanda sem bankinn stóð frammi fyrir. Þær viðræður leiddu til
    framangreindrar niðurstöðu.
    Ríkið hefur farið þess á leit við Lárus Welding, forstjóra, að hann
    haldi áfram störfum sínum fyrir bankann. Hann hefur fallist á þá
    beiðni.
    Tillagan var sett fram seint í gærkvöldi og var boðað til
    stjórnarfundar í Glitni banka í morgun. Á þeim fundi var ákveðið að
    ganga að henni. Þar með er bankinn kominn með afar traustan hluthafa
    og bakhjarl.
    Grunnrekstur Glitnis er traustur og bankinn og hefur á þessu ári lagt
    ríka áherslu á að auka tekjur af kjarnastarfsemi. Þá hefur bankinn
    einnig lagt áherslu á að hagræða í rekstri og hefur hann náð góðum
    árangri í þeim efnum á árinu.

    Lárus Welding, forstjóri Glitnis banka hf.
    ,,Stjórn og stjórnendur bankans hafa unnið ötullega að fjármögnun
    bankans í ölduróti undanfarinna mánaða, en staðan versnaði til muna
    allra síðustu daga. Þessi innkoma ríkisins styrkir eiginfjárstöðu
    bankans mjög og tekur af allan vafa um fjárhagslega stöðu Glitnis.
    Við höfum séð sambærilegar aðgerðir í löndunum í kringum okkur sem
    endurspeglar vel þá erfiðu stöðu sem ríkir á alþjóðlegum
    fjármálamörkuðum. Þessi aðgerð hefur því miður neikvæð áhrif á
    núverandi hluthafa en er nauðsynleg til lengri tíma litið.
    Viðskiptavinir okkar munu ekki finna fyrir breytingum og Glitnir mun
    áfram leggja höfuðáherslu á að veita góða og öfluga þjónustu. Ég tel
    mig einnig geta fullyrt að þessar aðgerðir endurspegla mikið traust
    stjórnvalda til Glitnis og eru mikilvægur liður í því að tryggja
    fjármálastöðugleika í landinu. Landslagið á íslenskum fjármálamarkaði
    hefur með þessu breyst. Glitnir stendur eftir sterkari en fyrr."

    Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis banka hf."Ég hef lagt
    áherslu á að auka hagræði í rekstri bankans. Mér þykir
    mjög miður að við skyldum ekki komast með öðrum hætti í gegnum þennan
    krappa sjó eins og lagt var upp með. Þessi niðurstaða tryggir þó
    framtíð bankans og hagsmuni viðskiptavina og starfsfólks. Það er mér
    mjög mikilvægt. Okkar fólk hefur unnið mjög gott starf við gríðarlega
    erfiðar aðstæður."


    Nánari upplýsingar veitir:
    Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs, sími: 844 4990, netfang:
    mar.masson@glitnir.is .

    Sigrún Hjartardóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 844 4748,
    netfang: sigrun.hjartardottir@glitnir.is .

     



    mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    2 Bankar á Íslandi í miklum vanda? Glitnir og Kaupþing?

    Þeir eru að vinna næturvinnu þarna á www.dv.is

    Nú var ég að lesa eftirfarandi hjá þeim:

    Heimildir DV herma að ríkisstjórn og bankastjórn Seðlabankans hafi boðað til neyðarfundar undir miðnætti vegna erfiðleika tveggja íslenskra banka. Öðrum bankanum var komið til hjálpar í seinustu viku en óttast er að koma þurfi til aðstoðar öðrum banka einnig. Ekki voru reifuð úrræði bankastjórnar eða ríkisstjórnar en mönnum gerð grein fyrir stöðunni.

    Þetta er síðan á www.ruv.is

    Ráðherrar, fulltrúar flestra stjórnmálaflokka, nema Frjálslynda flokksins, og efnahagsráðgjafar, voru boðaðir á skyndifund í Seðlabankanum klukkan ellefu í gærkvöld. Heimildamaður Fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem þó sat ekki fundinn, segir bankakreppu yfirvofandi, og nefndi Glitni sérstaklega. Hann segir tvo forstjóra Kaupþings hafa setið fundinn auk ráðherra, seðlabankastjóra og flokksfulltrúa. Einn þeirra sem sátu fundinn segir stórmál hafa verið til umfjöllunar, algjör trúnaður ríki um það en málið skýrist í dag.


    mbl.is Bradford & Bingley á leið í spænska eigu
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Eitthvað að gerast hér á Íslandi- Formenn flokkana kallaðir á fund í kvöld

    Var að lesa eftirfarandi á www.dv.is

    Formenn allra flokka boðaðir á skyndifund

    Fundur stendur nú í Seðlabanknum með formönnum allra flokka.

    Fundur stendur nú í Seðlabanknum með formönnum allra flokka.

    Sunnudagur 28. september 2008 kl 23:12

    Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

    Formenn allra flokka voru í kvöld boðaðir í skyndingu á fund til fundar í Seðlabankanum í kvöld.Fundurinn hófst nú klukkan 11 en ekki fengust upplýsingar um það hvert efni fundarins er. Gert er ráð fyrir að tillefnið sé sú efnhagskrísa sem nú steðjar að. Miklar áhyggjur eru af peningamálum og þeirri staðreynd að gjaldeyrisskortur er framundan. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur fundað stíft alla helgina og er búist við aðgerðum ríkisstjórnar til lausnar á vandanum og reyna eigi sameiginlega sátt allra flokka vegna þess máls.

    Smáviðbót

    Aftur af www.dv.is

    Þagnareiður um miðnæturfund

    Geir Haarde kynnti formönnum annarra flokka yfirvofandi aðgerðir gegn kreppunni sem nú steðjar að.

    Geir Haarde kynnti formönnum annarra flokka yfirvofandi aðgerðir gegn kreppunni sem nú steðjar að.

    Sunnudagur 28. september 2008 kl 23:58

    Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

    Fundi formanna stjórnmálaflokkanna í Seðlabankanum lauk nú rétt fyrir miðnætti. Menn voru fremur brúnaþungir en gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og bankastjórn Seðlabankans hafi gert grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í efnahagsmálum og hugsanlega boðað aðgerðir til að sporna gegn gjaldeyrisþurrð. ,,Ég vil ekkert segja," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sem mætti í fjarveru Guðjóns A. Kristjánssonar formanns Frjálslynda flokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng.
    ,,Þið fáið ekkert upp úr okkur," sagði hann. Áréttuðu þeir að þagnareiður gilti um fundarefnið.
    Reiknað er með að ríkisstjórnin kynni aðgerðir sínar í fyrramálið.


    mbl.is Björgunaraðgerðir samþykktar
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Maður bara spyr: Hvernig gat þetta gerst?

    Er nema von að maður velti því fyrir sér hvernig að gróinn markaður eins og Wall Street þar sem viðskipti hafa verið stunduð í yfir 100 ár lætur svona koma upp.

    Nú eðli máls samkvæmt eru menntaðir viðskipta- og hagfræðingar í sögulegu hámarki og þarna eru gróin fyrirtæki. Af hverju vorum menn að fara út í þessa lánapakka þar sem þeir lánuðu fólki til húsnæðiskaupa og settu svo í pakka saman við önnur öruggari lán. Hver var það sem reiknaði út að afföllin af þessum lánum yrðu minni en hagnaður af öruggari lánunum . Og hverjir voru það innan banka um allan heim sem keyptu svo þessa pakka fullvissir um að þeir gætu grætt á þessu.

    Hverskonar fólk eru þessir fjárfestar með í vinnu hjá sér.

    Gæti verið að svona vitleysa dreifist hraðar um þar sem að fyrirtækin eiga orðið í hvort öðru og fulltrúar þeirra sitja því í stjórnum hjá þeim mörgum?

    Getur verið að þessi yfirlgengulegu  laun sem fyrirtækin greiða og bónusar hafi borist um kerfið af sömu orsökum. Getur verið þar sem þeir sem þessi ofurlaun fá eru svo í stjórnum annarra fyrirtækja og ákvarða laun þar.

    Ef við veltum fyrir okkur eins og Spaugstofan gerði í kvöld: Hvar er nú hagnaður síðustu ára? Hvernig stendur á því að fyrirtæki sem skiluðu óhemju hagnaði síðustu ár eiga ekki digrari sjóði til að grípa í nú þegar árar illa?

    Sama er hægt að segja um stöðuna hér á landi. Hvert fór stór hluti hagnaðarins? Er hann kannski komin í sjóði á einhverri Ermasundseyjunum eða í Karabísku eyjunum?

    Og hvað var það sem ræður því að sumir aðilar t.d. hér á landi sem áttu ekkert í upphafi gátu fengið nær endalaust lánað hjá bönkunum þó að allt sem þeir eignuðust dygði ekki fyrir skuld vegna lánsins?

    En það sem maður spyr aðallega er af hverju sáu allir þessir fræðingar hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum þetta ekki fyrir löngu og bentu á þetta? Er eitthvað að grundvallarmenntun í þessum fræðum?


    mbl.is Fjárfestar vongóðir um björgun
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Næsta síða »

    Höfundur

    Magnús Helgi Björgvinsson
    Magnús Helgi Björgvinsson

    Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

    Eldri færslur

    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Twitter

    Teljari

    joomla visitor

    Twitter

    Tenging við twitter

    Um bloggið

    Vettvangur Magga

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband