Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Furðuleg áhersla gamla öldungsins!
Jón Baldvin veit manna best að það verður ákveðin breyting i forystusveit Samfylkingar. Nú er t.d. ljóst að nýr varaformaður verður kosinn. Þá er líka ljóst að Ingibjörg ætlar að verða til hliðar og Jóhanna kemur til með að leiða hugsanlega stjórnarþátttöku eftir kosningar. Jón hlýtur að gera sér grein fyrir að það er ekki hver sem er sem heldur utan um svo breiðan flokk sem jafnaðarmenn eru.
Þá er það nokkuð ljóst að það verða t.d. engar breytingar hjá Vg þannig að fullyrðingar Jóns um að hér verði alherjar endurnýjun hjá öllum flokkum á ekki við rök að styðjast. Það er ljóst að allir þingmenn sem voru á þingi hefðu átt að aðvara þjóðina ef þeir vissu um þetta ástand. Ekki bara stjórnarþingmenn. Sannleikurinn er sennilega að enginn gerði sér grein fyrir að svona algjört hrun blasti við. Og sá tími sem leið frá því að Samfylking myndaði stjórn með Sjálfstæðismönnum reyndist ekki nægur til að vinda ofan af þessu. Sérstaklega frá því að alvarleikin varð ljós síðasta sumar.
Jón held ég að eigi lítið fylgi meðal skráðra Samfylkingarmanna. Sérstaklega þeirra sem koma til með að kjósa um formann.
Jón Baldvin fer fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Ég var búinn að benda á þetta áður!
Halda menn að bæði ríki og félagasamtök erlendis eigi ekki eftir að einbeita sér að okkur? Við erum þjóð sem megum ekki við neinu. Með því að beita sér gegn íslenskum vörum í nokkra mánuði þá hrinur krónan og viðskipti okkar við útlönd niður úr öllu valdi. Fólk talar um Noreg og Japan geti gert þetta, en þetta eru óvart þjóðir sem eru miklu ríkari en við og ekkert viðkvæmar fyrir smá herferðum gegn þeim.
Við hinsvegar viljum veiða hvali þó við fáum kannski ert fyrir þá og um leið á þetta kannski eftir að valda hruni nokkurra fiskvinnslufyrirtækja og valda okkur auknu atvinnuleysi og margra milljarða tapi á viðskiptum við útlönd.
Allt þetta svo að einn maður geti sinnt áhugamáli sínu og nokkur ársverk. Kannski 30. Því þessar veiðar og vinnsla stendur í 3 til 4 mánuði.
Og bendi sérstaklega á að Alþjóðahvalveiðiráðið hefur verið kanna möguleika á að leyfa takmarkaðar hvalveiðar að nýju. En við gerum eins og venjulega förum ekkert eftir því sem aðrir segja.
Bandaríkin fordæma hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Jæja nú er þetta búið. Nú ætti Alþingi að fara að geta sinnt öðrum brýnum málum
Nú eru allar aðstæður fyrir Alþingi að halda fund allra þingmanna og sameinast um að leggja flokkadrætti til hliðar og sýna þjóðinni að þeir geti nú sameinast síðasta mánuðinn sem þingið starfar við að vinna hratt og örugglega að málum sem varða hag einstaklinga og fyrirtækja. Hætta að rembast við að leggja fram mörg frumvörp um svipaðar lausnir.
- Hvernig væri nú að Alþingi mundi velja sérfræðinga hóp til að koma með tillögur að frumvörpum sem snerta hag verst settu einstaklingana. Sameinast síðan um að flytja það og afgreiða það á 2 dögum?
- Hvernig væri að þingið skipaði síðan annan sérfræðingahóp til að semja frumvörp sem mundu hjálpa til við að koma atvinnulífinu hér af stað. Og flytja það svo sameiginlega og afgreiða það á nokkrum dögum?
- Hvernig væri að Alþingi gengist strax í það að semja um breytingar á kosningalögum og lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu og afgreiddi það á nokkrum dögum?
Sem sagt hvernig væri að alþingismenn sýndu þjóðinni að hagsmunir hennar væru þeim efst í huga nú ekki einhverjar leiksýningar til að vekja á sér athygli? Þeir gætu þá lokið því nauðsynlegast fljótt og örugglega og í komandi kosningabaráttu geta þeir vísað í það að þeir sýndu ábyrgð og létu flokkana lönd og leið og unnu fyrir okkur. Held að það gæti nýst þeim í baráttunni.
Búinn að staðfesta lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Mér finnst að útgerðarmenn ættu að reka Friðrik ef hann hefur rangt fyrir sér
Maðurinn miðar við veiðar sem verið hafa hér í nafni vísindaveiða. Hér hafa verið drepnar 9 langreiðar síðustu 23 árin. Og síðan einhverjir 50 hrefnur í nafni vísindaveiða. En nú eru veiðarnar margfaldaðar upp í 150 Langreiðar og fullt af hrefnu
Nú þegar hafa fiskkaupendur að fiski frá fiskvinnslu í Þorlákshöfn lýst yfir að þeir hætti að kaupa fisk af þeim ef að hvalveiðar hefjast. Það eru skilst mér viðskipti upp á yfir 3 milljarða. Fleiri fyrirtæki hótað því. Engar líkur er á því að hvalveiðar skili hagnaði fyrr en eftir nokkur ár. EN hann er tilbúinn að fórna tekjum sem eru nú þegar í fisksölu fyrir einn mann. Kristján Loftson sem á skít nóg af peningum og þarf ekkert á þessu að halda. Þetta er bara hobby og þrjóska hjá honum. Hann á útgerð og í fjölda fyrirtækja. Þetta skaffar kannski 150 störf í nokkra mánuði en hvað gagnast það ef að enn fleiri missa vinnu í staðinn.
Þetta hefur lítið verið undirbúið. T.d.
- Hefur Kristján sýnt fram að með ótvíræðum hætti að hann geti selt þetta kjöt. T.d. yfirlýsingu frá Japan bæði ríkisstjórn og innflutningsaðilum?
- Hefur fyrir alvöru verið kannað hvað margir í fiskiðnaði, ferðaþjónustu gætu misst vinnu á móti?
- Hefur eitthvað verið kannað hvaða áhrif þetta er talið hafa á endurreisn álits heimsins á okkur?
Og að gera eins og Friðrik að slá athugasemdir erlendra aðila út af borðinu þar sem að ekki séu beinar hótanir í þeim er fullkomnlega ábyrgðarlaust af talsmanni útgerðarmanna. Því að þeir þurfa væntanlega að selja fisk til vinnslu hér á landi.
Engin störf tapast í fiskvinnslu vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Veit ekki hvort að þetta sé rétta leiðin. Ennnnnnnn!
Náttúrulega er Höskuldur að pressa í gegn einhverja breytingu til að réttlæta biðina eftir þessari skýrslu ESB. Veit ekki með stöðu peningamálastefnunefndar, en verð þó að segja í ljósi þess sem gengið hefur á hér síðustu 12 mánuði, þá er ég feginn að einhverstaðar í þessum lögum er nú komin sú skylda að almenningur sé varaður við alvarlegri stöðu í efnahagslífinu.
- Þó verð ég hugsi yfir því að svona viðvörun geti kostað áhlaup á banka að ástæðulausu
- Einnig gæti þetta kostað banka mikil vandræði ef að svona opinber tilkynning mundi hræða erlenda lánveitendur.
Nú er það þingsins að meta það hvort að þessi breytingartillaga er til góðs. Annars verður þessi tillaga bara feld og frumvarpið samþykkt án hennar.
Hljómar samt sem áður vel fyrir okkur almenning að það sé tryggt að við séum ekki skilin eftir í myrkri við svona aðstæður
Seðlabankafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Gæti talist smjörkípa!
Þetta fer að verða þreytandi! Nú á ríkið bæði gömlu og nýju bankana. Þeir eru held ég vel tölvuvæddir sem og að flestir starfsmenn eru þar enn. Það ætti að vera þeim í lófa lagið að kalla fram þessar upplýsingar. Það gengur ekki að Davíð slái fram í hverju viðtali eða ræðum einhverju hálfkveðnum vísum sem setja allt og alla undir grun.
- Bendi á að flestar viðvarandir Davíðs virðast hafa verið í símtölum við Geir Haarde. Og Geir virðist ekki muna eftir þessu þegar þeim samtölum er lokið. Öll opinber gögn frá Seðlabanka sögðu aðra sögu.
- Bendi á að Davíð talað aldrei við yfirmann bankamála hér á landi Björgvin Sigurðsson
- Bendi á að Davíð þóttist vita af hverju voru sett á okkur Hryðjuverkalög
- Bendi á skýringar Davíðs í gær varðandi Kaupþing sem hafa að mestu verið hrakin af fyrrum forstjóra Singer & Friedlander.
- Bendi á að hryðjuverkalög voru sett á Seðlabanka og Íslenska ríkið. Það segir mönnum að ummæli hans um að við ætluðum ekki að borga voru hugsanlegar orskir þess. Því Bretar hafi trúað því að við ætluðum skv. Davíð að skulda sáralítð erlendis eftir hrunið. Og því hafi þeir talið að við mundum tæma Landsbankan/IceSave erlendis.
Held að nú eigi smjörklipur eftir að lenda hér og þar næstu vikur. Og "Stuttbuxna drengirnir eigi eftir að nýta sér þær sér til framdráttar í kosningabaráttunni.
Gæti talist mútuþægni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Af hverju getur Davíð ekki sætt sig við að það er þörf á algjörri endunýjun?
Á meðan að stór hluti þjóðarinnar treystir honum ekki. Erlend blöð og sérfræðingar tala um skort á trausti og telja hann orsakavald í hruninu þá verður Davíð að átta sig á að hér er komin upp staða þar sem að menn verða að víkja!
Davíð tók þetta viðtal á köflum og stjórnaði því og kom í veg fyrir að Sigmar gæti spurt ítarlega um mál. Davíð er snillingur í þessu.
- Sigmar fékk ekki að spyrja af hverju Davíð talaði bara við forsætisráðherra.
- Sigmar náði ekki að spyrja fyrst að Davíð gagnrýnir Viðskiptaráðuneytið, af hverju Sagði Björgvin að Davíð hefði aldrei frá því að Björgvin tók við sem ráðherra, rætt við sig
- Af hverju var Seðlabanki að dæla peningum í Kaupþing ef að Davíð vissi að bankarnir voru að hrynja á næstu dögum?
- Af hverju rauk seðlabankinn inn í Glitni og ætlaði að taka yfir 75% hluta hans en síðan var bankinn látinn hrynja?
- Af hverju rauk Seðlabankinn til Þýskalands og tók yfir lán sem þýskur banki var að lána Glitni?
- Af hverju ef að Davíð vissi 2006 að bankarnir voru allt of stórir, var verið að laga bindiskyldu þeirra að Evrópureglum? Hefði ekki einmitt átt að nota þetta til að koma einhverju stykki á bankana. Af hverju var Davíð ekki búinn að kalla saman aðgerðanefnd 2007 eins og hann gerði 2008. Nefndin hefði þá í samvinnu ríkisins og Seðlabanka reynt að vinda ofan af þessu brjálæði.
- Af hverju lýkur Davíð núna öllum viðtölum og ræðum með hótunum? Nú eru það stjórnmálamenn sem eiga að hafa notið einhverja greiða hjá bönkunum.
SÍ naut trausts erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Þetta er nú það sem allir flokkar hafa sagt.
Framsóknarflokkurinn er nú að kaupa sér skrautfjaðrir:
- Það hafa allir sagt að það sé vaxtarlækkun væntanleg í kjölfar fundar með AGS. Menn tala um að hún verði 4% og komi til framkvæmda fyrstu vikuna í mars.
- Ráðherrar m.a. Gylfi Magnússon og flestir ráðherrar aðrir hafa rætt um að gott væri ef að erlendir kröfuhafar fengju að kaupa hluti í bönkunum eða eignast þá alveg. Minni á umræðu um Kaupþing. Ekki viss um þennan kafla með að ríkið leggi þeim til enn meira eigið fé eða hlutabréf umfram það sem var talað um. Eins ekki víst að erlendir kröfuhafar sætti sig við að ríkð eigi þar meirihluta og öll völd varðandi ákvarðanatökur.
- Eins þá velti ég því fyrir mér hvað þeir eiga við að Lífeyrissjóðir eigi að hafa heimildir til gjaldeyrisviðskipta. Eiga þeir þá að greiða krónubréfin? En það hefur verið rætt um að lífeyrissjóðirnir kaupi krónubréfin fyrir eignir sínar erlendis og fái í staðinn ríkisskuldabréf. En þetta er ekki ný hugmynd.
Vextir lækki strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Höskuldur hefði nú kannski átt að skoða þetta betur!
Þetta þýðir að viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hljóta að frestast þar sem að Davíð er tengiliður okkar við hann.
Eins þá er þetta almenn skýrsla fyrir Evrópusambandið og við ekki bundin af því sem þar stendur.
Eins þá veit þingheimur að þjóðin býður eftir að þau sýni einhvern dug og framtaksemi.
Ef að Höskuldur hafði samráð við Sigmund formann og samþykkt frestun, hvað gerði Birkir Jón þá? Er hann þá ekki að vinna eftir vilja formanns.
Og hvað gerir Höskuldur ef að skýrslan kemur svo ekki á miðvikudag?
Eins langar mig að benda á að hér fór allt hagkerfið á hliðina. Þingmenn eru samt sem áður bara í rólegheitum að undirbúa framboð sitt í prófkjörum. Hefði haldið að það þyrfti minna til að Alþingi ynni mest allan sólarhringinn að afgreiða mál sem nauðsynleg eru fyrir fólkið í landinu. En nei það eru bara rólegheit skv. venju og ekkert reynt til þess að reisa við álit fólks á Alþingi.
Skynsamlegt að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Ætli það geti ekki frekar verið þetta sem réð úrslitum
Eftirfarandi er úr svari Hannesar Hólsteins á visindavefnum:
Spurning
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra aðila. Þetta bar góðan árangur. Hagvöxtur var mikill á Írlandi, og árið 2000 urðu lífskjör í landinu í fyrsta skipti betri en meðaltal í Evrópusambandinu.
Skattastefna Íra er hins vegar litin hornauga í háskattalöndum Evrópu, meðal annars vegna þess að erlend og innlend fyrirtæki hafa notið ólíkra skattakjara. Vegna óánægju og kvartana annarra aðildarríkja Evrópusambandsins ákváðu Írar að hækka skatta á erlend fyrirtæki sem settust að á Írlandi, og lækka um leið skatta á innlend fyrirtæki svo að öll slík fyrirtæki bera 12,5% tekjuskatt eftir nokkur ár.
Ísland getur sennilega ekki gert sér vonir um að verða jafnöflug fjármálamiðstöð og Írland vegna smæðar íslenska hagkerfisins, fjarlægðar frá mörkuðum og annarrar sérstöðu. Sem dæmi má nefna að í Írska lýðveldinu búa nú um 3,7 milljónir manna, Írar tala ensku og nota evru frá ársbyrjun 2002.
En Ísland ætti að geta gert sér vonir um að komast jafnlangt á þessu sviði og eyjan Mön. Þar eru skráð 42 þúsund alþjóðleg fyrirtæki. Þar starfa rúmlega 60 bankar og fjöldi tryggingafélaga, fjárfestingarsjóða og annarra fyrirtækja. Þar eru innstæður í bönkum tífalt meiri en á Íslandi, rúmlega 30 milljarðar Bandaríkjadala. Svipaða sögu er að segja af bresku Ermarsundseyjunum, Jersey og Guernsey. Fyrirtæki á þessum eyjum búa við önnur kjör en á Bretlandi sjálfu en þær tilheyra þó breska ríkinu og hafa það að bakhjarli; nota til dæmis sömu mynt, sterlingspundið.
Ísland er ekki síður í alfaraleið á Norður-Atlantshafi en bresku eyjarnar sem hér voru nefndar. Íslenska þjóðin er þokkalega menntuð, stjórnarfar er stöðugt og peningamál og fjármál í eins góðu lagi og víðast í Evrópu. Spurningin er aðeins, hvort leikreglur hér verði eins hagfelldar fjármálafyrirtækjum og til dæmis á Írlandi, í Lúxemborg, á Mön og á Ermarsundseyjum og hvort hugarfar og viðmót verði eins vinsamlegt.
Ekki beint hægt að segja að neðsta settningin sé eitthvað sem við vildum vera í dag.
Minni líka á orð Hjálmars Sveinssonar í Silfrinu í dag þar sem hann sagði að ein byggingin í tengslum við miðbæinn nýja með tónlistarhúsinu hefði átt að vera WTCR eða world trade center Reykjavík. Menn voru náttúrulega bara brjálaðir.
Aðild að EES réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 969482
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson