Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Dæmi um mann sem er gjörsamlega út takti við þjóðina

Held að Birgir hafi þarna gjörsamlega gert út um sína pólitísku framtíð. Hefur hann ekkert hlustað á fólkið í landinu síðust 4 mánuði? Og ekkert hlustað á innlenda og erlenda sérfræðinga sem rætt hafa þessi mál. Það hafa allir krafist þess að fólk í þessum lykilstöðum yrði leyst undan störfum. Hvort sem að þau persónulega eða ekki gerðu eitthvað til að orsaka þetta hrun eða ekki þá verða þau að axla ábyrgð á því að þeim er ekki treyst lengur. Og nú var búið að draga þetta í 4 mánuði og enginn sýndi neitt fararsnið á sér ennþá, því hlaut þetta að enda með því að af þessum mönnum eru tekin völdin.

Og hann getur kallað þetta hvað sem er hann Birgir en honum væri holt að skoða hvernig þetta er í öðrum löndum. Hversu oft er þetta t.d. gert í Bretlandi þar sem embættismönnum og hálfu og heilu ríkisstjórnum er skipt út þegar fólk hættir að treysta stjórnvöldum.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar aðrbærar?

Getur einhver svarað mér eftirfarandi varðandi hvalveiðar:

  • Er tryggð sala á kjötinu? Eða stendur til að vinna að því næstu ár og fylla nokkrar frystigeymslur af kjöti eins og síðast þegar það voru veiddar langreiðar?
  • Er einhver annar en Kristján Loftson sem hugsanlega hagnast af þessum hvalveiðum? Er öðrum heimilt að veiða langreiðar? Gæti ég t.d. gerst umboðsmaður japanskra veiðimanna og skipulagt veiðar hér?
  • Er vitað hvaða kílóverð af langreiðarkjöti er?
  • Þegar talað er um að þetta geti skapað 200 störf er ekki verið að tala um stuttan tíma kannski 3 til 4 mánuði sem gera kannski svona 40 ársverk.
  • Eru markaðir svo tryggir að menn geti fullyrt að hagnaður af þessum veiðum geti verið milljarðar?
Ef að þetta liggur ekki ljóst fyrir hvernig getur þjóð tekið á sig áhættu nú á þessum tímum sem leitt gæti til að vörur sem við áður höfum getað selt fyrir gott verð hætti að seljast? Og ekki má gleyma ferðamannaiðnaðinum!
mbl.is Harma fyrirhugaðar veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hvernig þessi könnun er skoðuð

Samkvæmt www.ruv.is er þessi könnun markverð um margt t.d. hverning fylgið hreyfist eftir því sem líður á mánuðinn. Þannig er fylgir Vg að dala eftir því sem liður á mánuðinn og Sjálfstæðisflokkur er að ná auknu fylgi eftir að upp úr slittnaði úr ríkisstjórnarsamstarfi.

Miklar sveiflur eru á fylgi stjórnmálaflokkana síðustu vikurnar í janúar. Þrátt fyrir að mælast stærstur stjórnmálaflokka landsins tapa vinstri grænir miklu fylgi í janúar; misstu fylgið niður um 15 prósentustig innan mánaðarins. Fylgi VG fer úr rúmum 36% fyrstu vikuna í janúar niður í 21% í lok mánaðar.

Sjálfstæðsflokkurinn bætti við sig 10 prósentustigum eftir stjórnarslitin síðustu vikuna í janúar og mældist þá stærsti flokkurinn. Samfylkingin bætti við sig 6 prósentustigum. Framsókn tapaði hinsvegar 4 prósetnustigum milli vikna.

Athyglisvert er að skoða hvernig fylgi stjórnmálaflokkanna breyttist milli vikna í janúarmánuði. Landsfundur Framsóknarflokksins, mótmæli almennings og stjórnarslit settu mark sitt á mánuðinn og skoðanir fólksins.

Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs mældist 36 prósent fyrstu vikuna í janúar og hefur aldrei mælst meira. Vinstri grænir tapa hins vegar miklu fylgi síðustu vikuna í janúar og mælast þá með 21 prósenta fylgi. Vinstri grænir missa fylgið niður um 15 prósentustig á fjórum vikum. 9 prósentustig í síðustu viku eða úr 30 prósentum  í 21 prósent.

Rúm 20 prósent aðspurðra sögðust styðja Samfylkinguna fyrstu vikuna í janúar og fylgi flokksins var nokkuð stöðugt fram að stjórnarslitum. Við stjórnarslitin í síðustu viku jókst fylgi flokksins svo um 6 prósentustig á einni viku og mældist rúm 26 prósent síðustu viku mánaðarins.

Þjóðarpúlsinn er svo meðaltal af þessari þróun

 


mbl.is Framsókn í sókn, Samfylking dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband