Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Sé að aðrir bloggarar fagna því að engar niðurstöður náðust
Ég verð bara að spyrja mig hvað er að þessu fólki:
- Vilja þau að þessi deila standi endalaust?
- Vilja þau að þessi deila okkar við Breta og Hollendinga vaxi og við verðum beitt auknum þrýstingi?
- Hvað halda þessir spekingar að græðist á þessu?
- Halda þeir virkilega að Bretar og Hollendingar gefi okkur þessar upphæðir sem þeir greiddu út eftir loforð frá okkur?
- Vilja menn áfram hér hátt skuldatryggingarálag, engar fjárfestingar og því áfram aukið atvinnuleysi?
- Vita þessir menn að langtímakostnaður af hverjum mánuði sem líður er metinn sem tugir milljarðar í tapaðar tekjur fyrir okkur. Jafnvel allt að 75 milljarðar vegna seinkaðs hagvaxtar?
Verð að segja að ég undrast að Íslendingar séu svo skini skorpnir að halda að þessi atkvæðagreiðsla sem í raun engin veit hvað er um eigi eftir að skipta einhverju máli nema að koma okkur í frekari vandræði. Við erum jú ekki að hafna því að borga, heldur erum við að synja þessum lögum samþykktar en þá taka gildi lög sem samþykkt voru í Ágúst skv. Indefence og Forsetanum sem og þingmönnum og engin veit hvað þau þýða lengur.
Því er ég undrandi á þessum bloggfærslum. Þarna fara aðilar sem eru búnir að láta ljúga sig fulla um að við komumst hjá því að borga.
Fundi lokið án niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Held að við þurfum að passa okkur
Ég er á því að Alþingi ætti nú að koma sér saman um þær leikreglur sem við viljum hafa í atvinnulífinu og viðskiptum hér á landi. Reglunar séu nokkuð nákvæmar og harðar. Taki til þess siðferðis og gegnsæis sem fólk vill hafa. Síðan sé öllum þeim sem vilja starfa inna þessara reglna það leyfilegt. Ekki á að banna einum eða neinum að koma inn í þetta umhverfi óháð fortíð þeirra. Ef þeir verða síðan sakaðir og dæmdir fyrir eitthvað sem þeir nú þegar hafa gert saknæmt sé það í lögum að þeir megi ekki stunda atvinnurekstur eða eiga ráðandi hluti í neinum fyrirtækjum.
En þangað til setjum lög og reglur sem stuðla að því atvinnu- og viðskiptaumhverfi sem við viljum en ekki má handvelja hverjir koma að því heldur nýta alla þá peninga sem völ er á til að koma því á stað. Við eigum að setja hörð viðurlög við brotum og stuðla að góðu eftirlit. Þá smátt og smátt kemst hér skriður á málin.
Heyrði Tryggva Þór tala á þingi áðan þó ég sé ekki alltaf sammála honum þá mynntist hann einmitt á að ef að menn hefðu tapað peningum og fyrirtækjum þá væru raddir um að þeir mættu ekki taka þátt meira. En líka þeir sem græddu mega skv. sama fólki ekki taka hér þátt meir. Þar með eru fullt af peningum sem nýtast ekki til að byggja hér upp.
Bendi líka á ágætan pistil Margrétar Kristmannsdóttur:
Doði og aðgerðarleysi
Mikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðinlegt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu - komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni.
Því er hins vegar ekki að leyna að margir eiga um sárt að binda eftir hrunið og samfélagið verður að tryggja að þeir sem eru fórnarlömb hrunsins fái þá aðstoð sem þeim ber. Hluti af reiðinni snýst einmitt um það hversu seint og erfiðlega gengur að tryggja bæði heimilum og fyrirtækjum, sem eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna, viðunandi úrræði. Hins vegar réttlætir hrunið ekki þá deyfð sem hvarvetna er sjáanleg í samfélaginu.
Það er meira og minna allt í frosti og þeir sem geta og eiga að vera leiðandi í að rífa þjóðina áfram hafa orðið meðvirkninni að bráð. Þeir haga sér sjálfir eins og þeir séu fórnarlömb hrunsins í stað þess að drífa aðra með sér og koma samfélaginu í gang á ný.
Það er hlutverk stjórnvalda að semja um Icesave. Það er hlutverk stjórnvalda að koma virkjunaráformum í gang þannig að stóriðjuframkvæmdir og fleiri orkufrekar framkvæmdir verði mögulegar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að friður ríki í kringum einstakar atvinnugreinar en á meðan hver vikan af annarri líður án þess að hvorki fáist niðurstaða í þessi mál né önnur má þjóðin ekki láta pólitíkina draga sig niður í andlegt þunglyndi.
Sem betur fer er til fullt af fólki sem á peninga í þessu landi og einnig fullt af fyrirtækjum sem eru svo til ósködduð eftir hrun. Þetta eru þeir aðilar sem verða að draga vagninn á meðan aðrir eru laskaðir eða ófærir um að leysa úr sínum verkefnum. Helsta vandamál okkar Íslendinga um þessar mundir er einmitt hugarfarið. Þeir sem geta framkvæmt sitja með hendur í skauti og á meðan er nær ógerlegt að koma hjólum atvinnulífsins af stað að nýju.
Það eru ótrúlega margir sem gætu verið að framkvæma og gera alla þessa litlu hluti sem skipta nú sköpum. Margar litlar gárur geta orðið að stórum bylgjum ef við komum þeim af stað því margfeldisáhrifin eru fljót að segja til sín. Ef þeir sem eru aflögufærir myndu átta sig á hlutverki sínu í núverandi stöðu - að það er þeirra að draga vagninn á meðan pólitíkin þráttar í kyrrstöðu - þá þyrftum við ekki að grafa okkur sífellt dýpra í kreppuna.
Að lokum leysir pólitíkin úr sínum verkefnum með einhverjum hætti, en þjóðin má ekki sitja aðgerðarlaus á meðan enda er það misskilningur að pólitíkin spili stærsta hlutverkið í núverandi stöðu. Þjóðin verður sjálf að taka ákveðið frumkvæði í sínar hendur og halda hjólum atvinnulífsins gangandi eftir fremsta megni því hún hefur mest um það að segja hvernig okkur reiðir af. Hér skiptir hugarfarið öllu og það er ekki að ástæðulausu að sagt er að hugurinn beri mann hálfa leið!
Margt gott gert innan bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Bíddu eru þeir ekki farnir að hljóma eins og ríkisvald!
Ef að fólk les þessa frétt eins og ég þá hljómar hún eins og þar fari opinberir fulltrúar Íslands. Væri kannski rétt að minna að þetta er hópur 10 til 20 manna sem hafa sína sýn á málið en tala ekki í umboði þjóðarinnar. Enda hafa þeir ekki verið til þess valdir eða kosnir.
Og hvað eiga þeir við með
Á fundinum mun InDefence kynna lagalega og efnahagslega stöðu Icesave málsins og afstöðu hópsins, auk þess að ræða fordæmalausar aðstæður Íslands sem vitnað er til í hinum svokölluðu Brussel viðmiðum sem þjóðirnar þrjár og Evrópusambandið undirrituðu í nóvember 2008.
Eru þeir að halda því fram að þeir ráði hvernig þetta mál er afgreitt hér og þeir skilji þetta allt svo miklu betur en aðrir.
">InDefence hópurinn telur fundarboð nefndarinnar bera vott um eindreginn vilja hollenskra þingmanna til að kynna sér staðreyndir málsins og málstað hópsins og er ánægður með þann rúma tíma sem fundinum er ætlaður, eða ein og hálf klukkustund
Gagnkvæmur skilningur málsaðila á málsatvikum og aðstæðum hvors annars er grunnurinn að sanngjarnri og réttlátri lausn á Icesave málinu. InDefence lítur á þennan fund sem mikilvægt tækifæri til að efla skilning milli þjóðanna tveggja og koma samskiptum milli þeirra í uppbyggilegan farveg
InDefence til Hollands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Það er ástæða til að fagna núna!
Ólafur Arnarson sem ég er ekki oft sammála segir þetta ágætlega á www.pressan.is í grein með yfirskriftinni "Til hamingju Ísland"
Sá málaflokkur, sem mestu máli skiptir okkur, fyrir utan gjaldmiðilssamstarf, er sjávarútvegurinn. Niðurstaða framkvæmdastjórarinnar í þeim málaflokki var miklu jákvæðari í okkar garð en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Við verðum að gera breytingar, sem m.a. snúa að því að afnema höft á eignarhaldi útlendinga á íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Það eru breytingar, sem við eigum að ráðast í burtséð frá aðild að ESB. Einnig verðum við að gera breytingar, sem að mestu snúa að formsatriðum. Þetta vissum við fyrir.
Stóra fréttin fyrir okkur Íslendinga er hins vegar sú, að framkvæmdastjórnin sér fyrir sér verulega aðkomu Íslands að stefnumörkun ESB í sjávarútvegsmálum. Þetta er sérstaklega tekið fram í skýrslunni. Tekið er fram að fyrirhugaðar eru breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB með íslenska kerfið sem fyrirmynd. Þá væntir framkvæmdastjórnin þess að Ísland muni leiða stefnumörkun sambandsins varðandi sjávarútveg á heimsskautasvæðum. Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir okkur Íslendinga.
Já svartsýnu heimóttalegu afturhaldseggirnir í Heimssýn þurfa nú að finn í hvelli eitthvað annað á móti ESB. Þeir stefna jú að því að einanga okkur hér út í miðju ballarhafi. Kannski að segja fólki að ESB steli frá okkur Geysi! Grafi hann upp og flytji til London. Eða kannski Heklu og Kötlu. Flytji þau til Hollands á skipum og seti fjöllin upp þar.
Síðan væri gaman að einhver spyrði Heimssýnar fólk af hverju aðeins eitt land Noregur er ekki nú þegar eða á komin í ESB fyrir utan okkur. Jú Sviss líka en Sviss eyðir líka gríðarlegum fjármunum í tvíhliða viðskiptasamning við ESB. Eru þá allar hinar þjóðir Evrópu vitleysingar?
Skiptar skoðanir um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
En þjóðaratkvæðagreiðslan er ekkert um þetta!
Finnst dálítið merkilegt að þessir kláru menn erlendis sem skrifa um málefni okkar og Icesave fara stundum frjálslega með. John Kay heldur því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan sé um að hafna kröfunni um að almenningur beri ábyrgð á mistökum banka og bankamanna. Ég verð nú að segja að manni finnst þetta bull.
- Það er ekki verið að kjósa um að hafna ábyrgð á mistökum bankana. Það er verið að kjósa um lög frá Alþingi um ríkisábyrgð á Icesave 2. En við erum þegar búin að samþykkja lög þar sem við öxlum ábyrgð á innistæðutryggingunum
- Veit ekki hvort að John Kay hefur tekið eftir því að í stað þess að aðrar þjóðir ábyrgðust innistæðutryggingar þá fóru þær þá leið að þjóðnýta bankana eða leggja þeim til ógurlegar upphæðir sem er í raun þeirra leið til að verja innistæður.
- Og gaman væri að einhver spyrði blessaðan manninn af hverju í ósköpunum nokkur ætti að geyma fé í bönkum ef að málið væri að fé sé ekki á nokkurn hátt varið að nokkru leit í bönkunum.
- Og þá væri líka gaman að vita í kjölfar þess, hvernig hann álítur að fjárfestingar og lán yrðu möguleg ef að enginn vill geyma fé sitt í bönkum í framtíðinni til ávöxtunar.
- Held að menn verði nú að átta sig á að sparifé og inneignir i bönkum er jú það fé sem knýr samfélögin áfram. Og ef engin þorir að fela bönkum að ávaxta fé sitt þá verða væntanlega ekki stórframkvæmdir og miklu minna um lán. Nema að allir bankar verði ríkisvæddi.
Síðan gleymir hann því að Bretar og Hollenskir skattborgarar eru nú þegar búnir að greiða þessar innistæður sem töpuðust vegna mistaka bankamanna og banka.
Þannig að þetta er fín grein okkur til stuðnings en ég átta mig ekki á rökum hans.
Íslendingar hafa náð frumkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Skrautlegur sjálfstæðisflokkur!
Nú er Gunnars armur Sjálfstæðisflokkins í Kópavogi genginn í Framsókn til að hefna sín væntanlega á einhverjum þar. Sömu aðilar sem hafa verið að saka aðra um það sama. Sbr. frétt á www.vísir.is
Það var greinilega mikið um nýskráningar hjá okkur. Það vakti töluverða athygli í hópnum að ein dóttir Gunnars Inga Birgissonar var gengin í Framsóknarflokkinn. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að það er ekki bara önnur dóttirin sem er komin heldur báðar og tengdasynirnir líka," segir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, og formaður bæjarráðs, Ómar Stefánsson á bloggi sínu.
Þar upplýsir hann lesendur um að dætur og tengdasynir Gunnars I. Birgissonar, sem tapaði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, væru nýskráð í Framsóknarflokkinn en athygli vekur að prófkjör Framsóknarflokksins fer fram næstu helgi og berjast þar þrír frambjóðendur um fyrsta sætið á listanum. Þeir eru, fyrir utan Ómar, Einar Kristján Jónsson og Gísli Tryggvason.
Þá sætir það ekki minni tíðindum að Halldór Jónsson verkfræðingur er einnig gengin til liðs við Framsókn. Nokkuð var fjallað um hann og störf hans í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðismanna. Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum á dögunum að óska álits samgöngur- og sveitastjórnaráðuneytisins á hæfi Halldórs Jónssonar sem skoðunarmanns reikninga Kópavogsbæjar.
Verði þeim að góðu! Hjápar hvorki þeim né flokknum. Svona aðgerðir eru bara einhverjar hefni aðgerðir. Dæmi um valdasýki og rembu. Og þetta hafði fólk geð í að kjósa yfir Kópavog tímabil eftir tímabil
P.s. var að lesa að skáningum í framsókn fyrir prófkjörið var lokað á föstudaginn fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna. Þannig að bæði haf þau verið í Framsókn þegar þau kusu í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem og Gunnar og co hafa verið að undirbúa sama leik og hann kvartar nú yfir að aðrir beiti hann.
Átti ekki frumkvæði að upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Þetta er alveg stórkostulegur málflutningur hjá Sigmundi!
Ræðst að embættismönnum sem eru að flytja mál okkar við erlend ríki. Þessi sömu menn sem hafa komið í ítrekað í ræðustól Alþingis og boðað greiðslufall og þjóðargjaldþrot. Ráðast nú að mönnum sem í störfum sínum eru að reyna með öllu ráðum að fá stuðnig.
Held að Sigmundi ætti að vera ofarlega í minni Áramótaskaupið : "þið munið öll deyja"
Halda menn að enginn fylgist með því sem þeir segja hér á Ísland?
Ég hef lesið þetta bréf á wikileak sem þessi sendifulltrúi USA skirfaði. Þetta er minnisblað með hans upplifun og fært í stílin. Og það er ömurlegt af þingmönnum að ráðast að starfsmönnum ráðuneyta sem eru að reyna að beita þrýstingi á aðra fyrrum vinaþjóð okkar að koma okkur til hjálpar. Og nota til þess rök frá stjórnarandstöðunni. Og eru svo skammaðir fyrir það.
Það var formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem óskaði eftir að taka málið fyrir utan dagskrá á Alþingi en þar gagnrýndi hann Össur harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna auk þess sem hann sakaði íslensk stjórnvöld um að reyna að velta Icesave-skuldunum yfir á Noreg með það að markmiði að endurgreiða þeim síðar.
Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Guðlaugsson orðaði þá atburðarrás reyndar á ameríska vegu og sagði í ræðustól: Eða eins og Bandaríkjamenn segja, You couldn´t make this stuff up." (www.visir.is )
Og svo sagði Sigmundur eins og stendur í fréttinni hér á www.mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart að fulltrúar utanríkisráðherra hafi talað máli Íslands á fundinum. Annar hafi verið verra, s.s. umræða um hættuna á greiðslufalli þjóðarinnar og mikilvægi þess að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur segist ljóst að á fundinum hafi fulltrúarnir verið að ræða um það sama og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sögðu á þessum tíma. Það sé einmitt vandamálið, þ.e. hvernig ríkisstjórnin hefur talað í málum og endurspeglist í minnisblaðinu
Blessaður karlinn er búijnn að gleyma að hann hefur marg oft talað um greiðslu fall og félagar hans í framsókn.
Söguskýring bandaríska sendifulltrúans röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Þetta er nú meira ruglið!
Held stundum að fólk erlendis í samskiptum við okkur hljóti að halda að við höfum orðið fyrir andlegum skaða við hrunið.
Ef fólk les þingræður varðandi Icesave í sumar og haust voru athugasemdir fólk við Icesave aðallega eftirfarandi:
- Vextir: Þeir þóttu of háir, ættu að vera breytilegir, ósanngjarnt að borga þá frá upphafi árs 2009 þar sem að frestur til að gera kröfur í Innstæðutryggingarsjóð rann ekki út fyrr en 23 október 2009
- Nú er verið að bjóða okkur vaxtalaust tímabil árin 2009 og 2010, breytilega vexti.
- Og svo það sem við þegar vorum búin að skrifa undir í haust. Þar sem að samningar kveða á um að greiðslur okkar miðið við stöðu efnahagsmála. Þar sem mikið tillit var tekið til fyrirvarana sem við sjálf settum í lögunum frá því ágúst.
- Og óvissa um eignir Landsbankans hefur minnkað og líkur á því að þær nemi nú um 1200 milljörðum á móti 3 til 400 milljörðum sem svartsýnir þingmenn spáðu. Og eignir koma því til með að dekka allt að 90% af höfuðstól Icesave lána.
Það sem er verið að bjóða eru kjör sem að nær allir andstæðingar Icesave hafa talið að stæðu fyrri samningum fyrir þyrfum.
Þetta var klárlega ekki inntakið málflutningi eins né neins á Alþingi né í umræðunni nema að litlu leiti.
En nú er allt í einu allt breytt. Nú eru menn þrátt fyrir alla umræðu á því að við eigum ekki að fá nein lán. Eignir Landsbankans eigi bara að ganga upp í þessar skuldir. Og annað ekki ásættanlegt.
Hvað halda menn eiginlega? Viðsemjendur okkar hafa fylgst með umærðum á Alþingi þýtt þær og unnið úr þeim. Og koma svo með tillögur byggðar á ummælum stjórnarandstæðinga á þingi. En þá hafa bara allir skipt um skoðun.
Held að við séum á hraðleið inn í hóp ríkja sem ekkert er að marka. Og loforð og samningar er eitthvað sem aðrar þjóðir eiga erfitt með í framtíðinni að treysta á.
Auðvita er skuldatryggingarálag upp á 2,75% ofan á breytilega vexti full mikið en um það mætti kannski semja ef við værum ekki svona ömurlega óábyrg og tvístígandi. Annað sýnist mér vera nákvæmlega það sem menn voru að tala um á Alþingi.
Ísland fallist á forsendurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 22. febrúar 2010
Og við bíðum og bíðum og bíðum og bíðum og bíðum!
Og við bíðum og bíðum, og ekkert verður hér að verki á meðan.
Og við bíðum og bíðum og öll endurreisn bíður á meðan!
Og við bíðum og biðum og töpum milljörðum í tugum til framtíðar litið
Og við bíðum og bíðum og frestum um leið öllum verulegum fjárfestingum!
Og við biðum og bíðum og menn telja að við höfum nú náð yfirhöndinni.
Og við bíðum og bíðum og menn trúa Sigmundi að við getum bara farið að byggja hér upp á meðan. Jafnvel þó að allar fjárfestingar séu stopp vegna þess að öll erlend lán á næstunni verða með 4% auka vöxtum vegna skuldatryggingarálags
Og við við bíðum og bíðum þar til að stjórnvöld gefast upp og Framsókn og Sjálfstæðismenn ná hér völdum.
Og við bíðum og bíðum og að lokum verður Bjarni Ben forsætisráðherra og Sigmundur fjármálaráðherra!
Og þá verður varla hægt að bíða öllu lengur! Því þá er búið að tryggja að hér verða engar þær breytingar sem fólk dreymir um að verði komist til framkvæmda. T.d. eins og endurskoðun á kvótakerfi, persónukjör, stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur.
Og þá verður Íslenska ríkið tilbúið að semja strax um Icesave!
Tilboðið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Bíddu eru þeir búnir að sjá tilboðið?
Breytt vaxtakjör nægja ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson