Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Ég er ekki mikið fyrir að kalla fólk nöfnum eða blóta!

En andskotans pakk er þetta fólk. Hverju er það að mótmæla fyrir utan hús Steingríms? Getur þetta fólk ekki bara farið á pöbbinn eða í útilegu og látið eins og fífl þar. Það væri líka gaman að vita hvað það er sem  fer fram í þessu hús Steingríms sem það er að mótmæla. Minni á að það voru stofnanir sem eiga og eru vonandi algjörlega sjálfstæðar sem komu með tilmæli til banka og fjármögnunarfyrirtækja um vexti sem síðan hefur þróast með aðstoð Talsmanns neytenda yfir í fasta krónutölu af lánum. Og Hagmunasamtökin fagna þessu sem og Talsmaður neytenda svo hverju eru þessir vitleysingar að mótmæla?


mbl.is Mótmæltu við heimili Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps ekkert að marka Bjarna Ben!

Þetta sagði Bjarni í grein sem hann skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni 13 des 2008:

Bjarni Ben formaður utanríkismálanefndar.

Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bjarni og Illugi segja í aðsendri grein í blaðinu að krónan muni reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Þó megi ákvörðun um aðild ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilinn. Þeir segja að stjórnvöldum hafi mistekist á undanförnum árum að tengja saman ríkisfjármál og stjórn peningamála. Vextir hafi orðið ein helsta útflutningsafurð þjóðarinnar og því hafi gengi krónunnar orðið sterkara en verðmætasköpun þjóðarinnar gat staðið undir. Einkavæðing ríkisbankanna hafi þó ekki verið mistök en þeir telja að herða hefði þurft reglur um eignarhald bankanna. Þá hafi Fjármálaeftirlitið verið of veikt og benda þeir á að enn sé það aðeins með um 60% af mannafla Fiskistofu.

Þá segja Bjarni og Illugi að atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum. Þeir telja því nauðsynlegt að endurskoða kosningafyrirkomulagið. Hvert sú endurskoðun ætti að leiða skýra þeir ekki frekar.

En nú ert þetta bara allt gleymt og heytir að hann hafi viljað:

„Eftir hrunið fannst mér rétt að menn sýndu umræðunni umburðarlyndi og veltu alvarlega fyrir sér öllum valkostum í stöðunni

Ekki gat ég lesið það út úr grein hans fyrir 2 árum. Er furða þó menn tali um hann sem vindhana. Þ.e. hann snýst eins og vindar blása en gerir að öðruleyti ekkert gagn.


mbl.is Umsókn Íslands verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já gott fólk þetta er það sem ég hef sagt frá því í Júní

Og margir hafa skrifað á móti að ég sé vitlaus og skilji þetta ekki. þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að eitthvað lendi á fjármálafyrirtækjum vegna þessara lána, heldur eins og segir í fréttinni:

Blaðið segir, að í vinnugögnunum komi fram að stjórnvöld telji sig þurfa að hækka tekjuskatt, virðisaukaskatt og skera enn frekar niður, verði þessi eignayfirfærsla að veruleika. Þar segi einnig að kostnaður við alla almenna fjármálaþjónustu myndi líklega stórhækka ef samningsvextir lánanna yrðu látnir standa.

Þ.e. að allur bankakostnaður fólks hækkar, önnur lán verða dýrari, ríkið þarf að skera meira niður og skattar og virðisaukaskattur að hækka.

Minni líka á að þó að þessi fjármálafyrirtæki fari á hausinn þá hverfa ekki lánin heldur verða að eignum í þrotabúinu sem ganga svo væntanlega til kröfuhafa eða hæstbjóðenda. En hugsanlegar inneignir fólk af þessum lánum eftir að gengisviðmið var dæmt ólöglegt væri sennilega horfin.


mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja nú geta allir slakað á fram á haustið

Samtök  fjármálafyrirtækja (bankar og lánafyrirtæki) ætla að fara að tilmælum Talsmanns Neytenda og Hagsmunasamtaka Heimilanna. Eins og lá reyndar fyrir frá því fyrir helgi eins menn gátu heyrt hjá Talsmanni Neytenda. Nú bíðum við bara róleg þar til hæstiréttur hefur fjallað um þetta. Og fólk getur farið að fara víðar í sínu sumarfríi en bara niður á Arnarhól.  Málin hafa tilhneigingu til að bjargast og æsingur og stress oft allt of mikið að óþörfu.
mbl.is Bankar fara að tilmælum Samtaka fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi leyfum þeim að borga vexti skv. samningum!

En ef að þetta kostar ríkissjóð auknar greiðslur m.a. til bankana þá skattleggjum við gróða þeirra sem hagnast á þessum kjörum um það sem þetta kostar okkur! Finnst það sanngjarnt. Og rukkum til baka hagnað þeirra ef að Hæstiréttur dæmir að taka eigi upp vaxtakjörin líka)

(ég er með gengistryggt lán sem a.m.k. hverfur með vöxtum Seðlabanka)


mbl.is Mótmælt á ný við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta allt fólk með bilalán sem er að mótmæla?

Það er náttúrulega bara búið að dæma gengistryggingu á bílalánum hjá Lýsingu og SP fjármögnun ólöglega.

Seðlabanki sem og FME komu með tilmæli til banka og fjármögnunarfyrirtækja að miða tímabundið við meðalvexti Seðlabanka þar til dómur fellur um hvort að þessir samningsvextir eigi við þegar að forsendur þeirra dæmdar ólöglegar. Manni skilst að með flýtimeðferð eigi það að vera í haust.

Það var ljóst að bankar og fjármögnunarfyrirtæki ætluðu ekkert að gera í þessu og óskuðu eftir fyrirmælum þessara stofnana.

Nú liggur fyrir að Talsmaður Neytenda er búinn að ræða við banka og fjármála fyrirtæki sem hafa tekið jákvætt í að rukka bara ákveðna upphæð af bílalánum. Um 15 þúsund af hverri milljón!

Annars bendi ég á færslu hér sem Ingibjörg Hinriksdóttir skrifaði og birtir stöðu á sínu bilaláni eftir því hvaða lánakjör verða endanlega fyrir valinu. Þar kemur fram hversu mikið hún hefur ofgreitt miðað við 4 möguleika og eins hvaða greiðslur hefðu átt að vera á láninu hennar skv. þessum möguleika og hvaða eftirstöðvar hefðu þá átt að vera af láninu og eins hvað hún hefur ofgreitt. Af þessu dæmum er hún í þeirri stöðu að hafa borgað mun meira en henni bar í öllum 3 möguleikunum og höfuðstóll lánanna hrapar niður og enn meira þegar ofgreiðslur eru reiknaðar til lækkunar höfuðstólnum

Sjá hér

 Síðan finnst manni furðulegt að fólk ráðist að Seðlabankanum þegar hann aðeins kemur með tilmæli.

Og eitt varðandi almennar skuldaniðurfellingar á öll lán einstaklinga eins og Lilja og Sigmundur Davíð tala um: Getur einhver nefnt mér fordæmi um að það hafi einhversstaðar verið gert áður og gengið upp?


mbl.is Áfram mótmælt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 60% þjóðarinnar vill Gamla góða Ísland með sínni verðbólgu, og gengishruni aftur!

Ósköp er þessi þjóð heimsk. Hér hefur krónan sigið á einni öld 2000 falt. Hér grasserar verðbólga og hefur gert í síðustu 50 ár. Hér hafa verið og verða við lýði háir vextir þar sem að annars myndi fjármagn streyma úr landi. Hér geta fámenni hópar útgerðamanna og bænda fokkað í okkur eins og þeir vilja. Hækkað verð, lækkað gengi og svo fram eftir götunum.

Hér þarf að vera sérstök mynt "Verðtryggð króna" því annars væri ekki hægt að lána hér á landi nema á okur vöxtum Hér er fólk sem er að gráta það að borga kannski um 100 milljónir af 20 milljónaláni á 40 árum.

En samt vill fólk hér allt óbreytt. Ekki reyna neitt nýtt! Ekki segja að nú eigi allt að verða öðruvísi. Því nær allar aðarar leiðir hafa verið reyndar til þessa og allar hrunið í andlitið á okkur. En nei það má ekki horfa í hvað við fáum út úr aðildarviðræðum. Frekar Ísland fyrir Íslendingaa, útlendingar eru vondir menn sem eru að reyna að stela auðlindum okkar og fleira gáfulegt. Fólk vill nú bara loka okkur af hér á hjara veraldar og hætta nær öllu alþjóðasamstarfi og viðskiptum. Bara lifa á því sem vð ræktum og veiðum. Svoleiðis bullandi þjóðernisremba að maður verður veikur að hlusta á þetta bull

Verði ykkur að góðu. En samning skulið þið fá til að geta endanlega gert upp hug ykkar í þjóðaratkvæði.

Minni á að fyrir 2 árum var góður meirihluti með aðildarviðræðum að ESB og hafði verið um árabil


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vita hverjum af þessum einstaklingum fólk treystir svona vel?

Ekki að mínu mati margir þarna sem ég vildi að kæmu að stjórn landsins. Eiins er þeir ekki alltaf að stressa sig á ályktunum landsfunda flokksins:

Árni Johnsen(ÁJ)9. þm.Suðurk.Sjálfstfl. 
Ásbjörn Óttarsson(ÁsbÓ)1. þm.Norðvest.Sjálfstfl. 
Birgir Ármannsson(BÁ)11. þm.Reykv. s.Sjálfstfl. 
Bjarni Benediktsson(BjarnB)2. þm.Suðvest.Sjálfstfl. 
Einar K. Guðfinnsson(EKG)5. þm.Norðvest.Sjálfstfl. 
Guðlaugur Þór Þórðarson(GÞÞ)5. þm.Reykv. s.Sjálfstfl. 
Jón Gunnarsson(JónG)12. þm.Suðvest.Sjálfstfl. 
Kristján Þór Júlíusson(KÞJ)4. þm.Norðaust.Sjálfstfl. 
Óli Björn Kárason(ÓBK)5. þm.Suðvest.Sjálfstfl. 
Ólöf Nordal(ÓN)2. þm.Reykv. s.Sjálfstfl. 
Pétur H. Blöndal(PHB)7. þm.Reykv. n.Sjálfstfl. 
Ragnheiður E. Árnadóttir(REÁ)2. þm.Suðurk.Sjálfstfl. 
Ragnheiður Ríkharðsdóttir(RR)8. þm.Suðvest.Sjálfstfl. 
Sigurður Kári Kristjánsson(SKK)3. þm.Reykv. n.Sjálfstfl. 
Tryggvi Þór Herbertsson(TÞH)9. þm.Norðaust.Sjálfstfl. 
Unnur Brá Konráðsdóttir(UBK)6. þm.Suðurk.Sjálfstfl. 

Ég get sagt mína skoðun en það 3 þingmenn þarna sem ég ber virðingu fyrir það eru þau:

Kristján Þór sem mér finnst alltaf málefnalegur þó ég sé ekki sammála honum.

Pétur Blöndal sem er virkilega klár á mörgum sviðum þó skoðanir hans séu stundum þvert á allt þá stendur hann á þeim.

Ragnheiður Ríkharðs. Hún er óhrædd að standa með sinni sanfæringu og er ekki tækifærissinni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband