Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Er ekki hægt að kalla alla fyrir Landsdóm?

Heyrði Atla Gíslason segja að ein af stærri sakargiftum sem kölluðu á Landsdóm væri að Geir og Ingibjörg hefðu ekki kallað til Ríkisstjórnarfunda um mikilvæg mál. En nú er spurning hvort að núverandi stjórn hafi gætt að því? Sem og að ég hef heyrt að Jón Bjarnason þegar hann neitar því að framfylgja stefnu Alþingis varðandi ESB gæti nú verði að kalla yfir sig að vera kallaður fyrir Landsdóm. Nú síðan má nefna stjórnvaldsaðgerðir Svandísar Svavarsdóttur og fleira og fleira. Og nær allar ríkisstjórnir sem hér hafa verið hafa ekki lent fyrir Landsdóm. T.d. þegar við vorum sett í hóp hinna viljugu þjóða. Af hverju var Landsdómur ekki kallaður fyrir þá. Sem og þegar Kárahnjúkar voru sett af stað án þess að setja hér upp mótvægisaðgerðir
mbl.is Þingmenn segja vanda vegna landsdóms slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló bátar halló skip

Nú er ég búinn að lesa þessa frétt og eins frétt af SP fjármögnun!  Í þeim báðum kemur fram að mikil vinna sé framundan varðandi endurreikning og úrvinnslu mála. En halló á ég að trúa því að þessi fyrirtæki hafi ekki nýtt tíman nú í sumar frá því í júní til að undirbúa endurútreikning. Hefði einhvern veginn haldið að minnstakosti síðan í Ágúst hefðu þeir átt að vera búnir að gera þetta klárt. Er þetta ekki svo einfalt að þeir setja upprunalegu upphæðinna inn í exel reiknilíkan og dagsetningu láns og láta exel reikna inn á þetta nýja vexti frá lántökudegi. Þetta getur ekki verið svo flókið nema þegar um er að ræða uppgreiðslur og sölur á bílum. En ég held að flestir eigi nú bílana ennþá.

Þessi fyrirtæki eru örugglega með þetta tilbúið og vita að þeim mun fyrr sem þeir klára þetta, því betra.


mbl.is Fyrir öllu að fá niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski rétt að benda Atla og fleirum á ágæt skrif Eiríks Bergmanns um þetta mál.

Eiríkur segir m.a.

Ég veit eiginlega ekki hvar skal byrja:

Í fyrsta lagi er þessi Landsdómur algjör bastarður. Hann brýtur til að mynda mannréttindasáttmála Evrópuráðsins því úrskurði hans er ekki hægt áfrýja – hann er því líkast til ólöglegur hvort eð er. Og kannski verðum við gerð afturreka með þetta allt saman. 

Í öðru lagi er stjórnskipanin öll komin á flot þegar þingmenn fá allt í einu ákæruvald yfir öðrum stjórnmálamönnum. Og réttarríkinu snúið á hvolf þegar við bætist að stjórnmálamennirnir velja sjálfir fulltrúa í dómstólinn. Þrískipting ríkisvaldsins er hér máð út og að engu gerð.

Í þriðja lagi er bullandi hætta á að ákvörðunin sé fremur byggð á lýðskrumi heldur en réttlæti. Skoðum þetta atriði rétt aðeins: Daginn langan eru þingmenn samkvæmt skilgreiningu þjakaðir af endurkjörsskjálfta og þrátt fyrir að sumir þeirra verði heilagir í framan þegar þeir hástemmdir lýsa yfir að þeir stjórnist aðeins af sannfæringu sinni þá vitum við auðvitað betur: Þingmenn leitast við að þóknast kjósendum sínum til að tryggja sjálfum sér endurkjör. Það er bókstaflega innbyggt í kerfið. Litli lýðskrumarinn blundar í þeim flestum og því er hér augljós hætta á því að ákvörðunin um að ákæra aðra stjórnmálamenn til þessa Landsdóms – jafnvel pólitíska andstæðinga – byggi ekki endilega aðeins á þeim grunni að þjóna réttlætinu. Þá er orðið stutt í pólitískar ofsóknir. 

Í fjórða lagi er svolítið erfitt að taka mark á dómstól sem dregur Árna Matthiesen (og jafnvel Björgvin G. Sigurðsson sem markvisst var haldið frá upplýsingum og ákvarðanatöku) á sakamannabekk fyrir efnahagshrun Íslands á meðan arkítektar hins hrunda efnahagskerfis, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, eru stikkfrí sökum einstaklega heppilegra fyrningareglna.

Síðan má bæta við hvort það verður þá normið eftir hverjar kosningar að fyrri ríkisstjórn sé kærð fyrir störf sín og hugsanleg mistök. Þannig að það verði þannig að fyrst séu kosnigar svo Landsdómur skipaður af meirihluta á Alþingi að mestu. Og svo koll af kolli. Og ekki held ég að þetta hvetji menn til að taka þátt í stjórnmálum ef við þeim blasir fangelsi ef að næsti meirihluta dettur það í hug.


mbl.is Telur ákæru standast mannréttindareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mikil breyting miðað við fyrri ár.

Á heimssiðu Sýslsumannsins í Reykjavík má finna töldu frá fyrri árum. Þar kemur m.a. fram:

  2004 2005 2006 2007 2008 2009

Skráðar fjárnámsbeiðnir

216001591319129197581854118211

Loknar gerðir

2983419580170881973117591 15355
       

Skráðar fasteignabeiðnir

368323402509 2482 22772504

Seldar fasteignir

2158391137161207

Seldar bifreiðar

516378367419491441

Selt annað lausafé

125016193 30253

Þarna sést að árið 2009 sker ekkert úr þrátt fyrir að fólk tali eins og fólk sé borið út á færiböndum. Og Það sést t.d. að 2004 var meira um nauðungarsölur heldur en 2009

Þeim hefur vissulega fjölgað það sem af er þessu ári. En ef maður ætti að trúa fréttum og bloggi þá ættu þessar tölur að vera í þúsundum eða tugþúsundum. En svo er óvart ekki. Væri rétt að fréttamenn skoðuðu málin almennilega áður en fólk er hrætt hér upp úr skónum.

 


mbl.is 205 fasteignar seldar nauðungarsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalega er þetta vitlaust!

Það væri gaman að vita hvort að Vilhjálmur Birgisson geri sér grein fyrir að hér hrundi allt ári eftir að þessi ummæli Jóhönnu féllu. Hvað vill hann að Jóhanna geri? Á hún að skattleggja starfsfólk verkalýðsfélaga sérstaklega og hækka greiðslur til þeirra fátæku? Nú er væntanlega felstir hanns umbjóðendur í störfum hjá einkafyrirtækjum. Á Jóhanna að fara þar inn og grafa eftir gulli? Á Jóhanna að hækka skatta á hans umbjóðendur til að borga öryrkjum  hærri bætur? Svona gæti maður spurt þegar maðurinn veit að ríkið skuldar hér þúsundir milljarða.

Það má nefna að 2007 var mesta uppgangsár hér á landi. Af hverju var Vilhjálmur ekki að berjast fyrir þá fátæku á þeim tíma? Þá voru virkilega til peningar til að bæta kjörin verulega. Af hverju heyrði maður lítið í honum 2004-2005-2006-2007?

Og er maðurinn virkilega að halda því fram að Jóhanna eða Steingrímur geti 2 ein byggt hér upp?


mbl.is Spyr Jóhönnu út í þjóðarskömmina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry Alvar er ekki að ná þessu hjá þér

Það er stundum eins og fólk haldi að stjórnvöld geti skitið peningum. Ríkið skuldar nú um 1600 milljarða var ég að lesa um daginn. Öryrkjar hafa það jú virkilega skítt en hvað vilja þeir að stjórnvöld geri? Eins kannski líka við hæfi að benda á að örorkubætur eru í dag hvað um 160 þúsund. Held að lægstu laun séu um 170 þúsund. Svo lítill munur hefur sjaldan verið á milli örorkubóta og lægstu launa. Þetta er náttúrulega langt frá því að vera boðlegt en bendi á að margir eru að þrauka á launum sem eru rétt um 200 þúsund í dag. Þetta er stærri hópur sem vinnur á slíkum launum en fólk heldur. T.d. í matvörubúðum, ræstingum og fleiri slíkum störfum.

Alvar hlýtur að gera sér grein fyrir því að við vorum gjaldþrota haustið 2008. Við þurftum að fá AGS hingað inn því við fengum enginn lán til þess bara að halda hér þjóðfélaginu gangandi. Það þurfti AGS og áætlun sem þeir samþykktu til að þeir og önnur lönd lánuðu okkur. Og þessi áætlun miðar að því að við komumst aftur í þá stöðu að ráða við stöðu okkar.

Það átti öllum að vera ljóst að allir ættu eftir að finna fyrir kreppunni og við þyrftum að taka á okkur birgðar næstu árinn. Höfum samt ekki þurft að gera eins og Finnar sem þurftu að loka 4 hverjum skóla og heilu bæjarfélögin voru háð því að fá mat frá hjálparstofnunum.

Það er samt rétt í þessu sem hann segir varðandi atvinnulífið. Það er farið að verða pínlegt hvað öll hugsanleg stærri fjárfesting er að fjara út vegna seinagangs stjórnvalda og baráttu milli flokka í stjórn. En hann getur ekki eftir að hafa upplýst hvað hann kaus og hefur kosið talað um svik við sig þar sem hann kaus aldrei Ögmund eða Vg


mbl.is Ögmundur sveik loforðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var kominn tími til að einhver segði Vigdísi, það sem margir hafa hugsað

Þingmennska hennar hefur verið með afbrigðum.

  • Í mörgum umræðum fer hún í andsvör við alla með sömu spurningarnar. Kannski 10 til 30 sinnum. Alveg sama þó það sé samflokksmenn hennar eða andstæðingar.
  • Hún notar fullyrðingar og upplýsingar af blogginu held ég eins og það séu staðreyndir.
  • Hún sakar hina og þessa um landráð án þess að geta rökstutt það
  • Hún grípur hvert hálmstrá eins og þegar hún eyddi heilum degi að koma í andsvör og tala um eitthvað kaupmannahafnarviðmið í tenglum við að við gætum ekki sótt um aðild að ESB. En kaupmannahafnarviðmiðið fjallar um: "Aðild tilskilur að umsóknarríki búi við stöðugar stofnanir sem tryggja lýðræði, lögfestu, mannréttindi og virðingu fyrir minnihlutahópum og vernd þeirra, markaðshagkerfi, sem og getu til að standast samkeppnisþrýsting og markaðsöfl innan sambandsins. " Eitt af því fáa sem við getum þó sagt að við ættum að uppfylla.
  • Og nú á Þráinn að vera flugumaður Össurar í Vg.

Held að Vigdís sjái Alþingi sem leikvöll þar sem sá sem talar mest án þess endilega að vita um hvað hann er að tala sigri.  En held að hún sé jafnt og þétt án þess að vita af því, búin ásamt nokkrum öðrum að grafa undan virðingu og trú manna á Alþingi.

Mér fannst Össur lýsa vel framkomu hennar og fasi. Þegar hann sagði.

Frú forseti. Þessi ræða og sú sem hana flutti er talandi dæmi, talandi skýring á því hvers vegna Framsóknarflokkurinn hefur tapað þriðjungi af fylgi sínu frá því sem það var í skoðanakönnunum á síðasta ári. Hvað veldur því að þingmenn flokksins halda ræður sem eru fullar af slíku endemisbulli, líkt og sú sem hv. þingmaður flutti hér áðan? Hvað veldur því að hv. þingmaður leyfir sér að spinna upp sögur og blekkingar og vitleysu? Er það vegna þess að hún er vísvitandi að fara með ósannindi eða er þingmaðurinn ekki nógu vinnufús til að vinna heima?

Hún virðist leita markvisst á netinu að einhverju til að ræða um. Og ef hún finnur eitthvað sem gæti komið sér illa fyrir stjórnina ríkur hún af stað án þess að kanna málin. Hún hefur eytt tugum ef ekki hundruðum klukkustundum af tíma Alþingis í bull. Og eftir þessu er tekið allstaðar þar sem fólk ræðir um Alþingi þá kemur hún til tals.

Svo takk Össur fyrir andsvörin á þingi. Þetta og þetta


mbl.is Þráinn hvíslari Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja og Ásmundur ekki alltaf auðskiljanleg

Hélt að Lilja væri nú hagfræðingur. Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því að það hugnast ekki mörgum að eiga viðskipti við land þar sem svo stór mál eru óuppgerð og því staðan næstu ár óviss. Eins hlýtur hún að átta sig á því að hér er ekki hægt að gera nænar áætlanir sem standast þegar þessi óvissa er til staðar. Eins hafa öll lánshæfisfyrirtæki lýst því yfir að við verðum í og við rusl flokk þar til þetta er frágengið.

Um Ásmund Einar er það að segja að eftir að hafa heyrt hann tala sem formann Heimsýnar þá er ljóst að hann hefur ekki nokkra innsýn í það sem hann er að tala um. Enda bara strákgrey.

Enda ef þau hafa kynnt sér málið þá ættu þau að hafa þessi atrið Össurar í huga:

Össur sagðist telja, að ef málið færi gegnum Eftirlitsstofnun Evrópu og síðan dómstóla yrði gerð atlaga að neyðarlögunum. Þau myndu væntanlega halda en meiri óvissa væri um hvort forgangsákvæði Icesave-samninganna myndi halda. Það gæti leitt til þess að aðrir kröfuhafar fengju meira í sinn hlut úr þrotabúi Landsbankans.

Ef allt færi á versta veg þá værum við komin í verri stöðu en í október 2008 þegar allt hrundi.


mbl.is Liggur ekkert á að semja um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband