Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Þetta blinda byggingaæði!

Hlustaði á bæjarstjórnarfundinn í kvöld í Kópavogi þar sem að sjálfstæðismenn tóku við í samfloti við Y lista og framsókn. Og þessi fullvissa þeirra að auknar byggingar og lóðasala bjargi öllu minnti mig á að allt byggingaræði hér hjá þessum sömu mönnum lækkaði ekki útsvarið mitt öll þau ár sem þeir seldu hér lóðir eins og andskotinn. Og þrátt fyrir alla sölur á lóðum hækkuðu skuldir Kópavogs um 3/4 á 4 árum og við vorum að nálgast að lenda undir eftirlitstofnun Sveitarfélaga þar sem að hér stefndi allt í vitleysu.

Nú halda þeir því fram að með því að lækka verðið þá seljist fleiri lóðir og það eigi að redda öllu. En bíddu þeir eru nú að tala um greiðslukjör sem sennilega frestar nú eitthvað því að við fáum þessa peninga. Sem og að læti þeirra við þetta hingað til olli allri óvissunni varðandi land við Vatnsenda  sem gæti kostað bæinn milljarða. Eins þá keyput þeir upp Glaðheimalandið til að redda einhverjum skíta fjárfestir þar sem hafði byrjað að kaupa hesthús þar á uppsprengdu veriði til að eignast gömul hús á landi sem Kópavogsbær átti sjálfur. Ævintýri sem kostaði okkur milljarða og nú er ég hræddur um að það verði selt á brunaútsölu.


mbl.is Styðja ekki „buddupólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru verktakar sennilega að undirbúa hátíð! Nú verður mulið aftur undir þá á kostnað Kópavogsbúa

Á síðasta kjörtímabil tókst Framsókn og Sjálfstæðismönnum að auka skuldir Kóapvogsbúa um 20 nei 30 milljarða var mér nú bent á. Aðallega í því að standa í að bjarga verktökum sem voru að klúðra málum á ýmsum stöðum. Nú ef fólk les nýjan samning meirihlutans á að lækka verð á lóðum og selja þær á afborgunum. Kannski þannig að menn borgi ekki fyrr en þeir selja eða svoleiðis. Og því á bærinn eftir að verða af gríðalegum eignum þegar þessar lóðir verða seldar vertökum á útsölu. Og viti menn að það verður skálað í Sjálfstæðishúsnæðinu á næstunni. Og við gætum kíkt þangað inn þá sæum við að 70% af þeim eru verktakar, bygginameistarar og svo sakleysingar sem líta á Gunnar sem Guð. Þrátt fyrir alla spillinguna sem á hann hefur verið borið.
mbl.is Ármann kjörinn bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur er nú verið að ýkja held ég.

Hafsteinn sagði nú að óformlegar viðræður hefði verið um hvort að taka ætti framsókn inn sem 7 mann. Ekkert hefði verið gert í því og alls ekki hefði staðið til að hætta samstarfi við Næstbesta flokkinn.  Og þessar umræður hefði m.a. átt sér rætur í að Ómar vann með meirihlutanum að fjárhagsáætlunum bæjarins.

Annars bendi ég á þessa grein um málið

Svo er rétt að benda Kópavogsbúum á að á 20 mánuðum náði fráfarandi meirihluti að klára 48 af 72 málum á málefnasamning sínum og því ótrúlegt að Hjálmar skyldi hlaupa í burtu við smá vandamál. 

Eins ágætt að minna fólk á að ólíkt fyrri árum hefur ekki verið stöðugt stríð við bæjarbúa á meðan fráfarandi meirihluta var við völd. Ekki þröf fyrir hagmunasmtök í hverju hverfi þ.e. Betar Kársnes, Betri Nónhæð, Betri Lindi. Og svo samtök í stríði við bæinn í Lundi. Það hefur ekkert heyrst í þeim.  En skv. því sem maður þekkir verður farið af stað í gefa verktökum hér frítt spil á kostnað okkar sem hér búum. Þannig að ég boða að hér með byrja lætin á næstu mánuðum. 


mbl.is Vildu semja við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fyrst verið er að tala um nýju framboðin

Var að skoða Stefnskrá xc.is og hnaut um eftir farandi m.a.

Samstaða vill að hið opinbera tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri án skerðingar (gegnumstreymiskerfi). Til viðbótar greiði fólk í lífeyrissjóði en geti valið í hvaða sjóð er greitt hvort sem er hér á landi eða erlendis. Samstaða vill efla sjóðsfélagalýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðakerfinu.

Hef aðeins verið að kynna mér Sænska krefið! Þar er það eins og þau tala um. Nema að fólk borgar 18,5% í það í stað þess að við borgum nú 12%. Og 16% af greiðslu Sænskra greiðenda fer í gengumstreymislifeyrissjóð og þar eru vandamál. Þeir sjá á næstu árum fyrir að það dugi ekki til að framfleita öllum sem eru að komast á eftirlaun. Þessvegna eru þeir að hvetja fólk til að vinna lengur. Því annars þurfi að lækka lífeyrir. Og þannig hefur það verið og fer versnandi að þar sem að kynslóðir sem eru að hefja töku lífeyris eru sífellt stærri og kynslóðirnar ekki lagt með sér í sjóði til að taka hluta af þessari framfærsluskyldu þá eru Svíar og felst Evrópuríki með gengustreymissjóði að lenda í vandamálum. Í dag er hér á landi borgað um 80 milljarðar inn í lífeyrissjóði en um 70 fer út til lífeyrisþega. Og svo borgum við um 50 milljarða út úr Trygginarstofnun til þeirra sem ekki haf nægan lífeyrir. Ef að gengumstreymiskerfið yrði tekið upp myndu greiðslur okkar í gengum skattkerfi og greiðslur í lífeyrir hækka sem nemur því sem vantar uppá við að sjóðirnir myndu fljótt eyðast og hverfa. 

Einn finnst mér að kaflarnir um 

  • Að draga úr gjaldtöku fólks í heilbrigiskerfi
  • Auka þennslu með ríkisframkvæmdum, lækkun skatta og úgjaldahækkunum ríkisins almennt
  • Stofnun 3 stjórnsýslu stigsins með þingum um allt land og fleira og fleira
  • Og svo náttúrulega lánalækkanir
Þessi kaflar finnst mér vera svolítið mikil útópía. Við höfum hvað um 400 milljarða sem hið opinbera fær í skatta og tekjur á ári.  Fyrir það þarf að reka heilbrigðiskerfið, félagskerfið, menntakerfið, trygginarkerfið og svo allt hitt. Ríkð er rekið með hvað um 20 milljarða  tapi í dag. Hvernig í ósköpunum ætlar fólkað fjármagna þetta allt. Það er ekki eins og neinn vilji hefja hér auknar lántökur.
mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það væri ekki rétt að ræða við íbúana Ómar!

Varðandi Kópavogstúnið. Þá væri gaman að vita hvað meirihlutinn á við. Ekki verður farið að byggja í hring um Gamla Kópvogsbæinn? Og er ekki rétt að ræða við þá sem þar búa fyrir?  T.d. hvað þolir Kópavogsbraut og aðrar götur mikla aukningu á umferð? Kópavogsbær og Kópavogshæli eru jú með elstu húsum Kópavogs á ekki að láta þau njóta sýn áfram. Og hvað með Kópavogstún? Hvað á að byggja þar. Og ekki verður væntanlega byggt fyrir neðan Kópavogsbæinn gamla það tún er fullt af fornleyfum geri ég ráð fyrir. Og tilvalið til útivistar. Og svo væri rétt að vita hvað auknar byggingar hjálpa okkur sem þegar búum í Kópavogi? Lækka þær útsvarið okkar? Hvernig getur kostnaður sem fer í skipulag og gatnagerð lækkað gjöld á okkur sem hér búum næstu árin? Auðvita gott að hafa lóðir til taks en í málefnasamningi segir að það eigi að endurskoða verð og greiðslufyrirkomulag. Þannig að ég reikna með lækkunum og löngum greiðslutíma.
mbl.is „Engin minnihlutastjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði i málefnasamning sem veðrur að staldra við

´´Eg vara trúi því ekki að Kópavogsbúar sættii sig við:

Að ljúka eigi skipulagi á Kópavogstúni og hefja sölu á lóðum þar!

Og eins held ég að það geti orðið læti vegna Glaðheimasvæðisins. 

Þá held ég að maður seti fyrirvara um upptöku þjónustusamninga við faltaða og endurskoðun á þeirra málum með hagkvæmni í huga. 

 

Held að Íbúar í Lindum eigi eftir að berjast gegn þeirri umferð sem fylgir Glaðheimalandinu sér í lagi ef þar á að reisa blokkinra hvað upp á 40 hæðir eins og Gunnar vill. Svo í þessu sambandi verður athyglisvert að sjá hvort  Vilhjálmur af Lista Kópavogsbúa og fulltrúi i skipulagsnefnd fái að kaupa það. En hann gerði jú tilboð fyrir einhverja aðila í þetta land. Það væri jú spilling

Held eins að fólk sætti sig illa við ef að þrengt verður að Kópavogstúni meiria en orðið er sem og umferðinni sem því fylgir.


mbl.is Skoða lækkun á gjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálmari Hjálmassyni og Y listanum tókst að koma fyrri stjórn aftur til valda

Tilgangur þessara örframboða í Kópavogi um breytingar í Kópavogi gjössamlega brostinn. Þau sameiginlega leiða fyrri stjórn nærri óbreytta til valda aftur. Hef heyrt að sennilega verði Ármann bæjarstjóri en Gunnar Birgisson formaður framkvæmdaráðs. Og Ómar formaður bæjarráðs. Svo fær "Y" að vera forseti bæjrarstjórnar. En það er fyrst og fremst að stjórnar bæjarstjórnarfundum. Fólk hlýtur að sjá a þar með er Gunnar kominn í fyrri valdastöðu.
mbl.is Náðu saman um málefnasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ljóta vitleysan!

Svona í ljósi þess að Gunnar kemur til með að hafa ægivald yfir þessum meirihluta. Eða einskonar baksætis bæjarstjóri þá hefði ég viljað að Kópavogslistinn hefði heimtað að hafa með sér annan flokk í þetta samstarf. T.d. Næst besta eða Vg. Bara svona til að hér í Kópavogi verði haldið áfram að borga niður skuldir en ekki farið að safna þeim aftur í einhverju byggingarbrálæði.
mbl.is Enn fundað í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara hef ekki trú á Lilju Mósesdóttur

Það er vegna þess að ég sé ekki lausnir hennar framkvæmanlegar T.d. talaði hún á dögunum um að nú væri gegnumstreymislifeyrissjóðir það sem við ættum að taka upp. En viti menn hér er kafli úr frétt héðan af mbl.is um stöðunna í Svíþjóð þar sem þeir eru með gengumstreymis lífeyrissjóða. 

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill að landar hans séu á vinnumarkaði þar til þeir ná 75 ára aldri. Hann hvetur atvinnurekendur til þess að vera opnir fyrir því að ráða fólk sem er eldra en 55 ára.

Reinfeldt sagði í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter að velferðarkerfi landsins og lífeyriskerfi gæti vart borið sig miklu lengur án þess að fólk væri reiðubúið að vinna lengur.

Og svona er það með flestar hugmyndir hennar að þegar skoðað er hvernig þær eru að reynast annarstaðar þá eru þær því miður umdeilanlegar eða ekki að reynast vel.

 

PS kannski rétt að benda á að í Svíþjóð borgar fólk um 18,5% í lífeyriskerfið. 16% af því fer í gengumstreymislífeyrissjóðir en 2.5% er sett í sjóði og hefur fólk val um hvaða sjóð það er geymt í. Þetta kerfi er viðkvæmt mjög fyrir stærð árganga og fjölda eldriborgarar sem eru komin á eftirlaun. Þannig að stórir árgangar sem fara á eftirlaun valda meiri og meiri vanda því það eru hlutfallslega færrri sem koma á ungir inn á vinnumarkað í staðinn því að árgangarnir eru ekki eins stórir og þeir voru um 1960


mbl.is C-vítamín þarf í samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að Lilja ætti nú að kynna sér málin aðeins betur.

Man ekki betur en að í fjölda ára hafi fulltrúar hinna Norðurlandana komið hingað og öfundast út í lífeyrissjóðina okkar.  Nokkuð ljóst að í dag fá eftirlaunaþegar um 70 milljarða úr lífeyrissjóðum og svo 50 milljarða frá ríkinu í gegnum Trygginarstofnun. Hlutfall Trygginarstofnunar fer minnkandi vegna þess að lífeyrissjóðirnir eru ekki fullvaxta enn þar sem að þeir sem nú fá úr þeim sjóðum hafa ekki greitt í þá alla sína starfsævi. Og fyrstu 10 árin þá hvarf nær allur lífeyrir í óðaverðbólgu þ.e. frá 1970 til 1980.

Nú næstu 16 árinn fara hópar þeir sem verða 67 ára stækkandi. Þannig er árgangur 1961 held ég sá stærsti. Og því verður Lilja að skýra í hvernig að lítið land með vaxtandi hóp eldriborgara á að standa undir framfærslu þeirra. Miðað við að lífeyrisgreiðslur í dag eru um 12% af launum þá má reikna með því að tekjuskattur þurfi að hækka um minnst 10% svo að ríkið gæti tekið á sig það sem lífeyrir dekkar í dag.  Allar þjóðir í Evrópu sem eru með gegnustreymislífeyrir sem Lilja er að tala fyrir óttast mjög næstu áratugi að þetta verði þeim erfitt eða ókleyft.  Held að hún fái Íslendingar aldrei til að fallast á að tekjuskattur nú verði um 47 til 50% á allar tekjur og að það hlutfall fari vaxandi.  


mbl.is Lífeyrissjóðir sjái aðeins um viðbótarlífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband