Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Svona er líklegast að tillögur Sjálfstæðismanna um lækkun skatta verði framkvæmdar

Af dv.is Um stöðuna í Bretlandi. Hér er fjallað um systurflokk Sjálfstæðisflokksins sem nú er við völd ásamt flokk sem mætti kalla systur flokk Framsóknar 

Fjármálaráðherra Bretlands líkt við Thatcher. Reuters

Verulegar breytingar á velferðarkerfi Bretlands taka gildi í þessari viku, en þar í landi mæta stjórnvöld tekjutapi ríkisins af skattalækkunum á fyrirtæki og hátekjufólk með því að skera rækilega niður útgjöld til velferðarmála. 

Húsaleigubætur munu lækka til muna hjá fjölskyldum sem búa í húsnæði sem ekki er fullnýtt samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda. Þetta ákvæði er kallað „svefnherbergisskatturinn“ en talið er að lækkunin muni hrekja þúsundir fjölskyldna frá heimilum sínum og bitna harkalega á öryrkjum.

Þá verða réttindi fólks til ýmissa bóta skert verulega auk þess sem tenging velferðarbóta við verðbólgu verður afnumin. Þá á að herða reglur gagnvart innflytjendum og skerða rétt þeirra til heilbrigðisþjónustu og ýmissa bóta. 

Aðgerðir bresku hægristjórnarinnar þykja svo róttækar að dagblaðið Daily Mail hefur líkt George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, við frjálshyggjukonuna Margaret Thatcher sem varð fræg fyrir að ráðast til atlögu við breska velferðarkerfið á níunda áratug síðustu aldar.

„Flestar manneskjur í heiminum eru góðviljaðar, heiðarlegar og siðsamar. En flestir af þeim sem stjórna okkur eru sjálfhverfir fábjánar. Þetta er sú niðurstaða sem ég hef komist að eftir að hafa starfað við fjölmiðlun um árabil,“ segir George Monbiot, blaðamaður á Guardian sem gagnrýnir áform stjórnvalda harðlega. „Það sem við erum að upplifa er einfaldlega efnahagslegur hernaður ríkra gegn fátækum.“

 


Enn um verðtryggingu og þátt hennar í næstu kosningum!

En röfla allir um að það þurfi að afnema verðtryggingu á lánum. Halló það þarf engin að taka verðtryggð lán í dag.

Það bjóða allir bankar í dag óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa. En eðlilega þarf fólk að hafa greiðslugetu til að taka þau því þau eru fyrstu áratugina með hærri greiðslum en óverðtryggð lán.

Eins eru menn að tala um að verðtryggð lán séu svo erfið af því að laun séu ekki verðtryggð en staðreyndin er t.d. ef horft er aftur til 2001 þá hafa laun hækkað um 20% umfram verðtryggingu eðað vísitölu.

Svo gleyma allir flokkar sem hrópa þetta að segja frá því að þetta getur ekki gillt aftur í tíman. Ef að leiðrétt á þau lán verða bætur að koma til enda eru þau að mestu leiti hjá Íbúðalánsjóð og Lífeyrissjóðum. Og lífeyrissjóðir eiga ekki það fé sem þeir lána heldur eru það sjóðsfélagar.  Þannig að röflið um að bankarnir sé ekki ofgóðir að fella niður öll lán á fólki eigia ekki við nema í minnihluta lána. Það eru skattgreiðendur og lífeyriseigendur sem eiga í hlut. Og þessir peningar eru því að mestu þá teknir öllum einstaklingum til að bæta upp stöðuna hjá sumum.  Ef að reglum verður breytt þannig að þeir sem taka leiðréttingu þurfi þá þegar að starfslokum kemur að búa við lækkaðan lífeyrir og þurfi þá að selja eigur sínar upp í framfærslu þá værum við kannski að tala um sanngrini.  En þeir færu örugglega í baráttu þá að fá jafnmiklar greiðslu og aðrir og þurfa ekki að losa um eignir. 

Svo ég kaupi bara ekki þessi rök.


Stjórnvöld á Kýpur óska eftir samstarfi við Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn!

Í fjölmiðlum á Kýpur í nótt mátti lesa að stjórnvöld þar hafa sett sig í samband við Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að fá sérstaka aðstoð í fjármálum. Sér í lagi er horft til þess hvernig hægt sé að ná að lækka í hvelli erlend lán Kýpverja á kostnað erlendra vogunarsjóða og jafnvel hrægammasjóða. Þar er einnig horft til þess að framsókn hafi á að skipa mjög reyndum mönnum í fjármálalífinu og klárum í samningum sem geti aðstoðað heimamenn við samninga við erlenda kröfuhafa og innistæðueigendur. Eins er horft til þess hvernig aðferðir Framsókn hefur fullmótað að ná inn í kerfið annarra manna fé sem Kýpverjar gætu þá nýtt til að hækka laun, lækka skatta og endanlega segja sig úr ESB og stofna í framtíðinni efnahagsbandalag með Íslandi og fleiri eyþjóðum.  Möguleik á að reyna að fá Möltu með í þetta samstarf. 

aprilgabb.jpgStjórnvöld á Kýpur segja að fréttir af tillögum Framsóknarmanna þar sem lækka á öll lán án þess að það kosti Ríkið nokkuð og lendi allt erlendum aðilum séu aðdáunarverðar og ríkisstjónir um allan heim bíði nú í startholunum eftir að sjá þær virka. En Kýpur ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig og leita til þeirra strax þannig að undirbúningurinn geti hafist strax og samtímis og aðgerðinar hefjast hér. 

En sem komið er eru fréttirnar ekki nákvæmari en þetta.


« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband