Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Af Andríki! Vef-Þjóðviljanum:

Ekki vanur að vitna í þau. En finnst þetta fyndið og er sammála þessum vangaveltum:

Fimmtudagur 16. maí 2013

Vefþjóðviljinn 136. tbl. 17. árg.

Steingrímur og Jóhanna fegruðu heldur stöðu ríkissjóðs fyrir kosningar. 

Það átti nú enginn von á öðru. 

Allir sem fylgjast sæmilega með máttu gera sér grein fyrir þessu. Ekki síst þeir sem eru á launum sem kjörnir fulltrúar og eiga fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis. Það þurfti ekkert doktorspróf til að sjá þetta.

Og ef eitthvað vantar upp á stöðu ríkissjóðs er nokkuð annað að gera en að skipta kylfunni út fyrir gaddakylfu og haglaranum fyrir vélbyssu og sækja nokkur hundruð milljarða í viðbót?

Ríkissjóður varð fyrir forsendubresti og er skuldum vafinn eftir bankahrunið. Er ekki talið rökrétt framhald að tannlæknir í Dortmund, sem á örlítið eftir af upphaflegri skuldabréfakröfu sinni á gömlu bankana, taki að sér að bæta þetta tjón? Ef hann vill það ekki má semja við hann með því að  banka létt í hausinn á honum með kylfunni á meðan hann virðir byssuhlaupið fyrir sér.

 


mbl.is Rætt um skiptingu ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntingar fólks um kosningaloforðin og hvenær þau verða uppfyllt.

 

Hef svona sterklega á tilfinningunni að Bjarni og Sigmundur Davíð myndu óska sér að væntingar til stjórnar þeirra væru ekki alveg svona mikilar.

Þ.e. að fólk reiknar með þessum umbótum þeirra lækkun lána, skatta og aukinnni vinnu og launa strax. Enda hafa þeir ekki talað lítið um fráfarandi ríkisstjórn hafi tekið sér of langan tíma í að framkvæma. 

"Of lífið of seint" hefur maður nú heyrt þá segja frá 2010.

Þeir eru því búnir að boða í raun að þessar aðgerðir hljóta allar að verða komnar í framkvæmd á næsta fjárlagaári. Það bara hlýtur að vera. Ekki ætla þeir að fara að draga aðstoðina við heimilinn um lengri tíma sem þeir sögðu að þyrftu hjálp strax og helst í gær. Það er það sem fólk reiknar með.

Semsagt að stjórnarsáttmálinn hlýtur að ganga út á:

  • Lækkun lána heimila upp á að jafnaði um 20%
  • Hækkun persónuafsláttar um allt að 50 þúsund ef þeir ætla að taka upp eitt skattþrep aftur. Og tekjuskattur hlýtur þá að verða um 39%
  • Fjölgun starfa strax á næsta ári á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum um allt land.
  • Afnám sérstaks veiðigjalds 
  • Lækkun á virðisauka eða einföldun á því kerfi.
  • Eins verðu slumma sem verður sett væntanlega í örva fjáfestingar.
  • Og fólk reiknar með góðri hækkun á kaupmætti og/launum í næstu samningum. 

Og þeir hljóta að gera sér grein fyrir að fylgst verður með því að álögur á almenning verði ekki hækkaðar því að þjóðinn á persónulegt loforð frá framsókn að skattgreiðendur þurfa ekkert að borga aukalega fyrir allt þetta.

Sé reyndar fram að ríkissjóður verður rekinn með halla þá næstu árin en þeir virðast ekki hafa áhyggjur af  því. Er svona að velta fyrir mér hvort að ríkissjóður verði þá rekinn á auknum skuldum sem verða settar á raðgreiðslur til næstu 10 ára. Og treyst á að aukin umsvif auki að lokum tekjur ríkisins. 

Finnst furðulegt annað en að aðrar þjóðir hljóti mjög að horfa til okkar næstu árin. Því ef þetta tekst hjá sovna skuldugri þjóð án þess að við förum gjörsamlega yfir brúnina þá eru þetta ný viðmið fyrir heiminn. Það þýðir ekkert fyrir menn að benda á að eitthvað af þessu hafi verið gert t.d. í USA því að þeir hafa jú alþjóðlega viðrukendan gjaldmiðil sem þeir geta prentað að vild og gengur um allann heim.


mbl.is Stjórnarsáttmáli er langt kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar á fyrirtæki háir?

 Samtök atvinnulífsins ásamt Framsókn og Sjálfstæðisflokk hafa nú síðustu vikur verið að tala um skattpíningu fyrirtækja sem komi í veg fyrir að fyrirtækin skili "breiðum skattstofnum" til þjóðfélagsins. Í ljós þess hverning þetta var hér 2011 þar sem við erum með hvað neðstu skatta á fyrirtæki í OECD þá velti ég því fyrir mér afhveru hinar þjóðirnar eru ekki löngu búnar að breyta þessu hjá sér.

„-Það eru einungis 5 lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.
-Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.
-Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland. Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.
-Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010."

Skil ekkert í öðrum þjóðum að lækka ekki í hvelli skatta á fyrirtæki og fjárfesta og fá "jákvæða hvata" til að "breikka skattstofna og auka tekjur ríkisins"

 

 

http://blog.pressan.is/stefano/2012/08/09/skattpining-fyrirtaekja-a-islandi/


Skuldir ríkisins! Vissuð þið þetta?

Rakst á þessar upplýsingar á facebook:

Lítt þekkt staðreynd: Brúttó skuldir ríkissjóðs eru 1.489 milljarðar, 81,5% af áætlaðri landsframleiðslu 2013. En á móti á ríkissjóður sjóði, þ.m.t. gjaldeyri, og endurlán til annarra aðila að upphæð 623 milljarðar. Hrein skuld (nettó) er 772 milljarðar, 42,2% af landsframleiðslu. Það er lægri tala en margur heldur. Sjá Lánamál ríkisins, maí 2013, bls. 5.

 


Skattar ættu að verða þannig að þeir virkuðu jákvætt á aukna verðmætasköpun?

 

Um skatta sagði Sigmundur að þeir ættu að verða þannig að þeir virkuðu jákvætt á aukna verðmætasköpun! Hvað þýðir það?

Hér í gamladaga þ.e. fyrir svona um 20 árum hefði ég túlkað þessi orð þannig: Þá á að lækka skatta a fyrirtæki og fjárfesta. Um leið og þeim verður velt yfir á almenning.

Og svo væri gaman að vita hvaða verðmæti hann ætlar að auka svona í hvelli? Á að breyta fiski í gull? Eða á að rjúka í virkjanir Og hver á að nýta þá orku? Alvega er mér fyrirmunað að sjá öll þau gríðarlegu verðmæti sem hægt sé að skapa svona í hvelli. Nema þá að það eigi að auka hér veiði umfram ráðleggingar. Gefa einhverjum orkuna. Og þetta skilar okkur engu strax nema kannski bólu en ekkert til framtíðar.

Nú er það aðallega ríkissjóður sem er í slæmri stöðu og erlendar afborganir af lánum ríkisins, sveitafélaga, banka og fyrirtækja sem er erfið í fyrirsjáanlegri framtíð. Virkjanir kalla á mikil kaup erlendis frá og til þess þarf gjaldeyrir. Fiskur er veiddur hér ein mikið og kvötinn segir til um. VIð getum ekki fullunnið hann þar sem þá fær hann á sig toll í þeim löndum sem við seljum mest til. Þannig að ég sé ekki þó að það verði keypt ný skip fyrir jú gjaldeyrir til að veiða sama fiskinn hvernig það hjálpar okkur varðandi útflutingusverðmæti. Helst að það fækki þeim mönnum sem þarf til að veiða hann. 

Og segjum að vermætasköpun aukist með tímanum. Hvernig ætlar hann að brúa bilið varðandi ríkisbúskapin á meðan að skattar veða lækkaðir og þar til að aukin fjárfesting fer að skila hærri sköttum? Við vitum að fyrirtæki skila engum sköttum á meðan að fjárfestingar eru að borga sig  upp. Og nota uppsafnað tap jú eins og þau mögulega geta um árabil.  Á að taka lán fyrir sköttum sem vantar upp á meðan það stendur yfir.  Vona að þeir fái nú einhverja fjármála sérfræðinga til að fara yfir þetta aðra en vini sína og jafnaldar. Einhverja sem þekkja til ríkisreksturs. 

 


Svona ef að Framsóknarmenn kunna ekki að leita sér upplýsingar um stöðu Íslenska ríkisins

Þá eru hér ágætar leiðbeiningar sem Björn Valur hefur takið saman fyrir þá um hvar sé hægt að leita þeirra á netinu:

Fyrir áhugasama er hins vegar ógrynni af gögnum og efni um ríkisfjármálin að finna á veraldarvefnum. Hér eru nokkur dæmi:
Á vef fjármálaráðuneytisins má finna nokkur stutt myndbönd um ríkisfjármálin, nokkurs konar byrjendakennslu sem getur gagnast þeim sem vilja byrja að kynna sér þessi mál.
Á heimasíðu fjármálaráðuneytisins er sömuleiðis að finna ýmiss konar fróðleik um fjárlög 2013 sem ætti einnig að geta gagnast einhverjum.

Í frumvarpi til fjárlaga 2013 er ítarlega fjallað um stöðu ríkisfjármálanna. Þar kemur m.a. fram að „Vonir manna um skjótan bata í efnahagsmálum á alþjóðavísu hafa dvínað“ (bls. 9) og það muni óneitanlega hafa áhrif á efnahagsmál hér á landi. Á sömu síðu segir að „Á árunum eftir bankahrunið og fram til ársins 2010 naut ríkissjóður ekki lánstrausts á alþjóðlegum mörkuðum“ en nú sé staðan hins vegar betri vegna markvissrar vinnu við að skapa traust alþjóðasamfélagsins á Íslandi.
Á bls. 10 er m.a. farið yfir skuldastöðu ríkisins í máli og myndum. Þar kemur m.a. fram að „Áætlað er að skuldir hins opinbera að sveitarfélögum meðtöldum hafi numið 1.616 mia.kr. í lok árs 2011 eða sem nemur 99% af VLF.“

Á heimasíðu DataMarket er að finna aðgengilegar upplýsingar og greiningar á fjárlögum ársins sem fróðlegt er að skoða fyrir þá sem hafa áhuga og jafnvel atvinnu af að fjalla um þessi mál. Til gamans má geta þess að einn eigenda DataMarket er Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins og arkitektinn að efnahagstillögum flokksins. Hæg heimatökin hjá formanninum að nálgast þessar upplýsingar hjá félaga Frosta.

Landsbankinn fjallaði ítarlega um fjárlagafrumvarp 2013 um miðjan desember sl. Þar er m.a. getið um þann óumdeilda árangur sem hefur náðst í fjármálum ríkisins frá Hruni jafnframt því sem bent er á ýmsa veikleika og fyrirsjáanlega erfiðleika, m.a. vegna mikilla skulda, vaxtagreiðslna, Íbúðalánsjóðs o.m.fl.
Að lokum má svo rifja upp að undir lok árs 2011 var haldin stór alþjóðleg ráðstefna hér á landi um efnahagsmálin á Íslandi, Hrunið, úrvinnslu þess og horfur til framtíðar. Það gæti verið athyglisvert fyrir þá sem ekki hafa enn áttað sig á efnahagslegum erfiðleikum Íslands að eyða smá tíma í að rifja upp það sem fram kom á þessari ráðstefnu. Það má gera hér.
Það má því víða leita fanga fyrir þá sem vilja kynna sér stöðu efnahagsmála á Íslandi, að ekki sé nú talað um þá sem ættu að vita betur, eins og formaður framsóknarflokksins á að gera.


mbl.is Framsóknarmenn fara yfir málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr íslenskur texti við lagið "Wild boys" eftir Evu Hauksdóttur.

Eva Hauksdóttir skrifar á bloggið sitt í dag skemmtilegan pistil. M.a. er hún búin að semja texta sem má syngja við lagið "Wild Boys" sem Simmi og Bjarni völdu sér hjá Sigga Hlö á Bylgunni um daginn.  Eins veltir hún fyrir sér nafni á Ríkisstjón þeirra:

Svo er bara að sjá hvaða heiti mun festast við þessa ríkisstjórn. Sætabrauðsstjórnin, Hveitibrauðsstjórnin, Sveitastjórnin, Krónustjórnin, Silfurskeiðastjórnin eða Villingastjórnin. Um það ríkir mun meiri óvissa en um það hvaða kosningaloforð verða svikin fyrst.

Texti Evu er svona:

Hveitibrauðsdagar

Bjarni býður Sigmundi
í bústað uppí sveit.
Á einnar viku ástarfund
og upplýsingaleit.
Grufla á daginn, grilla á kvöldin.
Í Krónunni þeir kaupa
kjöt og rjóma og vöfflumix
og pönnukökupúlver,
nú skal plana ótal trix.
Þeir eru að stofna
silfurskeiðabandalag.

Wild boys
súpa af silfurskeið.
Wild boys
lækka skatta um leið.
Wild boys
ætla auðvaldinu
ennþá stærri sneið.

Með gras í skónum ganga
um gróin heiðalönd
ósammála um áttirnar
þó alltaf hönd í hönd.
Svanhildur með svuntuna
og sætabrauðið bíður.
Og brátt skal drukkin skál
en hvað var rætt á röltinu
er ríkisleyndarmál.
Þeir eru að stofna
silfurskeiðabandalag.

Wild boys
virkja fossafjöld.
Wild boys
grilla sérhvert kvöld.
Wild boys
ætla auðkífingum
ennþá meiri völd.

 Fyrir þá sem þurfa að rifja upp lagið þá var það svona:

 


mbl.is Formenn funda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu hljóta fúlistarnir hér á blog.is að minnstakosti að geta brosað að.

Las þetta á facebook og varð bara að deila þessu með öllum fúlistunum hér og skapofsamönnum. Því þó þeir geti verið hjartanlega ósammála þessu þá er þetta þó fyndið.

Það er ekkert smáræðis kraftaverk sem hinir tveir ungu afreksmenn hafa lofað þjóðinni, fimm millur á hvert mannsbarn að meðaltali og helst fyrir 17da júní, afnám verðtryggingar og gjaldeyrishafta, þjóðnýting á eignum erlendra burgeisa, hjól atvinnulífsins á hljóðhraða, diss á Evrópusambandið og stytta af Jóni Bjarnasyni í fullri líkamsstærð ofan á Bændahöllina og nægilega mörg ný störf til að allir geti unnið á tveimur stöðum og fleira smátt og gott. Og þeir hafa ekki önnur verkfæri til að framkvæma þessi kraftaverk en tvær silfurskeiðar.

Þegar Frelsarinn á sínum tíma bauð 5000 manns í pikknikk og grill byrjaði hann þó altént með fimm fiska og tvö rúnstykki, og sat uppi með mikinn afgang til næstu daga og við erum jú bara að tala um venjulegan fiskborgara en ekki bæði reiðufé, skuldauppgjöf og svo humar með hvítvíni um miðjar nætur inn á hvert heimili - þar sem ekki er setið yfir blóðugum steikum og rauðvíni.

 


mbl.is Viðræður fram á kvöld og á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða leikrit er í gangi varðandi þessar viðræður?

Var að lesa þessa ágætu greiningu á atburðum síðastu rúma viku varðandi viðræður Bjarna og Sigmundar og hvernig fjallað er um þetta í fjölmiðlum og þeim sé markvisst stýrt. 

Lesið endilega þessa grein hér eftir Ingimar Karl Helgasson  í heild með skjáskotum af helstu fréttum um þessar virðræður. En í lokin segir Ingimar 

Að mata fjölmiðla

Þessar fréttir af pönnukökum og vöfflum hafa verið mest áberandi af þeim fréttum sem sagðar hafa verið af viðræðum Sigmundar Davíðs og Bjarna. Það er ljóst að almenningur hefur áhuga á fréttum um stjórnarmyndun. Þeim er deilt á samfélagsmiðlum og þær renna upp listana yfir mest lesnu fréttir vefmiðlanna. Sérstaklega vinsælar eru fréttirnar um vöfflur og pönnukökur. Þessar frásagnir af mjög mikilvægum málum sem varða grundvallarhagsmuni almennings eru settar fram eins og fréttir af Eurovision sem hafa  þann tilgang helstan að vera skemmtilegar.

Það er eftirspurn eftir fréttum af þessu tagi. Fólk vill vita hvaða ríkisstjórn er í spilunum og er þyrst eftir nýjustu tíðindum. En ljóst má vera, af þeim dæmum sem hér hafa verið rakin, að keyrt hefur um þverbak. Það er óhætt að segja að fréttastofurnar hafi hreinlega „verið í ruglinu“ undanfarna rúma viku.

Það er ljóst hverjir „heimildarmennirnir“ eru fyrir fréttum af því sem átti sér stað í „sumarbústöðum“ sem í reynd eru hallir. Er tilgangurinn þá sá að „leka“ innihaldslausum fréttum sem gerir þá Sigmund og Bjarna ekki einungis mannlega, heldur líka þjóðlega? Þeim er stillt upp í vinnuskyrtum með mjólkurfernu á borði, innan um vöfflur og pönnukökur í fréttum sem fjalla um hvað þeir borða. Hvaða mat þeir fá. Síðan eru þeir líka „Wild boys“. Er svarið að þetta sé úthugsaður spuni?

Skiptir máli hvað þeir átu, eða var verið að mata einhvern annan?

En fréttastofur elta líka vinsældir. Það skiptir fjölmiðlana máli að fólk smelli á fréttir. Þá mælist lesturinn sem selur auglýsingarnar. Er þetta eingöngu spurning um það? Má þá spyrja hvort það skipti fjölmiðla engu máli hvað lagt er á borð fyrir lesendur, bara að það sé smellt?

Ef það er skýringin má aftur spyrja: Hvers vegna tekur Ríkisútvarpið þátt í leiknum?

Ég get ekkert fullyrt um svörin við þessum spurningum. Þau gætu líka verið önnur, eða einhver blanda, sem er allt eins líklegt.

Mig langar að lokum til þess að rifja upp tvennt sem nefnt hefur verið hér að ofan. Annars vegar að fjölmiðlar hafa óhikað vitnað hver í annan um þessar ekkifréttir, auk þess sem upplýst hefur verið um hvaða „heimildarmenn“ koma til greina, þar sem framsetning hefur verið með slíkum hætti.

Mig langar til þess að ljúka þessu langa skrifi með tveimur tilvitnunum í fréttareglur Ríkisútvarpsins sem ég vitnaði til hér að ofan, lesendum til umhugsunar.

Birting upplýsinga í öðrum fjölmiðlum leysir frétta- og dagskrárgerðarmenn ekki undan kvöð um gagnrýnið mat á sömu upplýsingum.

[...]

Frétta- og dagskrárgerðarmönnum ber að vera á verði gagnvart hverskyns tilraunum  heimildarmanna eða annarra til að hafa áhrif á vinnslu frétta og tengds efnis. Þá skulu þeir  jafnframt vera á verði gagnvart hugsanlegum tengslum milli veittra upplýsinga og  hagsmuna heimildarmanna.

 


mbl.is Segir tímabært að treysta Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggi varðveitir helmingaskipti

Jóhann Hauksson skrifar á bloggið í dag:

Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG var hætta á því að  áratugagamalt bandalag helmingaskipta Sjálfstæðisflokkins og Framsóknarflokksins léti undan síga.  Að minnsta kosti óttuðust innvígðir og innmúraðir að „félagslegt auðmagn“ helmingaskiptanna á vettavangi stjórnmálanna gæti gufað upp.


Þessi ótti var og er ástæðulaus. Erfingjar innvígðra og innmúraðra sitja nú og semja um nýja helmingaskiptastjórn sömu flokka. Þeir slíta ESB-viðræðum, frelsa útgerðina undan veiðigjaldi, gefa veiðileyfi á landsvæði sem rammaáætlun verndaði gegn ofstopafullum virkjunaráformum, stinga nýju stjórnarskrárfrumvarpi ofan í skúffu og fjölga ráðherraembættum.
Hið merkilega er að helmingaskiptin hafa undanfarin ár átt skjól og verið varðveitt í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Þar eru stærstu eigendurnir fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins félög í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og Samherja. Fyrir hönd Framsóknarflokksins eru þar félög í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Skinneyjar Þinganess á Hornafirði. Ef eitthvað er hefur Framsóknarflokkurinn verið að styrkja sig á Morgunblaðinu. Það gerðist m.a. í fyrra þegar Þingey ehf keypti 50 milljóna króna hlut að nafnvirði í Árvakri.


Mynstrið er gamalkunnugt. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, frændi Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins, stýrir KS,  gerir út Gunnar Braga Sveinsson á þingi og handstýrir Sigmundi Davíð flokksformanni. Óskar Magnússon útgáfustjóri, Sigurbjörn Magnússon og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugssson hringsnúast í kring um veldi Ísfélagsins og Davíð Oddsson eins og þeir hafa gert í  aldarfjórðung. Enginn véfengir völd Davíðs enda er hann og Þórólfur að mynda ríkisstjórn þessa dagana og nota til þess strengjabrúður sínar. Álengdar eru fulltrúar Samherja og Skinneyjar Þinganess (fjölskylda Halldórs Ásgrímssonar). Margir voru gerendur í einkavæðingu bankanna og síðar í hópi eigenda og stjórnenda þeirra.


Erfingjarnir sitja nú sveittir við að setja saman ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu sem þarf að hafa yfirbragð þess að ekki sé verið að svíkja allt of mörg kosningaloforð og að vel sé haldið á almannahagsmunum gegn sérhagsmunum.

 


mbl.is Viðræðurnar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband