Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
Mánudagur, 6. maí 2013
Kannski ættu aðrir flokkar að vera fegnir að verða ekki við stjórnvölinn næstu ár
Alveg hrikaleg spá um nauðsynlegar aðgerðir hér á landi næstu ár hjá Friðrik Jónssyni ráðgjafa hjá Alþjóðabankanum.. Þar má m.a. lesa
Ástandið er þannig að ekki duga nein vettlingatök. Að vera vondur við kröfuhafa gömlu bankanna er ekki nóg. Það þarf að vera vondur við alla. Mis-vondur, en vondur samt.
Ef óbreytt gengi krónunnar er vandamál, samanber það sem haft er eftir seðlabankastjóra í upphafi, þá liggur beinast við að það verði að fella gengið og gera það nógu hraustlega til að ná því niður á sjálfbæran grunn þ.a. hægt sé að afnema höftin. Þetta mun þýða kjararýrnun sem nemur falli gengisins, en laun munu hækka að nýju um leið og viðsnúningur verður í hagkerfinu í kjölfar leiðréttingar þess. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að gengi krónunnar hefur haldið áfram að falla almennt frá hruni, en meiri gengisfelling hefur verið við lýði fyrir útvalda, í gegnum útboðsleið Seðlabankans. Peningamenn græða en almenningur tapar og vandinn af snjóhengjunum hefur ekkert minnkað, aðeins færst til í efnahagsreikningnum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Seðlabankans og orðum seðlabankastjóra er styrking krónunnar frá áramótum þannig ekki byggð á raunbata í hagkerfinu, heldur einhverju allt öðru, enda sá virki gjaldeyrismarkaður sem þó er á Íslandi mjög grunnur. Rétt er að vona að Seðlabankinn sé hins vegar að nota tækifærið og kaupa gjaldeyri hægri-vinstri til að byggja upp sinn eigin gjaldeyrisvarasjóð.
Og svo segir hann m.a.
Því er ómögulegt annað en að lausn á vanda gjaldmiðilsins, verðtryggingarinnar, peningamagnsins o.s.frv., og sérstaklega Íbúðalánasjóðs, feli í sér róttæka uppstokkun á lífeyriskerfi landsmanna. Í þeirri uppstokkkun eiga menn að horfa til hvað heildarhagkerfinu er fyrir bestu og hvernig réttindi lífeyrisþega í nútíð og framtíð verða best tryggð, ekki skammtímahagsmuna núverandi sjóða. Þjóðnýting lífeyrissjóðanna, en um helmingur eigna þeirra er hvort eð er skuld þjóðarinnar við sjálfa sig, og tvískipting lífeyriskerfins í kerfi almennrar lágmarkstrygginga lífeyrisréttinda undirbyggt með blöndu gegnumstreymis, sjóðssöfnunar og auðlindarentu og séreignasparnaðar ætti þar m.a. að koma til alvarlegrar skoðunnar.
Aðrar aðgerðir, eins og eignaskattar, útgönguskattar og afskriftir krónukrafna (og ekki bara þeirra erlendu) eiga einnig að vera uppi á borðinu, að sjálfsögðu. Allir borga, allir tapa en allir græða þar sem hag- og peningakerfið verður endurstillt og endurræst þ.a. hægt sé að afnema höft, einfalda skattkerfið, draga að fjárfestingu, uppfylla Maastricht-skilyrðin, taka upp aðra mynt, ganga í ESB eða ekki, o.s.frv. o.frv.
Og þetta þarf að gera yfir mjög stuttan tíma, t.d. strax í sumar.
Kannski að maður ætti að flytja til útlanda í nokkur ár. Held nefnilega að von fólks um að hér þurfi bara að lækka lán heimila, lækka skatta á fyrirtæki og forríkaliðið og þá sé allt í lagi sé bara eitthvað bull sem fólki hefur verið talið trú um af óvönduðum mönnum sem nú eru að dunda sér upp í sveit.
P.s. Friðrik er nú gamall framsóknarmaður held ég.
![]() |
Kallar á þingmenn eftir þörfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 5. maí 2013
Þú verður að vera rólegur!
Þú æsir upp öll hin!
En svona fréttir eins og í dag um hvað þeir eru að borða og að þeir ætli að taka sér frí á nóttinni frá viðræðum eiga eftir að gera mann vitlausan.
![]() |
Fundi lokið - haldið áfram á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. maí 2013
Fyndið!
Sunnudagur, 5. maí 2013
Það hafa ekki allir mikin áhuga á þessum stjórnarmyndunarviðræðum
Gutti hefur engan áhuga á þessu bölvaða rugli. Ef hann fær að borða, fara út og smá klapp er hann glaður.
Sunnudagur, 5. maí 2013
Gaman að sjá að Íslendingar fylgjast með frá útlöndum!
Ég er með greiningartól tengda við þessa síðu. Þar m.a. get ég séð hvaðan menn eru að koma sem kíkja hér inn. Það er áberandi um helgar að erlendir aðilar eru að lesa hvað er að gerast hér heima. Hér er kort sem sýnir hvaðn síðustu 100 sem komu inn á síðunna eru að koma frá.
Laugardagur, 4. maí 2013
Jæja þá getum við farið að hita Visakortin og endurnýja þau sem eru orðin slöpp!
Skv kosningaloforðum þeirra eigum við von á nú á næstu mánuðum:
- Fullt af hálaunastörfum
- Mikilli hækkun launa lækna á landsbyggðinni þannig að þeir fáist til að vinna þar. Það á jú að efla hana gríðarlega.
- Og fólk á Landspítalanum á von á góðri hækkun launa, auknu fjármagni í rekstur og ýmsum bótum á gömlu húsunum þar.
- Náttúrulega lækka öll lán hér hjá einstaklingum
- Öll þau störf sem fólk er í fá myndarlega hækkun næsta haust þegar samningar eru lausir.
- Skattar verða lækkaðir verulega. Það er ekki tilgreint hvort það er bara á ríka fólkið en við gerum ráð fyrir að við fáum öll verulegar skattalækkanir.
- Það verður afnumin verðtrygging.
- Það verður tryggt hér að við borgum lága vexti. Sambærilega við Evrópu. Því það átti skv. þeim að vera ekkert mál þó við værum með krónu.
- Það verður tryggt stöðugt gengi krónunnar og hún taki enga dýfu.
- Og það verður tryggt að ekkert af ofantöldu setji verðbólgu í gang aftur.
- Það á að afnema strax allar skerðingar í örorku- og elliklifeyriskerfinu.
- Það verður aflétt strax öllum óþarfa veiðigjöldum.
- Ríkissjóður verður samt rekinn með hagnaði
- Það verður samt afgangur til að greiða allar afborganir af erlendum lánum
- Og við eigum ekkert að finna fyrir þessum aðgerðum.
Er ég einn um að vera smá hræddur um að þetta gangi ekki upp? En ef þetta stenst allt þá er ég ákveðinn í að kaupa mér nýja bíl í haust á láni til 7 ára. Fer létt með það. Og þangað til getur maður keypt sér nýja tölvu, spjaldtölvu fyrir sumarfríið og farið svo að leggja fyrir upp í sumarbústað sem maður kaupir næsta vor.
PS sé að DV er búið að taka líka saman svona lista:
Afskrift af húsnæðislánum. (B)
Stærsta loforðið sem ný stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þarf að efna er heildarafskrift af verðtryggðum húsnæðislánum. Leiðréttingin getur numið allt að 300 milljörðum króna, eftir því hverjar forsendur reikningsins eru, en til þess að setja þá upphæð í samhengi má nefna að beinn kostnaður ríkissjóðs vegna efnahagshrunsins er 414 milljarðar.
Ríkissjóður mun greiða fyrir þetta en Sigmundur segir að til móts við þessum útgjöldum komi afskriftir af skuldum föllnu bankanna hjá erlendum vogunarsjóðum. Þar sem skuldin lækki geti ríkið eytt þessu.
Mikilvægt er að árétta að Sigmundur hefur að öðru leyti ekki sagt hvernig hann hyggist efna þetta loforð flokksins þvert á móti hefur hann forðast að ræða það og því er erfitt að greina hversu umfangsmikil þessi leiðrétting á að vera. Verkefnið er erfitt svo vægt sé til orða tekið.
Afnám verðtryggingar (B)
Verðtryggingin verður afnumin samkvæmt loforðum Sigmundar Davíðs. Flokkurinn hefur talað mikið gegn henni en ljóst er að eigi lánavextir ekki að fara upp úr öllu veldi þarf að hafa hemil á verðbólgu hér á landi, verði þetta loforð efnt.Verkefnið er umfangsmikið og að afnema verðtryggingu á sama tíma og farið verður í allt að 300 milljarða króna skuldaleiðréttingu á íbúðalánum almennings verður mjög erfitt.
Viðræðum við ESB slitið eða spurning sett í þjóðaratkvæði (D /B)
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi nánast ekkert rætt um afstöðu sína til Evrópusambandsins í kosningabaráttunni þá voru margir þingmenn ötulir við að lýsa yfir andúð sinni á ESB á kjörtímabilinu. Má þar nefna Vigdísi Hauksdóttur og Ásmund Einar Daðason. Sigmundur sagði sjálfur í Silfri Egils síðasta sunnudag að honum þætti eðlilegt að þjóðin veitti umboð sitt til aðildarviðræðnanna með þjóðaratkvæðagreiðslu.Afnám auðlegðarskatts (D)
Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og einfalda skattkerfið líkt og Bjarni Benediktsson hefur orðað það. Í þessu felst líklegast að skattar á tekjuhærri verða lækkaðir enda þýðir afnám skattþrepa nákvæmlega það.Guðlaugur Þór Þórðarson var sem dæmi duglegur að benda á ósanngirni auðlegðarskattsins á síðasta kjörtímabili og var talað um að með tilkomu hans hefði ríkið farið í eignarnám hjá fjölda fólks. Var þar sérstaklega átt við fólk sem komið væri á eftirlaun og greiddi meira í auðlegðarskatt en sem næmi heildarárstekjum þeirra.
Hækkun persónuafsláttar (D)
Á sama tíma og flokkurinn mun koma til móts við tekjuháa einstaklinga hefur flokkurinn lofað að hækka persónuafslátt, sem þýðir að skattbyrðin verður einnig létt á tekjulægri. Óvíst er hvort hægt sé að ráðast í báðar þessar framkvæmdir í einu enda skuldar ríkið mikið og má því ekki við því að skatttekjur dragist saman. Þó gæti stjórnin ráðist í umfangsmikinn niðurskurð í staðinn. Í sögulegu samhengi er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun frekar lækka skatta á tekjuhærri, og því verði frekar gripið til afnáms á auðlegðarskatti heldur en hækkun persónuafsláttar. Skattbyrði á tekjuháa einstaklinga lækkaði statt og stöðugt frá 2003 og fram að efnahagshruni en tekjulægri greiddu hlutfallslega hærri skatt.Lyklalög (D og B)
Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa lagt til að innleiða svokölluð lyklalög, en í þeim felst að húsnæðiseigandi geti skilað húsi sínu verði skuldabyrðin of mikil, og þá megi ekki ganga að öðrum eigum hans en húsinu.Stjórnarskráin í salt (D og B)
Báðir flokkar hafa lofað því að fresta stjórnarskráumbótum. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað mikið gegn auðlindakafla frumvarpsins sem kemur sér illa fyrir kvótaeigendur, sem hafa styrkt flokkinn og stutt allt frá því að kvótakerfið var sett á.
Sigmundur nefndi að tíðarandinn væri slíkur í íslensku þjóðfélagi að ekki væri heppilegt að ráðast í umbætur á stjórnarskránni. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknar sagði tillögur stjórnlagaráðs vera rusl og því má búast við því að tillögunum verði stungið ofan í skúffu.Fleiri virkjanir
Flokkarnir tveir vilja að rammaáætlun sem fráfarandi stjórnvöld samþykktu verði endurskoðuð með það í huga að fleiri svæði verði sett í nýtingarflokk. Það þýðir að líklega verða fleiri svæði virkjuð, eða áform um slíkt innleidd.Önnur loforð flokkanna
Lækkun tekjuskatts, tryggingagjalds, virðisaukaskatts, auðlindagjalds, tolla og vörugjalda, eldsneytisgjalda, erfðafjárskatts og áfengisgjalds (D)
Afnám stimpilgjalda, gistináttagjalds, kolefnisgjalds á eldsneyti, raforkuskatts og bifreiðagjalda (D)
Þak sett á verðtrygginguna fram að afnámi (B)
Snjóhengjan leyst og afnám gjaldeyrishafta (D og B)
Innlend matvælaframleiðsla verður aukin (B)
Styttri námstími til stúdentsprófs (D)
Breytingar á kvótakerfinu endurskoðaðar (D)http://www.dv.is/frettir/2013/5/4/thessu-lofudu-their/
![]() |
Í viðræður við Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. maí 2013
Þingreynsla Alþingsmanna Framsóknar
Rakst á þessa yfirferð á þingreynslu væntanlegs þingflokks Framsóknar. Þar segir í grein sem heitir: Varla stjórntæk Framsókn.
Þegar maður lítur á þingflokkinn þá blasir það við að hann er reynslulítill og búast má við að reynslumestu þingmennirnir verði ráðherrar ef Sigmundi Davíð tekst að mynda ríkisstjórn. Ef Sigmundur, Sigurður Ingi, Eygló, Gunnar Bragi og Vigdís verða ráðherrar hverjir í ósköpunum eiga að leiða þingstörf framsóknar?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Þingreynsla: Alþm. síðan 2009
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginSigurður Ingi Jóhannsson
Þingreynsla: Alþm. síðan 2009
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginÁsmundur Einar Daðason
Þingreynsla: Alþm. síðan 2009
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginElsa Lára Arnardóttir.
Þingreynsla: EnginReynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Eygló Harðardóttir
Þingreynsla: Alþm. síðan 2008.
Vþm. febr.-mars 2006.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginFrosti Sigurjónsson
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginGunnar Bragi Sveinsson
Þingreynsla: Alþm. síðan 2009.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999.Haraldur Einarsson
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginHöskuldur Þórhallsson
Þingreynsla: Alþm. síðan 2007 .
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginJóhanna María Sigmundsdóttir
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginKarl Garðarsson
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginLíneik Anna Sævarsdóttir
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Annað: Sveitarstjórn Búðahrepps/AusturbyggðarPáll Jóhann Pálsson
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginSigrún Magnúsdóttir
Þingreynsla: Vþm. mars-apríl 1980 og apríl-maí 1982.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Annað: Borgarfulltrúi Framsóknar 1986-2002.Silja Dögg Gunnarsdóttir
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginVigdís Hauksdóttir
Þingreynsla: Alþm. síðan 2009.
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginWillum Þór Þórsson
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: EnginÞorsteinn Sæmundsson
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti frá 2007.Þórunn Egilsdóttir
Þingreynsla: Engin
Reynsla úr Stjórnarráði Íslands: Engin
Annað: Oddviti VopnafjarðarhreppsTekið héðan http://blog.pressan.is/fridjon/2013/05/04/varla-stjorntaek-framsokn/#.UYRYZtzTq28.facebook
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 3. maí 2013
Jæja nú er ballið að byrja - En Sigmundur hvaða heimili ert þú að tala um?
Skv eyjan.is er Sigmundur tilbúin í viðræður við ótilgreinda flokk eða flokka um helgina. Og hanns segir:
Samtöl við formenn flokkanna hafa gengið vel og auk þess liggur fyrir með skýrari hætti en áður, að afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri bankanna muni fylgja svigrúm sem meðal annars verður hægt að nýta í þágu heimilanna.
Þetta segir hann eftir hafa legið fyrir tölfræði í dag.
En ég spyr ef han er búinn að finna fullt af peningum til að nota - hvaða heimilum ætlar hann að hjálpa.
Eru það heimili öryrkja: Öryrkjar eru með um 180 þúsund útborgað eftir skatt og eru að leigja kannski á 100 til 120 þúsund. Er það þessi heimili sérstaklega sem á að hjálpa eftir að þau hafa þolað skerðingar vegna tekjutaps ríkisins frá hruni?
Eru það heimil ellilífeyrisþega sem hafa lifað jafnvel við lægri greiðslur en öryrkjar sumir og miklar skerðingar vegna hrunsins?
Eru það einstæðar mæður í leiguhúsnæði sem margar eru í láglaunastörfum og við lesum reglulega um hörmungar hjá? Á að nota þennan óvænta pening í að hjálpa þeim?
Eru það öll heimili með húsnæðislán óháð tekjum og greiðslugetu?
Eru það aðeins þau heimili sem keyptu frá 2005 til 2008 og eru þegar búin að fá niðurfærslu upp á eitthvað skv. 110% leiðinni. Á að lækka þau lán niður í hvað? En hvað þá með þau sem keyptu á öðrum tímum? Hvað með þau?
Á að hjálpa þeim heimilum sem voru kannski orðin skuldlítil en tóku ný lán á húsin sín til að nota í t.d. að endurnýja húsið skv. Innlit útlit þáttunum. Eða kaupa sér bíla og sumarbústaði?
Á að hjálpa heimilum sjúkraliða, geislafræðinga og lífefnafræðing og hvað þessar stéttir heita sem eru að vinna fyrir laun sem eru undir 300 þúsundum eftir nám. Og hafa það litlu betur en bótaþegar?
Eru það heimili stóreignafólks sem á kannski gríðarlegar eignir en skuldsett heimili vegna hagkvæmis á skattskýrslum?
Eru það leigjendur almennt sem eru að borga gríðarlega leigu og ungt fólk ræður ekki við?
Hvað með heimilin sem eru án heilsugæslu út á landi?
Hvað með heimilin sem hafa ekki heilsugæslu í Höfuðborginni?
Hvað með skuldir ríkisins?
Hverjum á að hjálpa með þessum "lottóvinning" sem er kannski 300 milljarða eða nærri 60 eða 70% af heldar tekjum ríkisins á einu ári. Á að nota þetta allt í að greiða niður lán hjá ákveðnum hópi fólks eða á að nota þetta í að hjálpa öllum þeim heimilum sem hafa það erfitt eða þarfnast leiðréttinga á kjörum sínum. Ef að þetta á bara að fara í einn hóp. Hvernig eigum við þá að hjálpa hinum? Og standa við öll hin fyrirheitin.
Eða eru bara alir límdir á þá sem keyptu íbúðir 2005 til 2008 og á bara að hjálpa þeim. Og verður það svo áfram þegar næsta hrun kemur?
![]() |
Sigmundur lá yfir tölfræði í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. maí 2013
Það er ekki hægt að treysta þeim fyrir horn.
Heyrði ekki betur en að haft væri eftir Sigurði Inga varaformanni Framsóknar að í dag hefðu verið óformlegar viðræður. En viti menn hvað þýðir þetta þá?
![]() |
Össur varar við Sjálfstæðisflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson