Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Aðeins um ferðaþjónustu fatlaðra

Finnst að í umræðu síðustu daga hafi gleymst að:

  • Feðarþjónusta fatlaðra sem rekin er nú af strætó er samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu ekki bara Reykjavík.
  • Ég efast ekki eina mínútu um að mistök hafa átt sér stað í hinum sveitarfélögunum líka, þó þau hafi ekki farið í fjölmiðla.
  • Eins skal fólk ekki halda að aldrei hafi orðið mistök í þjónustunni áður en nýja kerfið tók gildi. 
  • Nókkuð ljóst að þetta nýja kerfi er mein gallað en það er unnið hörðum höndum að endurbótum.
  • Við sem störfum að málefnum fatlaðra höfum verið að benda á vankannta í kerfinu og þó það haif þurft þetta hræðilega atvik til að koma skrið á málin þá er þó ekki nema mánuður síðan að kerfið var formlega tekið í notkun.
  • Það er komið í ljós að það var ekki nægt samráð haft við notendur þjónustunar heldur látið nægja að hafa smá samráð við hagsmunafélög en lítið við þá sem sinna viðkomandi fólki.
  • Þetta kerfi sem er komið er í notkun á um 100 svæðum viðsvegar um Evrópu og dugar þar vel.
  • Fer í taugarnar á mér þegar verið er að kenna fólki um sem í raun hefur ekkert með það að gera. Og örðum sleppt sem bera ábyrgð á þessu.

Ég treysti á að nú sé loks farið að hlusta á okkur og þetta verði lagað. En þegar að fólk er að kenna t.d. Borginni einni um þá ætti fólk að muna að Seltjarnanes, Garðabær, Hafnafjörður, Mosfellsbær eru með í þessu kerfi og Kópavogur hugar að því þegar að samningur þeirra um ferðaþjónustu sem rennur út á næsta ári.

P.s.

Það voru gerð mörg mistök við innleiðingu á þessu kerfi sem hefði mátt komast hjá en það er ekki við starfsfólk Strætó núna að kenna. Það eru allir sem ég hef talað við allir að vilja gerðir. Aðalmistökin voru að taka þetta kerfi í notkun núna! Það hefði átt að fresta því og undirbúa þetta betur fram á sumar og hafa meira samráð við þá sem vinna í kerfinu og nota þessa þjónustu.


Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband