Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur hagnaður bankana?

Bendi á frábært blogg hjá Steingrími Sævarr þar sem hann veltir fyrir sér í kjölfar bréfs sem hann fékk hvaðan bankarnir hafa hagnað sinn. Hann bendir á að það er ekki sama tekjur og hagnaður.

Í uppgjöri Landsbankans í dag kom fram að hagnaður bankans nemur 40,5 milljörðum króna.

Einnig kemur fram að 52% af tekjum bankans kemur erlendis frá.

Vænta má að bankinn hafi fulla yfirsýn á því hvar tekjur bankans verða til, eins og fram kemur hér að ofan.

Af því leiðir að þeir hljóta líka að vera með það á hreinu hvaðan hagnaðurinn kemur,

Hversu mikið af hagnaði bankans er af starfsemi bankans hér á landi?

Lesa bloggið í heild

Það kæmi ekki á óvart þó að stórhluti hagnaðar bankana sé að koma frá okkur hér á landi.

Fólk og fyrirtæki erlendis láta ekki okra á sér. Þannig að þó að tekjur bankans séu kannski aðeins meiri að utan þá er hagnaður sennilega að mestu innlendur hér.

Held að þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir glúrinn fréttamann.

[Las þetta eftir að ég skráði þetta inn:

Viðskipti | mbl.is | 26.1.2007 | 16:21

Um helmingur af hagnaði Landsbankans af erlendri starfsemi

Tekjur af erlendri starfsemi Landsbanka Íslands námu 46,6 milljörðum króna eða 52% af heildartekjum samanborið við 10,4 milljarða króna og 17% á árinu 2005. Er þetta í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru hærri en á Íslandi. Að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, er svipað að segja af hagnað bankans en um helmingur hans er frá starfsemi bankans erlendis en helmingur af starfsemi á Íslandi.]

En eins og Steingrímur segir:

Það er alltaf jafn gaman að þessum uppgjörstölum því alltaf vonast maður til að sjá í endann á tilkynningunum um ofsahagnað fjármálastofnana klausu á borð við:

"Í ljósi mikils hagnaðar hefur fjármálastofnunin ákveðið að nota helming hagnaðarins til að lækka vexti á útlánum og afnema þjónustugjöld bankans sem eru of há.


Ónákvæm vinnubrögð við skoðanakannanir

 

Var að lesa um skoðanakönnun sem http://www.heimur.is/ birti í gær. Það sem vakti athygli mína er eftirfarandi.

 Alls var 571 spurður og mikið var um óvissa og þá sem ekki vildu svara. Í könnuninni voru 11% óviss og 30% vildu ekki svara. Um 3% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu. Þetta er hærra hlutfall alls og í síðustu könnunum Frjálsrar verslunar. Um 56% tóku afstöðu en til samanburðar má nefna að í könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi tóku um 57% afstöðu.
Vikmörk eru allvíð eða +/-5,4% (miðað við 95% vissu). Þetta þýðir t.d. að í spá um fjölda þingmanna stóru flokkanna þriggja gæti munað 2-3 þingmönnum til eða frá. Hjá hinum flokkunum er óvissan minni í prósentustigum talið eða 1-2 þingsæti.

Þetta þýðir að verið er að birta niðurstöður sem byggðar eru á svörum um 300 manns því að aðrir vilja ekki gefa upp afstöðu sína eða eru óviss. Svo heyrði ég að þetta væri byggt á könnun sem gerð er á Púlsinum sem er póstkosning. Þar með er með öllu óvíst hver er að gefa upp afstöðu sína. Gætu verið unglingar sem eru í tölvu heimilis og fleira.

Eins var Fréttablaðskönnunin byggð á fáum svörum. Þegar svona fáir eru sem gefa upp afstöðu sína fær  hvert atkvæði mun meira vægi. Þannig má álykta að skekkjumörkin séu jafnvel hærri en þeir geta um.

Heimur.is hefur jú verið þekktur af hægri slagsíðu leiðist það örugglega ekki að skv. þessari óvísindalegu könnun kemur Samfylkingin illa út

Nei ég bíð enn eftir vandaðri skoðanakönnun.


Auðvita á að herða samkeppnislög hvort sem er.

Það er nokkuð ljóst að hér á landi ríkir engin eða lítil samkeppni á flestum sviðum. Menn labba á milli búða og passa að verðið hjá sér sé sem mest eins og hjá keppinautnum. Það ætti náttúrulega að vera stefna búða að bjóða hagstæðasta verðið en komið...

Er ekki lag að bjóða þá ódýrari þjónustu?

Og hvenær fá viðskiptavinir hér á landi betir kjör á þjónustu bankans. Það hlýtur að vera kjörið tækifæri að einhenda sér nú í samkeppni við hina bankana og reyna að ná frá þeim viðskiptavinum => Samkeppni!!!!!!!!!!!!! Frétt af mbl.is   Hagnaður...

EES = Aukaaðild að ESB

Mæli með því að fólk hlusi á eftirfarandi viðtöl inn á www.morgunhaninn.is Viðtal við Eirík Bergmann Líklegt að atvinnulífið segi já við evru fyrr en síðar 25.janúar 2007 - kl. 14:52 Afstaða til evru og Evrópusambandsins er sveiflukennd segir Eiríkur...

En segir af Bush

Varð bara að setja þessa mynd hingað inn en hún er eftir lista skopmyndateiknarann Halldór Smella á mynd til að sjá hana í fullri stærð

Kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu.

Hef verið aðeins að kynna mér þessi kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu. Nokkur atriði sem stinga í augun. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ eru eitthvað að ræða sem heitir "eignarnámssátt" sem lögfróðir segja að ekki sé til Kópavogur er sagður borga...

"Frjálslyndir: Kosningastjóri hættur"

Var að lesa eftirfarandi á www.ruv.is Frjálslyndir: Kosningastjóri hættur Sveinn Aðalsteinsson, miðstjórnarmaður í Frjálslynda flokknum og kosningastjóri í flokksins í Reykjavík, fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, hefur sagt úr flokknum. Hann segist...

Finna hann í hvelli

Stoppa þetta strax. Láta færustu tölvumenn í að rekja þetta. Ætla þessir perrar aldrei að taka sönsum?  Horfðu þeir ekki á Kompás? Við líðum ekki að menn séu að misnota börn, unglinga og svo netið til að svala þessum kvötum sínum. Með því að upplýsa...

Ættu Ísraelsmenn ekki að greiða þetta?

Þeir hófu árásir á Líbanon út af því að glæpamenn tóku 2 hermenn gíslingu. Spengdu vegakerfið á stórusvæði aftur til fornaldar. Ber þeim ekki að greiða skaðabætur? Frétt af mbl.is   Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu...

Óskapleg fífl eru þetta.

Afhverju keyrðu þau ekki bara niður að Litla Hrauni og bókuðu sig bara inn þar sjálf. Frétt af mbl.is   Þjófarnir teknir í bólinu Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 11:27 Fjórir innbrotsþjófar voru bókstaflega teknir í bólinu í sumarbústað við Eyrarvatn í...

Afhverju er heimurinn svona upptekinn af þessu fólki

Ég skil ekki afhverju við þurfum að vita allt um þessa stelpu. Við fáum nær daglega fréttir af henni sem í raun eru samt engar fréttir. Við fáum upplýsingar um að hún fer út að skemmta sér, hún fær botlangakast, hún fer í meðferð, hún með átröskun, hún...

Athyglisverðar upplýsingar um fjármögnun fyrirtækja í útrásinni.

Var að lesa athyglisverðar vangaveltur dr. Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag. Greinin heitir: Eiga eða leigja? Í greininni er hann að velta fyrir sér muninum á að eiga húsnæði og tæki eða leigja þau, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. En það...

Við tökum upp evruna fyrr en seinna.

Hef verið að lesa ummæli  dr.Jóns Þórs Sturlusonar um þetta mál og er allaf að sannfærast frekar og frekar um að evran kemur hér innan einhverra ára hvort sem við erum með eða á móti því í dag. úr fréttinni á mbl.is   Evruvæðing eðlileg   Jón Þór dró...

Hvatvísi Magnúsar Þórs veldur vandræðum

Skil vel að Ólafur og fólkið í borgarstjórnarflokki Frjálslynda hafi ekki verið hresst með fullyrðingar Magnúsar Þórs í Kastljósi um árangur flokksins í Reykjavík. Þegar hann gaf í skyn að það hefði verið þeirra klaufaskapur að þau komust ekki í stjórn:...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband