Leita í fréttum mbl.is

Ættu Ísraelsmenn ekki að greiða þetta?

Þeir hófu árásir á Líbanon út af því að glæpamenn tóku 2 hermenn gíslingu. Spengdu vegakerfið á stórusvæði aftur til fornaldar.

Ber þeim ekki að greiða skaðabætur?

Frétt af mbl.is

  Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu
Erlent | mbl.is | 25.1.2007 | 14:38
Átökin milli Ísraela og Hizbollah ollu gríðarlegri... Erlend ríki hafa heitið yfirvöldum í Líbanon aðstoð eða lánum sem samsvara 7,6 milljörðum dala. Frá þessu greindi Jacques Chirac, forseti Frakklands, á ráðstefnu í París.
Lesa meira

mbl.is Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjárhagslegt tap var svipað í Ísrael og í Líbanon.  Auk þess að þeir hófu ekki átökin.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég las reyndar að tjón í Ísrael hefði verið mjög lítið. M.a. þá lést engin í eldflauga árásum Hizbollah. Þær náðu tiltölulega stutt þangað inn.  Þetta var stríð sem Ísrael hóf eftir að glæpamenn rændu 2 hermönnum. Það er hart að ráðast á eina þjóð fyrir það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2007 kl. 22:18

3 identicon

Hezbollah skæruliðar drápu um 7 Ísraelska hermenn (ef ég man rétt, voru allavega nokkrir) þeirra megin við landamærin auk þess að ræna tveimur, þeir gerðu það með flugskeytaárás. Finnst mjög eðlilegt að lýta á það sem stríðsyfirlýsingu. 

Hezbollah hafa fengið að starfa algjörlega frjálst í Líbanon án afskipti yfirvalda, því er eðlilegt að yfirvöld séu samsek um aðgerðir þeirra svo lengi sem starfsemi þeirra er leyfð = yfirvöld í Líbanon voru samsek um stríðsyfirlýsinguna sem ég nefndi hérna áður.

 Frelsi Hezbollah varð til þess að skæruliðar voru búsettir að mestu í íbúðarhverfum, augljóslega hefðu þeir verið meira einangraðir ef starfsemi þeirra hefði verið bönnuð . Þetta er fyrst og fremst ástæðan af hverju svo margir óbreyttir borgarar féllu þó að Ísraelsmenn hafi eingöngu verið að berjast gegn þeim.

 Þegar allt er tekið inn í reikninginn (kostnaður við hernaðaraðgerðir, skemmdir á byggingum, mestu skógareldar í sögu ríkisins, fall efnahagsins...) þá töpuðu Ísraelsmenn um 20-30 milljörðum dollara, sem eru engir smápeningar fyrir 7 milljón manna þjóð. Núna vill Hezbollah framkvæma valdarán í landinu og ríkisstjórnin ekki jafn áköf að gefa þeim frjálsa starfsemi, sem betur fer því það er líklega gott fyrir báðar þjóðir til framtíðar að losna við þennan hryðjuverkaflokk.

 Ísraelsmenn eiga samt alveg skilið gagnrýni fyrir að standa illa að stríðinu, en finnst frekar hættulegt þegar nánast allir stilla sér upp gegn Ísraelsmönnum sjálfkrafa án þess að skoða þeirra hlið á málinu. Starfsemi Hezbollah hefur alltaf verið eyrnarmerkt Ísraelsmönnum, á seinustu 6 árum hafa þeir safnað þúsundum skæruliða og tugum þúsunda flugskeyta við landamærin. Þessi átök voru tímaspurning.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband