Leita í fréttum mbl.is

Hættulegt vinnuaðstaða á sjúkrahúsum ?

Eftirfarandi frétt var á www.visir.is þetta vekur spurningu um hverning ástandið eru hér:

Fréttablaðið, 25. jan. 2007 01:00

Veiktust vegna geislunar


Átta hjúkrunarfræðingar á hjartadeild háskólasjúkrahússins í Haukeland í Noregi hafa verið greindir með krabbamein. Ástæðan er talin vera geislun á vinnustað.

Haukeland-sjúkrahúsið er það stærsta og fullkomnasta í Noregi. Að mati sérfræðinga í vinnutengdum sjúkdómum við Háskólann í Björgvin bendir allt til að ófullnægjandi umgengni um geislun hafi haft þessar afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólkið.

Stjórnendur deildarinnar hafa alls skráð sextán tilfelli krabbameina meðal starfsfólksins. Í skýrslu er því slegið föstu að fyrir átta þessara starfsmanna séu mestar líkur á að vinnuumhverfið á deildinni sé orsök sjúkdómsins. Þrír þeirra eru þegar látnir.

Hjúkrunarfræðingarnir sem greinst hafa með krabbamein unnu við röntgenrannsóknir á Haukeland-sjúkrahúsinu á tímabilinu 1980 til 1995. Tækjabúnaður sjúkrahússins hefur síðan verið endurnýjaður.

Bente Slaatten, formaður Félags norskra hjúkrunarfræðinga, segir ábyrgð stjórnenda spítalans mikla og hjúkrunarfræðingar spyrja hvort tæki á norskum sjúkrastofnunum séu fullnægjandi. Einnig er gagnrýnt að þrjú ár liðu frá því að grunur vaknaði fyrst á tengslum krabbameins við geislameðferð sjúkrahússins og þar til skýrsla um málið var birt.


Er málflutningur frjálslyndaflokksins í innflytjendamálum - Rasismi ?

Hef verið að velta fyrir mér málflutningi Frjálslyndra nú undanfarið í málefnum innflytjenda og þeirra sem hingað hefur komið til að vinna. Þeir sverja af sér allan rasisma en samt finnst mér ekki mikill munur á því hvernig þeir tala og svo t.d. málflutningi þjóðernissinna t.d. í Frakklandi.

Jean-Marie Le Pen  og Þjóðar- Fylkingin eru náttúrulega öfga rasistar en þeirra boðskapur hefur mildast nú síðustu ár og má kannski taka saman í:

 Að frá upphafi hefur Le Pen barist gegn gyðingum og vilja þá og aðra innflytjendur burtu úr Frakkalandi en með árunum hefur það breyst í að sumir innflytjendur megi vera áfram en hvítir frakkar ættu að hafa forréttindi.

Magnús Þór og Guðjón töluðu báðir í upphafi þannig að þeir vildu ekki að múhameðstrúar fólk flytti hingað. Nefndu að þeir hefðu engan áhuga á að hér kæmu Bræður Múhameð sem eru öfgatrúarmenn og að hér flytti inn fólk sem færi að stunda "Heiðurs morð" minnir mig að það sé kallað þegar einhver ver heiður ættar sinnar með því að myrða einhvern sem hefur gert á hluta hennar.

Mér fannst þetta nú alltaf skrýtin rök því að þetta er náttúrulega aðeins tíðkað meðal öfgatrúarmanna.  Svona svipað og engin frá Bandaríkjunum mætti flytja hingað þar sem að líkur á því að þá fyllist  allt af morðingjum sem kæmu þaðan.

Jón Magnússon talaði um Ísland fyrir íslendinga. Sem er það sama og Le Pen sagði í Frakklandi.

Síðan þetta var hefur málflutningur þeirra mildast eðlilega og nú eru þeir farnir að tala um að ekki megi vera óheftur flutningur af fólki hingað sem taki vinnu frá íslendingum og lækki hér laun. En þeir gleyma að hér er í dag nær ekkert atvinnuleysi og að vöxturinn hér á landi yrði nær enginn ef að þetta fólk kæmi ekki til. Það eru um 20. þúsund erlendir starfsmenn í vinnu hér mest í byggingarvinnu. Þetta kemur til af því að það voru ekki til iðnaðarmenn og verkamenn hér á landi til að sinna þessu. Iðnaðarmenn voru farnir að rukka laun langt uppfyrir taxta og hefði væntanlega samkvæmt reglum um framboð og eftirspurn leitt til þess að íbúðarverð væri í dag mun hærra því að vinna þeirra hefði orðið enn dýrari.

Auðvita á að tryggja að hér fái allir borgað samkvæmt kjarasamningum og öll réttindi séu varin. Ég er næsta viss um að þegar og ef þensla hér á landi minnkar og þar af leiðandi eftirspurn eftir vinnuafli þá leita þessir menn annað, þar sem að hér er dýrt að búa og leiga er mjög há og því lítið fyrir þá að græða á því að vera hér áfram.

Auðvita þarf að vera hér skýr stefna varðandi innflytjendur og útlendinga í störfum hér. Það þarf að standa vörð um réttindi þeirra og skyldur sem og að þeir sem ætla að vera hér um lengri tíma þurfa sannanlega að læra íslensku og á íslenskt samfélag. En hagur okkar af þeim sem hingað koma er alveg gífulegur. Fólk hér á höfuðborgarsvæðinu sér þetta t.d. í Fatahreinsunum, þvottahúsum, ræstingum, búðum og á fullt af stöðum. Þar er þetta fólk að sinna störfum sem við erum hætt að fást í. Út á landi hefur þetta fólk haldið heilu frystihúsunum gangandi.

Ég held að það væri rétt fyrir fólk í flokknum að athuga að Margrét Sverrisdóttir hefur mótmælt þessum málflutningi.


mbl.is Gefur kost á sér til embættis ritara Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn gerist frjálslyndur?!

Fann þetta á vef Ísafoldar 24.01.2007    Kristinn H Gunnarsson mun á næstunni tilkynna ákvörðun um að snúa baki við Framsóknarflokknum. Allt bendir til þess að Kristinn H. Gunnarsson , alþingismaður Framsóknarflokksins, snúist á sveif með Frjálslynda...

Þetta gengur ekki lengur

Okkur var lofað að verðtrygging væri timabundin aðgerð fyrir 24 árum en nú draga allir lappirnar þegar þrýs er á endurskoðun. Þetta verður náttúrulega til þess að fleiri og fleiri fara að taka erlendlán. Eins þá fannst mér hann gefa í skyn að þetta gæti...

Kvótakerfið - Það talar enginn um það lengur.

Hef verið að velta fyrir mér hvort að allir séu orðnir svo samgrónir þessu kerfi að enginn hafi lengur áhuga á að breyta þessu. Maður heyrir svona reglulega af því að einhverjir sérlundaðir menn minnast á þetta en almennt heyrist ekki neitt. Þó eru...

Gott framtak hjá Hafnarfirði

Önnur sveitarfélög og ríkið gætu tekið Hafnarfjörð sér til fyrirmyndar. Enda er ég mjög fylgjandi íbúalýðræði og þjóðarlýðræði. Á móti því að misvitrir fulltrúar fái að taka stærstu ákvarðanir fyrir sveitrarfélög og ríksins. Það ætti að vera auðveldara...

Evran - Ef við bíðum of lengi með að ræða þetta þá höfum við ekkert um það að segja

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við höfum afsalað okkur stórum hluta að ákvörðunum um efnahagslífið okkar til atvinnumarkaðarins. Nú eru stóru fjármálafyrirtækin komin hvert og eitt í þá stöðu að þau gætu farið að leika sér með gengi...

Staðan í skoðanakönnun um hvaða flokk fólk ætlar að kjósa

Tók saman stöðu þingsæta eftir skoðanakönnun minni hér á síðunni þegar 1000 hafa kosið.   Hvaða flokk kýst þú?         % merkt við Þingsæti skv könnun Framsókn   11.6% 116 7 Sjálfstæðisflokkinn   32.0% 320 21 Samfylkingu   27.4% 274 17 Vinstri Græna  ...

Finnst málflutningur Magnúsar Þórs ekki til fyrirmyndar

Hlustaði/horfði á Kastljós í kvöld þar sem hann var í umræðum á móti Margréti Sverrisdóttur. Það voru nokkur atriði sem slógu mig: Hann gat ekki fallist á það að ásjóna flokksins væri nokkuð einsleit. Þegar Margrét var að benda á að hann og Guðjón væru...

Þar fýkur fylgi Frjálslyndra

Samkvæmt minni tilfinningu hefur fylgi frjálslyndra verið töluvert hjá þessum hópum. Þannig að nú held ég að næstu skoðanakannanir verið athyglisverðar. Frétt af mbl.is   Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar Innlent |...

Ekki glæsilegur rekstur á Rúv hjá Páli Magnússyni

Var óvart að hlusta á útvarp frá Alþingi áðan þar kom fram að menntamálaráðherra var að leggja fram svör við fyrirspurnum um fjárhagsstöðu Rúv. Þar kemur m.a. fram að: Áríð 2004 var Rúv rekið með 50 milljóna halla Árið 2005 var hallinn 200 milljónir...

Ekki líklegt að japanir kaupi hvalkjöt af Kristjáni

Eftirfarandi frétt er af www.visir.is og segir allt sem ég vill segja um þetta mál að svo komnu í dag Vísir, 23. jan. 2007 12:17 Hvalkjöt í hundamat Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur...

Eru þessi fyrirtæki ekki bara að flytja vandamálið annað?

Datt í hug þegar ég las þessa frétt um þessa forstjóra að þeir eru að pressa á Bush að setja lög og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að þau eru flest að flytja starfsemin sína meira og meira frá Bandaríkjunum. Afhverja...

"Út í veður og vind"

Þetta býður náttúrulega upp á fullt af útúrsnúningum. Eins og að "þyrla upp molviðri yfir þessu" og "Fuku peningarnir út í veður og vind."  En ef maður les fréttina þá verður manni bumbult. Það er þetta með mútur og makk sem þrífst innan þessara...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband