Leita í fréttum mbl.is

Gott framtak hjá Hafnarfirði

Önnur sveitarfélög og ríkið gætu tekið Hafnarfjörð sér til fyrirmyndar. Enda er ég mjög fylgjandi íbúalýðræði og þjóðarlýðræði. Á móti því að misvitrir fulltrúar fái að taka stærstu ákvarðanir fyrir sveitrarfélög og ríksins. Það ætti að vera auðveldara nú á tímum tækninnar að gera atkæðagreiðslur um stór mál að tiltölulega auðveldu ferli.

Er ekki hrifinn af því hvernig þingræðið er komið út í að framkvæmdarvaldið ákveður málin og svon er Þingið bara afgreiðslustofnun í skóli meirihluta.

Frétt af mbl.is

  Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Innlent | mbl.is | 24.1.2007 | 10:24
Álver Alcan í Straumsvík Allt útlit er fyrir að íbúakosning um deiliskipulag á Alcan-svæðinu í Hafnarfirði fari fram þann 31. mars næstkomandi en bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um það í gær að atkvæðagreiðslan fari fram þann dag. Í tillögu þeirra er einnig lagt til að niðurstaða kosninganna verði bindandi og muni því ráða því hvort fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði formlega sett í auglýsingu samkvæmt skipulags- og byggingalögum.

Af www.visir.is

 Tillögunni var frestað til næsta fundar bæjarráðs en í henni er bæjarráði jafnframt gert heimilt að styrkja samtök sem leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að kynna sjónarmið er lúta að kosningunum.


mbl.is Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru það ekki við sem kjósum þessa misvitru fulltrúa til að taka ákvarðanir, held að vandamálið sé að kjósendur eru misvitrir og eiga því að treysta þeim sem þeir kjósa til að taka ákvarðanir, til þess eru þessir fulltrúar. Svo er það enn stærra vandamál í þessu máli að fjöldinn allur að misvitrum kjósendum vilja ekki verða vitrari gagnvart þessu máli og eru búnir að ákveða hvað þeir kjósa á kolröngum forsendum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem ég á við er að þessi fulltrúar verða oft afgreiðsluaðilar fyrir nokkra aðila. Eins og Alþingi þar sem meirihluti afgreiðir það sem þeim er sent frá Ríkisstjórn. Vill hafa meira um þetta að segja sjálfur og þá verða menn að rökstyðja mál sitt betur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2007 kl. 11:45

3 identicon

Sé ekkert að því misvitrir kjósendur komist að misviturri niðurstöðu. Má ekki orðið hafa skoðun eða áhrif nema að vera sérfræðingur?

Örn.

Örn (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband