Leita í fréttum mbl.is

Já takk! Ferkar vildi ég fá Norðmenn til að verja okkur

Held að þetta væri mun skynsamlegra. Gera varnarsamninga við Norðmenn. Við eigum jú sömu hafsvæði að verja og þeir. Það væri svo NATÓ sem mundi ábyrgjast frekari varnir.

Frétt af mbl.is

  Norðmenn bjóða orrustuþotur og eftirlitsflugvélar
Innlent | mbl.is | 18.11.2006 | 17:51
Bandarísk Orion kafbátaleitarvél á Keflavíkurflugvelli. Norsk stjórnvöld eru reiðubúin að senda bæði orrustuþotur og eftirlitsflugvélar til Íslands með reglulegu millibili til að styrkja varnir landsins. Norðmenn telja æskilegt að slíkt fyrirkomulag væri innan ramma Atlantshafsbandalagsins, en eru reiðubúnir að teygja sig langt til að koma til móts við Íslendinga.

Þetta hugnast

Kristinn telur að fylgi Framsóknaflokksins muni dala

Ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér. Ég persónulega hef haft gaman að honum sem þingmanni. Hann hefur óhikað tekið afstöðu þvert á stefnu stjórnar. 
NFS, 18. nóv. 2006 12:36

Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala

Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið.

Magnús fékk 883 atkvæði í fyrsta sætið. Herdís Sæmundsdóttir fékk 979 atkvæði í 1.-2. sætið en Kristinn hafnaði í því þriðja með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum.

Kristinn hefur ekki ákveðið hvort hann þiggur sætið. Hann segir niðurstöðuna þá að Framsóknarmenn í kjördæminu vilji fylgja algjörlega þeirri stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á þessu kjörtímabili. Aðspurður um hvort hann hyggi á sérframboð segir hann ekki skynsamleg að taka þá ákvörðun nú.

Kristinn segir skipulega hafa verið unnið gegn sér innan flokksins síðastliðin tvö ár og augljóslega hafi verið unnið gegn honum í prófkjörinu. Þannig hafi margir þeirra sem kusu Magnús og Herdísi sniðgengið hann algjörlega. Magnús telur að niðurstaða prófkjörsins komi til með að draga úr fylgi flokksins.

Ók undir áhrifum á ljósastaur

NFS, 18. nóv. 2006 10:15 Ók undir áhrifum á ljósastaur   Er bannað að aka ljósstaurum undir áhrifum?

Enn verð ég að benda á síðunna hans Jónasar K

Mér finnst þetta alveg stórskemmtilegt lesefni. Hann skefur ekki af hlutunum nú þegar hann skrifar bara í eigin nafni. Og nú um stundir eru það hinir trúuðu (frelsuðu) sem verða fyrir barðinu á honum. Sbr.   18.11.2006 Endir á morgun Trú á yfirvofandi...

Staðan þegar 1300 atkvæði hafa verið talin

af http://www.krokur.is/framsokn/ 18.11.2006 Staðan þegar búið er að telja 1.300 atkvæði. 1. Magnús Stefánsson með 699 atkvæði 1. sæti Kristinn H. Gunnarsson er með 526 atkvæði í það sæti. 2. Herdís Sæmundardóttir með 769 atkvæði í 1.-2. sæti. Næstur...

Kristið fólk lætur ekki að sér hæða

Þetta er nú alveg dæmigert fyrir Bandaríkin. Þarna er fólk sem virkilega trúir þessu. Og fyrir okkur er ekki gott að vita af því að sumar af þessum hetjum fá að láta dæluna ganga á Omega og eru fyrirmyndir þeirra um margt. Tekið af www.jonas.is  ...

Alltaf hressandi að lesa skrif Jónasar Kristjánssonar.

Það getur verið alveg stórkostlegt að lesa www.jonas.is . Í dag fann ég þetta m.a.   17.11.2006 Kross, fáni, þjóðsöngur Ted Haggard prédikaði eld og brennistein í ofsatrúarsöfnuði í Bandaríkjunum. Hann réðist grimmt á homma og fékk sér karlhóru eftir...

Ríkisstjórnin ætti kannski að fara á fyrirlestur Al Gore

Mér finnst það með afbrigðum skrítin fullyrðing hjá Jóni Sigurðssyni þegar hann segir að Ríkisstjórnin hafai ekkert með stóriðujumál  lengur að gera, heldur séu þetta mál sveitarfélaga, orkufyrirtækja og þeirra sem vilja byggja álver. Það vill nú svo til...

Hagnaður Atorku 129 milljónir króna

Hér viðra ég fáfræði mína: Nú hagnast Atorka group um 129 milljónir. Reyndar er þetta víst dótturfélag einhvers annars fyrirtækis. Segjum svo að þetta væri samt sjálfstætt félag í eigu fjárfesta. Þeir hefðu keypt þetta á kannski 5 milljarða. Það hefðu...

Er komið að niðursveiflu Dagsbrúnar?

Hef verið að pæla í viðskipatalífinu hér á Íslandi. Það virðist vera öll viðskiptaveldi rísi og falli á svona 10 áratímabili. Sum reyndar hraðar. Þá kemur oft í ljós að þau stóðu á brauðfótum Ég man þegar að Pizza 67 virtist ætla að verða að stórveldi og...

Nei bíðið við nú er hann á móti álveri!!!!!!!!!

Var að lesa bloggið hans Ómars R. Valdimarssonar  sem eftir minni bestu vitund er talsmaður Impreglio hér á landi. Mig langar bara að stelast til að birta hana í heild:   16.11.2006 | 20:07 Norsk Hydro vill reisa álver hér www.ruv.is » Fréttir » Frétt...

Kristinn H Gunnarsson á sér öflugan stuðningsmann

Var að lesa pistil Egils Helgasonar á visir.is þar segir hann m.a. Það mætti halda af skrifum á sumum bloggsíðum að Kristinn H. Gunnarsson sé vandi framsóknarmanna. Það held ég ekki. Ég held að vandi Framsóknar sé miklu frekar skoðanalitlir þingmenn sem...

Jæja kannski að koma smá samkeppni í fluginu aftur

Var að lesa fréttina um að SAS er að byrja aftur að fljúga hingað. Þarna virðist kominn möguleiki á að hugsanlega verði hægt að komast út á góðum verðum aftur. Því ef ég þekki Íslensku félögin munu þau lækka sig niður úr öllu valdi þangað til SAS gefst...

Það á að passa sig að fá nú einhver atkvæði frá ellilífeyrisþegum

Ekki það að þeir eigi þetta skilið þó meira væri. Þetta eru jú ekki mema svona 25.000 kr á mánuði sem þau meiga hefa í tekjur. EN lyktar það ekki af kosningavetri að flýta þessu um 3 ár. Nú er bara spurning hvað verður í jólapakkanum frá ríkinu til okkar...

Alltaf sami nánasarhátturinn í vegamálum á SV horninu

Afhverju fáum við ekki göng í gegn um Hellisheiði. Og það tvíbreið. Ætili dagumferð um Hellisheið sé ekki u.þ.b. sú sama og ársumferð sem verður um Héðinsfjarðargöng. Og afhverju er ekki ráðist strax í  2 akreinar í hvorta átt. Þetta 2+1 er eiithvað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2006
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband