Leita í fréttum mbl.is

Er komið að niðursveiflu Dagsbrúnar?

Hef verið að pæla í viðskipatalífinu hér á Íslandi. Það virðist vera öll viðskiptaveldi rísi og falli á svona 10 áratímabili. Sum reyndar hraðar. Þá kemur oft í ljós að þau stóðu á brauðfótum

Ég man þegar að Pizza 67 virtist ætla að verða að stórveldi og opnaði staði hér um allt land og fór erlendis. Það eru fáir staðir eftir nú.

Stórveldi félagana í Skjá 1 virtist ætla að taka yfir allan skemmtana iðnað landsins en hrundi svo eins og spilaborg.

Þegar að sambandið fékk mikilmennskuæði og stofnaði Miklagarð og fleiri þannig fyrirtæki og dó út nokkrum árum seinna.

Þegar að Steinar virtist ætla að ná öllum plótu og afþreyingarmarkaðnum undir sig og nokkru síðar var það horfið.

Þegar að Jón Ólafs virtist ætla að eignast hálft Ísland. En síðan hurfu eignir hans hér eins og dögg fyrir sólu. Honum tókst þó að koma hluta eigna sinna til útlanda.

Hafskip sem óx og óx en þoldi svo ekki aðförina að þeim og var gert gjaldþrota.

Þannig að ef málin eru skoðuð þá eru flest stórveldi í dag tiltölulega ung að minnsta kosti eigendahópurinn ekki sá sami og fyrir 10 árum.

 

Ætli þetta sé ekki oft vegna þess að ef einhverjum gengur vel í viðskiptum þá er þessi tilhneiging að ekkert geti misheppnast og því eru teknar ógurlegar áhættur í lokin sem valda því að ekkert má utaf bregða til að allt hrynji eins og spilaborg.

Nú eru mörg af þessum fjárfestingarævintýrum að verða 10 ára. Hvað gerist?

Bara svona að pæla í þessu

 


mbl.is Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun - selur móðurfélag Wyndeham press Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband