Leita í fréttum mbl.is

Alltaf hressandi að lesa skrif Jónasar Kristjánssonar.

Það getur verið alveg stórkostlegt að lesa www.jonas.is . Í dag fann ég þetta m.a.

 

17.11.2006
Kross, fáni, þjóðsöngur
Ted Haggard prédikaði eld og brennistein í ofsatrúarsöfnuði í Bandaríkjunum. Hann réðist grimmt á homma og fékk sér karlhóru eftir vinnu. Hann er gott dæmi um, að afbrigðilegt fólk felur sig bak við sterk kennileiti á borð við kross eða fána eða þjóðsöng. Því ákafar, sem menn berja sér á brjóst sem trúarleiðtogar og þjóðarleiðtogar, þeim mun líklegra er, að eitthvað sé bogið við þá. Sérkenni George W. Bush og Tony Blair hefur lengi verið, að þeir eiga í samræðum við guð og telja sig hafa vald sitt frá honum. Þeir eru báðir geðveikir eins og Haggard.


Ríkisstjórnin ætti kannski að fara á fyrirlestur Al Gore

Mér finnst það með afbrigðum skrítin fullyrðing hjá Jóni Sigurðssyni þegar hann segir að Ríkisstjórnin hafai ekkert með stóriðujumál  lengur að gera, heldur séu þetta mál sveitarfélaga, orkufyrirtækja og þeirra sem vilja byggja álver. Það vill nú svo til að ríkisstjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum orkusölu fyrirtækjum, bæjarfélögum sem vilja álver. Því væri þeim í lófa lagið að standa á brennsum á öllum sviðum þessa máls.

Það að byggja fleiri álver hér þrátt fyrir að orkunar sé aflað með aðferðum sem menga kannski minna en kola-/olíu knúin orkuver er minnkar samt ekki útblásturinn fá álverunum sjálfum. Því er það sú mengun sem við erum að auka.

Í Suður Ameríku og fleiri stöðum eru jú byggðar vatnsaflsvirkjanir líka til að skaffa svona álverum orku. Og þar hafa þær þjóðir þó þær afsakanir að þær þurfa nauðsynlega á tekjum og atvinnumöguleikum að halda til að draga úr fátækt.

Því má færa rök fyrir því að hvert álver byggt hér, dragi úr möguleikum annarsstaðar að draga úr fátækt.


mbl.is Al Gore hélt fyrirlestur á ráðstefnu Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagnaður Atorku 129 milljónir króna

Hér viðra ég fáfræði mína: Nú hagnast Atorka group um 129 milljónir. Reyndar er þetta víst dótturfélag einhvers annars fyrirtækis. Segjum svo að þetta væri samt sjálfstætt félag í eigu fjárfesta. Þeir hefðu keypt þetta á kannski 5 milljarða. Það hefðu...

Er komið að niðursveiflu Dagsbrúnar?

Hef verið að pæla í viðskipatalífinu hér á Íslandi. Það virðist vera öll viðskiptaveldi rísi og falli á svona 10 áratímabili. Sum reyndar hraðar. Þá kemur oft í ljós að þau stóðu á brauðfótum Ég man þegar að Pizza 67 virtist ætla að verða að stórveldi og...

Nei bíðið við nú er hann á móti álveri!!!!!!!!!

Var að lesa bloggið hans Ómars R. Valdimarssonar  sem eftir minni bestu vitund er talsmaður Impreglio hér á landi. Mig langar bara að stelast til að birta hana í heild:   16.11.2006 | 20:07 Norsk Hydro vill reisa álver hér www.ruv.is » Fréttir » Frétt...

Kristinn H Gunnarsson á sér öflugan stuðningsmann

Var að lesa pistil Egils Helgasonar á visir.is þar segir hann m.a. Það mætti halda af skrifum á sumum bloggsíðum að Kristinn H. Gunnarsson sé vandi framsóknarmanna. Það held ég ekki. Ég held að vandi Framsóknar sé miklu frekar skoðanalitlir þingmenn sem...

Jæja kannski að koma smá samkeppni í fluginu aftur

Var að lesa fréttina um að SAS er að byrja aftur að fljúga hingað. Þarna virðist kominn möguleiki á að hugsanlega verði hægt að komast út á góðum verðum aftur. Því ef ég þekki Íslensku félögin munu þau lækka sig niður úr öllu valdi þangað til SAS gefst...

Það á að passa sig að fá nú einhver atkvæði frá ellilífeyrisþegum

Ekki það að þeir eigi þetta skilið þó meira væri. Þetta eru jú ekki mema svona 25.000 kr á mánuði sem þau meiga hefa í tekjur. EN lyktar það ekki af kosningavetri að flýta þessu um 3 ár. Nú er bara spurning hvað verður í jólapakkanum frá ríkinu til okkar...

Alltaf sami nánasarhátturinn í vegamálum á SV horninu

Afhverju fáum við ekki göng í gegn um Hellisheiði. Og það tvíbreið. Ætili dagumferð um Hellisheið sé ekki u.þ.b. sú sama og ársumferð sem verður um Héðinsfjarðargöng. Og afhverju er ekki ráðist strax í  2 akreinar í hvorta átt. Þetta 2+1 er eiithvað...

Ekki viss um að það væri sterkur leikur hjá Valdemar Leó

Var að lesa síðunna www.morgunhaninn.is sem er síða Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu. Þetta er flott þjónusta að geta hlustað á öll viðtöl hans úr þáttunum. Og lesa úrdrátt úr þeim. En semsagt þar kemur fram að Valdemar Leó þingmaður, sem kom illa út úr...

Nei sko gæti verið að hlutirnir færu að breytast í Bandaríkjunum?

Fann þessa frétt á www.visir.is     Vísir, 15. nóv. 2006 23:48 Umhverfismál ofarlega á baugi í Bandaríkjunum Þrír demókratar í bandarísku öldungadeildinni sem koma til með að verða yfir nefndum um umhverfismál í Bandaríkjunum segjast óánægðir með framlag...

Hann hefði betur búið á Íslandi

Hér hefði þessi fengið skilorðsbundið fangelsi og svo verið ráðinn af einhverjum bankanum í áhrifastöðu. Við sáum sáum hvernig að Skjár 1/ Símamálið fór Frétt af mbl.is   Aðalendurskoðandi Enron dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi Erlent | mbl.is |...

Frábær grein um lífeyrismál

Bara að benda á grein eftir Ólaf Hannibalsson sem er að finna á visir.is Þar segir m.a. Yfirvöld leggja oft hart að þegnunum að spara og leggja fyrir til elliáranna. Hvar er hvatinn til þess ef sá sparnaður leiðir einungis til skerðingar á lífeyri að...

Nei nei þeir þurfa ekkert að gera eins og aðrar þjóðir!

Meira segja Arnold Schwarzenegger  veit betur en fulltrúi Bandaríkjastjórnar og er að vinna að aðgerðum. En Bandaríkin eru sífellt að þumbast við ruv.is » Fréttir Fyrst birt: 15.11.2006 16:54 Síðast uppfært: 15.11.2006 18:23 BNA: Tilmælum Annans hafnað...

Erum við að gefa stóryðjum rafmagnið?

Á ruv.is fann ég þetta sem sjá má hér á eftir. Er það ekki algjör aumingjaskapur hjá fyrirtæki sem hefur haft nær einokunaraðstöðu á raforkumarkaði í áratugi að fá ekki betra mat. Getur verið að þetta sé vegna þess að þeir hafa selt tiltölulega fáum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2006
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband