Leita í fréttum mbl.is

Kannski að við ættum að forðast svona risa framkvæmdir í framtíðinni.

Norðmenn gæta sín vel á að hleypa ekki öllu í bál og brand hjá sér. Þeir t.d. leggja nær allan hagnað sinn af olíugróða í sjóði en hleypa ekki öllu út í atvinnulifið. Þannig að þeir eiga ógurlega mikið þessum sjóðum en efnahagslífið er allt á hægu nótunum.

Hér á hjaraveraldar leggjum við hinsvegar út í ofurfjárfestingar og framkvæmdir sem m.a. má sjá að Kárahnjúkavirkjun samsvarar nærri helming af ársútgjöldum ríkisins hér á landi og með Reyðaráli erum við komin allt að 2/3 af ársútgjöldum. Þetta allt gert til að tryggja um 400 störf á Austurlandi.

Eins má nefna þegar við seldum Símann þá var strax farið að ráðstafa peningum í ýmsar framkvæmdir hér og þar. Í stað þess að reyna að rúma þær innan fjárlaga og vinna að þeim hægar en stöðugt.

Síðan bólgna bankarnir á því að taka erlenda peninga að láni á lágum vöxtum og óverðtryggt og lána almenningi hér í krónum  á háum verðtryggðum vöxtum og græða á tá og fingri á verðbólgunni og gengismun. Og síðan standa heimilin hér á landi veðsett upp í topp og ekkert borð fyrir báru ef að harðnar á dalnum.

Frétt af mbl.is

  Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Viðskipti | mbl.is | 10.2.2007 | 17:08
Uppgangur í norsku efnahagslífi hefur ekki hleypt af stað verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hefur verðlag lækkað og segja sumir greinar að lækkunin sé umtalsverð. Neysluvísitalan lækkaði um 1,3% í janúar, en verðbólga á ársgrundvelli nam þá 1,2%, en var 1,8% á sama tíma í fyrra.

Síðan sér maður á þessari frétt að ákveði Norðmenn að ganga í ESB þá þurfa þeir ekki að breyta neinu hjá sér. Á meðan við erum langt frá því að efnahagslífið hér uppfylli þau skilyrði sem ESB setur.


mbl.is Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf þurfum við að vera öðruvísi!

Ekki beint hægt að segja að þetta eigi við um okkur hér á hjara veraldar.

Frétt af mbl.is

  Meira jafnvægi í efnahagsmálum heimsins en áður
Viðskipti | AFP | 10.2.2007 | 14:35
 Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, ræðir við... Fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims lauk í dag í Essen í Þýskalandi. Í lokayfirlýsingu fundarins segir m.a., að meira jafnvægi sé nú í efnahagsmálum heimsins en áður og stærstu hagkerfin standi traustum fótum.


mbl.is Meira jafnvægi í efnahagsmálum heimsins en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogshælið enn á byrjunarreit

Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir Holdsveika og en síðar var þar...

Er þetta ekki hálfgerður brandari?

Sturla er að skrifa undir viljayfirlýsingu við Flugstoðir ohf. En Sturla fer með eina hlutabréfið í þessu fyrirtæki. Hélt að hann gæti bara sagt þeim að gera þetta.  Þurfti að grípa til þessa? Lyktar þetta ekki af kosningavíxil því að í tilkynningunni...

Hugleiðing varðandi niðurfellingu á skatti á söluhagnað hlutabréfa

Geir Haarde viðraði um daginn á viðskiptaþingi að næst yrði skattar af söluhagnaði hlutabréfa feldir niður og rökstuddi það með því að þá þyrftu fyrirtæki og einstaklingar ekki að færa hagnaðinn til landa eins og Hollands þar sem þessi skattur er ekki...

Yfirgangur og frekja í Kópavogsbæ - Ræðst á náttúruperlu Höfuðborgarsvæðisins

Það á ekki af okkur Kópavogsbúum að ganga þessa daganna. www.ruv.is Fyrst birt: 09.02.2007 19:10 Síðast uppfært: 09.02.2007 20:30 Óleyfilegt jarðrask í Heiðmörk Verktakar á vegum Kópavogsbæjar grófu breiða skurði og felldu fjölda trjáa í Heiðmörk í...

Ekki hægt að segja að bankarnir og stjórar þeirra gangi á undan með góðu fordæmi og sýni hófsemi.

Þegar banki þarf að borga starfsmönnum sínum svona laun þá er eins gott að geta rukkað okkur um nóg af þjónstugjöldum. Og okra á vöxtum til okkar. Og passa sig á að láta viðskiptavini sína vita að þeir geti tekið erlend lán með lægri vöxtum og engri...

Nei Björgólfur þetta er allt okkur að kenna

En bíddu voru það ekki þið sem hrunduð af stað sífellt hækkandi lánum til húsnæðiskaupa og opnuðu á að fólk gæti veðsett eignir upp í 100% af markaðsvirði eignana. Eru það ekki þið sem bætið ofan alla vexti verðtryggingu og þjónustugjöldum sem og...

Það er eins og annað hér á landi. Enginn þarf að bera ábyrgð

Það er ljóst að hér á landi er eitthvað mikið að. Lög eru svo óljós að ekki er hægt að sækja menn til saka sbr. Segir m.a. í niðurstöðu Jónasar Jóhannssonar, héraðsdómara, að það sé álit dómsins að 10. gr. samkeppnis­laga veiti ekki viðhlítandi lagastoð...

"Sláandi samráð viðskiptafélaga"

Afhverju eru það bara FÍB sem virkilega láta heyra í sér vegna hugsanlegs samráðs. Þetta er alveg réttmætt hjá þeim. Það er náttúrulega ekki einleikið þessi tengsl sem eru orðin milli fyrirtækja hér. Oft eru þetta meira að segja sömu aðilarnir sem eiga...

Skyldu Frjálslyndir vera á þessari leið?

Bara svona datt þetta í hug. Vísir, 08. feb. 2007 22:17 KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á...

Þá er það formlega orðið auglýsing um asnaskap okkar á heimsvísu.

Ég hefði nú kosið að þessi stóru mistök okkar hefðu verið betur falin. Nú er hægt að benda á vitleysisgangin í okkur. Við búum til risa    lón til að framleiða orku sem við gefum erlendu fyrirtæki til að koma með súrál hingað og stela orkunni og flytja...

Ekki lækka símagjöldin hjá manni þá í bráð.

Er það ekki Exista sem á Símann. Hélt að menn væru nú klókar en svo að vera með svo mikið af skuldum á fyrirtækinu í erlendum lánum að þetta smá gengissig valdi gengistapi upp á 5,8 milljarða. Vekur líka furðu hversu skuldsettur síminn er þá. Önnur...

Nú er kominn tími til að læra af reynslunni. -Breiðavík og Byrgið

Ef fólk hugsar um þetta þá eiga báðir þessir staðir það sammerkt að yfirvöld á hverjum tíma notuðu þessa staði til að senda "óæskilegt fólk" . Erfið vandamál sem var svo miklu auðveldara að leysa með því að senda fólk og börn eitthvað langt í burtu svo...

Allir að reyna að koma vitinu fyrir Bush

Það eru allir að reyna að koma vitinu fyrir Bush. Jafnvel vinir hans í Íran sem og Bandaríkjaþing: Frétt af mbl.is Khamenei hvetur Bandaríkjamenn til að koma vitinu fyrir Bush Erlent | mbl.is | 8.2.2007 | 14:30 Ajatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband