Leita í fréttum mbl.is

Nú er kominn tími til að læra af reynslunni. -Breiðavík og Byrgið

Ef fólk hugsar um þetta þá eiga báðir þessir staðir það sammerkt að yfirvöld á hverjum tíma notuðu þessa staði til að senda "óæskilegt fólk" . Erfið vandamál sem var svo miklu auðveldara að leysa með því að senda fólk og börn eitthvað langt í burtu svo ekki þyrfti stöðugt að vera vesen hér í borginni.

Síðan var bara litið á ástandið væri gott á meðan ekkert heyrðist eða sást til þeirra. Og fleiri dæmi eru víst til. Fólk með fötlun var sent sem börn á altækar stofnanir þar sem þau voru að mestu útilokuð frá samfélaginu. Og síðan er nú farið að tala um stofnun á Seltjarnarnesi fyrir stúlkur.

Það sem gerði þetta allt svo enn verra var að ríki og sveitarfélög sem fjármögnuðu þessar stofnanir skáru svo niður eins og hægt var allar fjárveitingar til þessara stofnana. Réðu þar inn á flesta staði fólk sem yfirmenn sem höfðu enga menntun eða reynslu til að vinna með þessa einstaklinga. Og faglegt eftirlit var í molum. Og dæmið um Byrgið er gott dæmi um að þessi hugsunarháttur er enn við lýði hjá ráðamönnum. Heyrði það í dag að Birkir J Jónsson ræddi um það í bréfi milli ráðuneyta þegar hann var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra að það væri svo miklu ódýrara að líta á Byrgið sem gistiúrræði frekar en hjúkrunar/sjúkrastofnun.

Það sem þarf að gera er að viðurkenna að þessi vandamál eru til staðar. Það kostar peninga að takast á við þau. Og gott að gera sér grein fyrir að með markvissu starfi með fólk sem á við fatlanir, fíknir og geðsjúkdóma að stríða, þá spörum við til langframa því að fleiri ná því að verða virkir þátttakendur í samfélaginu og geta séð sér sjálfum farborða.

Dæmi um slóðaskap hjá stjórnvöldum hingað til er t.d.

  • Ómarkvissar forvarnir
    • Greining á börnum í skólum í áhættuhópum
    • Þjónusta við foreldra barna í áhættuhópum
    • Almennileg fræðsla fyrir börn og unglinga
    • Uppbyggileg þjálfun fyrir börn og unglinga í tjá sig og umgangast aðra. T.d. með markvissri þjálfun í að tjá sig. T.d. leikræn tjáning og ræðumennska.
  • Ósamræmdar aðgerðir í meðferðarmálum
    • t.d. Barna og unglingageðdeildinn
    • Lokun á Gunnarsholti
    • Takmörkuð framlög til t.d. SÁA.
  • Húsnæði fyrir þá verst settu eftir meðferð. Og aðstoð við að finna varanlegt húsnæði
  • Skortur á hæfingu og endurhæfingu fyrir:
    • Fólk sem þarf þess eftir langvarandi neyslu
    • Ungt fólk sem er að læra að standa á eigin fótum. Vísir að því er í Kópavogi Fjölsmiðjan sem vinnur að þvi að kenna ungufólki sem flosnað hefur úr vinnu og skóla, að vinna.
    • Atvinnumiðlun þar sem fyrirtæki fá umbun fyrir að ráða fólk úr þessum hópum í vinnu og fólkið stuðning frá vinnumiðlun fyrstu skrefin á atvinnumarkaði.
  • Eftirfylgd með þessum einstaklingum og stuðningur.

Þetta eru bara nokkur atriði. Ég vinn í málaflokk þar sem fólk með fötlun fær þjónustu. Þetta eru allt atriði sem hafa verið að taka stórstígum framförum síðustu ár og áratugi. Stofnunum er lokað og fólkið flutt út í íbúðahverfin og mörg farin að búa sjálfstætt með stuðningi eða án. Þetta var talið útilokað fyrir nokkrum áratugum en hefur gefist vel. Nú eru geðfatlaðir líka á leiðinni út af stofnunum í sambærileg úrræði. Ég sé fyrir mér að þó það sér áferðamunur á þjónustu sem langt leiddi fíklar og unglingar með erfiða hegðun þurfa þá sé það að mestu sambærileg  þjónusta.

Það verður að setja í þetta fjármagn og fjölga fagmenntuðu starfsfólki. Og umfram allt að koma á umræðum um þetta án tafar. Móta markvissa stefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja því eftir.  Þjónustan á að vera veitt af tilþess bærum fagaðilum ekki hlaupa eftir ódýrustu lausnunum alltaf hreint. Og síðan er nokkuð ljóst að ríkð þarf að hafa stöðugt og mikið eftirlit með þeirri vinnu sem þar fer fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband