Leita í fréttum mbl.is

Frábær síða talsmanns neytenda

Vildi benda fólki á síðu talsmanns neytenda www.tn.is . Hann Gísli Tryggvason er auðsjáanlega kominn á skrið og ýtir við fyrirtækjum alveg villt og galið. M.a. í dag er hann að leggja út af pisli sem hann skrifaði í fyrradag um:

logoÍ pistlinum í talhorninu fjallar talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, um það vandamál þegar hljóm- eða mynddiskar eyðileggjast - ekki síst diskar með barnaefni. Bent er á að þetta sé ekki bara vandamál neytenda enda er „varan“ sem maður kaupir ekki bara diskurinn; hann er bara eins konar fylgihlutur til þess að njóta megi tónlistarinnar eða myndarinnar. Diskurinn er í raun umbúðir og ekki réttmætir hagsmunir fyrirtækja að geta selt nýjan og nýjan disk fyrir þá sem skemmast enda væri þá búið að margborga fyrir afnotaréttinn að sama innihaldinu.

Þarna er hann m.a. að vísa til þess að mest af verðu disks sem maður kaupir er höfundaréttur og afnotaréttur en diskurinn sjálfur og umbúiðir minnsti kosnaður. Og afnotarétturinn sem maður greiðir fyrir er til ótakmarkaðs tíma. Og því leggur hann til að maður geti skilað ónýtum diskum og fengið annann.

Síðan 23. febrúar er hann að kynna beiðni til símafyrirtækja um rökstuðuning fyrir útskriftargjaldi sem legst við öll verð hjá þeim en þar segir Gísli:

23. feb. 2007

Síminn og Vodafone beðin um rökstuðning fyrir útskriftargjaldi


 

Í bréfi til stærstu símafyrirtækja landsins, Símans og Vodafone, er þeim boðið að upplýsa um raunkostnað við útsendingu reikninga í ljósi þess að neytendur eiga rétt á fullri sundurliðun fjarskiptareikninga - endurgjaldslaust.

Í tengslum við meðferð samgöngunefndar Alþingis á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjarskipti hefur talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, í umsögn til samgöngunefndar ítrekað tillögu í fyrri umsögn til samgönguráðuneytis um drög að sama frumvarpi.

Eins og fram kom í frétt á heimasíðunni í fyrradag felur tillagan í sér að sett verði mörk við kostnaði sem heimilt verði að krefja neytendur um. Er það gert í ljósi þess að neytendur eiga lögum samkvæmt rétt á endurgjaldslausri sundurliðun reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum og eftir samþykkt umrædds frumvarps á sú sundurliðun að ná til allra símanúmera og annarrar þjónustu.

Í bréfum til Símans og Vodafone er þeim gefinn rúmlega viku frestur til þess að gera athugasemd við upplýsingar talsmanns neytenda um hver raunkostnaður við útsendingu reikninga er, þ.e. alls að hámarki 105 kr. og er þar rúmt reiknað að mati talsmanns neytenda. Einnig er spurt um raunkostnað fyrirtækjanna sjálfra „við útsendingu reikninga“ og þau gjöld sem fyrirtækin leggja á neytendur vegna sundurliðunar og útsendingar reikninga.

Hvet fólk til að skoða síðunna hans. Tel að þarna fari opinber starfsmaður sem er að vinna vinnunna sína.


Hægrigrænt framboð!!

Var að lesa eftirfarandi inn á www.mannlif.is . (Reynir Trausta auðsjáanlega farinn að vinna og henda inn fréttum)

Grænt skjallbandalag

26 feb. 2007

Flest bendir til þess að Jakob Frímann Magnússon, burtfloginn Samfylkingarmaður, og Margrét Sverrisdóttir, sem yfirgaf Frjálslynda í fússi, taki höndum saman og bjóði fram einshverskonar grænan lista í vor. Sést hefur til Margrétar og Jakobs Frímanns á plottfundum í miðborg Reykjavíkur. Þá þykir vera stutt í Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sem er náinn samherji Jakobs. Enn eitt hjólið undir kosningavagninn er síðan Ómar Ragnarsson sem þykir bera þess öll einkenni að vilja komast í framboð. Innbyrðis hefur þetta fólk hælt hvert öðru á bloggsíðum. Stjórnmálaskýrendur mannlif.is eru sammála um að allt stefni í grænt framboð þar sem Jón Baldvin fái jafnvel talsvert vægi. Það þykir reyndar dálítið skondið þar sem Jón Baldvin er maðurinn sem lyfti Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, hæsta stall en vill nú bæta ýmis mein samfélagsins sem hlotist hafi af langvarandi setu Sjálfstæðisflokksins í landsstjórninni ...


Alveg gáttaður á hverning fréttamenn í Íslandi í dag spyrja.

Ég hlustaði á Ísland í dag áðan. Þar var Ingólfur forstjóri Kaupþings að svara til um mun á kjörum á lánum bankans hér og svo erlendis . Hann lét manninn komast upp með að fullyrða að hér værum við jafnvel að fá betri kjör en almenningur fær í Svíþjóð....

Kurteisi og góð mannleg samskipti hafa ekki verið hans sterkustu hliðar hingað til

Það hefur heldur betur vaðið á Gunnari sérstaklega þegar einhver gagnrýnir hann. Ég hef fjallað um það áður þegar hann sagði um oddvita samfylkingar í Kópavogi: Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist vísa fullyrðingum Guðríðar um að gögnum...

Ég er frjálslyndur vinstrimaður.

Ég gerði eins og margir hér á blogginu að fara hér inn og taka þetta próf . Þannig að nú legg ég spilin á borðið og hér sést hvar ég raðast í stjórnmálaskoðunum mínum. Ég er frjálslyndur vinstrimaður.

Ekki að sjá að iðgjöld eigi nokkuð að lækka.

Það væri ágætt af þessi mætu fyrirtæki og fjárfestar gerðu sér grein fyrir því að viðskiptavinir ætlast til að njóta þess í betri kjörum þegar þessi fyrirtæki ganga vel. Það hefur jú verið aflétt á þessum fyrirtækjum fullt af sköttum og annað en...

"Hernaðarbrölt sjimpansanna í Senegal."

Ég verð nú að segja að oft hef ég verið hrifinn af bakþönkum Þráins Bertelsonar en nú í dag eru þeir alveg brjálæðislega góðir. Þar sem hann færir rök að því að simpansar í Senegal verði næsta ógn sem Bandaríkjamenn finna sér til að ráðst á. Svo ég birti...

Kaupum við Færeyjar?

Þessi frétt vakti athygli mína og sérstaklega þessi kafli hér: En eru þá Færeyjar til sölu? „ Nei, það máttu ekki segja, sérstaklega ekki á Íslandi," sagði Nielsen. „Þá lendi ég í vanda, því það er mikið rætt um það að Íslendingar séu að...

Furðulegar staðreyndarvillur varðandi hugsanlega inngöngu okkar í ESB

Þegar maður fer um bloggið og les bloggfærslur og athugasemdir um Samfylkingunna og einnig Ingibjörgu Sólrúnu sem tengjast möguleikanum á því að við sækjum um aðild að ESB verður maður stundum forviða. Er fólk ekki stundum búið að láta mat sig á vitleysu...

Skírlífi leiðir til langlífis - Úps þá þarf ég að fara að leggja fyrir til að eiga nógan lífeyri

Þá er víst um að gera að fara að safna til ellinnar því ég sé fram á langlífi skv. þessu. Frétt af mbl.is   Langlífur vegna skírlífis? Veröld/Fólk | mbl.is | 25.2.2007 | 17:28 107 ára Hong Kong-búi, Chan Chi, telur ekki ólíklegt að skírlífi eigi þátt í...

Klám getur verið lífshættulegt

Var að lesa þetta á www.visir.is Vísir, 25. feb. 2007 20:39 Ég kem Dulcineia, ég kem Þegar James Van Iveren heyrði konu æpa hástöfum, í íbúð nágranna síns, þreif hann sverð afa síns ofan af vegg og þeysti til hjálpar. Hann sparkaði upp hurð nágrannans og...

Kannski ekki skrýtð

Jakob hefur reynt ítekað að hljóta brautargengi innan Samfylkingar en ekki komist í góð sæti. Reyndi síðast fyrir sér í "Kraganum" en gekki ekki. Hefur auðsjáanlega metnað til að komast hærra en til þess þarf hann að reyna aðrar leiðir því kjósendur...

Opnað á að skoða samkeppni bankanna af formanni efnahags- og viðskiptanefndar

Var að lesa þetta á www.visir.is : Vísir, 25. feb. 2007 13:09 Sjálfsagt að skoða bankana Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er...

Baugur að verða heimsveldi?

Var að lesa bloggið hans Páls Vilhjámssonar . Hann birtir þar póst sem honum barst og það vakti mann svo sannanlega til umhugsunar. Nú verður náttúrulega að taka tillit til þess að Páll er svarinn andstæðingur Baugs og ber því að lesa efnið þar með því...

Alveg ótrúlegt að það séu bara 55% tilbúnir að gefa upp afstöðu sína.

En á ný birtist könnun hjá fréttablaðinu sem byggir á svörum um 800 einstaklinga en þar af eru um 350 sem svara ekki, ætla ekki að kjósa eða skila auðu. Þannig að það eru svör um 450 manna sem eiga að segja okkur til um fylgi flokkanna. Það eru því mjög...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband