Leita í fréttum mbl.is

Kaffibandalagið úti.

Ég verð að segja að mín tilfinning er að Vg og Samfylking eigi hér með að slíta þessu tali um Samfylkingsamstarf við Frjálslynda nú. Þar hafa náð völdum aðilar sem hafa farið fremstir í að ala á fordómum gagnvart útlendingum á Íslandi.frjalslyndir

Í framhaldinu eiga Vg og Samfylking að lýsa áhuga á samstarfi eftir kosningar og leggja áherslu á velferðarstjórn með umhverfismál og umhverfisvernd sem eitt stærsta málið. Gæti séð fyrir mér að flokkarnir settust niður nú á þessum næstu vikum og athuguðu hvernig stefna þeirra í umhverfis málum rýmar saman. Og hvort að þeir gætu kynnt fólki hvernig Vinstri grænirsáttmáli þeirra í þeim flokki gæti litið út. Þar með gæfist fólk i á að meta það hvað það fengi við að kjósa þessa flokka í meirihluta.

Frétt af mbl.is

  Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Innlent | mbl.is | 2.2.2007 | 7:50
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að ef svo dapurlega eigi eftir að fara í íslenskum stjórnmálum að þar gangi fram flokkur sem beinlínis geri út á andúð í garð fólks af erlendum uppruna og daðri við kynþáttaaðgreiningarhyggju þá sé samstarf fyrirfram útilokað við slíka flokka.


mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Greiningardeild" Félags fasteignasala?

Rakst á þetta inn á www.visir.is . Datt svona í hug fyrst að: Allir eru nú komnir með greiningardeildir. Ég hef nú svona að undaförnu heyrt aðallega frá þeim að þeir séu farnir að óttast um vinnunna því að þeir mótmæla í umvörpum úrskurðum kærunefn Félags fasteignasala sem úrskurða að fastaeignasalar megi vera með ótakmarkað af sölumönnum í starfi hjá sér.

Núna kemur spá frá "Greiningardeild fasteignasala" sem telur að fasteignaverð eigi eftir að hækka á árinu og sala að aukast. Kannski rétt - en þetta gæti nú líka verið óskhyggja eða auglýsing frá þeim.

Svona fyrst við erum farin að tala um fasteignasala þá undrast ég alltaf hversu mikið þeir fá í sölulaun fyrir litla vinnu. Erlendis eru fasteignasalar mun meiri þátttakendur í sölunni. Þeir fylgja hugsanlegum kaupendum þegar þeir skoða eignina og þessháttar. Hér taka þeir út íbúð og mynda hana. Setja á netið og hugsanlega auglýsingu í blöð en síðan er þetta mest í höndum seljanda sjálfs þar til að kauptilboð og samningar eru á borðinu. Fasteignasalar rukka svo um ýmis aukagjöld fyrir hluti sem seljandi gæti gert sjálfur eins og þinglýsingar og þessháttar. Það er því spurning hvað felst í þessari söluprósentu sem þeir eru að fá.  En þeir bæta þessum gjöldum bara ofan á það.

Þetta er eins og bankarnir sem taka þjónustugjöld fyrir þjónustu sem ætti að að vera inn í vaxtamun hjá þeim.

 

Fréttablaðið, 02. feb. 2007 01:00

Spá hækkandi fasteignaverði

Greiningardeild Félags fasteignasala telur að líflegt ár sé fram undan á fasteignamarkaðnum.
Fasteignasalar segja góðar horfur í atvinnumálum og góðan kaupmátt vísbendingu um að fasteignaverð hækki.

Að því er segir í athugunum greiningardeildar Félags fasteignasala leiðir aukin velmegun yfirleitt til þess að fleiri fermetrar húsnæðis verði á hvern einstakling. Einnig sé lánaframboð nú meira en árið 2006. „Viðskiptabankarnir eru almennt farnir að lána aftur til fasteignakaupa eftir að hafa nánast dregið sig út af markaðnum í fyrra," segir greiningardeildin.

Þá er sagt að hjöðnun verðbólgu ásamt fyrirhugaðri lækkun á virðis­aukaskatti á matvæli muni leiða til hagstæðari umhverfis fyrir kaupendur fasteigna. Mikil eftirspurn hafi verið í janúar og sala aukist.

Fasteignasalar segja mikla fólksfjölgun leiða til aukinnar eftirspurnar. Enn hafi ekki skilað sér að fullu hækkun á verðmæti lóða og tiltekinna staðsetninga. „Sú hækkun virðist í sumum tilfellum ekki vera komin að fullu inn varðandi notaðar eignir," segir greiningardeildin.

Eina forsenduna fyrir aukinni eftirspurn segja fasteignasalar vera ört vaxandi áhuga útlendinga á að kaupa húsnæði á Íslandi. „Ekkert lát virðist á þeirri þróun," segir greiningardeildin sem kemst að þeirri niðurstöðu að verð fasteigna muni á þessu ári hækka „nokkuð umfram verðbólgu."


Auðvita er sjálfssagt að verða við svona smáræði fyrir snillinginn

Skil ekki afhverju fólk er að gera mál úr þessu. Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að þarna fer snillingur og það má ekkert ég endurtek ekkert hafa áhrif á listsköpun hennar. Þá gætum við setið uppi með verk sem væri ekki fullkomið. Og afkomendur...

Vg hefur tekið fylgið frá Samfylkingunni.

Ef skoðað er fylgi flokkanna skv. þessari könnun má merkja það að Vg virðist hafa fengið allt fylgið sem Samfylking hefur tapað. Þetta er merki um að Samfylkingin verður að skýra stefnun sína í umhverfismálum betur. Það eru þau sem fólk hefur nú mikin...

Alveg er þetta ótrúlegt

Í ljósi umræðu síðust vikna ætti að vera ljóst að þessi brot eru það sem við almenningur líðum ekki. Þessi mál eru sífellt að koma upp og virðist ekki draga úr þeim þrátt fyrir að nú ætti öllum að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar þessi glæpur...

Kannabisplanta "úr skápnum"

Þetta er fyrirsögn sem maður verður að snúa út úr. T.d. " Kannabisplanta kemur úr skápnum sem birkitré"   Frétt af mbl.is   Kannabisplanta í fataskápnum Innlent | mbl.is | 1.2.2007 | 17:20 Kannabisplanta fannst í fataskáp í herbergi unglingspilts í...

Jónína Benediktsdóttir rætin og komin á skrið.

Það var heldur betur að Jónína Ben fór að blogga. Hún hefur hafið stríð gegn Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhanni Haukssyni þáttargerðarmanni á útvarpi Sögu sem hún segir á "launum hjá Baugi" ogfullt af öðrum. Í dag birtir hún langloku um þetta mál. Þar sakar hún...

Voru tryggingarfélög ekki að hækka gjöld af því að alvarlegum slysum væri að fjölga?

Las í gær að ástæðan fyrir hækkun trygginga væri fjölgun alvarlegra slysa og aukina útgjalda vegna þeirra. Það passar að nokkrum dögum seinna kemur í ljós að þeim er að fækka. Frétt af mbl.is   Alvarlegum slysum fækkar Innlent | Morgunblaðið | 1.2.2007 |...

"Almenningur á mikið í bankagróða"

Það hefur verið að heyra á bönkunum síðustu daga að megnið af þeirra hagnaði sé erlendis frá og manni hefur nærri fundist að bankastarfsemi á Íslandi væri nærri rekin með tapi. Og í framhaldi af því þá sé fólk frekjur að fara fram á að dregið verði úr...

Talsmaður banka og sparisjóða fer mikinn og býður upp á ódýrar skýringar

Var að lesa á visir.is frétt þar sem rætt er við talsmann banka og sparisjóða. Ég er nú ekki fróður maður um rekstur eða bankastarfsemi en mér finnst þetta vera dálítið skrýtnar skýringar á vaxta- og þjónustuokri bankana: Hann segir: Guðjón segir engu að...

Þessar afsakanir eru nú út í hött.

Að reyna að segja okkur að ofmargar bensínstöðvar séu orsök fyrir of háu bensínverði er náttúrulega út í hött. Það eru jú olíufyrirtækin sem eru að byggja þessar bensínstöðvar. Þeir verða bara að viðurkenna að þeir eru að okra. Og þessa ástæðu kaupi ég...

Skatttekjur hérlendis og erlendis.

Er að velta fyrir mér ef að bankarnir eru að kaupa erlenda banka og fjármálastofnanir. Sem og að stofna ný fyrirtæki erlendis. Borga þeir ekki skattana sína þar fyrir hagnað af þeim fyrirtækjum sem þar eru skráð? Þeir eru m.a. stórir í Luxemburg. Væri...

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband