Leita í fréttum mbl.is

Rökrétt niðurstaða markaðslögmála er einokun

Ég verða að segja að sennilega hefur Jónas Kristjánsson rétt fyrir sér hér:

Af www.jonas.is

19.02.2007
Borgarar éta sig
Karl Marx og Friedrich Engels höfðu að því leyti rétt fyrir sér, að rökrétt niðurstaða markaðslögmála er einokun. Fyrirtæki éta hvert annað, unz tvö eða þrjú standa til málamynda eftir og semja um markaðinn. Þetta kölluðu þeir, að borgarastéttin æti sjálfa sig. Tristam Hunt skrifar grein um þetta í Guardian í tilefni af tilboði Nasdaq í Stock Exchange. Við þekkjum þetta vel á Íslandi. Hér er bara samkeppni á litlum reitum, svo sem í bílainnflutningi. Skiptir þá engu, hvort fyrirtækin auglýsa eins og bankarnir íslenzku. Þeir auglýsa ekki bætt kjör, enda hafa þeir vond kjör fyrir alla.


Hver sá sem segist hafa 100 prósent rétt fyrir sér er ofstækismaður, óþokki og fantur af verstu gerð.

Eftirfarandi er tekið að láni frá www.morgunhaninn.is

Hafi einhver 55 prósent rétt fyrir sér í raun og veru er ástæðulaust að karpa. Og hafi einhver 60 prósent rétt fyrir sér er að dásamleg gæfa og megi hann þakka guði sínum fyrir það. En hvað er þá að segja um þann sem hefur 75 prósent á réttu að standa? Grandvarir menn telja það tortryggilegt.  En hvað þá um að hafa 100 prósent á réttu að standa? Hver sá sem segist hafa 100 prósent rétt fyrir sér er ofstækismaður, óþokki og fantur af verstu gerð.

Gamall gyðingur frá Galicíu


Held þeir hefðu átt að senda einhvern annann!

Ég get ekki séð að þessi maður ætti að vera mikið í forsvari fyrir Bandaríkjamenn. Hann hefur ekkert traust eftir það sem hann hefur sagt og gert í gegnum tíðina. Frétt af mbl.is   Cheney leitar aukins stuðnings við stríðsreksturinn í Írak og Afganistan...

Þar rataðist manninum satt orð af munni

Fróðlegt að lesa þessa frétt. Demókratinn segir það sem flestir í heiminum hafa verið að ræða nú síðustu 3 árin en fulltrúi Hvíta húsins er bara á því að það eigi að senda meira af vopnum til Írakas. Þetta ásamt fleiru sýnir mér að íhaldið sem er við...

Það getur verið skaðlegt að blogga.

Nú hef ég bloggað á hverjum degi síðan í október. Og það fer að nálgast að heimsóknir á síðunna mína nái 50.000 já segi og skrifa fímmtíuþúsund. Gæti sem best trúað því að það náist á morgun. En þessu bloggi hefur fylgt aukaverkun eða réttara væri að...

Jæja skynsamlegar tillögur loksins

Loks kom að því að einhverjir fóru að reyfa skynsamlegar tillögur um málefni eldriborgarar og lífeyrisþega. Auðvita á að vera hér kerfi sem hvetur fólk til að vinna áfram eða á annan hátt að afla sér aukina tekna. Við þurfum jú á auknu vinnuafli að halda...

Jón Sigurðsson: Hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning

Mér finnst alveg óþolandi að við almenningur höfum enga vernd lengur fyrir einkaaðilum. Nú fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti sami Jón að ríkð hefði ekkert lengur með stjórn á stóriðjustefnunni. Heldur væru það fyrirtækin sjálf sem hefðu mest um þetta að...

Kópavogsbær lætur eins og fíll í postulínsbúð

Þetta Heiðmerkurmál er alltaf að verða leiðinlegra og leiðinlegra fyrir okkur Kópavogsbúa. Bæjarstjóri kemur fram af hroka og frekju og virðir skoðanir annarra einskis. Þetta dæmi byrjaði á því að Kópavogur lofaði hestamönnum í Gusti nýju landi undir...

Skólamötuneyti

Er þessi hagræðing og einkavæðing í skólamötuneytum ekki gengin út í öfgar: www.ruv.is Fyrst birt: 17.02.2007 12:52 Síðast uppfært: 17.02.2007 12:54 Nemar á Dalvík fúlsa við mat frá Hvolsvelli   Nemendur Grunnskólans á Dalvík hafa undanfarna tvo vetur...

Spurning um eignaupptöku?

Mér finnst spurning í svona tilfellum hvort að lögregla eigi ekki að fá leyfi til eignaupptöku þannig að þeir sem staðnir eru að þannig akstri hreinlega missi ökutæki sitt þann tíma sem þeir eru próflausir sem og að þeim sé meinað að kaupa sér annað...

Lýðræði - Þingræði - Ráðherraræði ?

Var að lesa á vef Kristins H Gunnarssyni þar sem hann er fjalla um stjórnunarhætti hér á Íslandi. Hann vill meina að ráðherrar sem eiga að starfa í umboði þingmanna séu gjörsamlega oft úr tengslum við þingmenn. Eða eins og hann segir: Þingbundin stjórn...

Full þörf á aðhaldi frá neytendastofu og samkeppnisyfirvöldum líka.

Það er full þörf á þessu og ætti löngu að vera búið. Bendi líka á að þessi gjöld virðast vera samræmd milli Icelandair og Iceland Express skv. athugun/ábendingu frá FÍB um daginn. Þeir bentu líka á að mikil eignatengsli eru milli þessara félaga. Þá...

Hagnaður bankanna vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtánhundruð prósent

Ég var reyndar búinn að tala um þetta áður en þessi frétt á www.visir.is setur þetta skipulegra upp heldur en ég hafð þetta áður: Hagnaður íslensku bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtánhundruð...

Það er til umhverfisvænni aðferð við álbræðslu!!!

Nú hefur umhverfisráðherra kynnt stefnu ríksistjórnar Íslands um að draga úr útblæstri  gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990. Var að lesa eftirfarandi á vef www.ruv.is  Takið sérstaklega eftir kaflanum þar sem ég breytti lit...

Kominn tími til að skamma manninn - Hefði mátt gera nokkrum árum fyrr

  Maðurinn er náttúrulega búinn að spila rassinn úr buxunum hjá öllum sem láta sig þessi mál einhverjur varða. Hefu sýnt sig að ráðgjöf sem hann hefur trúað í blindni frá "Haukunum" sem eru öfga hægrimenn sem eru gjörsamlega úr tengslum við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband