Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn á leið niður í eðlilegt fylgi.

Nú þegar að Alþingi er komið í leyfi þá byrjar kosningaáráttan fyrir alvöru. Þingmenn fara að hafa tíma til að kynna stefnu flokkanna og fólk að fara að gera sér grein fyrir því hvernig það vill að Ísland þróist næstu árin.

Samkvæmt þessari könnun eru Vg en að bæta við sig og Samfylkingin fellur að minnsta kosti ekki lengur. "Kaffibandalagið" Gæti miðað við þessi úrslit myndað stjórn saman.

Samkvæmt því sem ég heyrði í gær af Íslandshreyfingunni er það lítið mótaður flokkur sem hefur auðsjáanlega eytt miklu af sinni orku síðustu vikur í útlit og ytri mál í stað þess að mæta með ramma að stefnuyfirlýsingu þannig að manni sest sá grunur að Íslandshreyfingin verði dálítð svona hreyfing fólks sem hefur viljað vera í umræðunni en ekki fundið sér vettvang til þess. Á þessu eru þó Ómar undantekning sem hefur náttúruvernd virkilega efst í sínum huga. Þá fannst mér á því sem þau sögðu í viðtölum vera svona ögn meira til hægri heldur en þau nefndu á sjálfum blaðamannafundinum Þannig hjó ég í að þau eru opin fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum og nefndi Ómar sem dæmi að það hafi virkað vel með tannlækna. (ekki viss um að allir samþykki að það). Svona flokkur sem er myndaður um áhuga fólks á einu máli verður varla mjög stór.  En það verður gaman að sjá næstu kannanir þegar Í listinn verður mældur.


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki auðleysanlegt?

Ofanflóðasjóður kaupir þessi hús með því að fjármagna sambærilegar byggingar á stöðum innan Bolungarvíkur þar sem að snjóflóða hætta er minni. Fólki væri tryggð sambærilegar/eða betri  Íbúðir/hús og þau áttu fyrir.  Þetta getur fólk ekki búið við til lengdar að vera sífellt að rýma húsin sín.

Frétt af mbl.is

  Hús í Bolungarvík rýmd á ný vegna snjóflóðahættu
Innlent | Bæjarins besta | 22.3.2007 | 10:02
Frá Dísarlandi í Bolungarvík. Íbúum í við Dísarland og Traðarland í Bolungarvík hefur verið gert að rýma hús sín á nýjan leik vegna snjóflóðahættu. Íbúar voru beðnir að rýma hús sín fyrir kl. 10 í dag. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands fyrir norðanverða Vestfirði er gert ráð fyrir að það hlýni um hádegi og því fylgi úrkoma og hvassviðri.


mbl.is Hús í Bolungarvík rýmd á ný vegna snjóflóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn er ekki hrifinn af Íslandshreyfingunni.

Í pisli á heimasíðunni sinni fjallar Kristinn H Gunnarsson um nýja flokkinn þeirra Margrétar og Ómars. Ekki beint hægt að segja að flokkurinn hafi skorað hátt hjá honum með þessari kynningu sinn. Hann fullyrðir að helsti ávinningur af þessu sé að...

Skipulagslög gilda ekki í Kópavogi

Var að lesa þettta á www.ruv.is . Nú skilur maður dæmið með Heiðmörk betur Fyrst birt: 22.03.2007 19:07 Síðast uppfært: 22.03.2007 20:50 Ólögleg landfylling í Kópavogi Frá vinnu við landfyllinguna Skipulagsstofnun stendur ráðþrota gagnvart Kópavogsbæ sem...

Hefði ekki verið betra að flytja þetta til Ísafjarðar?

Ó nei var búinn að gleyma að það eru að koma kosningar og Valgerður er í NA kjördæmi. EN á Ísafirði er samt erfiðara ástand í atvinnumálum Frétt af mbl.is   Útibú frá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins opnað á Akureyri Innlent | mbl.is | 22.3.2007 |...

Ósköp var þetta nú ódýrt

Það vissu jú allir hvar áherslur þessa framboðs yrði í umhverfismálum. Þeim hefur Ómar komið vel til skila og margir sammála honum. En þegar að þau fóru út í önnur mál þá voru þau ósköp klisjukend: auka yrði frelsi til samkeppni í landbúnaði, afnema...

Afleikir Margrétar Sverrisdóttur

Var að lesa bloggið hans Össurar Skarphéðinssonar en þar er hann að fjalla um væntanlegt framboð Margrétar Sverris með Ómari og fleirum. Össur telur það hafa verið mikinn afleik hjá Margréti þegar hún gekk úr flokknum eftir kosningar á landsþingi...

Eftir það sem hefur gengið á í dag- Ber Jóni Steinari ekki að segja af sér?

Ég er að velta fyrir mér þegar að Hæstaréttardómari kemur fram í fjölmiðlum og í raun segir að einhver sé að ljúga ummælum upp á hann sem og að hann hafi tekið að sér mál Jón Geralds þrátt fyrir að vita að Ingibjörg Pálma skjólstæðingur hans var bæði...

Það væri gaman að kynna sér hver var að ljúga að okkur þegar Síminn var seldur.

Ég man það þegar sala á símanum stóð yfir. Þá var fullyrt á alþingi af Samgönguráðherra og fleirum að grunnnetið væri ekki hægt að skilgreina og halda frá við sölunna. Maður gæti farið í þingræður og séð hvað ráðherra sagði og þá er náttúrulega staðfest...

Þetta er nú með afbrigðum óljóst svar

Held að hann ætti bara að viðurkenna að þessar veiðar voru frumhlaup og hafa skaðað bæði hugsanlegar hvalveiðar okkar í framtíðnni auk þess sem orðspor okkar hefur skaðast. Hann sem ráðherra á að vita að það er nauðsynlegt að hugsa svona mál frá upphafi...

Gaman að vita hvar á að finna allt þetta fólk til að flytja til Reykjavíkur

Þetta er merkilegar áætlanir hjá Reykvíkingum. Nú síðast í gær kom í ljós að um 1900 íbúðir og hús eru í byggingu í Reykjanesbæ. Í Kópavogi eru hundruð bygginga í smíðum. Í Hafnarfirði standa víst tilbúnar íbúðir sem seljast hægt. Því finnst mér þetta...

Mundi nú ekki treysta þessum heimildum.

Þið verðið bara að afsaka. Ef þetta er satt er þetta vitni um að menn eru að sturlast þarna. En heimildir frá Bandaríksahernum eru bara ekki áreiðanlegar. Þeir hafa verið staðnir að lygum aftur og aftur. Skv. þeim hefur varla nokkur saklausborgari látist...

"Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann"

Var að lesa þetta á www.mannlif.is . Ég verð bara að segja að tilstandið í kring um Ensku knattspyrnunna síðustu ár ætlar að halda áfram. Nú á að stofna sér stöð um hana. Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann 20 mar. 2007 Samkvæmt heimildum Mannlífs munu 365...

Ég hélt að börnin fæddust flest á fæðingardeildum

En skv. þessari frétt þá fæðast þau bara innan og utan hjónabands. Frétt af mbl.is   Um þriðjungur barna fæðist innan hjónabands Innlent | mbl.is | 20.3.2007 | 9:06 Á Íslandi fæðast hlutfallslega fleiri börn utan hjónabands en í nokkru öðru Evrópuríki,...

Donald Trump: "Bush er versti forseti sögunnar"

Þessi frétt á www.visir.is segir nú allt sem segja þarf. Þegar að Donald Trump er meira að segja orðinn sammála mér þá get ég ekki haft rangt fyrir mér   Vísir, 20. mar. 2007 07:52 Bush er versti forseti sögunnar Bush, Cheney og Rice eru óhæf og stríðið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband