Leita í fréttum mbl.is

Skipulagslög gilda ekki í Kópavogi

Var að lesa þettta á www.ruv.is . Nú skilur maður dæmið með Heiðmörk betur

Ólögleg landfylling í Kópavogi

Frá vinnu við landfyllinguna

Skipulagsstofnun stendur ráðþrota gagnvart Kópavogsbæ sem í nærri fimm ár hefur hundsað fyrirspurnir stofnunarinnar vegna landfyllingar við Kársnes. Framkvæmdir á svæðinu eru hafnar en þær eru ólöglegar að mati skipulagsstjóra ríkisins.

Skipulagsstofnun vantar upplýsingar um hvort landfylling sem verið er að búa til við Kársnes og liggur meðfram norðvesturströndinni, eigi að vera 4,8 eða 13,8 hektarar. Á svæðinu hyggst Kópavogsbær búa til landfyllingu og viðlegukant fyrir stórskip. Fyrir tæpum fimm árum, eða í ágúst árið 2002, óskaði Skipulagsstofnun eftir nánari upplýsingum frá Kópavogsbæ um framkvæmdina til að geta metið hvort hún félli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt lögum má ekki hefja framkvæmdir fyrr og þetta hefur ekki verið gert.

Skipulagsstofnun stendur nú ráðþrota gangvart Kópavogsbæ því hún hefur ekki heimild til þess að stöðva framkvæmdir. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir hagsmunaaðila geta kært til úrskurðanefndar skipulags- og byggingamála en það geti Skipulagsstofnun ekki. Og hann er ekki sáttur við vinnubrögð Kópavogsbæjar. Hann segir Skipulagsstofnun óska áfram eftir upplýsingunum þar til svör.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, gaf ekki kost á viðtali en hann sagði í símtali að um misskilning sé að ræða. Það svæði sem um ræðir sé bæði landfylling og á föstu landi, alls 13,8 hektarar. Landfyllingar sem eru stærri en fimm hektarar eru matsskyldar. Fyllingarsvæðið sem nú sé auglýst sé hins vegar 4,8 hektarar og því ekki matsskylt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband