Leita í fréttum mbl.is

Er mannvonska ríkjandi í Mosfellsbæ?

Var að lesa þessa frétt inn á www.visir.is sem fylgir hér á eftir. Minnir að á síðasta ári þá hafi önnur kona sem bærinn gat ekki aðstoðað þrátt fyrir veikindi eða fötlun og lá fyrir að hún færi á götuna þar sem að Mosfellsbær gat ekki aðstoðað hana við að finna félagslegt húsnæði.

Og nú kemur þessi frétt og ég á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum

Stöð 2, 30. apr. 2007 19:00


Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg

Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki.

Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.

"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."

Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.

Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning. Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.

Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins
   (www.visir.is )

Hvað finnst ykkur? Er þetta í lagi?

 


Kafli úr Kastljósi í kvöld ekki á www.ruv.is

Ætlaði að kíkja aftur á kaflann þar sem að Sigmar fjallaði um afgreiðslu allsherjanefndar Alþingis á ríkisföngum og viti menn þáttúrinn er þarna en ekki þessi kafli. Hverju má þetta sæta? Er búið að fjarlægja þennan hluta eða afhverju var hann ekki settur á netið? Sjá hér

P.S.En við nánari athugun þá er þessi hluti í þættinum ef maður hlustar á hann í heild.


Hvað er deCode búið að tapa frá upphafi?

Getur einhver sagt mér hvað er deCode búið að tapa frá upphafi? Og eins hvernig standi á því að fyrirtækið á enn 135 milljónr í handbæru fé? Eru þetta ennþá þeir peningar sem íslendingar voru vélaðir í að setja í fyrirtækið í von um gróða? Eða er...

Átti þetta ekki að leysast með ruðningsáhrifum frá Reyðaráli og Kárahnjúkum

Var ekki talað um að m.a. heilbrigðisstarfsmenn mundu fylgja í kjölfar álversins og virkjunarinnar. Þetta eru nú ekki dæmi um það! Frétt af mbl.is   Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa Innlent | mbl.is | 30.4.2007 |...

Framsókn fær heldur betur að heyra það

Var að lesa grein eftir Hallgrrím Helgason á www.visir.is þar sem hann lætur Framsóknarflokkinn heldur betur heyra það. Hann segir m.a. Hér er settur í stjórnarstól maður sem var orðinn óþægur innan flokks, maður sem var farinn að stofna heilu...

Svo leyfa þessi Sjálfstæðis og Framsóknarmenn að gagnrýna þessar tillögur

Hef verið að lesa blogg hinna ýmsu bloggara um þetta mál. Menn sem fylgja Sjálfstæðisflokknum leyfa sér að gagnrýna þessar tillögur sem er mér óskyljanlegt. Ef þessir ágætu menn horfa í árangur Sjálfstæðisflokksins þá geta þeir t.d. byrjað á að gera sér...

Framsóknar bloggarar fara hamförum og vilja kæfa eðlilegan fréttaflutning.

Var að lesa www.mannlif.is og auðséð að þeir hafa verið að skoða bloggheima. Þar fara margir Framsóknarmenn hamförum og vilja hreinlega aftökur vegna umfjöllunar Kastljóss á veitingu ríkisborgararréttar til tengdadóttur Jónínu Bjarmarz. Mér finnst þetta...

Slysið í Hveragerði og umfjöllun Stöðvar 2

Vettvangi Magga barst aldrei þessu vant tölvupóstur þar sem einn sem þekkir til í Hveragerði er að benda mér á þá fáránlegu umfjöllun um slysið sem verið hefur í fjölmiðlum þar sem látið var hálft í hvoru að um óhæfuverk hefði verið að ræða. Hér er hluti...

Tæp 40% sem ekki voru tilbúin að gefa upp afstöðu sína.

Skv. þessari könnun voru tæplega 40% ekki ákveðin eða ekki tilbúin að gefa upp afstöður sína: 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. ( www.visir.is ) Þetta finnst mér merkilegt. Annars er það makalaust stjórnin virðist ætla að halda...

Framkvæmdin hjá blessuðu fólkinu segir nú bara eitt. Ekki bjóða fram!

Þetta framboð hefur nú verið dauðadæmt frá upphafi. Byrjaði á stöðugu rifrildi milli hópa innan þessa hreyfinga sem endaði með að á tíma stóð til að 2 framboð kæmu fram. Síðan var auglýst með pompi og pragt að Höfðuborgarsamtökin ætluðu að vera með þeim...

Framsókn á flugi í auglýsingagerð - En hvað á þetta að þýða?

Eru þau kannski að fagna stöðunni í skoðanakönnunum síðustu mánuði?   

NV-kjördæmi: Frjálslyndir kæmu ekki manni inn

Samfylkingin er að hægt og sígandi á leiðinni í það fylgi sem hún á skilið. Sterkasta vígi Frjálslyndara að falla.   www.ruv.is Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni inn á þing Í Norðvesturkjördæmi samkvæmt Gallup en þeir höfðu tvo menn áður, anna...

Vinnubrögð Allsherjarnefndar!

Þetta mál með afgreiðslu Allsherjarnefndar á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt kemur held ég til með að skapa umræður um störf þessarar nefndar og því hvort að hún hafi í störfum sínum gætt jafnræðis. Var að lesa grein í Fréttablaðinu eftir...

Ég hef nú ekkert á móti háum húsum - en er þetta ekki að verða of mikið?

Ég bjó um tíma á 5 hæð í Engihjalla í Kópavogi. Þar var staðan sú að ef það var gola úti þá gat maður varla opnað svalarhurð ef að gluggi var opinn. Nú stendur yfir keppni í kring um Smáralind að byggja eins hátt og hægt er. Þar er þegar í byggingu...

Nóg að gera hjá Þorgerði

Skrifar undir samninga þvers og kruss núna nokkrum dögum fyrir kosningar. Í dag var hún á Akureyri að lofa nokkrum hundruða milljóna í stækkun þar og svo skaust hún á húsavík og skrifaði undir samning við öll sveitarfélög á NA landi um menningarmál og...

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband